Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. nóvember 1995 - DAGUR - 7 Handknattleikur- EM landsliða: Sóknarleikurinn brást Knattspyrna - landslið: Gengið frá ráðningum þjálfara Knattspyrnusambandið hef- ur gengið frá ráðningu allra þjálfara landsliða. Atli Eð- valdsson var nýlega ráðinn þjálfari U21 árs liðsins, Guðni Kjartansson mun þjálfa 17 ára og 18 ára liðið og Gústaf Björnsson, fræðslufulltrúi sambandsins, verður með 16 ára liðið. Samningar þeirra munu gilda fram á árið 1997, en ráðningar þeirra tóku gildi 1. nóvember. A-landsliðsþjálfarar eru, sem kunnugt er, þeir Logi Ol- afsson, sem gert hefur samning við KSI til loka keppnistíma- bilsins 1997 og Kristinn Bjömsson, sem samdi til loka næsta keppnistímabils um að stjóma kvennalandsliðinu og landsliði stúlkna skipað leik- mönnum 19 ára og yngri. Kristinn, mun ásamt Gústaf, aðstoða Loga við verkefni tengd þjálfun A-liðs karla eins og þörf krefur. Blak: Húsavíkur- stelpur bestar Framhaldsskólinn á Húsavík varð sigurvegari í kvenna- flokki á Framhaldsskólamót- inu í blaki, sem fram fór í íþróttahúsinu í Austurbergi í Reykjavík á sunnudaginn. Húsavíkurstúlkurnar sigruðu Fjölbrautaskólann í Garðabæ í úrslitaviðureign 2:1 en Fjöl- brautaskóli Vesturlands hafnaði í þriðja sætinu. Fjölbrautaskólinn í Garða- bæ sigraði Menntaskólann við Sund í úrslitaleiknum í karlaflokki 2:0. Menntaskólinn á Egilsstöðum sigraði Mennta- skólann á Akureyri í spenn- andi viðureign um þriðja sæt- ið, 2:1. Handknattleikur kvenna: ÍBA-Haukar 7:39 Haukastúlkur skoruðu fyrstu fjór- tán mörk leiksins og það var ekki fyrr en eftir 24 mínútur sem Akur- eyrarliðinu tókst að skora. Staðan í hálfleik var 3:18 og munurinn var svipaður á liðunum í síðari hálfleiknum. Mörk ÍBA: Elín Torfadóttir 2, Magn- ea Friðriksdóttir I, Dóra Sif Sigtryggs- dóttir 1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Valdís Hallgrfmsdóttir 1, Sandra Ólafsdóttir 1. Mörk Hauka: Hulda Bjarnadóttir 6, Kristín Konráðsdóttir 4, Erna Geirlaug Árnadóttir 4, Harpa Melsted 4, Hjördís Pálmadóttir 4, Auður Hermannsdóttir 4, Heiðrún Karlsdóttir 3, Rúna Lísa Þráins- dóttir 3, Ásbjörg Grímsdóttir 3, Judit Est- ergal 2, Ragnheiður Guðmundsdóttir 2. Dómarar: Sigurður Ólafsson og Val- geir Ómarsson. Sóknarleikurinn brást gjörsam- lega hjá íslenska landsliðinu í síðari leik liðsins við Rússa, sem fram fór á sunnudaginn í Moskvu. íslenska liðið stóðst Rússum aðeins snúning framan af fyrri hálfleiknum, jafnt var 4:4 en þá sigu heimamenn framúr og höfðu 12:9 yfir í leikhléi. I síðari hálfleiknum var sóknar- leikur íslenska liðsins dapur, en mestu munaði þó um mjög góða markvörslu Lavrov í rússneska markinu. Hann varði hvert skotið á fætur öðru og íslensku skytturnar voru farnir að veigra sér við því að skjóta á markið. Rúmenar sigmðu Pólverja í síðari leik liðanna um helgina og hafa sex stig í riðlinum eins og Rússar, Islendingar eru með fjögur stig og eiga enn dá- góða möguleika á að verða annað tveggja liða til að komast upp úr riðlinum. Til þess verða þeir að fá að minnsta kosti þrjú stig úr leikj- unum við Pólverja og treysta á að Rússar og Rúmenar deili ekki með sér stigunum