Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 7. nóvember 1995 Gauragangur á Húsvík Leikfélag Húsavíkur frumsýndi laug- ardaginn 4. nóvember leikritið Gauragangur eftir Olaf Hauk Símon- arson. Leikstjóri uppsetningarinnar er Sigrún Valbergsdóttir og samdi hún einnig dansa, sem fluttir eru í sýningunni. Lýsing er hönnuð af David Walters og stjórn tónlistar er í höndum Valmars Valjaots. Gauragangur er samið upp úr skáldsögu með sama nafni. Efnið er átök unglinga við sjálfa sig og kerf- ið, sem leitast við að fella þá í það mót, sem viðtekið er af samfélaginu - samfélagi nútímans, af því að verk- ið er nútímaverk, sem gæti eins gerst í ár eins og fyrir þeim árum, sem lið- in eru frá því að það var flutt í fyrsta sinn. Svo sem vænta má er leikritið fullt með fjör og kæti auk þess sem ástin kemur við sögu, svo sem vænta má í verki, sem fjallar um lífsreynslu þess aldurshóps, sem hér um ræðir. Mikið ríður því á lipurri sviðferð og verður ekki annað sagt, en að þar hafí leikstjóra tekist vel. Hið litla svið, sem Samkomuhúsið á Húsvík státar af og sem er vinnuaðstaða leiklistarfólks bæjarins, þegar það starfar að gjöfulu áhugamáli sínu, virðist verða stærra en áhorfandann minnti að það væri. í nýtingu leik- stjórans rýmir það ótrúlega vel fjör- leg dansatriði, sem eru fagmannlega unnin, hópsenur, þar sem allt er á ferð og flugi, og ekki síður fámenn- issenur, sem verka innilega og náið. Verkið er skrifað líkt og kvik- mynd. Senuskiptingar eru hraðar og afar tíðar. Þær ganga hnökralaust fyrir sig. Leikendur og sviðsmenn aðstoða hver aðra við að flytja leik- muni af sviði og á og víða virðast sviðskiptin hartnær falla inn í feril verksins. Leikendur eru fjöldamargir og komast allir allvel eða betur frá hlut- verkum sínum. Margt leikaranna er lítt reynt á sviði, en yfir uppsetning- unni svífur andi leikgleðinnar, sem geislaði af hverjum manni þrátt fyrir þann lúa, sem án efa hefur verið í margs beinum eftir strangar æfingar löng kvöld og samfelldar helgar und- anfarið. 1 hlutverki Orms Oðinssonar, að- alpersónu verksins, er Friðfínnur Hermannsson. Ormur er miðja verksins og hverfur aldrei úr augsýn. Friðfinnur leikur mörg ár niður fyrir sig í aldri, en því skyldi enginn trúa, sem sér hann í hlutverki sínu. Taktar, fas, raddbeiting og annað fellur prýðisvel að persónunni og er Ijóst, að í Friðfinni hefur Leikfélag Húsa- víkur liðsmann, sem forvitnilegt verður að fylgjast með. Félaga Orms, Ranúr - eða Rúnar - leikur Oddur Bjami Þorkelsson. Oddur Bjarni hefur lúnkna og óþvingaða sviðsframkomu, sem verkar svo sem hann eigi heima á fjölunum og njóti þess að vera þar. Túlkun Odds Bjama á Ranúri ber þessa merki. Hann líkt og fellur sam- an við persónuna og samsamast henni. Höllu, skólasystur og félaga Lögmannavaktin Okeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenning í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Næsta vakt verður miðvikudaginn 8. nóv. kl. 16.30- 18.30. Tímapantanir í síma 462 7700 kl. 9-12 og 14-16 virka daga. Lögmannafélag íslands. Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði fyrir fræðslustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða u.