Dagur


Dagur - 09.11.1995, Qupperneq 3

Dagur - 09.11.1995, Qupperneq 3
FRETTIR Fimmtudagur 9. nóvember 1995 - DAGUR - 3 Blönduós: Bæjarmála- punktar Styrkur til Pappírspokagerðar Bæjarráð hefur samþykkt er- indi Jóhanns Evensen um að Pappírspokagerðinni verði veittur flutningsstyrkur vegna kaupa á vélum, að fjárhæð kr. 500 þúsund. Rætt um skólaakstur Bæjarráð hefur rætt erindi íbúa á „Brekkunni" og „gamla bæn- um“ þar sem óskað er eftir að tekinn verði upp skólaakstur frá þessurn bæjarhlutum til skóla. Bæjanáð fól bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið, auk þess sem skóla- nefnd verði falið að meta þörf á þessari þjónustu. Hillebrandtshús Lögð hefur ''“rið fram í bæjar- ráði skýrsla um stöðu fram- kvæmda við svokallað Hille- brandtshús ásamt bréfi frá hús- friðunamefnd ríkisins. Heild- arfjárveiting til verksins er kr. 1,2 milljónir með 400 þúsund króna framlagi Húsfriðunar- sjóðs. Bæjarráð samþykkti að beina þeim tilmælum til verk- taka og eftirlitsaðila hússins að framlagðri kostnaðaráætlun verði fylgt eins og kostur er. Þjóðbúningur Leikfélagsins Lagt var fram í bæjarráði bréf frá formanni æskulýðs- og íþróttanefndar þar sem greint er frá kostnaði við endurnýjun hluta, er vanti á þjóðbúning Leikfélags Blönduóss. Sam- kvæmt tveim tilboðum sem borist hafa er áætlaður kostn- aður 340-423 þúsund krónur. Bæjarráð lét bóka að það væri á þeiiTÍ skoðun að ofangreindir valkostir séu of kostnaðarsam- ir og fól því æskulýðs- og íþróttanefnd að leita ódýrari leiða. Sjóvarnir Á fundi hafnarstjórnar gerði Guðbjartur Á. Ólafsson grein fyrir ástandi sjóvama, en sam- kvæmt þeim eru núverandi sjóvamir að mestu horfnar. Samkvæmt áliti Guðbjartar er grjótið, sem hingað til hefur verið notað, alltof smátt og þarf að hafa það í huga við áframhaldandi framkvæmdir. Gert er ráð fyrir því að í haust verði unnið að verkinu og hef- ur verið samið við Steypustöð Blönduóss um grjótvöm, sam- tals 2000 tonn, sem greidd verður af Vegagerðinni að hluta til og af framlagi rfkisins. Brautarhvammur Byggingarfulltrúi kynnti á fundi byggingamefndar stöðu skipulagsniála á Brautar- hvammi og þær framkvæmdir sem þar eru fyrirhugaðar. Byggingarnefnd fagnar þvi að skipa eigi sérstaka nefnd til að vinna að skipulagi svæðisins. Skúlahorn hf. Valdimar Guðmannsson hefur fyrir hönd Skúlahorns hf. sótt um lóðina Hafnarbraut 4 undir hugsanlegt fiskverkunarhús. Byggingamefnd hefur lagt til að reynt verði að verða við óskum Skúlahoms hf. um lóð- ina. Hlutafjárútboð Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri hefst í dag: Hef fulla trú á því að þessi hlutabréf seljist - segir Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar hf. í dag, fímmtudag, hefst hluta- fjárútboð Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri. Um er að ræða útboð að upphæð 10 milljónir króna að nafnverði á genginu 3.0. Jafn- framt eru boðin til sölu hlutabréf í eigu Akureyrarbæjar að nafn- verði 21,25 milljónir króna á sama gengi. Samtals eru því boðin til sölu hlutabréf í Skinna- iðnaði hf. fyrir röskar 93,7 millj- ónir króna. Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Skinnaiðnað- ar hf., segist hafa fulla trú á því að þessi hlutabréf seljist og und- ir það tekur Jón Hallur Péturs- son, framkvæmdastjóri Kaup- þings Norðurlands hf. Eins og fram hefur komið í Degi hefur rekstur Skinnaiðnaðar hf. gengið vel það sem af er þessu ári. Samkvæmt uppgjöri átta fyrstu mánuða ársins var hagnað- urinn 57,3 milljónir króna og er áætlað að þegar upp verður staðið um áramót verði hagnaðurinn 65 milljónir króna. I lok ágúst sl. nam eigið fé Skinnaiðnaðar hf. Sfldveiðin fyrir austan land er nú orðinn tæp 80 þúsund tonn, en í gær gekk sfldin austur af Hvalbak dýpra og því erflðara um vik að ná henni fyrir minni bátana. Spáð er brælu fyrir aust- an land og því líklegt að ekki hafi verið mikið um veiði í nótt. Um 32 þúsund tonn af síld hafa verið fryst eða söltuð en um 46 þúsund tonn farið til bræðslu. Þetta er mun betra nýtingarhlutfall í frystingu og söltun en undanfarin Akureyrarhöfn: 217,4 milljónum króna og eigin- fjárhlutfall 37%. Veltufjárhlutfall var 1,7 og innra virði hlutabréfa 3,58. Sala á hlutabréfum Akureyrarbæjar Eins og áður segir eru nú til sölu hlutabréf Akureyrarbæjar í Skinnaiðnaði. Bjami Jónasson segist ekki líta svo á að staða fyr- irtækisins versni þótt bæjarfélagið dragi sig út úr rekstrinum. Á sín- um tíma hafi það verið mat for- ráðamanna bæjarins að rétt væri að setja fjármuni í endurreisn Skinnaiðnaðar hf. og stuðla þann- ig að því að koma honum á réttan kjöl. Nú hafi það gerst og Skinna- iðnaður sýni góðan hagnað. Ekki sé því óeðlilegt að bæjarfélagið dragi sig út úr fyrirtækinu og gefi öðrum kost á að koma þar inn. „Þetta er í raun í takt við það sem gert var ráð fyrir í upphafi og er innan þess ramma sem menn hafa verið að vinna undanfarið, að koma félaginu á almennan mark- ár. Aðeins vantar um 11 þúsund tonn upp á að búið sé að veiða upp í sölusamninga. Síldin er nú mjög blönduð og eins er hún ekki eins feit og áður, var fyrst í haust um 20% en er nú 15-17%. Amþór EA-16 frá Árskógssandi landaði 270 tonnum af síld í gær til vinnslu hjá Strandasíld á Seyðis- firði en heildarsíldarafli bátsins er orðinn um 2.000 tonn. Kvóti Am- þórs er 2.800 tonn svo það styttist í vertíðarlok, verði engum viðbót- arkvóta úthlutað. GG að. Akureyrarbær kom inn í fyrir- tækið á sínum tíma til þess að koma því af stað. Nú er reksturinn kominn vel á leið og því eðlilegt að bærinn líti svo á að hlutverki hans sé lokið og hann geti nýtt þetta fé til uppbyggingar á öðrum sviðum,“ sagði Bjami. Skráning á Verðbréfaþing Sótt hefur verið um skráningu Skinnaiðnaðar hf. á Verðbréfa- þingi íslands, en til þess þarf að lágmarki 200 hluthafa og hver þeirra þarf að eiga í það minnsta 35 þúsund af áætluðu markaðs- verði. Frá því í júní sl. hafa hluta- bréf Skinnaiðnaðar hf. hins vegar verið skráð á Opna Tilboðsmark- aðnum. Þá var gengi hlutabréf- anna 2.6 en er nú komið upp í 3.0. Bjarni segir að vissulega sé hækk- un hlutabréfa í félaginu mjög ánægjuleg og styrki menn í þeirri trú að þau séu eftirsóknarverður fjárfestingarkostur. En hverjar eru horfur í rekstri Skinnaiðnaðar? Bjami Jónasson segir að þær séu góðar. „Við höf- um verið að reyna að koma okkur í þá stöðu að við getum haft trausta viðskiptavini, tiltölulega dreifða um heiminn, og getum þannig mætt þeim sveiflum sem hugsanlega kynnu að verða.