í leikjum sínum. KA-menn voru sigursælir í þyngstu flokkunum, en Ár- menningar í þeim léttari á Haustmóti Júdósambandsins, fyrir keppendur yngri en 21 árs, sem haldið var í Iþróttahúsinu að Austurbergi í Reykjavík um Mörk Islands: Júlíus Jónasson 3, Valdi- mar Grímsson 3/2, Bjarki Sigurðsson 2, Dagur Sigurðsson 2, Patrekur Jóhannesson 2, Ólafur Stefánsson 1, Gunnar Beinteins- son 1. Guðmundur Hrafnkelsson varði ell- efu skot, þar af tvö vítaköst og Bergsveinn Bergsveinsson varði eitt vítakast. helgina. Vernharð Þorleifsson, KA hreppti tvö gullverðlaun á mótinu, sigraði í þyngsta flokknum, +95 kg þar sem hann lagði Ármenninginn Heimi Haraldsson að velli og í opna flokknum lagði hann sam- herja sinn úr KA, Þorvald Blöndal. KA-mennirnir Sigurður Jóhannes- son og Freyr Gauti Sigmundsson hrepptu bronsverðlaunin í opna flokknum. Ekki var keppt í -95 kg flokki en Þorvaldur Blöndal sigraði í -86 kg flokknum og Freyr Gauti Sig- mundsson hafnaði í öðru sæti en Máni Andersen úr Ármanni varð þriðji. Þá komust KA-menn á verðlaunapall í -71 kg flokki, Sævar Sigursteinsson fékk silfur og Jónas Jónasson bronsverðlaun. Ármenningar unnu þrjú gull- verðlaun á mótinu. Höskuldur Einarsson sigraði í -60 kg flokki, Vignir G. Stefánsson í -71 kg flokki og Eiríkur I. Kristinsson í - 78 kg flokki. Þá voru keppendum gefin stig fyrir tækni og fékk Þorvaldur Blöndal flest stig, 46, Vignir Stef- ánsson Ármanni fékk 45 og Vern- harð Þorleifsson 41. Blak: Stjarnan á toppnum Stjarnan velti Reykjavíkur- Þrótturum af toppi 1. deild- arinnar í blaki uin helgina með 3:2 sigri í innbyrðis við- ureign liðanna í Garðabæ. Stjarnan sigraði í fyrstu tveimur hrinum leiksins 15:9 og 15:11 en Þróttarar náðu að knýja fram oddahrinu með sigri í þeim tveimur næstu, 13:15 og 11:15. Stjarnan hafði betur, 15:11 í fimmtu hrinunni og er komin í efsta sætið. Þá lagði ÍS HK 3:0 en ís- lands- og bikanneistaranir hafa átt erfitt uppdráttar það sem er af vetri. KA vann sinn fyrsta sigur í vetur gegn Þrótti Nes- kaupstað, 3:1 á föstudagskvöld en Þróttarar unnu með sama hrinufjölda í leik liðanna, dag- inn eftir. Karfa: Betri útkoma hjá liðum A-riðilsins Annarri umferð Úrvalsdeild- arinnar í körfuknattleik, sem skipt er upp í A- og B-riðil lauk um síðustu helgi þegar liðin í úrvalsdeildinni léku síðustu leiki sína við liðin úr hinum riðlunum. Öll lið deildarinnar hafa leikið ellefu leiki og miðað við útkomuna úr þeim bendir allt til þess að liðin í A-riðlinum séu mun sterkari. Þau hafa fengið 84 stig úr fyrstu ellefu umferöunum gegn aðeins 48 stigum liðanna úr B- riðlinum. Liðin leika fjórar umferðir á mótinu við lið úr sama riðli en tvær gegn liðum úr gagnstæð- um riðlum. Liðin í A- og B- riðli voru því með sama stigafjölda eftir fyrstu fimm leiki sína, 30 stig en í síðustu 36 leikjum þar sem liðin léku á milli riðla hafa lið A-riðilsins, Kellavík, Haukar, Njarðvfk, Tindastóll, ÍR og Breiðablik nælt sér í 54 stig gegn aðeins átján stigum liðanna úr B-riðl- inum. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 Júdó - Haustmót U21 árs: KA menn öflugir í þyngstu flokkunum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.