Dagur - 02.11.1995, Blaðsíða 11
IÞROTTIR
Fimmtudagur 2. nóvember - DAGUR - 11
FROSTI EIÐSSON
Frábært!
Geir Sveinsson var fyrirliði
íslenaka landsliðsins í 100.
skipti í leiknum gegn
Rússum í gærkvöldi þegar
liðið vann einn sinn
glæstasta sigur frá upphafi.
Rússamir skoruðu ivö fyrslu mörk-
in í síðari hálfleiknum, en Dagur Sig-
urðsson og Valdimar Grímsson svör-
uðu um hæl og í stöðunni 11:15 tók ís-
lenska liðið gríðarlegan kipp, skoraði
fimm mörk í röð og breytti stöðunni í
16:13 á fimm og hálfri mínútu. Þar
hjálpaðist að góð markvarsla og frá-
bær vamarleikur. íslenska liðið fékk
síðan tvö góð færi til að auka forskotið
í fjögur mörk en án árangurs. Þess í
stað svöruðu Rússarnir með tveimur
mörkum og minnkuðu muninn í eitt
mark. Júlíus Jónasson skoraði átjánda
markið þegar fiinnt mínútur voru til
leiksloka, Rússamir minnkuðu muninn
en Geir svaraði um hæl með marki af
línunni þegar tæpar tvær mínutur vom
til leiksloka. Tvö mörk var of stór biti
á einni á hálfri mínútu fyrir Rússanna
og Valdimar innsiglaði glæsilegan sig-
ur með marki þegar tæp mínúta var til
leiksloka.
Allt liðið var að spila frábæra vöm.
Sóknarleikurinn var oft mistækur, sér-
staklega í fyrri hálfleiknum en það
munaði mikið um sex mörk frá þeim
Geir og Júlíusi í síðari hálfleiknum.
Guðmundur Hrafnkelsson varði ágæt-
lega í síðari hálfleiknum, tók þá átta
skot.
Handknattleikur - Dregiö í 16-liöa úrslit bikarsins:
Góðir möguleikar hjá norðan-
liðunum að komast áfram
Alfreð. Sævar.
Frábær varnarleikur skóp eftir-
minnilegan sigur íslands á Rússum í
leik liðanna í Kaplakrikanum í gær-
kvöldi. Það segir sína sögu að Rúss-
nesku liðinu tókst aðeins að skora
átján mörk gegn íslenska liðinu sem
uppskar óvæntan en sanngjarnan
sigur 20:18.
Rússamir byrjuðu betur, komust
strax í 3:1 og áhorfendur fóru að búa
sig undir að gestimir tækju völdin. Það
varð aldrei, íslenska liðið jafnaði 3:3
og síðan var jafnt á flestum tölum til
leikhlés en þá var staðan var 8:9 gest-
unum í hag, eftir að síðustu sjö mínút-
umar höfðu verið markalausar. Þrjú til
fjögur hraðaupphlaup fóm í súginn hjá
íslenska liðinu í fyrri hálfleiknum en
mistök Rússanna og dómaraparsins frá
Luxemborg héldu íslenska liðinu inn í
leiknunt.
Hvað sögðu þeir?
Þorbjörn Jensson:
Dagskipun: Sigur
„Dagskipunin var sigur og við ætluð-
um að gefa okkur alla í leikinn og ég
er sérstaklega ánægður með vömina,
og hvemig menn hjálpuðust að. Við
töluðum um það fyrir leik að allt mót-
læti sem þeir lentu í væri okkur í hag,“
sagði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálf-
ari eftir sigurinn gegn Rússum.
„Þessi sigur heldur okkur inn í riðl-
inum og setur um leið pressu á Rúss-
ana að vinna Rúmena. Með tapinu í
kvöld þá verða þeir að vinna Rúmena,
sigur hjá þeim í kvöld hefði gert það
að verkum að þeir hefði inátt tapa báð-
um leikjunum gegn Rúmenum."
