Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 17.10.1995, Blaðsíða 15
eftirtektarvert var, enda öll hans framkoma á þá lund. Hann var lifandi af áhuga um allt það er viðkom kirkjunni og kirkjunnar málum og óþreytandi að gefa góð ráð og benda á færar leiðir í öllum þeim málum er að henni lutu. Séra Þórhallur bar hag þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu, mjög fyrir brjósti. Baráttu hans fyr- ir bættum hag og betri skilningi á málefnum atvinnulausra, mun lengi minnst. Einnig áttu aðrir sem hall- oka fóru í þjóðfélaginu, ötulan stuðningsmann í sr. Þórhalli. Þessi störf fóru ekki hátt, og munu fæstir gera sér grein fyrir umfangi þeirra verka sem unnin eru í kyrrþey. Séra Þórhallur var mikils metinn innan Þjóðkirkjunnar, sat í mörgum nefndum og ráðum á hennar veg- um, og var þar sem annars staðar ötull liðsmaður. Hann var skarp- greindur og fljótur að átta sig á stöðu mála og því ekki að undra þó að hann væri kallaður til mikilla trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Sóknarböm Akureyrarkirkju hafa misst velmetinn og vinsælan sálusorgara og sakna nú forsjár hans og hlýrrar vináttu. Með þakk- læti í huga og virðingu kveðjum við séra Þórhall og biðjum honum blessunar á eilífðarbrautum. Eiginkonu, bömum og ástvinum öllum sendum við innilegar samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og vemda í sorg þeirra. Guð blessi minningu mæts manns. Guðríður Eiríksdóttir, formaður sóknarnefndar Ak- ureyrarkirkju. Kveðja og þakkir frá Möðru- vallaklaustursprestakalli Við sóknarbömin í Möðruvalla- klaustursprestakalli viljum með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir það að við fengum að njóta starfa þessa góða drengs og trausta þjóns um árabil. Séra Þórhallur var upprunninn og ættaður héðan úr prestakallinu. Það varð mikið happ fyrir okkur þegar hann að loknu guðfræðinámi kom í Möðruvelli til þjónustu, en hér starfaði hann af einstakri kost- gæfni og skörungsskap á árunum 1968-1982. Það duldist engum sem honum kynntist að hér fór sérstakur hæfileika- og mannkostamaður sem tók starf sitt alvarlega. Hann lét sig miklu varða ytri umgerð kirknanna sem hann þjónaði en enn meiri áherslu lagði hann þó á að sinna sóknarbömunum og sérhver athöfn sem hann framkvæmdi var framúr- skarandi vel gerð. Hann kunni til verka, var sérlega vel máli farinn og átti létt með mannleg samskipti, og nýtti þessa hæftleika í störfum fyrir kirkjuna í þjónustu Drottins. Fjölskyldan var öll samhent og naut mikilla vinsælda og virðingar hér í prestakallinu. Hér var því tek- ið með skilningi þegar séra Þórhall- ur var kallaður frá okkur til annarra erfiðari og ábyrgðarmeiri starfa á Akureyri, en við eigum hins vegar erfitt með að skilja hvers vegna Drottinn kallaði hann svona fljótt til sín. Við kveðjum hann með sorg en þó einnig með þakklæti fyrir líf hans og störf og allar góðu stund- imar og sendum fjölskyldu hans allri innilegar samúðarkveðjur. Við munum öll geyma minningu um traustan vin og góðan samferða- mann. Kveðja frá Kór Akureyrarkirkju Það er þungbært þegar fólk er kall- að burt í miðri dagsins önn, fólk sem er fullt af lífsgleði og starfs- áhuga. Þannig var um séra Þórhall Höskuldsson, hans kall kom skyndilega og slíkt er sársaukafullt þeim sem næstir standa. Kór Akur- eyrarkirkju minnist vinar og sam- starfsmanns