Dagur - 08.11.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 8. nóvember 1995
Gætum skapað skilvirkari
og ódýrarí stjómsýslu
- segir Þórgnýr Dýrfjörð um verkefnið um reynslusveitarfélagið Akureyri
Þórgnýr Dýrfjörð hefur umsjón nieð verkefninu uni reynslusveitarfélög fyr-
ir hönd Akureyrarbaejar. „Hér ætlum við að veita betri og skilvirkari þjón-
ustu en var og þess eiga bæjarbúar að verða varir,“ segir hann í viðtalinu
meðal annars. Mynd: sbs
Unt þessar mundir er unnið að
því hjá Akureyrarbæ að koma
af stað ýmsum verkefnum, sem
bærinn tekst á hendur sem eitt
af reynslusveitarfélögunum í
landinu. Með nýjum áherslum í
sveitarstjórnarmálum hefur
nokkrum sveitarfélögum í öllum
landshlutum verið gefinn kostur
á að taka rekstur nokkurra
málatlokka að sér, í stað þess að
þeir séu reknir á vegum ríkisins.
Með meiri nálægð við íbúana er
talið að megi spara talsverða
fjármuni og einnig binda ntenn
vonir við að meiri samræming í
stjórnsýslustarfi náist með þessu
fyrirkomulagi. Dagur ræddi við
Þórgný Dýrfjörð um þessi mál,
en hann hefur umsjón með
verkefninu um reynslusveitarfé-
lögin fyrir hönd framkvæmda-
nefndar á vegum Akureyrar-
bæjar.
Lög um reynslusveitarfélög
tóku gildi á síðasta ári, en aðdrag-
andi málsins er lengri. Umræða
um reynslusveitarfélög kom upp
nieðal annars í tengslum við átak
til sameiningar sveitarfélaga
haustið 1993. Talið er nauðsynlegt
að sveitarfélög stækki og verði
fjölmennari svo þau geti tekið við
auknum verkefnum, - en í því ein-
mitt felst verkefnið um reynslu-
sveitarfélögin. Er nú, vegna þessa
verkefnis, verið að skoða hugsan-
legar breytingar í öldrunarmálum
á Akureyri, sem og atvinnumál-
um, byggingarmálum, stjómsýslu,
málefnum fatlaðra, menningar-
málurn og skipulagsmálum.
Skilvirkari stjórnsýsla
Þórgnýr Dýrfjörð segir að í stjórn-
kerfi Akureyrarbæjar sé nú unnið
að breyttum áherslum. Samningur
við rikisvaldið um reynslusveitar-
félög kveður meðal annars á um
breytingar á stjómsýslu bæjarins
og að henni er jafnframt unnið að
frumkvæði bæjaryfirvalda sjálfra.
Fyrir skemmstu var farið af stað
með átakið „Auður - nám í starfi"
og hafa bæjarfulltrúar og starfs-
menn í öllum lykilstöðum hjá
bænum setið námskeið og komið
með margar hugmyndir sem miða
eiga að meiri skilvirkni í bæjar-
kerfiinu og meiri upplýsinga-
streymi til bæjarbúa.
Þórgnýr segir að þeir sem leiti
til bæjarskrifstofunnar við Geisla-
götu í dag viti ekki alltaf svo aug-
Ijóslega hvar þeir fái úrlausn mála
sinna og fari jafnvel um allt húsið
og stundum milli stofnana vítt og
breitt um bæinn. Frá Heródesi til
Píatusar. Nú séu þó uppi hug-
myndir um að breyta ráðhúsi bæj-
arins þannig að á fyrstu hæð, þar
sem var slökkvistöð, verði komið
á fót upplýsingamiðstöð Akureyr-
arbæjar. Þórgnýr segir að einn
stað vanti þar sem fólk geti fengið
allar upplýsingar um hvert það
eigi að snúa sér í hinum ýmsu
málum. Starfsfólk upplýsinga-
þjónustu þessarar verði að fá
þjálfun í því að leiðbeina fólki um
kerfið; og þetta segir hann að geti
orðið mikilvægur liður í bættri
þjónustu og tengslum við bæjar-
búa.
