Dagur - 18.11.1995, Síða 9
Laugardagur 18. nóvember 1995 - DAGUR - 9
Hjúkrunarnemar úr HA í verknámi í Svíþjóð:
Kynntust fólkí frá öllum heimshornum
Þorgeröur Hauksdóttir (t.v.) og Lovísa A. Jónsdóttir eru nemar í hjúkrun við Háskólann á Akureyri. Þær eru fyrstu
nemarnir í heilbrigðisdeild sem hafa nýtt sér þann möguleika að taka hluta verknámsins erlendis en í haust voru
þær fjórar vikur í Borás í Svíþjóð. Mynd: BG
Heilbrigðisdeild Háskólans á Ak-
ureyri hóf á síðasta ári samstarf við
sjö skóla á Norðurlöndunum og
snýst samstarfið um nemenda-
skipti, kennaraskipti og sameigin-
legt námskeiðahald. Nokkrir nemar
hafa þegar komið til íslands í verk-
nám og í haust fóru fyrstu hjúkrun-
arnemarnir frá Akureyri utan. Lov-
ísa A. Jónsdóttir og Þorgerður
Hauksdóttir eru báðar á lokaári í
hjúkrunarnámi og þær dvöldu f
fjórar vikur í Borás í Svíþjóð og
verða þessar vikur metnar sem
hluti af verklegu námi. Þær stöllur
láta vel af dvöl sinni í Svíþjóð og í
spjalli við Dag segja þær þessa
reynslu góða viðbót við námið.
Vinkonurnar fóru til Svíþjóðar
30. september og komu tilbaka 28.
október. Þær voru þrjár vikur á
heilsugæslustöð og eina viku á
slysadeild á sjúkrahúsinu í Borás.
„Við ákváðum að fara til Svíþjóð-
ar því við treystum á að við kynn-
um eitthvað í tungumálinu og eins
var mælt með þessum stað við
okkur. Reyndar voru fjórar vikur
heldur stuttur tími því við vorum
rétt famar að geta talað og unnið
sjálfstætt þegar við vorum að
fara,“ segja þær.
Lovísa og Þorgerður fengu styrk
sem náði að dekka kostnaðinn
vegna ferðarinnar að mestu leyti.
Hvor um sig fékk 5000 danskar
krónur fyrir flugfari og 400 danskar
krónur í vasapening á viku.
Tungumálið vandamál
Báðar segja ferðina hafa verið
mjög spennandi. „Við hittum fullt
af nýju fólki og kynntumst nýjum
hlutum,“ segir Lovísa. „Fyrsta
vikan var samt rosalega erfið,“
skýtur Þorgerður inn í og Lovísa
tekur undir það. „Við bjuggum á
stúdentagörðum en vomm á sitt-
hvomm vöktum á slysadeildinni
og höfðum því ekki stuðning hvor
af annarri fyrstu vikuna. Aðal
vandamálið var tungumálið. Við
héldum að við kynnum eitthvað í
skandinavísku en það var algjör
misskilningur. Við gátum þó
bjargað okkur á ensku og smátt og
smátt varð sænskan auðveldari.
Eftir um viku vomm við famar að
skilja ágætlega.“
Ymislegt spaugilegt kom upp á
vegna tungumálaörðugleika og
Lovísa rifjar upp mikla hrakninga
við að leita að IKEA búð. „Eg
spurði krakkana á stúdentagörðun-
um hvort ekki væri IKEA búð í
bænum og þau vísuðu mér á aðal-
götu bæjarins. Ég fór í bæinn en
fann ekki neitt og hélt ég hefði
tekið vitlaust eftir. Ég spurði aftur,
fékk aftur sömu leiðbeiningar en
Skátar selja
jólapappír
I næstu viku munu skátar ganga í
hús á Akureyri og bjóða til sölu
hina árlegu jólapakka sína. í
hverjum pakka em þrjár rúllur af
jólapappír, límbandsrúlla, 10
merkimiðar og gjafaborði. Hver
pakki köstar 900 krónur og er sal-
an til styrktar skátastarfi á Akur-
eyri.
Skátamir hafa í nokkur ár
gengið í hús fyrir jólin og selt
jólapappír og hafa bæjarbúar
ávallt tekið vel á móti þeim.
Skátafélagið Klakkur er þakklátt
þessum hlýju móttökum og vonast
til að skátunum verði einnig vel
tekið að þessu sinni.
Gengið verður í hús þrjú kvöld
í næstu viku. Á mánudagskvöld
verða skátar í Glerárhverfi, á Efri
brekku á þriðjudagskvöld en
Neðri brekkan, Innbærinn og Eyr-
in verða tekin fyrir á miðviku-
dagskvöld. AI
fann ekkert. Þá spurðum við
tengiliðinn hennar Þorgerðar sem
var sænsk og til að hún skildi okk-
ur skrifaði ég „IKEA“ á blað. Hún
sagði okkur að engin IKEA búð
væri í Borás og við þyrftum að
fara til Gautaborgar til að ftnna
þannig verslun. Þegar ég sagði
krökkunum frá þessu kom upp úr
kafinu að þau höfðu misskilið
mig. Við aðalgötuna var einhver
matarbúð sem hét íka en þeir báru
það fram eins og IKEA.“
Verkhæfðari hjúkrun
- Var sjúkrahúsið í Borás frá-
bmgðið sjúkrahúsinu á Akureyri?
