Dagur - 02.11.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 02.11.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 2. nóvember 1995 Sigurjón og Anna ásamt dætrum sínum. Þær eru frá vinstri talið og í aldursröö; Guðlaug Bára, Sigur- björg og Ragna Valdís. Fremst er tíkin Hringja, sem fylgdi með í kaupunum á jörðinni. Myndir: Sigurður Bogi íbúð í blokk í Grafarvogshverfi í Reykavík og einn innsti bær í Eyjafirði. Andstæður. En þetta má sameina og einmitt samein- ing er tískuorðið í dag. Fyrir tveimur árum ttuttust úr Graf- arvoginum og að bænum Leyn- ingi í Eyjafjarðarsveit ung hjón úr Reykjavík, sem lengi hafði dreymt um að hefja búskap í sveit. Þau hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum. Segja muninn á búsetu á þessum tveimur stöð- um helst vera þann að fólki I sveitinni standi ekki á sama um náunga sinn. í Reykavík þekki fólk varla sína allra næstu ná- granna og hver hugsi fyrst og síöast um sinn eigin hag. Fáum dögum fyrir jól 1992 settust að í Leyningi í Eyjafjarðar- sveit hjónin Sigurjón Haraldsson og Anna Rúnarsdóttir. „Hugur okkar beggja hafði alltaf staðið til sveitabúskapar. Við vorum með hesta í Reykjavík og ég var í sveit hjá afa mínum þegar ég var stelpa,“ sagði Anna Rúnarsdóttir, húsfreyja í Leyningi, þegar blaða- „Eigum góða nágranna“ - rætt við Sigurjón og Önnu, bændur í Leyningi í Eyjafirði en hættu alltaf við. í október 1992 fóru þau svo norður í Eyjafjörð og skoðuðu jörðina Leyning sem var föl. Úr varð að þau keyptu hana á 17,5 millj. kr. og búskap þar hófu þau þann 19. desember það ár. Sigurjón starfaði við blikk- smíðar í Reykjavík áður en hann hóf sveitabúskap og Anna var heimavinnandi húsmóðir. „Nei, við höfum enga búfræðiþekkingu. En við höfum lært af reynslunni og þetta blessast einhvem veginn. Síðan eigum við svo góða ná- granna. Ef einhverjar upplýsingar vantar þá flettir maður þeim upp í bókum og finni maður þær ekki em nágrannar manns tilbúnir að hjálpa okkur með með allt sem í þeirra valdi stendur. Svona hugar- far nágrannanna þekkti ég ekki í Reykavík," segir Sigurjón. Maður ræður sér sjálfur Þau hjón búa með 20 kýr og um 100 fjár. Afkomuna segja þau þokkalega, en taka þó fram að þegar ráðist er í þá fjárfestingu að kaupa bújörð sé nauðsynlegt að geta greitt út í hönd að minnsta kosti helming kaupverðs. Það megi enga óþarfa áhættu taka. Það sé næg áhætta að fara í viðfangs- efni, eins og búskap, sem maður þekki ekki fyrir, þó ekki sé pen- ingalegri áhættu bætt við. „Hvað starfið sjálft varðar finnst mér mesta breytingin vera sú að maður ræður sér sjálfur og vinnur hjá sjálfum sér. Þetta er Ifka rólegt umhverfi þótt starfið sé fjarri því rólegt. Það er alltaf nóg að gera,“ segir Sigurjón. Hann og Anna segja jafnframt að umhverfi þetta henti vel til bamauppeldis, en þau hjón eiga þrjár ungar dæt- ur, sem eru sjö, sex og fjögurra ára. „Nei, það er ekkert til trafala að vera hér á vetrum þó oft sé snjóþungt. Maður fær þá bara far með einhverjum þurfi maður til Akureyrar. Annars er þetta allt í góðu og okkur líður hér vel. Það er kannski mest um vert og stend- ur eftir hve mörgu góðu fólki við höfum kynnst hér. Það er okkur ofarlega í huga,“ segja þau Sigur- jón Haraldsson og Anna Rúnars- dóttir, bændur í Leyningi í Eyja- fjarðarsveit. -sbs. maður ræddi við hana og Sigur- jón. Rætur í Húnaþingi Sigurjón tekur í sama streng og eiginkona hans. Hann á ættir að rekja í Blöndudal, að Litladal og Eldjámsstöðum, en dvaldist þar þó aldrei sem strákur. Systir Sig- urjóns er Birgitta Halldórsdóttir, skáldkona á Syðri - Löngumýri í Blöndudal, og hjá henni höfðu hann og Anna, sem jafnframt er Húnvetningur, löngum afdrep á ferðum sínum um landið, þegar þau leituðu logandi ljósi að bú- jörð. Þau þræddu Norðurland, Dali og Suðurland og sáu nokkrar spennandi jarðir. Voru nær því komin að kaupa í nokkur skipti, KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 Leyningur í Eyjafjarðarsveit. Bæjarnafn merkir það að eitthvað sé í hvarfi bak við háa hóla og það á sannarlega vel við á þessum stað, því bærinn sést ekki frá þjóðveginum þótt vegalendin sé ekki mikil. PFAFF Lila Pfaff saumavél? Viöserðamenn frá Pfaff veröa á staönum og gera viö eöa yfirfara saumavélina þína föstudaginn 3. nóvember og laugardaginn 4. nóvember. Pfaff saumavélar í öllum veröflokkum. Opið föstudag frá kl. 9-18 Laugardag frá 10-14.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.