Dagur - 18.11.1995, Page 5
Laugardagur 18. nóvember 1995 - DAGUR - 5
Annað kvöld klukkan
níu mun Jassklúbbur
Akureyrar, í samvinnu
við Hótel KEA, efna til
mikillar jassveislu á
hótelinu. Þessir tónleik-
ar eru í tengslum við
heimsókn hins víð-
kunna jassgítarleikara,
Paul Weeden, en hann
hefur komið reglulega
til landsins á síðustu
fjórtán árum til að
kenna jass og er mikill
Islandsvinur. Auk Paul
Weedens koma fram á
tónleikunum nemendur
úr Tónlistarskólanum á
Akureyri og Hafra-
lækjarskóla, sem hafa
verið á námskeiði hjá
honum í vikunni og
einnig spilar og syngur
einvalalið jassara bæði
frá Reykjavík og Akur-
eyri. I samtali við Dag
segir Paul lesendum
hvers vegna hann kem-
ur til Islands á hverju
ári og ræðir um tónlist-
ina sem stendur hjarta
hans næst; jassinn.
Jas§íim hofur alltaf
vorið hluti af lífí mínu
*
- segir Paul Weeden, Islandsvinur og jassari
Paul er uppalinn í Bandaríkjunum
og stundaði m.a. nám í gítarleik
við New York tónlistarakademí-
una og tók háskólapróf í tónsmíð-
um frá tónlistarháskólanum í
Chicago. Næstu tíu árin spilaði
hann vítt og breitt um Bandaríkin
en hefur verið búsettur í Evrópu
frá árinu 1966 þar af í Noregi síð-
ustu tvo áratugina. Hann hefur
spilað með ýmsum þekktum jass-
leikurum og hefur einnig verið ið-
inn við að kenna í skólum og á
námskeiðum og ferðast víða sem
leiðbeinandi. Hann kom fyrst til
íslands árið 1982 í boði Tónlistar-
skólans á Akureyri og hefur sótt
Island reglulega heim síðan þá.
„Tildrög þess að ég byrjaði að
koma hingað til íslands voru með
þeim hætti að Jón Hlöðver As-
kelsson, þáverandi skólastjóri
Tónlistarskólans á Akureyri, sá
mig eitt sinn spila í jassklúbbi í
Noregi þar sem ég bý. Honum
þótti mikið til koma um hvernig
ég spilaði og stjórnaði hinum
hljóðfæraleikurunum og spurði
hvort ég gæti gert það sama á Is-
landi. Eg sagði að það yrði lítið
mál enda hafði mig alltaf langað
til að fara til íslands. Þetta var fyr-
ir fjórtán árum og síðan hef ég
komið á hverju ári utan einu sinni
þegar ég átti ekki heimangengt,"
segir Paul um ferðir sínar til Is-
lands.
Börnin fljót að læra
Paul hefur kennt jass í mörgum
löndum, bæði í Evrópu og Amer-
íku, en segir að ísland eigi einhver
ítök í sér. Hann og Jón Hlöðver
hafi komið ákveðnu starfi af stað
sem honum þykir vert að hlúa að.
„Þetta er eins og barnið mitt,“ seg-
ir hann. Hugmynd Jóns Hlöðvers
var að ná til ungs fólks með því að
fara í skólana og kveikja áhuga
þeirra á jasstónlist og aðal verk-
efni Pauls er að ferðast milli skóla
og kenna. Oftast er hann 4-6 daga
í hverjum skóla og hverju nám-
skeiði lýkur með tónleikum. „Ég
vil að bömin finni hvemig það er
að standa augliti til auglitis við
áhorfendur og fái reynslu í að
spila fyrir fólk. Jassinn er gleði-
tónlist og börnin em fljót að ná
tökum á honum þó þetta sé langt
frá því að vera auðveld tónlist. A
nokkrum dögum ná flest að læra
a.m.k. tvö lög, sem er heilmikið á
svona stuttum tíma. En auðvitað
verður að muna að þetta eru börn
og haga kennslunni í samræmi við
það; ekki kenna eins og um full-
orðna væri að ræða.“
Paul segist hafa spilað jass eins
lengi og hann muni eftir sér. „Ég
ólst upp við jass. Frændi minn
spilaði jass og frænka mín og
amma voru mjög hrifnar af jassi
þannig að þegar ég heimsótti
þessa ættingja mína sem barn
heyrði ég alltaf jass. Á þessum ár-
um voru aðallega tvær tegundir
tónlistar í Bandaríkjunum, jass og
gospel tónlist. Poppið, sem er vin-
sælt í dag, þekktist varla þá. En
jassinn hefur alltaf verið hluti af
lífi mínu.“
Ekki nóg að
„heyra“jass
- Er munur á jasstónlist í Banda-
rrkjunum og Evrópu?
