Dagur - 08.11.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 08.11.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 8. nóvember 1995 MINNIN Cm Hreinn Sævar Símonarson Fæddur 23. janúar 1951 - Dáinn 31. október 1995 Þegar við fengum þær sorglegu fréttir að að elskulegur frændi okk- ar, sem við kölluðum alltaf Sævar afa, væri dáinn þá dimmdi allt í kringum okkur, en fallegu minn- ingarnar streymdu fram, t.d. síðast- liðið sumar í sumarbústaðnum okkar. Við systkinin vorum varla vöknuð á morgnana þegar við spurðum hvort Sævar afi væri kominn. Elsku frændi. Þú varst að inn- rétta skúr sem átti að verða geymsla og svo var draumurinn að byggja þarna sumarbústað á land- skika sem þú áttir við hliðina á okkar sumarbústaðalandi, en það er bara lítill lækur sem skilur lönd- in að. Þær voru ófáar ferðirnar okkar til þín að reyna að hjálpa þér við innréttinguna; að mála, negla og fleira, en auðvitað flæktumst við bara fyrir. En aldrei sagðir þú neitt, bara brostir og sagðir að þetta væri í lagi og leyfðir okkur að vera hjá þér. Elsku Sævar afi, þú varst alltaf hress og kátur þrátt fyrir veikindi þín. Við sendum eiginkonu þinni, Kristínu, sem við kölluðum alltaf ömmu Kittý, börnunum ykkar Friðriki og Jóhönnu og móður þinni Friðriku, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Elsku frændi, far þú í friði, frið- ur Guðs þig blessi, haf þú þökk fyrir allt og allt. íris Ósk og Kristján Þór. Það er margt undarlegt í þessum heimi og á þessu landi. Við finnum svo oft hversu lítil við erum, sér- staklega þegar við stöndum frammi fyrir hamförum eins og öll þjóðin upplifði fyrir stuttu síðan. Margir létu lífið, fólk sem átti svo margt eftir að gera og var rétt að byrja að lifa lífinu. Sorgin snertir hvert og eitt okkar á slíkum stund- um en þó engan jafnmikið og þann sem missir náinn ástvin. Þegar ná- inn ástvinur deyr er sorgin stór og erfitt getur verið að skilja af hverju ástvinurinn fékk ekki að vera með okkur lengur. Það var þungbúinn dagur 31. október, rigning og dumbungur úti fyrir. Eg hafði verið að hugsa um afa sem nú liggur mikið veikur, einnig um Sævar frænda minn sem átti í erfiðri baráttu við illskeyttan sjúkdóm. Eg hugsaði um hversu óréttlátt þetta líf gæti verið. Hvað átti það að þýða að ungur maður skyldi þurfa að berjast við svo ill- skeyttan sjúkdóm, því var þetta lagt á hann? Eg spyr en fæ engin svör. Skyndilega hringdi síminn. Mamma var í símanum og sagði mér að Sævar væri dáinn. Eg trúði þessu ekki, þagnaði andartak, en spurði svo nánar út í aðdraganda þessa, sat hljóð og kvaddi síðan. Eg hugsaði um lífið og tilver- una, spurði mig spurninga í hugan- um en fékk þó engin svör. Hugsaði um þennan sjúkdóm sem hafði heltekið frænda minn á stuttum tíma og hversu vanmáttug- ir mennimir em gagnvart slíku, allavega enn sem komið er. Ég gerði mér þó grein fyrir því að fyrst þessi sjúkdómur hafði farið svona illa með hann sem raun bar vitni, þá var kannski gott að hann fékk að kveðja þennan heim á þessari stundu, hann hafði oft liðið svo miklar kvalir. Að liðnum öllum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hveifulu gleðistundum spyrjum við þráttjyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn aðeins einn dag ? Sævar bjó lengi vel á loftinu í Brekkugötu 15 með móður sinni og ömmu okkar og afa. Þangað kom ég oft sem barn og á margar góðar minningar þaðan. Það var þar í stofunni sem afi Tryggvi skipti oft á milli okkar Lindu suðu- súkkulaði og gaf okkur hverju um sig ræmu innpakkaða í smjörpapp- ír. Þetta fannst okkur mjög merki- legt. Ein af þeim myndum sem ég hafði með mér á sjúkrahús þegar ég var um 3ja ára var mynd af mér, Sævari og Öla vini hans. Ég stóð örugg á milli þeirra og við héld- umst hönd í hönd. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessa mynd og þetta er ein af mínum uppáhaldsmynd- um frá barnæsku. Arin liðu, við fórum okkar eigin leiðir, ég flutti til Reykjavíkur og samband við ættingjana á Akureyri var meira í gegnum foreldra mína. Síðustu mánuði hef ég haft reglu- legt samband norður til að fylgjast með líðan Sævars. Hann hefur átt bæði erfið og góð tímabil í veik- indum sínum. Allan tímann stóð fjölskylda hans við bakið á honum og studdi hann dyggilega. Nú á þessari sorgarstundu kem- ur upp í huga mér mynd frá síðustu verslunarmannahelgi. Okkur hafði öllum verið boðið í grillveislu við sumarbústaðina okkar á Svalbarðs- strönd. Þar var glatt á hjalla og allir skemmtu sér vel, við grillið og síð- ar um kvöldið við lítinn varðeld. Þama var sungið og trallað og við áttum öll yndislega stund saman. A þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að þetta væri í síðasta sinn sem ég hitti Sævar. Þannig hugsar mað- ur sem betur fer ekki við slík tæki- færi, heldur nýtur augnabliksins fram í fingurgóma sem við og gerðum. Þetta líf er svo ótrúlegt, tilveran svo undarlegt ferðalag og við emm bara gestir á þessari jörð. Gestir koma og fara