Júlíus Jónasson:
Seldum okkur dýrt
„Við trúðum því að þetta væri hægt,
annars hefði þetta aldrei gengið. Við
seldum okkur dýrt - og þetta hafðist,"
sagði Júlíus Jónasson.
„Við komum þeim á óvart með því
að spila vömina framarlega, þeir eru
ekki vanir því kontið sé svona vel út á
móti þeirn. Við gerðurn samt mikið af
mistökum í fyrri hálfleiknum, en
heppnin var með okkur, þeir gerðu
líka mistök og við vorum inni í leikn-
um allan tímann. Þetta voru mjög dýr-
mæt stig og mörkin skipta líka máli.“
Staðan
Staðan er þessi í 4. riðlinum í Evr-
ópukeppni landsliða í handknatt-
leik:
Rússland 3 2 0 1 80:64 4
ísland 3 2 0 1 63:62 4
Rúmenía 2 1 01 44:43 2
Pólland 2 0 0 2 44:62 0
Pólland mætir Rúmenum í kvöld
og á föstudaginn verða tveir leikir
í riðlinum. Rússar leika þá gegn
Islandi í Moskvu og Rúmenar taka
á móti Pólverjum.
Bikarmeistarar KA leika gegn ÍH
í Hafnarfirði í sextán liða úrslitum
bikarkeppninnar í handknattleik
en dregið var í leikhléi á leik ís-
lands og Rússa í gærkvöldi. Þórs-
arar fengu einnig útileik, liðið
mætir Breiðablik en Völsungar
leika heima gegn B-liði Aftureld-
ingar.
Stórleikur umferðarinnar verð-
ur líklega viðureign Vals og FH
að Hlíðarenda, svo framarlega
sem að Valsmenn leggi Isfirðinga
að velli í eina leiknum sem ólokið
er í 32-liða úrslitunum.
Dæmi sem við
eigum að klára
„Þetta er dæmi sem við eigum að
klára," sagði Alfreð Gíslason,
þjálfari KA sem mætir ÍH í Hafn-
arfirði. „Eg er mjög sáttur við að
fá IH og ég reikna með því að við
komumst áfram, þó vissulega eigi
maður aldrei að segja neitt um
slíkt fyrirfram." Þjálfarinn sagðist
hafa haft sterka tilfinningu um að
KA mundi fá Val á heimavelli í
þessari umferð.
Þetta er þriðja árið í röð sent
KA lendir á móti Hafnarfjarðar-
liðinu í bikarnum. „Við virðumst
fá þá á hverju ári, við unnurn
nokkuð örugglega í fyrra en ári
áður lentum við í miklum vand-
ræðum með þá og fórum með
leikinn í framlengingu,“ sagði Al-
freð sem sagði að KA mundi
reyna að semja við ÍH-liðið að
leika fyrir norðan.
Góðir móguleikar
„Miðað við leik okkar gegn Blik-
um um daginn, sýnist mér að við
ættum að eiga góða möguleika,"
sagði Sævar Arnason, þjálfari og
leikmaður Þórs sem mætir Breiða-
blik í Kópavogi. Liðin mættust á
Akureyri, fyrir tíu dögum og þá
unnu Þórsarar níu marka sigur.
„Það er vissulega mun erfiðara að
fá útileik, Blikarnir eru með
marga góða leikmenn þannig að
þetta verður langt frá því að vera
auðvelt. Ef við leikum svipaðan
vamarleik og í leiknum gegn þeim
Magnús Ingi.
hér fyrir norðan þá eigum við að
hafa þá,“ sagði Þórsþjálfarinn.
Óskaliðið var KA
„Óskaliðið var KA, en við erum
þokkalega ánægðir með dráttinn
og ætlum okkur að komast áfram í
keppninni," sagði Magnús Ingi
Eggertsson þjálfari og leikmaður
Völsunga sem mæta B-liði Aftur-
eldingar á Húsavík.
Við vonuðumst eftir því að eitt-
hvert stóru liðanna norður en ég er
mjög sáttur við að fá B-lið frekar
en lið í 2. deildinni eins og ÍH,“
sagði Magnús. „Möguleikarnir
hljóta að vera góðir fyrir okkur,
við eigum að spila við þá síðar í
þessum mánuði í B- liðakeppninni
en við unnum þá nokkuð örugg-
lega í fyrri leiknum fyrir sunnan.