þ.b. 1000 fm. iðnaðar- og/eða skrif- stofuhús í góðu ásigkomulagi er liggi vel við almenn- ingssamgöngum. Æskilegt er að húsnæðið sé á einni hæð en allt að- gengi innan dyra sem utan þarf að vera í góðu lagi með tilliti til fatlaðra. Bílastæði þurfa að vera góð og nálægt inngangi. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár- og efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1995. Fjármálaráðuneytið, 3. nóvember 1995. Orms og Ranúrs, leikur Elísabet Björnsdóttir. Hún er lipurleg í þessu hlutverki og gerir vel. Sviðsfram- koma hennar er óþvinguð og bendir til þess, að hún geti átt margt skemmtilegt óunnið með leikfélag- inu á Húsvík. Linda, skólasystir þeirra þriggja, sem þegar hafa verið talin, er leikin af Margréti Sverrisdóttur. Hlutverkið er í heild ekki ýkja átakamikið. Þó koma fyrir atriði, þar sem verulega þarf til að leggja, svo sem í senu með foreldrum Lindu, sem leikin eru af umtalsverðum styrk af Grétari Sig- urðssyni og Önnu Ragnarsdóttur. I þessu atriði og fleirum tekst Margréti vel og nær verulegri dýpt. Olga, móðir Ormars, er leikin ef Guðnýju Þorgeirsdóttur. Hún fer heldur stirðlega af stað í túlkun sinni, en nær sér vel á strik í ýmsum síðari atriða sinna. Hið sama er um túlkun Þorkels Björnssonar á Magnúsi skip- stjóra. í byrjun er hann líkt og í nokkrum vandræðum með hlutverk- ið, en af honum bráir, þegar á líður. Gunnfríður, systir Orms, er í höndum Kolbrúnar Þorkelsdóttur. Hún leikur af þrótti og víða hita, sem kemur skemmtilega út og skapar gott mótvægi við bæði Orm og bróður hans Ása, sem leikinn er af skemmti- legri natni af Mörthu Hermannsdótt- ur. Gummi Gumm, leikfimikennari, er fullur fjörs og harðneskju í túlkun Sigurðar Illugasonar og fer hann víða á kostum. Þór Þorskhaus, gáfu- maðurinn í skólasystkinahópi Ornis, er leikinn af Kristjáni Magnússyni og gerir hann víða vel. Kristján leik- ur einnig sjómann. Einnig kemst Heimir Heiðarsson almennt vel frá hlutverki sínu sem Sveitó, enn einn LEIKLI5T HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR skólafélagi Orms. Kristján er einnig í hlutverki sjómanns. Erlingur Berg- vinsson leikur kennarann, Amór Eiðsson. Hann er heldur dauflegur í hlutverki sínu á stundum, en á þó sína spretti. Hið sama er um Hörð Arnórsson, sem leikur skólastjórann, og Svavar Jónsson, sem leikur Heið- ar. Hvorugur nær almennilegu flugi í hlutverkum sínum. Hrönn Káradóttir nær ekki alveg nógu vel skoplegum gribbuskap Kristrúnar koppaþeytis. Nokkuð meiri dýpt hefði mátt vera í túlkun Snædísar Gunnlaugsdóttur í hlut- verki fósturmóður Orms og einnig Vigfúsar Sigurðssonar í hlutverki föður hans. Hið sama á við um Önnu Björgu Stefánsdóttur í hlutverki Ingu, móður Ranúrs. Tónlistarstjórn fórst Valmari Valjaots vel úr hendi. Hljómsveitin, skipuð Valmari Valja- ots á hljómborð, Sigurði Illugasyni á gítar, Hallgrími Sigurðssyni á bassa og Stefáni Helgasyni á trommur og munnhörpu, stóð vel fyrir sínu og stillti styrk hljóðfæra sinna vel í hóf. Að tónlistarflutningi má það helst finna, að einsöngvarar sungu í míkrafóna og lýtti það verulega flutning þeirra auk þess sem það truflaði leikræna