Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 1
78. árg.
Akureyri, þriðjudagur 7. nóvember 1995
214. tölublað
STUTT-
FRAKKAR IMf
kr. 15.900,-
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 462 3599
Tilefnislaus líkamsárás á 13 ára dreng á Akureyri:
Haldið föstum og ein-
hverju blásið í nef hans
Sá óhuggulegi atburður gerist
á Akureyri sl. föstudagskvöld
að ráðist var á 13 ára dreng, sem
var að hjóla heim til sín, honum
skellt af hjólinu og haldið föst-
um meðan óþekktu efni var úð-
að í nef hans. Þarna voru á ferð-
inni tveir strákar á að giska 17-
19 ára og var árásin með öllu til-
efnislaus. Drengurinn, sem á var
ráðist, komst við illan leik heim
til sín og hringt var í lækni sem
tók þegar í stað ákvörðun um að
senda drengin á sjúkrahús.
Hann hefur nú náð sér að mestu,
en er mjög brugðið, að sögn
móður hans, sem ekki vill láta
nafns síns getið.
Það var um kl. 18.30 á föstu-
dagskvöldið sem drengurinn var á
leið heim til sín á hjóli. Leið hans
lá um Skarðshlíðina og m.a. um
opna svæðið milli Esso-nestisins
og fjölbýlishússins númer 24-28
við Skarðshlíð. Þegar hann hjólaði
framhjá runnum sem þama eru
stukku fram tveir strákar sem
hrintu honum af hjólinu. Annar
hélt honum síðan meðan hinn blés
einhverju upp í nef hans. „Við vit-
um ekkert hvað var í þessu, hvort
það var tóbak eða eitthvað meira.
Þetta skapaði hins vegar mjög
mikla vanlíðan. Honum leið svo
illa að hann gat ekki hjólað heim
Siglflrðingar sýndu fundi sl.
föstudag um bættar
samgöngur við kaupstaðinn
mikinn áhuga. Á fundinn mætti
milli 50 og 60 manns og urðu líf-
legar umræður um samgöngu-
mál framtíðarinnar. Framsögu-
menn voru Þorsteinn Jóhannes-
son, verkfræðingur, og Bjöm
Valdimarsson, bæjarstjóri, en
fundarstjóri Guðgeir Eyjólfsson,
sýslumaður.
Mesta umfjöllun fékk saman-
burður á hagkvæmni þess annars
vegar að leggja veg yfir Lágheiði
og hins vegar að gera göng milli
Siglufjarðar og Olafsfjarðar um
Héðinsfjörð og Víkurdal og má
segja að þessi umræða hafi verið
þungamiðja fundarins. Fyrri
möguleikinn er áætlaður kosta um
600 milljónir króna en vega- og
og þegar hann kom, þá bankaði
hann á dyrnar í stað þess að ganga
inn eins og hann er vanur. Eg kall-
aði á lækni og hann sagði að líðan
stráksins væri þannig að það veitti
ekkert af því að senda hann á
sjúkrahúsið," sagði móðir drengs-
ins. Strákana tvo hafði hann aldrei
séð áður, en þeir voru dökkklædd-
ir með dökkar prjónahúfur. Engin
orðaskipti áttu sér stað.
Atvikið hefur verið kært til lög-
reglu og að sögn móður drengsins
hefur þetta fengið mjög á hann og
honum var t.d. ekki vel við að fara
í skólann í gærmorgun. HA
gangagerð um Héðinsfjörð um 2
milljarða króna. I fundarlok
skráðu allflestir sig í áhugamanna-
hóp um bættar samgöngur við
Siglufjörð. Flestir þeirra sem tjáðu
sig á fundinum voru hlynntari
vegarlagningu og gangagerð um
Héðinsfjörð og Víkurdal en einnig
var mikill áhugi á því að gerðar
yrðu ljárhagslegar hagkvæmnisat-
huganir á valkostum og einnig á
félagslegu áhrifin af gangagerð,
en fjarlægðin til Ólafsfjarðar, og
þá um leið á Eyjafjarðarsvæðið,
mundi styttast mjög. Forsvars-
menn áhugamannahópsins, Skarp-
héðinn Guðmundsson, kennari, og
Hjörtur Hartarson, félagsmála-
stjóri, munu væntanlega boða til
næsta fundar, sem verður þá
stofnfundur þar sem kosin verður
stjórn. GG
Krossanesmálið:
Líkur á
að þrjú til-
boð berist
Engar formlegar viðræður
munu enn hafa farið fram
um hugsanleg kaup fóður-
verksmiðjunnar Laxár hf. á
Krossanesverksmiðjunni, en
forsvarsmenn hennar haí'a
sýnt áhuga á því að kaupa
verksmiðjuna og sameina
rekstur verksmiðjanna
tveggja út í Krossanesi.
Krossanesverksmiðjan var rek-
in með 10 milljón króna hagn-
aði fyrstu sex mánuði ársins,
en engin loðna hefur borist
síðan á sl. sumri og því líklegt
að einhver taprekstur verði á
henni allt árið 1995. Vonir
standa þó til að einhver loðna
berist verksmiðjunni nú þegar
loðna er farin að veiðast að
nýju og ef veiðisvæðið færist
austur með Norðurlandi.