með þakklæti og virð- Þriðjudagur 17 ingu og sendir fjölskyldu séra Þór- halls innilegar samúðarkveðjur. Guð styrki þau og styðji í sorg þeirra og söknuði. Dagar mannsins eru sem grasið, liann blómgast sem blómið í eyðimörkinni, þegar vindw blces á hann er liaim hoifinn, og staður hans þekkir hann ekkiframar. En miskunn Drottins við þá er óttast hann varirfrá eiltfð til eilífðar. (103 Davíðssálmur) Kveðja frá Gagnfrœðaskóla Akureyrar Guð helgur andi, á hinstu stund oss hugga þú með von um Jesúfund. Þá er þrautin unnin. Þá er sigur fenginn, sælusól upp runnin, sorg og þrenging engin. Streym þú líknarlind. Lúther - Helgi Hálfdánarson. Þó að hverjum og einum sé það ljóst að allir eigi sitt skapadægur, kemur það alltaf jafn mikið á óvart þegar menn á besta aldri falla í val- inn. Það var hnípinn skóli sem hóf störf að morgni 11. október síðast- liðinn þegar sú frétt hafði borist að séra Þórhallur Höskuldsson hefði látist suður í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins á undan. Enginn gat látið sér það til hugar koma að hann legði næstur upp í þá ferð sem allir fara og enginn fær umflúið. Séra Þórhallur hóf störf við Gagnfræðaskóla Akureyrar haustið 1982 er hann gerðist sóknarprestur á Akureyri og kenndi kristin fræði við skólann eins og fyrirrennarar hans hafa gert. Einnig vékst hann alltaf vel við að kenna í veikinda- forföllum kennara enda var hann boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd þar sem hennar var þörf. Starfsfólk Gagnfræðaskólans þakkar séra Þórhalli samíylgdina og sendir Þóru Steinunni Gísladótt- ur eiginkonu hans, bömum þeirra og öðm venslafólki innilegar sam- úðarkveðjur. Starfsfólk Gagnfræðaskóla Akureyrar. Ekki er alltaf auðvelt að skilja hvers vegna við bindumst einum samferðamanni á lífsgöngunni sterkari böndum en öðrum. Ég held þó að ég viti hvers vegna ég bast séra Þórhalli sterkari böndum en flestum öðmm vandalausum, sem ég hef átt samneyti við. Þegar við kynntumst fyrir um 20 árum kom- umst við að því, hvor í sínu lagi, að þrátt fyrir ólíkan bakgmnn þá höfð- um við báðir sest við fætur Jesú, kynnst boðskap hans og þegið náð- arboð hans. Við ræddum þetta aldrei til botns, þurftum þess ekki, því við fundum samkenndina, og kannski varð vinátta okkar enn dýpri vegna þess að við þurftum ekki að ræða þetta til botns. Þannig minnist ég séra Þórhalls sem bróð- ur í Kristi. Við vorum nágrannar hér á Möðruvöllum £ nokkur ár og mér þótti heldur verra þegar hann var kvaddur til starfa á Akureyri 1982. En ég sætti mig við það að Guð ætlaði að nota þennan hæfileika- mann á viðameiri starfsakri. Auð- vitað var það gott að sem flestir fengju að heyra kröftugan boðskap þessa verkamanns úr víngarði Drottins „sem fer rétt með orð sannleikans“. Séra Þórhallur var brátt settur til ýmissa ábyrgð- arstarfa fyrir kirkjuna, enda var hann betur að sér um margt en flestir aðrir. Ég held að ég hafi ekki verið einn um það að eiga miklar væntingar til starfa hans á seinni hluta starfsævinnar. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og nú skil ég ekki til fulls hvers vegna Guð not- aði séra Þórhall ekki lengur á Akur- eyri eða annars staðar í starfi kirkj- unnar hér á jörðu eða hvers vegna hann tók hann frá ástvinum sínum. Ef til vill hefur Guð kallað hann til enn mikilvægari starfa í ríki sínu. Ég mun ætíð minnast séra Þórhalls sem mannsins sem Drottinn notaði og gat treyst. Séra Þórhallur var mjög önnum kafinn, hafði ætíð mikið að gera. Hann tók vel öllum sem til hans leituðu, fékkst við margt í einu og var kallaður til sífellt meiri starfa. Og vandasöm verk sín leysti hann sérlega vel af hendi. Oft gátum við dáðst að því hve vel honum fórst allt sem hann gerði þrátt fyrir mik- inn eril. Enda þótt starfsævi hans væri ekki sérlega löng, þá hefur hann áreiðanlega afkastað meiru en mörgum öðrum tekst á mun fleiri árum. Þannig minnist ég séra Þór- halls einnig sem afkastamanns í víngarði Drottins. Séra Þórhallur var myndarlegur á velli, hávaxinn og bar hempuna vel, eins og sagt var í gamla daga. Og þó hann tónaði ekki manna best þá var predikunin um frelsarann Jesúm Krist svo skýr að hver at- höfn hans varð áhrifamikil, ánægjuleg og eftirminnileg. Hann var afburða orðhagur og kom því sem hann vildi segja glöggt til skila með sínum hljómfagra norðlenska framburði. Góður og frambærilegur þjónn Drottins. Mér er því séra Þórhallur eftirminnilegur sem glæsimenni á velli og skörungur í verki. Þegar maður minnist látins sam- ferðamanns verða hinar hlýju og al- varlegu myndir í forgrunninum. En nú kemur hin glaðlega og kankvísa hlið séra Þórhalls einnig sterkt upp í hugann, ekki síst brosið, hláturinn og kímnin. í góðra vina hópi gat hann verið hrókur alls fagnaðar. Og ég á margar skemmtilegar minn- ingar frá sambýli okkar á Möðru- völlum. Mér er enn í fersku minni er við lékum fjölskyldufótbolta og séra Þórhallur, sem ævinlega var snyrtilega klæddur, jafnvel við bús- störfin, mætti í svörtu jakkafötun- um sínum og támjóu blankskónum. Og líklega man Höskuldur sonur hans, þá smástrákur, enn eftir skoti föður síns eftir endilöngum vellin- um og í bláhomið á marki okkar keppinautanna. Aðdáunin skein þá úr litlu andliti drengsins. Og þannig vil ég einnig minnast glaðlyndis séra Þórhalls og minnast hans sem fjölskylduföður sem öll fjölskyldan getur dáðst að líkt og Höskuldur gerði forðum. Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum séra Þórhalls samúð okkar og þakklæti. Munum eftir orðum Jesú sem séra Þórhallur tal- aði oft um, að „sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi“. Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum. Það var ósköp venjulegur laugar- dagsmorgunn. Ég var að búa mig undir að fara upp í kirkju. Þá hring- ir síminn og mér eru sögð tíðindin, séra Þórhallur er látinn. Snögglega breytist allt. Undarlegur kuldi fer um mig og ég er orðlaus og lamað- ur um stund. Andartak vaknar veik von um að hér sé um einhvem mis- skilning að ræða en miskunnarleysi raunveruleikans verður ekki flúið. Séra Þórhallur var farinn „heim að gista hina endurleystu jörð“. Þenn- an morgunn var „Orð dagsins“ úr Rómverjabréfinu, 14. kafla: „Ef vér lifum, lifum vér Drottni og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyj- um, þá erum vér Drottins." Þetta vom sannarlega huggunarrík orð úr heilagri ritningu, sem ég hafði oft heyrt séra Þórhall lesa á sorgar- stundum, þegar hann flutti boð- skapinn um upprisutrúna og eilífa lífið í trúnni á Jesúm Krist. Og hér fylgdi hugur máli. Þetta voru ekki dauð orð, heldur lifandi. Sannfær- ing þess sem flutti. Það var köllun- arstarf séra Þórhalls að þjóna í kirkju Krists á gleði- og sorgar- stundum og í predikun