Stofnanarýmum fækkað
Nú er langt komin gerð samnings
milli Akureyrarbæjar og heil-
brigðisráðuneytisins um að bærinn
taki að sér alla þjónustu við aldr-
aða í bænum, sem ekki er á veg-
um FSA. Þetta fyrirkomulag segir
Þórgnýr að eigi að gera kleift að
auka og bæta þjónustuna og gera
hana jafnframt hagkvæmari. Inni í
samningnum, einsog hann lítur út
núna, eru ákvæði um að heima-
hjúkrun verði aukin með kvöld-
og helgarþjónustu, svo dæmi sé
nefnt. Málið verður kynnt fyrir
starfsfólki öldrunarþjónustu Akur-
eyrarbæjar á næstu dögum og því
boðið að koma með athugasemdir
í byggingarmálum hafa for-
svarsmenn Akureyrarbæjar þær
hugmyndir að auka sjálfstæði
byggingarfulltrúa og embættis
hans. Að útgáfa byggingarleyfa
verði í hans höndum, en ekki
byggingar- og skipulagsnefndar.
Nefndin verði þó áfram til og
þangað megi áfrýja ákvörðunum
byggingarfulltrúa. Hugmyndir eru
um breytt fyrirkomulag skipulags-
mála í reynslusveitarfélaginu Ak-
ureyri; að aukið vald væri fengið
heim í hérað í ákvarðanatöku í
þessum málaflokki. I dag þarf um-
hverfisráðuneyti og Skipulag ríks-
ins að vera umsagnaraðilar um
hvert stig hvers einstaks máls sem
til meðferðar er. Það segir Þór-
gnýr eðlilega vera mjög tafsamt -
og hægt sé að einfalda ferlið.
Óformlegar hugmyndir
Hvað varðar málefni fatlaðra eru á
borðinu þær hugmyndir að Akur-
eyrarbær taki að sér umsjón og
yfirstjóm þeirra mála fyrir allt
Eyjafjarðarsvæðið. Á Húsavík
yrði þó ef til vill staðsett skrif-
stofa, sem hefði með sömu mál að
gera og væri hugsanlega útibú frá
skólaskrifstofu Norðurlands
eystra. Sem stendur eru þetta að-
eins óformlegar hugmyndir, en
samningaviðræður hafa strandað á
því að félagsmálaráðuneytið hefur
ekki treyst sér að tryggja þau fjár-
framlög sem Akureyrarbær telur
nauðsynleg vegna þessa.
Hugmyndir um húsnæðismál
eru af sama meiði; að Akureyring-
ar geti sótt alla þjónustu í húsnæð-
ismálum á einn stað hjá bænum, í
stað þess að þurfa í sumum tilfell-
um að leita til til Húsnæðisstofn-
unar ríkisins í Reykjavík.
Akureyrarbær vill breyta fyrir-
komulagi í samskiptum ríkisvalds
við menningarstofnanir Norður-
lands. í dag fá Listasafnið á Akur-
eyri, Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands, Amtsbókasafnið á Akureyri
og Leikfélag Akureyrar fjárveit-
ingar í gegnum menntamálaráðu-
neyti og sækja þangað ýmsa þjón-
ustu. Hugmyndir í tengslum við
reynslusveitarfélagið eru hins veg-
ar þær að þessar fjárveitingar
komi beint til Akureyrarbæjar,
sem aftur útdeili þeim innan hér-
aðs m.a. til nefndra aðila. Þetta
segir Þórgnýr að ætti að vera mjög
skilvirkt fyrirkomulag.