„Sjúkrahúsið var rosalega flott
og góð aðstaða fyrir starfsfólk og
sjúklinga,“ segir Þorgerður. Lov-
ísa segir að hjúkrunin sjálf hafi
verið mjög verkhæfð og falið í sér
minni umönnun en þær eigi að
venjast hér heima og taldi Þor-
gerður aðalskýringuna vera að
yfirmenn hjúkmnar í Svíþjóð séu
læknar en ekki hjúkrunatfræðing-
ar eins og hér á landi.
Heilsugæslustöðin, sem Lovísa
og Þorgerður voru á í þrjár vikur,
var staðsett í hverfi þar sem meiri-
hluti íbúanna, eða um 70%, vom
innflytjendur. Þar kynntust þær
fólki frá ótal löndum. „Við hittum
t.d. fólk frá íran, írak, Eritreu,
Kína, Líbanon, Sri Lanka og Fil-
ippseyjum og mörgum fleimm.
Þetta er eitthvað sem maður sér
ekki hér og ýmsir siðir og venjur
hjá þessu fólki komu okkur á
óvartsegja þær.
Þorgerður segir að margir inn-
flytjendanna séu lengi að tileinka
sér sænska menningu og sumir
sem hafi búið í landinu í 1-2 ár
hafi kunnað minna í sænsku en
þær. „Það má segja að þetta sé
vandamál sem Svíar hafi skapað
sér sjálfir því allir em settir á
sama stað. Irönsku konumar tala
t.d. aðallega við hvora aðra á sínu
tungumáli og kunna því ekkert í
sænsku. Þegar þær komu á heilsu-
gæslustöðina þurftu þær alltaf að
koma með túlk.“
Lovísa segir annað vandamál að
oft sé erfitt að fá fólk sem tilheyrir
annarri menningu til að skilja ým-
islegt sem sé nauðsynlegt að gera
og nefnir sem dæmi AD dropa sem
þarf að gefa litlum börnum á Norð-
urslóðum. „Það gat tekið margar
heimsóknir að fá konumar til að
skilja að þær yrðu að gefa bömun-
um sínum þessa AD dropa.“
Þorgerður segir að það hafi
einnig komið sér á óvart hve marg-
ir mættu illa og Lovísa tekur undir
það. „Ef einhver átti að mæta
klukkan eitt kom hann kannski
korter yfir eitt eða bara alls ekki
neitt. Svo þegar var hringt kom
viðkomandi af fjöllum og var bú-
inn að steingleyma tímanum. Þetta
fólk lifði eftir allt öðru lífsmynstri
en við,“ segja þær.
Vanþekking á íslandi
Lovísa og Þorgerður eru mjög
ánægðar með dvölina í Svíþjóð og
segja að vel hafi verið tekið á móti
þeim. „Allir voru tilbúnir að að-
stoða okkur og fólk vildi fræðast
sem mest urn Island og íslensku
þjóðina. Það kom okkur á óvart
hve Svíar vissi lítið um ísland.
Flestir sem ég hitti héldu að Island
væri einhvers staðar við Svalbarða
og að hér væri snjór allt árið og ís-
birnir. Við vorum meira að segja
spurðar hvort hér væru bfiar og
eins hvað við gerðum á jólunum,
hvort hér væri hægt að fá jólatré.
Og þetta var í Svíþjóð! Þeir halda
lflca að héma séu heitar uppsprett-
ur í öðru hvoru skrefi og við séum
síbaðandi okkur í þeim allan dag-
inn. Þó fólk vissi ekkert hvar Is-
land var vissu allir urn heitu hver-
ina. Ég var mjög hissa hvað þeir
höfðu skekkta mynd af Islandi,“
segir Lovísa.
- Mælið þið með að hjúkrunar-
nemar fari í svona ferð?
„Já,“ svara báðar samhljóma og
Lovísa bætir við: „Maður lærir að
standa á eigin fótum og treysta á
sjálfan sig. Það hjálpar líka mikið
að þurfa ekki að kosta ferðina
sjálfur og þetta er reynsla sem
gleymist ekki. Það var t.d. mjög
lærdómsríkt að fá að kynnast inn-
flytjendavandamálinu sem við
höfum ekki hér en gætum kannski
þurft að takast á við einhvem tím-
ann.“ AI
5TRAUMRÁS h.f
1985-1995
Loftslöngur
og hraðtengi
STRAUMRÁ5 hf
Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími 461 2288
Þjónusta við sjávarútveg, landbúnað og iðnað.
Ny ísöld er hcifin
Kynnum nýjungar sem gefa ótal möguleika í
ís og ísréttum.
Nýi jólosveinoísinn einnig ó kynningarverði.
Vínor-tertur og -koffibrouð í brouðborði.
€in nýjungin enn:
Svífondi jólo- og jólosveinoblöðrur.
í gróðurhðsi
Fullt hús cif fyrsta floKKs jólQstjörnum.
Þaer alfallegustu.
Velkomin I Vín
cillci dogci