hans hljóm- aði ætíð kall til afturhvarfs og iðr- unar. Hann þjónaði kirkju og Kristi af trúmennsku og í trú. Kynni okk- ar Þórhalls hófust skömrnu eftir að hann gerðist sóknarprestur að Möðruvöllum í Hörgárdal. Strax skapaðist góð vinátta við þennan hlýja mann og hans góðu fjöl- skyldu. Seinna, eftir að ég settist í sóknamefnd Akureyrarkirkju, varð samstarf okkar óhjákvæmilega mikið og náið. Allt var það á einn veg. Séra Þórhallur hafði sannar- lega mikið að gefa. Hann var hug- myndaríkur og einstaklega fljótur að átta sig á aðstæðum, ómetanleg- ur hæfileiki í starfi, þar sem hlut- imir gerast oft óvænt og ntikið liggur við að brugðist sé við á rétt- an hátt. Það var enda mikið til hans leitað með alls konar mál og alltaf tók hann þeim sem til hans leituðu af sömu ljúfmennskunni. Gaf sér tíma til að hlusta og reyndi síðan að greiða úr vandanum. Veit ég að margur fór af hans fundi, glaðari og vonbetri. Vissulega var það aðdá- unarvert, hvað hann komst yfir að gera. Það var ekki eingöngu að söfnuðurinn á Akureyri nyti krafta hans. Starf hans fyrir kirkjuna á ís- landi var einnig mikið. Hann var metnaðarfullur fyrir hönd kirkjunn- ar og vildi sækja fram og vinna meira á öllum vígstöðvum. Sjálfur fann ég svo glöggt, að hann mat leikmannastarfið mikils og er ég þá ekki síst með í huga það starf, sem ég tengist, eða KFUM. Áhugi hans á því starfi og sú uppörvun, sem ég hlaut, verður seint fullþakkað. Þannig hrannast minningamar upp og er af mörgu að taka eftir þau tæpu 14 ár, sem við fengum að njóta krafta séra Þórhalls. Þetta vom ár mikils starfs og mikilla verklegra framkvæmda en aðalat- riðið, var honum engu síður efst í huga, boðskapurinn um lifandi og upprisinn frelsara. Og einmitt í öllu annríkinu, komust á vikulegar fyr- irbænarstundir, sem hafa verið fast- ur liður í kirkjustarfinu. Þangað sækir trúfastur hópur, til að lofa Drottinn og biðja fyrir sjúkum og þakka góðar gjafir Guðs, líf og heilsu. Laugardagurinn 7. október, var ekki venjulegur dagur. Skuggi hans verður lengi að dofna. En þeg- ar sá dagur var loks að kveldi kom- inn, fékk ég góða gesti í heimsókn. Okkur fannst viðeigandi að enda daginn með því að „draga orð“ úr öskjunni, sem séra Þórhallur notaði oft. Það var ekki tilviljun, en tákn- rænt, að orðin, sem við „drógum", voru úr 14. kafla Rómverjabréfsins: „Hvort sem vér lifum, lifum vér Drottni..." o.s.frv. Þannig endaði þessi dagur, eins og hann hófst, með þessu sterka og óbifanlega fyrirheiti Guðs. Ég vil svo enda þessi fátæklegu kveðjuorð með erindi úr sálmi eftir Bjama Eyjólfsson, sem ég veit að séra Þórhalli þótti vænt um: „Ó, Drott- inn ég vil aðeins eitt, að efla ríki þitt. O þökk að náð sú var mér veitt, sem vakti hjarta mitt. Ég verður Jesús ekki er, að eiga að vera í þínum her, en vinar nafn þú valdir mér, mig vafðir blítt að hjarta þér, ó hjálpa mér, að hlýðn- ast eins og ber.