túlkun. Texti varð ógreinilegur, sem stakk verulega í stúf við textaflutning almennt í verk- inu, en hann var góður og vel greini- legur jafnt í söng sem tali. I ekki stæni sal en þeim, sem er í Sam- komuhúsinu á Húsavík, er ólíklegt að mögnunar sé í raun þörf. Sviðsbreytingar allar eru unnar með lýsingu auk fábrotinna muna, sem bornir eru inn og út af sviðinu. Lýsingarhönnuðurinn David Walters hefur unnið gott verk og gekk allt það, sem að lýsingu laut, prýðisvel upp í höndum ljósa- og leikhljóða- stjóra sýningarinnar, þeirra Jóns Amkelssonar og Einars H. Einars- sonar. Texti Ólafs Hauks Símonarsonar er lipur og hnittinn. Tíðum komu upp hlátursrokur á meðal áhorfenda, sem greinilega skemmtu sér vel á frumsýningunni þann 4. nóvember þrátt fyrir það, að leikritið er vissu- lega í lengsta lagi. Það býður upp á góða kvöldskemmtan, en ekki síður efni, sem vert er að velta fyrir sér. Skólamál í flestum skólum er send heim starfs- áætlun vetrarins í grófum dráttum og ýmsar hagnýtar upplýsingar um skóla- starfíð. Oftast kynna kennarar á al- mennum foreldrafundi í upphafi skólaárs það námsefni og vinnuað- ferðir sem veriV megininntak kennsl- unnar í bekknum svo og skólanám- skrána. Aðrir kennarar bekkjarins, svo sem handmennta- og íþróttakennarar ættu einnig að taka þátt í slíkum kynningum og undirstrika á þann hátt að allar greinar eru jafnmikilvægar. Stundum er kvartað undan því að foreldrar mæti illa á námsefniskynn- ingar og þá þarf að leita nýrra leiða til að gera þessar samkomur svo áhuga- verðar að alla langi til að mæta. Kannski er uppröðunin í stofunni frá- hrindandi, „hnakkafundir" eru ekki vænlegir til að skapa notalegt andrúmsloft. Kenn- arinn er þá í sínu hlutverki við kennaraborðið og töfl- una, foreldrarnir ganga inn í hlutverk nemenda. Fáir foreldrar tjá skoðanir sínar og oft eru þessir fundir frekar vandræðalegir. Breytum þessu formi, fáum for- eldra með í undirbúning bekkjarfunda og ræðum allar hliðar skólastarfsins, sbr. aðalnámskrá bls. 185-186. Um- ræður í minni hópum eru vænlegar til virkra samskipta. Þá er líklegra að fleiri sjónarmið verði rædd og fleiri hugmyndir komi fram. Foreldrar hafa kannski sjaldan fengið tækifæri til að ræða inntak og markmið kennslu eða val á námsefni. Slík umræða getur verið gagnleg og gefandi fyrir skólann ekki síður en foreldrana. Kennarasambandið segir í skóla- stefnu sinni að þátttaka foreldra eigi að vera fastur og sjálfsagður þáttur í skólastarfi bæði á grunnskólastigi og framhaldsskólastigi. Þar segir einnig að foreldrar þurfi að eiga þess kost að taka beinan þátt í skólastarfi ekki síst með yngri nemendunum. Kennari hefur beinan hag af því að ná góðum tengslum við foreldrana í bekknum. Það auðveldar úrvinnslu mála ef erfiðleikar koma upp. Það má einnig kalla foreldra til aðstoðar t.d. vegna vettvangsferða, skipulagningar starfsfræðslu og annarra verkefna. í foreldrahópnum leynist eflaust hæfi- leikafólk með víðtæka reynslu sem bekkurinn gæti haft gagn og gaman af að kynnast. Sumir foreldrar eru í lykilstöðum í sveitastjórn, hefðu þeir ekki gott af því að kynnast aðbúnaði kennara og nemenda með því að koma í skólann á