„Já, það er mikill munur. Jass-
inn er eina tónlistin sem á rætur
Paul Weeden verður í farar-
broddi tónlistarmanna á
jasstónleikum á Hótel KEA
á Akureyri annað kvöld.
Hann hefur heimsótt Island
reglulega síðustu fjórtán árin
til að kenna og spila jass og
segir að landið eigi sérstök
ítök í sér. Mynd: AI
sínar að rekja til Bandaríkjanna.
Öll önnur tónlist er upprunnin í
Evrópu eða annars staðar frá en
jassinn byrjaði hjá okkur. Ég get
helst líkt þessu við að ef ég ætti að
spila íslenska þjóðlagatónlist gæti
ég aldrei spilað hana jafnvel og ís-
lendingur þó ég hefði nægjanlega
tónlistarkunnáttu, einfaldlega
vegna þess að ég þekki ekki sög-
una á bak við tónlistina því ég var
ekki alin upp við hana. Á sama
hátt er erfitt fyrir Evrópubúa að
spila jass með sömu innlifun og
Ámeríkanar. Þess vegna fara
margir evrópskir jasstónlistar-
menn til Bandaríkjanna þar sem
þeir eru í nálægð við tónlistina og
heyra hana ekki aðeins heldur
upplifa hana líka.“
Paul segist reyna að spila sem
fjölbreyttastan jass og sé ekki
bundinn við neina ákveðna teg-
und. „Ég reyni að spila það sem
beðið er um.“ Hann segir misjafnt
milli landa hvort jassinn sé á upp-
leið eða að dala í vinsældum. Því
miður virðist hann þó heldur á
undanhaldi í Evrópu og telur hann
þar fyrst og fremst atvinnuleysi og
peningaleysi um að kenna. Hins
vegar skilji Evrópubúar jass mjög
vel því þeir þurfi að hafa fyrir því
að læra hann. Þeir kaupi bækur,
hlusti á plötur og afli sér upplýs-
inga. „í Bandaríkjunum er jassinn
tekinn sem sjálfsagður hlutur.
Hann er hluti af daglegu lífi og er
tónlist sem fólk heyrir en pælir
kannski ekki mikið í.“
Jassinn þarf að
fátækifæri
Paul segir ferðir sínar til Islands
til marks um að íslendingar séu
áhugasamir um jass því það sé að-
eins vegna stuðnings margra aðila
sem hann sé fær um að koma til
landsins á hverju ári. Hins vegar
þykir honum miður hve lítið er
um jass á skemmtistöðum og
finnst fáir tilbúnir að gefa tónlist-
inni tækifæri. „Þeir sem reka
skemmtistaði vilja hafa tónlist
sem þeir geta grætt á og segja að
það sé ekki hægt með jassi. En
ástæðan fyrir að staður sem býður
upp á jasstónlist græðir ekki er
vegna þess að enginn er tilbúinn
að gefa tónlistinni tækifæri. Það
tekur 1-2 ár að byggja upp þannig
stað og sá sem er ekki tilbúinn að
mæta tapi fyrstu 1-2 árin á yfir-
höfuð ekkert erindi út í rekstur,“
segir hann og nefnir sem dæmi
aðila í Reykjavík sem hafi nýlega
innréttað stað sem jassklúbb en
gefist upp á rekstrinum. „Hann
eyddi miklum peningum í innrétt-
ingar en þegar staðurinn var ekki
farinn að ganga eftir mánuð hætti
hann. Nú held ég að sé búið að
opna þarna pizzustað eða eitthvað
álíka,“ segir Paul, ofurlítið
hneykslaður.
Hvað sem áhuga skemmtistað-
anna líður fer ekkert milli mála að
börnunum finnst jassinn skemmti-
legur og þau eru ástæðan fyrir að
Paul kemur aftur og aftur til ís-
lands. „Sum börnin koma til mín
og lofa að á næsta ári ætli þau að
verða orðin betri og þori kannski
að spila sóló. Þegar ég kveð segj-
ast allir sjá mig aftur á næsta ári
og ég enda alltaf með að koma
aftur. Ég veit að það kostar mikið
að fá mig hingað og ég er mjög
þakklátur þeim sem gera þessar
heimsóknir mínar mögulegar." AI