Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 07.11.1995, Blaðsíða 8
) - DAGUR - Þriðjudagur 7. nóvember 1995 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur - 2. deild karla: Þórsarar keyrðu yfir ÍH í lokin - þrfr sigrar í röö hjá Þór .Baráttan var mjög góð hjá ikkur í þessum leik, vörnin terk allan tímann og small síð- n saman í lokin og þá skoruð- im við mörg mörk úr hraða- tpphlaupum,“ sagði Geir Aðal- teinsson, leikmaður 2. deildar- iðs Þórs, sem sigraði ÍH 29:21 í iðureign liðanna í íþróttahús- iu í Strandgötu í Hafnarfirði. Leikurinn var hnífjafn framan f og jafnt á flestum tölum upp að 2:12 þegar Þórsarar skoruðu síð- stu þrjú mörk hálfleiksins og öfðu því 15:12 yfir í leikhléi. Sá munur hélst framan af síð- ri hálfleiknum en í stöðunni 1:19, lokuðu Þórsarar hjá sér öminni og fengu hraðaupphlaup, á skildi í sundur með liðunum 'g Þórsarar tryggðu sér sinn jórða sigur í deildinni. „Við vorurn ekki bjartsýnir yrir leikinn, en við gáfum okkur í eikinn allan tímann og það skil- ði árangri. Þetta er sennilega esti leikur okkar í vetur og við íætum ákveðnir til leiks gegn Tömurum á miðvikudaginn. Það r fyrirsjáanlegt að sá leikur verð- r einn af úrslitaleikjum mótsins," agði Geir. Bæði Fram og Þór hafa tapað veimur stigum í deildinni, gegn IK sem er eina taplausa liðið í eildinni. lörk ÍH: Sæþór Ólafsson 6, Ólafur tagnússon 4, Ingvar Reynisson 3, iuðmundur Sigurðsson 3, Ólafur Thor- ersen 2, Bjöm P. Hannesson 1, Sig- rður Amarson 1, Grímur Jónsson 1. Mörk Þórs: Páll Gíslason 11, Sævar Amason 7, Geir Aðalsteinsson 5, Atli Már Rúnarsson 3, Jón Kjartan Jónsson 2, Steingrímur Pétursson 1. Blak: Engin önnur úrræði? Pétur Ólafsson, uppspilari KA-manna, gat ekki leikið með liði sínu í síðari leiknum gegn Þrótti Neskaupstað á laugardaginn og varamaður Péturs var á skólaferðalagi með Menntaskólanum um helgina. Þjálfari KA, Alex- ander Korneov, sem ekki gengur heill til skógar eftir skurðaðgerð á hné kom þá inn í lið KA að nýju. Greinilegt er að þjálfarinn á enn langt með að ná sér. Hann haltraði um völlinn, en gat samt skilað sæmilegu hlutverki sínu sem uppspilari og í há- vörninni. Það er hins vegar spurning um það hvort KA-lið- ið hefði ekki getað tekið öðru vísi á vandanum heldur en að tefla fram tnanni sem greini- lega er ekki orðinn góður eftir uppskurð. Fyrir utan augljósa hættu um að meiðslin kunni að taka sig upp skortir hann alla samæftngu með meðspilurum sínum og virtist lítið gera til að efla liðsanda KA- manna. Davíð Búi Halldórsson var atkvæðamikill í liði KA í leikjum liðsins gegn Þrótti. Hér reynir að hann að koma boltan- um framhjá þeim Apostol Apostolov hinum búlgarska leikmanni Þróttar og Kristjáni Sigurþórssyni. Mynd: BG Blak - íslandsmót: Fýrsti sigur KA Blaklið KA vann sinn fyrsta sig- ur á Islandsmótinu í vetur þegar liðið lagði Þrótt frá Neskaupstað að velli 3:1 í viðureign liðanna á föstudagskvöldið, en mátti síðan þola tap með sama mun í leik liðanna daginn eftir. Báðir leik- irnir fóru fram í KA- heimilinu. KA sigraði í fyrstu hrinunni 16:14 en tapaði