Dagur - 18.11.1995, Síða 3

Dagur - 18.11.1995, Síða 3
FRETTIR Föstudagur 3. nóvember 1995 - DAGUR - 3 „Klemman“ opnuð á Dalvík í dag: Þrjú fyrirtæki undir sama þak Dalvíkingar eignast í dag vísi að verslunarmiðstöð, en klukkan eitt verða þrjár verslanir opnað- ar að Hafnarbraut 7, þar sem áður var fiskverkunarhús Har- aldar hf. Allar verslanirnar og þjónustufyrirtækin hafa rekið starfsemi sína á öðrum stöðum á Dalvík til þessa. Bæjarsjóður Dalvíkur leysti húsið til sín eftir gjaldþrot fyrirtækisins en seldi fyrirtækjunum síðan efri hæð þess. Enn er rými fyrir tvær verslanir á hæðinni, en það rými er í eigu Snorra Snorrasonar út- gerðarmanns. Fyrirtækin eru myndbandaleig- an Asvídeó hf., sem Sigurður Jónsson rekur, blómaverslunin Ilex, sem María Snorradóttir rek- ur, fataverslunin Kotra, sem Frey- gerður Snorradóttir rekur og Þem- an, fatahreinsun í eigu Jóhanns Tryggvasonar. Á neðri hæð húss- ins er hreinlætisvöruverksmiðjan Hreinn hf„ sem nýlega var keypt til Dalvíkur, og Eimskip er þar einnig með aðstöðu og einnig af- greiðslu fyrir Dreka hf. Þessi nýja verslunarmiðstöð hefur fengið nafnið Klemman, en fyrir alllöngu rak Kristinn Jóns- son, verslun og bensínsölu við Skíðabraut á Dalvík sem bar það nafn. Nafngiftin þá var vegna þess hve þröngt var um þá verslun í ná- býli við verslunina Pat í sama húsi og bókabúð norðan við. Sigurður Jónsson, eigandi Ásvídeós hf„ segir þessa nafngift vel við hæfí í dag, verslanimar séu í klemmu, bæði með þann tíma sem þeim gafst til að ljúka flutningi á starf- seminni í húsið fyrir opnunina og eins séu þær í fjárhagslegri klemmu. GG Gjafirnar afhcntar: Sigríður Böðvarsdóttir, sundlaugarvörður, Birna Sigurbjörnsdóttir, slysavarnadeildinni, Jane Annesius og Elín B. Hartmannsdóttir, heilsugæsluhjúkrunarfræðingar, Friðfinnur Hermannsson, framkvæmda- stjóri Sjúkrahússins, og Hrönn Káradóttir, formaður Slysavarnadeildar kvenna á Húsavík. Mynd IM Húsavík: ^ Þormóðsstaðir í Sölvadal: Abúendur fluttir til Akureyrar Egill Þórólfsson, bóndi á Þor- móðsstöðum í Sölvadal, hefur brugðið búi og er, ásamt fjöl- skyldu sinni, fluttur til Akur- eyrar. „Við erum að svipast um eftir vinnu í bænum,“ sagði Egill í samtali við Dag. Sem kunnugt er féll mikil skriða í námunda við Þormóðs- staði síðastliðið vor og. féll yftr ræktað land og heimarafstöð. Samveiturafmagn er ekki á bænum og segir Egill rafmagns- leysið vera höfuðástæðu þess að hann og ijölskylda hans bregða búi og flytjast í bæinn. „Enda þótt við fengjum raf- magn finnst mér hæpið að við hæfum búskap aftur. Það er erf- itt að byrja aftur á núllpunkti. Á Þormóðsstöðum eru aðeins nokkrir kálfar enn eftir sem ég ætla að losa mig við. Kýrnar seldi ég, ýmist til annarra bænda eða til slátrunar. Kvótinn mun hins vegar fylgja jörðinni áfram, sem er í eigu Valgarðs og Þormóðs Snæbjömssona," sagði Egill Þórólfsson. -sbs. Vorn fyrir born - Slysavarnadeild kvenna afhendir gjafir Starfsfólk frá Heilsugæslustöð- inni á Húsavík og Sundlaug Húsavíkur tók við gjöfum sem afhentar voru af stjórnarkonum í Slysavarnadeild kvenna á Húsavík sl. fimmtudag. Heilsugæslustöðin hlaut veg- legt veggspjald þar sem kynntur er öryggisbúnaður fyrir heimili þar sem yngsta fólkið getur orðið fyrir slysum af ýmsum toga. Elín B. Hartmannsdóttir þakkaði gjöfina og taldi hana koma að góðum not- um því þarna mætti sjá ýmisleg öryggisatriði, sem heilsugæslu- hjúkrunarfræðingar væru að benda Ekki beinar tekjur af legu Mecklemburgertogaranna: Fyrst og fremst litið á þetta sem atvinnuskapandi - segir Guömundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri Nú eru þrír af fjórum togurum þýska útgerðarfyrirtækisins Mecklemburger Hochseefiscerei, sem verða á Akureyri í vetur, komnir til bæjarins og þegar bú- ið að semja um viðgerðir og við- hald á einum þeirra hjá Slipp- stöðinni-Odda hf. Tveir af tog- urunum munu væntanlega liggja við Torfunefsbryggju og tveir við Slippkantinn. Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri á Akureyri, segir ekki við því að búast að tekjur bæjarins af hafnargjöldum verði miklar þegar upp er staðið, þar sem leggja þurf'ti í umtalsverðan kostn- að við Torfunefsbryggju, vegna landtenginga, til þess að togararnir gætu legið þar. Sá kostnaður er vel á aðra milljón og er búið að semja við rafverktaka sem vinna mun verkið.' „Mér sýnist að nettó útkoman hjá okkur verði í kringum núllið. Mér finnst aðal málið vera að fá togarana í bæinn, að við sköðumst ekki á því og að þeir skapi vinnu. Það var það sjónarmið sem réði hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist gera sér ljóst að ekki verði allir ánægðir með að hafa togarana við Torfunefsbryggjuna, svo að segja í miðbænum. Menn verði í því sambandi að hafa í huga að verið sé að efla atvinnu- lífið í bænum, sem ekki sé van- þörf á, og líta þannig á málið með jákvæðu hugarfari. HA Húsavík: Tæknifélag mjólkuriðnaöarins með ráðstefnu Tæknifélag mjólkuriðnaðarins heldur árlega ráðstefnu sína á Húsavík. Ráðstefnan var sett í gær og henni lýkur síðdegis í dag en síðan verður haldin kvöldskemmtun. Um 30-40 manns sitja ráðstefn- una og þar flytja bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar erindi, m.a. verður fjallað um vistvænan foreldrum á. Sigríður Böðvars- dóttir tók síðan við sex sundjökk- um ætluðum bömum 3-9 ára til nota í sundlauginni. Sundjakki þessi þykir gott hjálpartæki sem auki öryggi og ánægju bama við sundiðkun, en kemur þó ekki í stað björgunarvestis og skal ein- vörðungu notaður undir eftirliti fullorðinna. Hrönn Káradóttir, formaður Slysavamadeildar kvenna á Húsa- vík, sagði að unnið hefði verið að verkefninu „Vöm fyrir börn“ í samvinnu við Húsavíkurbæ, stofn- anir, fyrirtæki og félagasamtök í bænum. Húsavíkurbær hefði lagt fram fjárupphæð sem varið hefði verið til að kaupa þann öryggis- búnað sem afhentur var til nota í sundlauginni og til að kynna á heilsugæslustöðinni. Sagðist Hrönn vona að búnaðurinn kæmi að góðum notum. Slysavamadeildin hefur hug á að kaupa fleiri björgunarvesti fyrir börn til að nota við höfnina á Húsavík en þar eru nokkur slík vésti tiltæk, og einnig að kaupa hjálma til notkunar í skíðabrekk- um við bæinn. Félagar úr slysavamadeildinni ásamt félögum úr öðram félögum sem unnið hafa að verkefninu Vörn fyrir börn, hafa tekið út að- stæður við höfnina og fleiri staði í bænum, þar sem ætla má að börn- um geti verið hætta búin. í fram- haldi af vettvangsskoðun hafa ver- ið lagðar fram ábendingar um úr- bætur um hvað betur megi fara. IM Hraðsveítakeppní Brídgeféíags Akureyrar VII^INGhf verður spiluð næstu fjögur þriðjudagskvöld (21. nóv.-11. des.) í Hamri. Spilamennska hefst kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 20.00 mánud. 20.11. til Páls, hs. 462 1695 eða Antons, hs. 462 3154. ALLT SPILAFÓLK VELKOMIÐ. Stjórn BA. landbúnað. Það eru stjórnendur og milli- stjórnendur í mjólkuriðnaðinum sem eru aðilar að Tæknifélagi mjólkuriðnaðarins, en það er ekki fagfélag. Síðast fundaði félagið á Húsavík 1977. „Ég vona að þetta verið skemmtileg og fróðleg námstefna," sagði Hlífar Karlsson, samlagsstjóri hjá MSKÞ, í samtali við Dag. IM Viljum leigja stóðhestagirðingar Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga vill taka á leigu góð beitarhólf fyrir stóðhestagirð- ingar á sambandssvæðinu. Þau þurfa að vera mjög vel girt, helst með raf- girðingu, skjólgóð, grasgefin og með góðu að- haldi. Upplýsingar gefa Guðm. Birkir í síma 464 2095 (v) eða 464 2075 (h) og Hólmgeir í síma 462 1344 (v) eða 462 4988 (h).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.