Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 7. nóvember 1995 MINNINC Innilegar þakkir til allra þeirra sem minntust mín á áttræðisafmæli mínu. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Hombrekku fyrir veitta aðstoð. LifiÖ heil. RÖGNVALDUR MÖLLER. Innilegar þakkir til allra þeirra sem minntust mín á áttræðisafmæli mínu 31. október sl. með heimsóknum, gjöfum, blómum og kveðjum. Lifið heil. INGVI ÓLAFSSON, Lönguhlíð 5c, Akureyri. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Dalsgerði 1b, Akureyri. Sérstakar þakkir fær Kvenfélagið Framtíðin fyrir veittan stuðning. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Hólm Gestsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir, Reynir Björnsson, Lísa Björk Sigurðardóttir, Hermann Björnsson, Hallfríður Dóra Sigurðardóttir, Jón Þór Árnason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, HREINN SÆVAR SÍMONARSON, Akurgerði 3e, Akureyri, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. október, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Kristín Björg Alfreðsdóttir, Friðrik Hreinsson, Jóhanna Hreinsdóttir, Friðrika Tryggvadóttir, Simon Lilaa. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, PÉTUR PÉTURSSON, rafvirki, Dalsgerði 2d, Akureyri, lést laugardaginn 4. nóvember. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Elísabet Pálmadóttir, Elsa Katrín Pétursdóttir, Sandra Rós Pétursdóttir, Elísabet Björk Pétursdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Pétur Jóhannsson og systkini hins látna. Brynjar Eydal Fæddur 22. október 1912 - Dáinn 9. október 1995 Brynjar Eydal fæddist á Akur- eyri 22. október 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingimar og Guðfinna Eydal. Ingimar var kennari og síðar ritstjóri Dags á Akureyri. Brynjar kvæntist Brynhildi Ingimarsdóttur frá Húsavík ár- ið 1940. Þeim varð fimm barna auðið og lifa fjögur: 1) Anna In- ger, f. 1940, d. 1942; 2) Anna Inger, f. 13. mars 1942, kven- sjúkdómalæknir í Lundi í Sví- þjóð, gift Jóhannesi Magnús- syni; 3) Guðfinna, f. 27. febrúar 1946, sálfræðingur í Reykjavík, gift Agli Egilssyni; 4) Matthías, f. 24. maí 1952, líffræðingur í Reykjavík, kvæntur Bergþóru Vilhjálmsdóttur; 5) Margrét, fé- lagsráðgjafi í Reykjavík, f. 8. júlí 1958, gift Friðriki Sigurðs- syni. Brynjar hafði áður eignast dóttur, Helen Báru, f. 1938, sem býr í Reykjavík, gift Eyjólfi Jónssyni. Brynjar fluttist ungur til Kan- ada og átti þar heima um nokk- urt árabil og vann einkum við landbúnaðarstörf í byggðum ís- lendinga og víðar. Eftir heim- komuna gerðist hann iðnverka- maður á Akureyri og vann lengst af í efnaverksmiðjunni Sjöfn. Hann lét af störfum þar um sjötugt. Útför Brynjars fór fram í kyrr- Þey. Sjálfum honum hefði verið lík- ast að standa hjá áhorfandi að dauðastríði sínu og setja fram ígrundaða athugasemd um upp- gang lífsins og niðurleið þess. En erfitt dauðastríð gaf ekki tök á slíku. Heimspekin í athugasemd- inni hefði getað verið í þá átt, að engum beri að telja sig ómissandi. Hann minntist einhverju sinni á að suður í kirkjugarði á Akureyri lægju menn sem hefðu talið sig ómissandi, en taldi veröldina engu að síður hafa bjargast án þeirra. Það var yfir honum þessi sjald- gæfa ró þeirra fáu sem hafa kom- ist að niðurstöðu um tilhögun mannfélagsins og sætt sig við hana með kostum hennar og göll- um. Brynjar Eydal var eins eyfirsk- ur og nokkur getur verið, með það þó í huga að hafa komist í þetta heimshomaflakk sem menn þurfa V---------------------------1 Sería skrifstofu húsgögn Gerum tillögur að uppsetningu pg föst verðtilbpd án kestnaðar Falleg hönnun Hagkvæmt verð íslensk framleiðsla T#LVUTÆIfl Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L_________________Á í ungir tii að öðlast víðara sjón- horn á tilveruna. Hann er fæddur á Akureyri, en heilsuleysi innan fjölskyldu hans varð til þess að það þurfti að koma honum fyrir á bæjum frammi í Eyjafirði. Þótt hann hafi lent hjá góðu bærtda- fólki, er slíkt afar hörð raun svo ungu barni sem hann var þá. Sex- tán ára átti að koma honum til dvalar meðal skyldmenna í Kan- ada. Sendingin misfórst, og eng- inn kom til að taka við honum mállausum í framandi heimsálfu. Eftir langa bið á jámbrautarpalli sendi forsjónin honum gott fólk, sem tók hann að sér á staðnum, Mrs. Pearson og fjölskylda henn- ar, sem hann minntist ætíð með þakklæti. Öll sú reynsla hefur þegar orðið til að gefa honum þá lífsafstöðu sem hefur verið tæpt á, að taka tilverunni með ró stóist- ans. I sex ár var hann í Kanada, einkum við landbúnaðarstörf, og færði sig hægt vestur á við, líkt og hvíti maðurinn hefur alltaf gert í þeiiri álfu, og endaði við