þeirri næstu 13:15, síðustu hrinunum lyktaði síðan með sigri KA 15:12 og því 3:1 sigur í höfn í 100 mínútna leik. Það var annað upp á teningnum í leik liðanna á laugardeginum. KA byrjaði vel, sigraði í fyrstu hrinunni 15:10 en þá tók Aust- fjarðarliðið leikinn í sínar hendur og sigraði í þremur hrinum, 7:15, 9:15 og 2:15 en viðureign liðanna stóð í 81 mínútu. „Við tókum þetta frekar létt í gær og það má segja að við höfum gefið þeim sigur í einni hrinunni með einbeitningarleysi. Þetta var samt örugglega einn besti leikur- inn okkar í vetur, en við áttum líka ágætis leik gegn Þrótti Reykja- vík,“ sagði Davíð Halldórsson úr KA þegar Dagur ræddi við hann eftir síðari leikinn. I vetur „Það má segja að þetta sé B- liðið frá því í fyrra að undanskild- um þremur leikmönnum og ég held að það hái okkur enn að við þekkjum ekki nægjanlega vel inn á hvem annan. Það kom niður leik okkar í dag að uppspilarinn okkar (Pétur Ólafsson) meiddist eftir fyrri leikinn og gat ekki leikið með í þessum leik. Þjálfarinn okk- ar kom inn, sem ekkert hefur hreyft sig að ráði í allt haust,“ sagði Davíð. KA leikur tvo leiki um næstu helgi, gegn IS og Stjömúnni syðra. KA-Urvalslið 25:40 (13:19) Mörk KA: Julian Duranona 5, Leó Örn Þorleifsson 4, Heiðmar Felixson 4, Atli Þór Samúelsson 4, Helgi Arason 3, Jóhann G. Jó- hannsson 3, Björgvin Björgvins- son 1, Erlingur Kristjánsson I. Mörk úrvalsins: Jakob Jónsson 8, Guðmundur Guðmundsson 6, Sig- urður Sveinsson 6, Aron Kristjáns- son 4, Júrí Sadovski 4, Sigfús Sig- urðsson 4, Sigurður Valur Sveins- son 3, Róbert Sighvatsson 2, Petr Baumruk 2, Sigurður Bjamason I. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Sigurður Valsson. Ahorfendur: Rúmlega 600. Handknattleikur- Söfnunarleikur: Veglegt framlag Alls söfnuðust 362.580 krónur í styrktarleiknum í KA-heimilinu á laugardaginn þegar meistara- flokkur KA í handknattleik lék gegn úrvalsliði frá öðrum félög- um. Alls voru áhorfendur rúm- lega sex hundruð talsins, full- orðnir greiddu frá 700 krónum fyrir miðann og bamamiðarnir kostuðu þrjú hundruð krónur. Öll innkoman fór beint í landssöfn- unina; Samhugur í verki, til handa Flateyringum. Starfsmenn KA-heimilisins höfðu í nóg að snúast á laugar- daginn og nokkuð var um að fólks spurði um leiðina að íþróttasalnum, það var því greini- legt að nokkur hópur fólks sem að öllu jöfnu leggur ekki leið sína á handknattleiksleiki mætti á leikinn. Eins og við var að búast var alvaran öllu minni í þessum leik heldur en í hefðbundnum íþrótta- kappleikjum, léttleikinn var í fyr- irrúmi. Gestimir sem léku undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarsson- ar unnu öruggan sigur, heima- menn náðu aðeins að halda í við þá framan af, en síðan skildi í sundur með liðunum. Sigurður Sveinsson, leikmaður HK og úrvalsliðsins, reynir að brjótast fram hjá Helga Arasyni í leik KA og úrvalsliðsins. Á myndinni fyrir ofan má sjá Róbert Sighvatsson, línumann úrvalsliðsins, svífa inn í teiginn. Myndir: BG Atli Þór Samúelsson kominn í góða stöðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.