og við þurfum að taka á móti og kveðja. En það að kveðja getur verið erfitt. En Sævar minn, við hittumst ekki að nýju í þessum heimi, við hittumst fyrir hinum megin. Dvöl þinni á hótel jörð er lokið, þessi illvígi sjúkdóm- ur hefur enn einu sinni sigrað í bar- áttunni. En við sem eftir lifum verðum að halda áfram og styðja hvert annað í sorginni. Sorgin er stór og söknuðurinn mikill við frá- fall elskulegs eiginmanns, föður, sonar og frænda. Minning um góð- an mann lifir meðal okkar. Elsku Kitty, Jóhanna, Friðrik og Fidda, sorg ykkar er meiri og stæmi en okkar hinna. Ég, Stefán og íris Harpa biðjum þess að góður Guð veiti ykkur styrk á sorgarstundu, minning um góðan mann lifir í hjörtum okkar allra. Björk Jónsdóttir. í dag, miðvikudaginn 8. nóvember, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju, Hreinn Sævar Símonarson og langar okkur að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var fæddur 23. janúar 1951, ólst upp hjá móður sinni Friðriku Tryggvadóttur og foreldr- um hennar í Brekkugötu 15 hér í bæ. Árið 1971 keyptu Sævar og móðir hans íbúð í Akurgerði 3e og fluttu þangað. Þrem árum síðar giftist Sævar eftirlifandi konu sinni, Kristínu Björgu Alfreðsdótt- ur, þau eignuðust tvö böm, Friðrik og Jóhönnu, sem enn eru bæði í foreldrahúsum. Einnig hefur móðir Sævars alltaf búið hjá þeim. Sævar lærði húsasmíði og vann við þá iðn meðan heilsan leyfði. Hann var frekar hlédrægur maður að eðlisfari og undi sér best með fjölskyldu sinni, fór lítið á manna- mót nema að hann stundaði vaxtar- rækt í mörg ár, eða þar til þrekið þvarr. 28. október 1994 fór hann í skurðaðgerð í Fjórðungssjúkrahús- inu hér í bæ, þá kom í ljós að hann var með krabbamein. Eftir það var hann sendur á Landspítalann í lyfjameðferð og allt þetta ár hefir hann verið undir læknishendi meira og minna og þá kviknaði vonin um að sjúkdómurinn væri á undanhaldi. Þau hjónin áttu sér unaðsreit úti á Svalbarðsströnd og hafa unnið við það undanfarin ár að gróður- setja þar trjáplöntur. Þarna undi Sævar sér dag eftir dag. Hann keypti sér vinnuskúr og vann við að lagfæra hann, síðan var mein- ingin að koma upp sumarhúsi næsta vor, en þrekið var lítið og oft fannst manni að það væri meira af vilja en mætti sem hann væri að vinna þama. Seint í ágúst fór hann svo suður í skoðun, kom þá í ljós að hann þurfti að fara í geislameð- ferð sem stóð rúman mánuð. Þriðjudaginn 31. október átti hann svo að koma á Landspítalann í skoðun og lyfjameðferð, en af því varð ekki. Hann veiktist skyndi- lega deginum áður, var fluttur á sjúkrahúsið hér og lést þar daginn eftir. í öllum veikindum Sævars stóð Kristín kona hans eins og klettur við hlið hans, hún fór alltaf með honum suður sem var honum ómetanlegur styrkur. Ég átti því láni að fagna að umgangast þennan góða frænda minn og fjölskyldu hans þetta síð- asta ár. Það voru stundum erfiðar stundir þegar honum leið sem verst en líka gleðistundir þegar heilsan var betri. Á meðan hann var í með- ferðinni fyrir sunnan komu þau hjóirn oftast norður um helgar og þá hittumst við ævinlega. Ég fór oftast cg kvaddi áður en hann fór aftur suður. Það er mér minnisstætt að þegar við kvödd- umst með þéttu handabandi þá sagði hann „sjáumst hressir um næstu helgi frændi", því þrátt fyrir allt var hann nokkuð bjartsýnn og vonaði að hann ætti eftir að ná heilsu á ný. En nú er hann horfinn þessi góði vinur okkar, kominn yfir móðuna miklu og laus við allar þjáningar. Við hjónin kveðjum nú Sævar og þökkum fyrir samfylgdina og biðjum góðan guð að halda sinni almáttugu vemdarhendi yfir hon- um. Hver minning er dýrmœt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynn afalhug þakka hér. Þinn kœrleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gœfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Kristín, Friðrik, Jóhanna og Friðrika. Megi góður guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Jón og Inga. Málsgrein féll niður Við birtingu ályktunar Sjálfsbjarg- ar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, í Degi sl. föstudag, féll niður síðasta málsgrein ályktunar- innar. Hún hljóðar svo: „Að lokum skorar stjómarfund- ur Sjálfsbjargar, á heildarsamtök launþega, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusamband Islands, að koma í veg fyrir ofan- greindar skerðingar á kjörum líf- eyrisþega og ganga nú vandlega frá því þegar samningar þeirra verða teknir upp, að tryggt verði í þeim samningum að ríkisvaldið greiði lífeyrisþegum lögbundnar kjarabætur án nokkurra undan- bragða og reiknikúnsta.“ (Halldóra B. Bjömsson) / frsslrósln \ FM 98.7 \ NU ER BIÐIN A ENDA Frostrásin hefur hafi útsendingar 6. áriö í röö. Á Frostrásinni finna allir eitthvað viö sitt hæfi. Getraunir, tónlist, leikir og skemmtilegt fólk allan sólarhringinn. Sími 462 7333, fax 462 7636. AUGLYSINGAR • RITSTJORN • DREIFING Á AKUREYRI 462 4222 Á HÚSAVÍK 464 1585

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.