Kyrra- haf. Hann hafði yndi af að tala um þessi ár, þar sem hann var í sam- neyti við fólk af ýmsu þjóðemi Evrópu, sem gat verið ættað eða flutt úr jafnfurðulegum skúma- skotum tilverunnar og við Brynjar erum úr sjálfir, og hafði jafn- óborganleg sérkenni og eyfirskir kotkarlar eða þingeyskir sérvitr- ingar. Hann sá þar sömu sérkenni og sama margbreytileik mannlífs- ins og þrífst enn hér norður í landi. Hann gat þulið sögur af ein- kennilegum Pólverjum við búbasl vestur í Alberta eða af Vestur-ís- lendingi við kornskurð að brýna lata syni sína, innan um sögur af akureyrskum sértrúarsöfnuðum eða af skrítnu sambýli erlends setuliðs við Akureyringa. Brynjar þekkti auk þess nóg til heimspeki- legra og bókmenntalegra rita eng- ilsaxneskra til að hann sá bæði meðaltöl mannlífsins og frávik frá þeim í heimspekilegu ljósi. Það var þess vegna að hann gerði ekki greinarmun á og tók varla eftir því, hvort sá sem hann var að segja frá var skrítinn Ungverji fluttur inn til Kanada og sambýlis- maður skoskrar ekkju eða rófu- ræktandi að elta rófur á floti niður Glerá í vexti. Honum var ljóst að sérleiki mannlífsins er alþjóðleg- ur, og að engin þjóð getur því ver- ið merkilegri annarri. Þó varð Akureyri honum allt sem heimabyggð getur verið ein- um manni. Þar bjó hann samfellt frá heimkomunni árið 1934 til þess að hann flutti suður til þess að heyja það stríð sem allir eru dæmdir til að tapa og tók fjögur ár. Á Akureyri bjó hann lungann úr lífinu og kom upp fjórum mannvænlegum bömum, ásamt Brynhildi konu sinni. Akureyri hefur fram undir þetta haft sérstöðu meðal íslenskra bæja um að búa mönnum rólegt mann- líf aðlaðandi umhverfis árið um kring, og lítið hefur verið framan af um aðflutning fólks nema úr nálægum byggðum. Aðrir þéttbýl- isstaðir hafa tekið við gegnstreymi aðkomumanna, vegna öðruvísi at- vinnumynsturs. Þetta hefur bæði skapað kyrrlátara mannlíf og vald- ið að vissu marki fordómum gagn- vart íbúurn bæjanns. Þeir hafa lif- að í nokkuð lokuðu samfélagi, af því að það nægði þeim. Brynjar tilheyrði kjama þessa vemdaða mannlífs. Megnið af tímanum á Akureyri vann hann í sápusuðunni í Sjöfn með mönnum sem voru líkt og hann sjálfur sprottnir beint úr ey- firsku moldinni. Meðal þeirra gekk mannlífið fram með rónni og streituleysinu sem einkenndi Brynjar, áratug eftir áratug, og menn þekktu gjörla, skiptust á sama góðlátlega spauginu, sem var ekki til meiðsla, en var aðferð þeirra manna við að taka tilveru sinni. Brynjar átti til að draga fjöður yfir það hvort hann væri að spauga eða tala í alvöm, og gat tekið aðkomumönnum með dálítið útsmoginni fyndni sem þræddi svo nákvæmlega mörkin á milli alvöru og spaugs að einungis ger- kunnugir þekktu. Hann gat tekið fræðimar.ai í leit að eyfirskum málsháttum með því að blanda málshættina á staðnum á svo sannfærandi veg að aðkomumað- urinn fór burt með nothæfan feng að hann hélt, en allir sem til þekktu vissu að allt var búið til tækifærisins vegna. Lífsafstöðu, sem einkennist fyrst og fremst af húmor, fylgdi alger slökun gagnvart því verald- 'lega vafstri sem hann lét aðra um, að klifra upp þrep þjóðfélagsstig- ans eða auka efnaleg gæði um- fram það að eiga sæmilega til hnífs og skeiðar. Hann virti menn í engu eftir því hvað þeir höfðu náð upp eftir þeim stiga. Eg þekki engan sem fór nær því en hann að meta menn einungis eftir viðmóti þeirra eða þeim gerðum sem að honum sneru. Hann varð eins og aðrir að taka því sem á bjátaði, en gerði það á þann veg að hann komst nokkuð hjá því að það gengi nærri honum. Honum voru streitueinkenni nútímaþjóðfélags framandi, einkum fyrir það að hann hafði meðvitað og yfirvegað komist að því að þau þyrftu ekki að hrjá hann. Mér er nær að halda að maður eins og hann hefði haft sömu persónueinkenni og viðhaft sömu hegðun, hvaða menningu sem hann hefði komið upp í. At- ferli hans hefði verið við hæfi í öllum löndum og á öllum tímum. Mér veittist sú gæfa að geta lokið upp fyrir Brynjari skríni með nokkrum stórdjásnum norð- lenskrar náttúru. Eg kom honum yfir Kambsskarð sextíu og þriggja ára gömlum. Öllu heldur komst hann það sjálfur, þennan háfjalla- veg úr Öxnadal í Eyjafjörð, á ann- an kílómetra upp og niður, með foraðsvöxt í vötnum. Það komst hann á rólegri seiglunni. Við gengum Flateyjardalsheiðina alla og óðum vötn. Við fórum Fjörð- umar þegar hann var 76 ára, þar sem var haldinn söngkonsert með þingeyskum frændum. Af þessu er ég stoltur nú. Hann gaf mér meira í staðinn, sem er blæbrigðaríkari sýn á mannlífið. Fyrir það er ég honum djúpt þakklátur, sem og fyrir alla hina tuttugu og átta ára löngu samfylgd. Egill Egilsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.