Oddur Halldórsson, eigandi
Blikkrásar hf. og varabæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
er í forsvari fyrir hópi tjárfesta
sem sýnt hafa áhuga á því að
kaupa Krossanesverksmiðjuna.
Oddur segist þó ekki sjálfur
vera stór aðili í þessum hópi,
en lfklega verði hann með ef af
kaupum verði. Oddur segir
hópinn hafa ákveðið að fara
fram á viðræður við bæjaryfir-
völd um kaup á verksmiðjunni,
en hann segist ekki vera viss
um að þær viðræður leiði til
þeirrar niðurstöðu að verk-
siniðjan verði seld þeim. Við-
ræðumar fari fram í síðasta
lagi í lok næstu viku. Engar
tímasetningar eru settar frarn,
m.a. ekki gert að skilyrði að
eigendaskipti verði um næstu
áramót verði af kaupum.
Auk Laxár hf. og þess hóps
sem Oddur Halldórsson er í
forsvari fyrir hefur Þórarinn
Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Gúmmívinnslunnar hf.,
gert tilboð í Krossanesverk-
smiðjuna ásamt fleiri aðilum,
sem ekki hafa verið nafn-
greindir. GG
Bygginganefnd um Kaupvangsstræfi 1:
Hert ákvæði um
byggingarhraða
Bygginganefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt að herða
ákvæði um byggingarhraða hússins Kaupvangsstræti 1, sem
Ljósmyndavörur hf. í Reykjavík standa að.
í bókun bygginganefndar kemur fram að lóðin Kaupvangsstræti 1
hafi fyrst verið veitt Ljósmyndavörum hf. 10. júlí 1990 og síðan end-
urveitt 4. febrúar 1992. Þá segir að byggingaframkvæmdir hafi dreg-
ist verulega á langinn og hafi af þeim sökum verið viðræður í gangi
og eftirrekstur við lóðarhafa. I því sambandi hafi m.a. verið gert sam-
komulag við lóðarhafa um lok tiltekinna byggingaráfanga fyrir tiltek-
inn tíma sem ekki hafi verið staðið við.
í samræmi við byggingarlög og í ljósi þess að byggingafram-
kvæmdir við umrætt hús hafi stöðvast um lengri eða skemmri tíma,
hefur bygginganefnd samþykkt eftirfarandi hert ákvæði um bygging-
arhraða: „Húsið skal vera orðið fokhelt og lóð grófjöfnuð og hreins-
uð eigi síðar en 1. desember nk. Þá skal húsið glerjað og fullfrágeng-
ið að utan og lóð fullfrágengin eigi síðaren 15. júní 1996. Verði ekki
orðið við skilyrðum þessum áskilur bygginganefnd sér rétt til þess að
leggja dagsektir á lóðarhafa í samræmi við ákvæði byggingarlaga."
óþh/Mynd: BG
Sinfóníuhljómsveit Noröurlands og Karlakórinn Hreimur:
Um 750 áheyrendur um helgina
Samgangnafundur á Siglufirði:
Jarðgangahug-
myndin fékk
góðan hljómgrunn
Leikfélag Akureyrar:
Leikhússtjórastaðan
verður auglýst aftur
Sex sóttu um stöðu leikhús-
stjóra Leikfélags Akureyrar.
Umsækjendur eru: Halldór E.
Laxness, Jakob S. Jónsson, Jón
Júlíusson, Skúli Gautason, Sunna
Borg og Trausti Ólafsson.
I frétt frá leikhúsráði LA segir
að þar sem formaður LA og og
leikhúsráðs, Sunna Borg, hafi
reynst meðal umsækjenda og slrkt
ekki legið fyrir fyrr, en umsóknar-
frestur var útrunninn, hafi leikhús-
ráð ákveðið að auglýsa stöðuna að
nýju. Það sé gert til þess að
tryggja að jafnræði ríki milli um-
sækjenda. Þá kemur fram í til-
kynningu frá leikhúsráði að upp-
lýsingar varðandi stöðuna verði
veittar af nýjum fulltrúum í leik-
húsráði. óþh
Mjög góð aðsókn var að tón-
leikum Sinfóníuhljómsveit-
ar Norðurlands og Karlakórsins
Hreims ásamt Baldvin Kr. Bald-
vinssyni á Laugum í Reykjadal
sl. laugardagskvöld og Iþrótta-
skemmunni á Akureyri sl.
sunnudag.
Nærri lætur að um 300 manns
hafi sótt tónleikana á Laugum og
skotið er á að tónleikagestir á Ak-
ureyri hafi verið um 450.
Tónlistargagnrýnandi blaðsins
fjallar um tónleikana f blaðinu á
morgun, miðvikudag.
Meðfylgjandi mynd var tekin í
Iþróttaskemmunni sl. sunnudag og
er Guðmundur Óli Gunnarsson inni og karlakórsmönnum.
hér að stjórna Sinfóníuhljómsveit- óþh/Mynd: BC