Dagur - 02.11.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 02.11.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. nóvember 1995 - DAGUR - 7 Karlakórinn Hreimur úr Suður-Þingeyjarsýslu kemur fram meö Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikunum á Laugum og Akureyri. Hundaeigendur Akureyri Lögboðin hundahreinsun 1995 verður í áhalda- húsi Gróðrarstöðvarinnar föstudaginn 3. nóvem- ber kl. 16-18 og laugardaginn 4. nóvember kl. 10- 12. Framvísa skal kvittunum fyrir greiðslu leyfisgjalds og ábyrgðartilkynningu hundsins. Athugið að lögboðin hreinsun hundsins er eitt af skilyrðum þess að leyfi er veitt til hundahalds á Akureyri. Umhverfisdeild og heilbrigðiseftirlit. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - Karlakórinn Hreimur: Tónleikar á Laugum reyri um helgina Tónleikaönn Sinfóníuhljóm- sveitar Norður- lands hefst að þessu sinni á samstarfi við karlakórinn Hreim úr Suður- Þingeyjarsýslu og eru söngverk Guðmundur Óli fyrirferðarmest á (>unnarsson. fyrstu tónleikunum. Að Laugum í Reykjadal laugardaginn 4. nóvem- ber nk. kl. 21 og í íþróttaskemm- unni á Akureyri sunnudaginn 5. nóvember kl. 16 verða flutt ein- söngsverk og kórverk eftir innlenda og erlenda höfunda, auk hljóm- sveitartónlistar. Einsöngvari á tón- leikunum verður Baldvin Kr. Bald- vinsson í Torfunesi í Kinn. Stjórn- andi verður Guðmundur Óli Gunn- arsson. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Sinfóníuhljómsveit Norðurlands var stofnuð árið 1993 og hefur nú þriðja starfsár sitt. Hljómsveitin hefur viljað standa undir nafni með því að halda tónleika utan Akureyrar og fá til liðs við sig flytjendur úr nágrannabyggð- um Akureyrar, hljóðfæraleikara, ein- söngvara og kóra. Tónleikamir með karlakómum Hreim og Baldvin Kr. Baldvinssyni á Laugum í Reykjadal er liður í þessari viðleitni. Karlakórinn Hreimur Karlakórinn Hreimur var stofnaður 1975. Hann hefur haldið fjölda söng- skemmtana víða um land og komið fram við margs konar tækifæri. Kór- inn hefur aðallega sungið á Norður- landi en einnig farið í söngferðir bæði til Suður- og Austurlands og þar að auki fjómm sinnum til út- landa. Þá hafa verið gefnar út þrjár hljómplötur. Söngstjóri Hreims er Robert Faulkner. Baldvin Kr. Baldvinsson Baldvin Kr. Baldvinsson er baritón, fæddur árið 1950. Hann hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum, m.a. á Ástar- drykknum eftir Donizetti og söng- leiknum Evitu, sem sýndur var á Ak- ureyri 1993. Þá hefur Baldvin oft komið fram opinberlega sem ein- söngvari. Síðastliðið ár hefur hann lagt stund á söngnám hjá Jóni Þor- steinssyni. Efnisskráin Flest verkin á efnisskránni eru alkunn og meðal þeirra sem oftast heyrast. Sibelius samdi tónlist af margvís- legu tagi en einna kunnastur er hann Til skýsins eftir Emil Thoroddsen og Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og tvö af verkum Páls ísólfssonar; í dag skein sól og Brennið þið vitar, bæði við ljóð Davíðs Stefánssonar. Loks verða flutt þessi hljómsveit- arverk: Finlandia eftir Sibelius, Far- andole úr svítu nr. 2 eftir leikhústón- list Bizets, Stúlkan frá Arles, Pétur Gautur eftir Grieg, hljómsveitarsvíta, og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns í útsetningu Páls P. Páls- sonar. Illí Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmí eystra verður haldið að Hótel Kúsavík 3. og 4. nóvember og hefst kl. 20 á föstudagskvöldið með hefðbund- inni dagskrá og erindi félagsmálaráðherra Páls Péturssonar, sá dagskrárliður verður opinn öllum sem áhuga hafa. Á laugardag verða ávörp gesta þingsins og þing- manna flokksins í Norðurlandi eystra, afgreiðsla mála og kosningar. Ath! Fyrirhuguð hátíð Framsóknarfélags Húsavík- ur fellur niður. Stjórn K.F.N.E. Einsöngvari á tónleikunum er Bald- vin Kr. Baldvinsson, sem hér sést syngja dúett með Erni Viðari Birg- issyni á styrktartónleikum í Glerár- kirkju í janúar sl. fyrir sinfóníska tónlist sína, ekki síst tónaljóð á borð við Finlandia. Verk- inu er ætlað að endurspegla finnska náttúru og þjóðarvitund enda starfaði tónskáldið undir merkjum þeirrar þjóðlegu vakningar er ríkjandi var meðal tónskálda um aldamótin síð- ustu. Kaflamir úr óperum Donizettis, Verdis og Wagners eru allir í glæsi- stíl og samdir með það í huga að söngurinn fái notið sín sem best. Fredrik Pacius var finnskt tón- skáld af þýskum ættum. Veiðiferð Karls konungs er fyrsta finnska óper- an (samin 1852) en að öðru leyti er höfundurinn þekktastur fyrir sönglög sín, m.a. þjóðsöng Finna. Tónlist Griegs við leikritið Pétur Gaut er alþekkt. Kórlagið Landsýn er frá svipuðum tíma eða um 1880. Af íslensku verkunum skal sér- staklega getið um lög Páls ísólfsson- ar við kvæði Davíðs Stefánssonar. Brennið þið vitar er úr Alþingishátíð- arkantöntu þeirra Davíðs og Páls frá 1930. Einnig er vert að geta lagsins Til skýsins eftir Emil Thoroddsen við ljóð afa hans, Jóns Thoroddsen, en það heyrist ekki oft á tónleikum. Tónverkin 14 er flutt verða eru úr ýmsum áttum en mega öll kallast í rómantískum stíl. Flutt verða ein- söngslög og kórlög með hijómsveit, innlend sem erlend en öll með ís- lenskum texta: Hermannakórinn úr 11 Trovatore eftir Verdi, Pílagrímakór- inn úr Tannhauser eftir Wagner, aría úr Ástardrykknum eftir Donizetti, söngur úr Veiðiferð Karls konungs eftir finnska tónskáldið Fredrik Paci- us, valsasyrpan Suðrænar rósir eftir Johann Strauss yngri og Landsýn eft- ir Grieg. Eftir íslenska höfunda eru o < m < VIKING gúmmístígvél fjóran gerðin staerðin 3B-4B ryksugur Tilboðsvenð 12.900 stgn. matvinnsluvélar venð 1 1 .900 stgn. samlokugrill venð 3.BOO stgn. BYGGINGAVORUR LONSBAKKA • 601 AKUREYRI 7 463 0321, 463 0326, 463 0323 FAX 462 7813

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.