“ Jón Oddgeir Guðmundsson. Það stimir á snæbarða kletta líkt og þeir klökkni í aftanskini. Brotsjór hreif þann er síst mátti missa. Haustsólin er að setjast í Hörgárdal. Frá bemskutíð bak við minnið staf- ar ljósbroti hughrifa inn yfir sviðið á gullin stráin. Þórhallur Höskuldsson samein- aði: - sérhlífnislausa góðvild og hjálpsemi daga og nætur, - hanthleypni til verka, - glettnina, þetta dýrmæta and- svar við lömun dapurleikans, - kjark- og kraftmikla og prýði- lega jarðtengda baráttu gegn fá- tækt, misrétti og félagslegu böli, vakti með því verðskuldað traust og von, - ómengaða guðfræði og kristna boðun, - andlegt atgervi, rökfestu og .' október i 995 - DAGUR - i 5 faglegan virðuleik, sneiddan ver- aldlegum sjálfshátíðleika. Ómældur er missir ástvina hans, kirkjunnar, sóknarbamanna og raunar þjóðarinnar. Hinst góðra ábendinga hans til mín var að geyma þessi orð: „Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.“ (Mark. 9:24) I spum stöndum við á órannsak- anlegum krossgötum þar sem æðri gildi vara. Verður að einu og rennur saman kvöldið og mynd þín hljóð ogfögur er minning hrein og hvít eins og bœn. (Stefán Hörður Grímsson) Magnús Skúlason. Séra Þórhallur Höskuldsson, sókn- arprestur á Akureyri, andaðist í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 7. október. Hann var þar að sækja fund í einni af þeim mörgu nefnd- um sem hann valdist til starfa í vegna yfirburða þekkingar sinnar á kirkjulegum málefnum og vinnu- þreks sem aldrei virtist þrjóta. Við séra Þórhallur vorum vinir og samherjar á kirkjulegum vett- vangi, naut ég þar, svo sem margir aðrir, afburða gáfna hans, áhuga og umhyggju í öllum þeim málum sem hann beitti sér fyrir. Hann var ötull baráttumaður bæði í málum þjóð- kirkjunnar og prestastéttarinnar og varði hagsmuni okkar af meiri festu og rökfimi en öðrum var gefið. Drýgst munu störf hans í starfs- háttanefnd þjóðkirkjunnar og kirkjueignanefnd hafa verið og áhrif þeirra munu vara um ókomna tíma kirkjunni til heilla og blessun- ar. Ég þekkti nokkuð til sálgæslu séra Þórhalls, í þeim málum var hann næmur og nærgætinn hugg- andi, og munu margir sem til lítils voru megnugir telja sig eiga honum þakkarskuld að gjalda. En hann lét sér ekki nægja að hafa afskipti af málum einstakra sóknarbama sinna sem voru í þrengingum, heldur sá hann og setti slíkar kringumstæður í félagslegt samhengi og barðist fyrir heildarlausn þeirra. Eiginkonu séra Þórhalls, Þóru Steinunni Gísladóttur, bömum þeirra og öllum öðrum ástvinum hans, votta ég mína dýpstu samúð. Heimili þeirra var ávallt griðastað- ur og hlífðarskjól. Með fráfalli séra Þórhalls hefir íslensk kristni og kirkja orðið fyrir sárum missi, sárari er hann samt ástvinum hans. Þótt hann sé horfinn munum við njóta verka hans, fyrir- bæna og hugsana. Blessuð sé hans minning. Jón Bjarman. Kveðja frá Stefáni Valgeirs- syni og fjölskyldu Það grúir nú sorg yftr sveitinni minni, séra Þórhallur Höskuldsson látinn er. 1 návist hans höfðum við kcerleika kynni kom oft til þeirra er þjáningu ber. Þá verðurfátcekum mest það í minni að misréttið átald'i hann allsstaðar hér. Kveðja frá Norðurlandsdeild SÁÁ Sr. Þórhallur Höskuldsson var stjómarmaður í Norðurlandsdeild SÁÁ. Hann hafði verið beðinn að taka sæti í stjóminni fljótlega eftir stofnun deildarinnar. Tók hann þeirri bón vel og var okkur styrkur félagi. Ávallt var Þórhallur eins þegar leitað var til hans; hlýr, úr- ræðagóður og fylginn sér. Aldrei gerði hann mar.namun, kom eins fram við alla. Að leiðarlokum eru Þórhalli Höskuldssyni færðar inni- legar þakkir fyrir störf hans í okkar þágu og ástvinum hans sendurn við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fleiri minningargreinar um sr. Þórhall Höskuldsson bíða birt- ingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.