skólatíma? Samstarf foreldra og nemenda, bekkjarfélagið Aðaláherslan í foreldrastarfi ætti að vera innan bekkjarins. (I minni skól- um er árgangur eða samkennsluhópur heppileg stærðareining). Það bætir bekkjarandann að gera eitthvað skemmtilegt saman, foreldrar kynnast kennaranum á afslappaðan hátt og í slíku starfi ættu allir að geta notið sín, líka þeir sem forðast skólann í öðrum tilvikum. Bekkjarfélög eru niörg hver vel starfandi og snýst starfið að mestu leyti um félagsstarf með bömunum. Við þetta fjölgar ánægjulegum sam- verustundum foreldra og barna og það hlýtur að vera af því góða. Sem dæmi um starf í bekkjarfélagi má nefna: Hjólreiðaferð, sundferð, grillveislu, laufabrauðsgerð, vorferð, jólaleiki, bókakynningu, danskennslu, bingó, félagsvist, leikhúsferð, bíó, göngu- ferð, álfagleði, öskudagsgleði, skautaferð, bekkjarfund foreldra og barna o.fi. Ýmis konar fræðslufundir fyrir foreldra um uppeldis- og skólamál eru algengir innan bekkjar, oft í tengslum við námsefni barnanna sbr. Tilveruna (Lions Quest) og Lífsgildi og ákvarð- anir (kynfræðslu). I myndaalbúmum bekkjarins ætti að safna myndum úr skólastarfi og bekkjarstarfi foreldra og bama. Það er skemmtileg heimild þegar nemendur koma saman seinna meir og rifja upp gömul kynni. Myndbandasafn sumra bekkja er orðið ríkulegt. Það er mikilvægt að dreifa verk- efnum og virkja sem fiesta. Ef áhugi einstakra foreldra beinist að einhverju sérsviði er kjörið að nýta það. Þennan áhuga má kanna með því að senda út að hausti lista yfir verkefni og bjóða foreldrum að velja úr. Samstarf foreldra innan bekkjar Það er nauðsynlegt fyrir fore'dra að kynnast viðhorfum hvers annars og samræma ýmsa þætti sem varða böm- in. „Allir hinir mega“ segja bömin oft, mega þeir það? Utivistartími, vasa- peningur, afmæli, bekkjarpartý, reyk- ingar, vímuefnanotkun o.fl. eru mál- efni sem foreldrar þurfa að ræða og styrkja sig þannig í uppeldishlutverk- inu. Ef slíkt samráð tekst vel frá upphafi skólagöngunnar mun það auðvelda foreldrum og bömum að takast á við þau málefni sem fylgja hverju aldursskeiði. Hægt er að u..dirbúa slíkan for- eldrafund í bekknum á ýmsan hátt. Kannski mætti útbúa spurningalista um ýmis atriði og dreifa í upphafi fundar. Einnig mætti gera könnun meðal barnanna í samvinnu við kenn- arann t.d. varðandi háttatíma eða mat- arvenjur og boða svo til fundar til að ræða nrálin. Það getur verið heppilegt að fá skólasálfræðinginn til að flytja stutt erindi og hafa svo hópvinnu á eftir. Það er ágæt regla að allir kynni sig í upphafi fundar því alltaf eru ein- hverjir sem ekki vom á síðasta fundi og það að þekkja fólk með nafni hefur styrkjandi áhrif á samstarfið. Fundir af þessu tagi þurfa ekki endilega að vera haldnir í skólahús- næði. Það getur verið ágætt að hittast á kaffihúsi eða í heimahúsi. Það ætti að vera föst regla að skrá niðurstöðu og ákvarðanir slíkra funda og varðveita í bekkjarmöppu og auð- vitað þarf að senda upplýsingar til allra foreldra, kennarans og barnanna sjálfra t.d. í fréttabréfi. Unnur Halldórsdóttir. Höfundur er formaður landssamtakanna Heimili og skóli. LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.