“ Lánakjör Ákveðið er að bjóða 120 kaupend- um hlutabréfa af hluta Akureyrar- bæjar lán vegna kaupanna. Þetta lán er váxtalaust og óverðtryggt og getur að hámarki orðið 101.250 kr. og 75% af kaupverði hlutabréfanna. Jón Hallur Péturs- son, framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands, segir boðið upp á þetta lán til þess að stuðla að því að fjölga hluthöfum í Skinnaiðn- aði hf. upp í 200, en þeir eru nú um 80 talsins. „Við þurfum að fjölga hluthöfum um 120 til þess að koma fyrirtækinu inn á Verð- bréfaþingið," sagði Jón Hallur. Skattafsláttur Þess má geta að einstaklingur tryggir sér 45 þúsund króna skattaafslátt ef hann kaupir hluta- bréf fyrir 135 þúsund krónur. Að sama skapi fá hjón 90 þúsund króna skattaafslátt kaupi þau fyrir 270 þúsund krónur. Ef keypt er fyrir hærri fjárhæð má nýta hana til skattalækkunar á næstu fimm ámm. Skattaafsláttur er háður því að kaupandi greiði tekjuskatt að staðaldri, að hann sé að auka við fjárfestingu sína í hlutabréfum og er þá horft allt aftur til ársins 1985 og að hann eigi bréfin í full þrjú ár. óþh r------------------^ Sería skrifstofu húsgögn Gerum tillögur að uppsetningu pg föst verðtilbnð án kestnaðar Falleg hönnun Hagkvæmt verð íslensk framleiðsla tClvutæki Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 It_______I________Á Heildarsfldveiði um 80 þús. tonn: Arnþór með 2 þús. tonn - hefur veitt um 75% úthlutaðs kvóta Tjón metið á þrjár milljónir króna Grjót dróst niður í grjótvörn Ak- ureyrarhafnar á þremur stöðum í veðrinu sem gekk yfir landið í lok októbermánaðar og því ranghermi að ekkert tjón hafi orðið í höfninni. Auk þess urðu töluverðar skemmdir við skjól- garð, litill garður sunnan við nýju flotkvína milli flotkvíarinn- ar og nýsmíðahúss Slippstöðvar- innar-Odda hf. Einnig tók út grjót fremst á Slippstöðvarkantinum, norðanvert við og eins framan við Útgerðar- félag Akureyringa hf„ rétt sunnan löndunarbryggju ÚA. Ekki er nægjanlegt að gera við skarðið sem myndaðist framan við ÚA heldur verður einnig að ná upp því grjóti sem hefur dregist niður. Það lenti þar sem skipin liggja og því getur verið hætta á að togaramir taki niðri á grjótinu. Áætlað er að viðgerðarkostnaður geti numið allt að þremur milljónum króna. GG on n I • Á • A KUJ! E Y R I • O D D 1 • Á • A K U R E Y 13 I • O D D I • Á • A K U R E Y R I • O D D 1 • Á • A K U R r: Y R 1 • O D D I ■ Á • A K U R #0kkut^ðþútölvupapp/rj/y.^ % Hddi á Afeureyri jum rnð gúttmmar og pöntum inn tyrir veturinn. Hjá umboðsaöila okkar á Akureyri, Límmiðum Norðurlands, bjóðum við allar vörur fyrir skrifstofuna á frábæru verði. Komið og skoðið úrvalið (eða pantið vörulista). %a„ . nttat helstu skrifstofuvörur. plr' re'knivélarúllur, timm'l&a 09 Límmiðar Norðurlands Stnandgötu 31 • Sími 462 4166 • Fax 461 3035 • a n m v • • y • i a a ö • i ö a a ö: n m v • y • i a' a. o • i ö a a ö n m v •V* i ci u o • i tt a a ti n m v • v • i ci a o • i íi a :-i a n m v • v • i ci a o • ;) D D 1 • Á • A K U R E Y R I • O D D I • Á • A K U R E Y R I • O D D I • Á • A K U R E Y R I • O D D

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.