Atvinnulausir athugi forn-
minjar
Þá vill Akureyrarbær fá styrk frá
ríkisvaldinu til að láta koma á
minjavörslu og rannsóknum á hin-
um foma verslunarstað, Gásum
við Eyjafjörð. Með þeim hætti
fléttast menningarmál og atvinnu-
mál saman, því meiningin er sú að
þarna fengju atvinnulausir vinnu
við verkefni sem ekki er í sam-
keppni við neitt annað á vinnu-
markaði. Þarna eru jafnframt uppi
hugmyndir um að bæta þjónustu
við atvinnulausa og gera hana
markvissari. Það fengist með því
að fá nákvæmari vitneskju um at-
vinnuleysisskrána og samsetningu
hennar. Skráin verður könnuð á
næstunni í samvinnu við Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Þórgnýr Dýrfjörð segir að á
næstu vikum muni mál þau sem
tengjast reynslusveitarfélaginu
skýrast hratt. Málið sé að komast
á skrið. „Eg á von á því að bæjar-
búar finni mjög fyrir þessum
breytingum. Hér ætlum við að
veita betri og skilvirkari þjónustu
en var og þess eiga bæjarbúar að
verða varir,“ sagði Þórgnýr Dýr-
fjörð. Hann segir að það sem lúti
að fjárhagslegum samskiptum rík-
isvalds og sveitarfélaga í þessum
málum sé að peningum verði veitt
beint til sveitarfélaganna frá rík-
inu svo þau geti tekist á við ný
verkefni. Ekki verði um að ræða
að til dæmis útsvarsprósenta verði
hækkuð eða skattheima aukin al-
mennt. -sbs.
Húsavík:
Kjördæmisþing
Framsóknarmanna
- „þátttaka í umræðum breið og góð,“ segir Guðlaug Björnsdóttir
„Kjördæmisþingið hófst með
þagnarstund til að votta Flat-
eyringum samúð og þeim sem
lentu í þessum hörmunguin fyr-
ir vestan,“ sagði Guðlaug
Björnsdóttir, fráfarandi for-
maður stjórnar Kjördæmissam-
bands Framsóknarmanna í
Norðurlandi eystra. Kjördæmis-
þingið var sett á Hótel Húsavík
sl. föstudagskvöld.
Páll Pétursson, félagsmálaráð-
herra, hélt ræðu í upphafi þings-
ins. Miklar og almennar umræður
voru að erindi hans loknu og
gerðu menn góðan róm að máli
ráðherrans, að sögn Guðlaugar:
„Menn sögðust finna að þessi
málaflokkur væri í mjög góðum
höndum,“ sagði Guðlaug. Hún
sagði þátttöku í þinginu hafa verið
breiða og góða en mætingu í með-
allagi, en slíkt væri víst ekki óal-
gengt á fyrsta þingi eftir kosning-
ar.
„Það var samþykkt að stofna
sveitarstjórnarráð í kjördæminu og
lögum breytt þannig að sveitar-
stjórnarráðið yrði lögmætur aðili
að kjördæmissambandinu með
fimm fulltrúa á þing, ásamt laun-
þegaráði kjördæmisins sem stofn-
að var í fyrra,“ sagði Guðlaug.
Ávörp gesta fluttu: Egill Heið-
ar Gíslason, framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins, Guðjón Ól-
afur Jónsson frá Sambandi ungra
framsóknarmanna og Kristjana
Bergsdóttir frá Landssambandi
framsóknarkvenna. Sagði Guð-
laug að Kristjana hafi rætt um
jafnréttismál og sérstakan kvenna-
banka, en lánamál til kvenna í at-
vinnureksti var mjög til umræðu á
þingi LFK á dögunum.
Ur stjórn gengu Guðlaug og
Vigfús Sigurðsson samkvæmt
reglum um endurkjör og Daníel
Ámason sem ekki gaf kost á sér til
endurkjörs. í stað þeirra vom kjör-
in: Anna Sigrún Mikaelsdóttir,
Hilmar Guðmundsson og Einar
Sveinn Ólafsson. Endurkjörin
voru: Úlfhildur Rögnvaldsdóttir,
Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar og uinhverfisráðherra, í þungum
þönkum á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi
eystra, sem haldið var á Húsavík um sl. helgi
Erlingur Teitsson, Sigurbjörg
Jónsdóttir og Anný Larsdóttir.
Stjómin hefur ekki skipt með sér
verkum.
I miðstjórn voru kjörin: Guð-
laug Björnsdóttir, Jakob Björns-
son, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir,
Ari Teitsson og Ingunn St. Svav-
arsdóttir. Og frá félögum yngri;
Guðný Jóhannesdóttir, Amfríður
Aðalsteinsdóttir og Þröstur Frið-
finnsson.
„Ég var ánægð með þingið og
það gekk mjög vel. Það hefði þó
mátt vera fjölmennara," sagði
Guðlaug Bjömsdóttir. IM