Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 9. nóvember 1995 Fjölskyldtfventd ...eíns og þú vílt hafa hana Fjölskyldtfvernd er ný þjónusta Tryggíngar hf. Hún felur í sér mlkinn sveígjanleíka íyrír hvem og eínn til að sníða tryggíngarpakkann að sínum þörfum. TRYGGING HF Hofsbót 4 • Sími 462 1844 FSA verður reyk- laus vinnustaður Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur tekið um það ákvörðun að spítalinn verði reyklaus vinnustaður þannig að ekki síðar en í apríl nk. vera reykingar starfsfólks bannaðar. Afram verður sjúklingum heim- ilt að reykja á afmörkuðum stöðum. FSA er með stærstu vinnustöðum landsins en þar eru á sjöunda hundrað manns á launaskrá. „Þessi reykingamál starfs- manna hafa verið í ólestri, held ég að megi segja,“ sagði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA. „Ef hægt er að tala um einhverja aðstöðu reykingafólks þá hefur hún verið mjög ófullkomin og verið ákveðin dreifing á tóbaks- reyk sem skapað hefur viss óþæg- indi. Við ætlum okkur því að gera þetta svona en vonumst til þess að geta liðsinnt þeim starfsmönnum sem vilja og þurfa að undirbúa sig fyrir þetta sérstaklega fram að þeim tíma sem þetta tekur gildi,“ sagði Halldór og bætti við að mönnum fyndist ekki rétt að bannk reykingar sjúklinga, sem væntanlega verða í svipuðu fari og verið hefur. „Menn hafa haft hug á þessu í nokkurn tíma og í mínum huga ekki spuming hvort heldur hvenær þetta myndi gerast. Þetta er víða að gerast erlendis hjá fyrirtækjum sem hafa tugi þúsunda í vinnu og mér finnst í raun sjálfsagður hlut- ur að þetta gerist. Þó reykinga- mönnum finnist á þá gengið þá er þetta ekkert alveg prívatmál," sagði Halldór. Fyrir nokkru var gerð könnun meðal starfsmanna þar sem þátt- taka var þokkalega góð. Halldór segir að þar hafi komið fram að tiltölulega fáir starfsmenn reykja og yfirgnæfandi meirihluti þátt- takenda vildi spítalann reyklaus- an. Hann segir alveg ljóst að þetta verði ekki átakalaust fyrir þá sem reykja en vonandi muni fólk finna þegar upp verður staðið að kost- imir séu fleiri en gallamir. HA Sýslumannsembættið í Ólafsfirði: Forsendur hafa í engu breyst - segir Þorsteinn Pálsson Akvörðun Þorsteins Pálsson- ar, dómsmálaráðherra, um að leggja niður sýslumannsemb- ættin í Olafsfirði og á Bolungar- vík í marsmánuði á næsta ári stendur óhögguð. Dómsmála- ráðherra sagði í gær að fjárlaga- ramminn sem honum og hans ráðuneyti væri settur af ríkis- stjórninni væri það þröngur að honum væri nauðsyn að grípa til sparnaðaraðgerða í yfirstjórn- inni. „Það er ástæða þess að þessar tillögur um fækkun sýslumanns- embætta voru settar fram af hálfu ráðuneytisins. Þær forsendur hafa í engu breyst og það er enn stefnt að því að leggja þessi sýslumanns- embætti niður,“ sagði dómsmála- ráðherra. Hafin er söfnun undirskrifta meðal Ólafsfirðinga til að mót- mæla þessari ákvörðun dóms- málaráðuneytisins og hefur und- anfama daga verið gengið í hús í þeim tilgangi. Listamir verða síð- an sendir Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra. GG verði Gljá- stig 10 Verð frá kr. KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 Falleg gjafavara í miklu úrvali 15% afsláttur GOOOO^ ÖGU***lB-36 sMí'oí'EWrt \SV-AtiDS NYR 2000 KRONA PENINGASEÐILL OG 100 KRÓNA MYNT___________g|fg íumferð 9. nóvember ^ A\ -y Kynningarörk liggur frammi í bönkum og sparisjóðum ÍAN0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.