Við getum því ekki annað en ver-
ið bjartsýnir."
Kvennakvöld í KA-heimilinu nk. föstudagskvöld:
Agoðinn til styrktar handknatt-
leiksliði ÍBA í 1. deild kvenna
Kvennakvöld til styrktar hand-
knattleiksliði íþróttbandalags
Akureyrar (ÍBA) verður haldið í
KA-heimilinu nk. föstudags-
kvöld, 3. nóvember og þar geta
því skemmt sér saman konur úr
báðum íþróttafélögunum, KA og
Þór, og af öllum stærðum og
gerðum, kitlað skopskynið og
slípað söngröddina.
Húsið verður opnað klukkan
átta og verður Ingibjörg Magnús-
dóttir, blaðamaður á Degi, veislu-
stjóri. Ræðumaður kvöldsins verð-
ur sóknarprestur Eyjafjarðarsveit-
ar, sr. Hannes Öm Blandon, sem
væntanlega les konum pistilinn;
haldin verður tískusýning og fá all-
ar konurnar glaðning auk þess sem
fleiri tugir vinninga verða í happ-
drætti sem dregið verður í urn
kvöldið. Skráning er í KA-heimil-
inu og í Hamri, félagsheimili Þórs,
fyrir miðvikudagskvöld. GG
Eftirtalin lið mætast í 16-liða úr-
slitunum í Bikarkeppni HSÍ:
Grútta B- Víkingur
BÍ/Valur-FH
HK-Fram
ÍBV-Víkingur B
Selfoss-Afturelding
Breiðablik-Þór
ÍH-KA
Völsungur-Afturelding B
Víkingur B fær heimaleik gegn
ÍBV þar sem Reykjavíkurliðið
leikur í lægri deild.
ísland-
R.tssland
10:18
Kaplakriki. Evrópukeppni landsliða í hand-
knattleik.
Gangur leiksins: 1:3, 3:3, 3:5, 7:6, 8:9,
8:11, 11:13, 16:13, 17:16,20:18.
Mörk Islands: Valdimar Grímsson 9/5, Júlí-
us Jónasson 3. Geir SvG.;: jn 3, Dagur Sig-
Gunnar Beinteinsson 2, Patrekur
Jóhannesson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1.
Mörk Rússlands: Oleg Kudinov 8/6, Lev
Voronin 3, Alexei Demidov 2, Sergei Por-
goleov 2, Stanisl Kulinchenko 2, Dmitri
Torgovanov 1.
Dómarar: Jos Nigra og Jean-M. Spartz frá
Luxemborg. Voru mjög slakir.
Áhorfendur: 1740.
Knattspyrna:
Lazorik
fer til
Leifturs
Slóvakíumaðurinn Ratislav
Lazorik skrifaði í gær undir
tveggja ára samning við 1.
deildarlið Leifturs í knatt-
spyrnu. Ljúst er að leikmað-
urinn, sem kemur frá Breiða-
blik, kemur til með að
styrkja Ólafsfjarðarliðið mik-
ið en hann var fjórði marka-
hæsti leikmaður 1. deildar-
innar á síðasta keppnistíma-
bili með ellefu mörk.
Lazorik, sem er 22 ára gam-
all framherji, lék með Kosice í
heimalandi sínu áður en hann
gekk til liðs við Blika og hann
ntun leika í deildinni í heima-
landinu í vetur en konia til Ól-
afsfjarðar í apríl. Lazorik er
þriðji leikmaðurinn sem kemur
til liðs við Leiftur á stuttum
tíma, Auðun Helgason og Daði
Dervic hafa þegar skrifað und-
ir samninga við félagið.
Leiftur niun ekki endumýja
samning sinn við Nebojsa Zor-
avic. annan scrbneska leik-
ntann liðsins á sl. keppnistíma-
bili.
Ratislav Lazorik.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Haitiar
sími 461 2080