Dagur - 01.02.1996, Page 3

Dagur - 01.02.1996, Page 3
FRETTIR Fimmtudagur 1. febrúar 1996 - DAGUR - 3 Oddviti Ljósavatnshrepps um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna: Hefði verið skynsam- legast að gera tilraun Helga Erlingsdóttir, oddviti Ljósavatnshrepps, segir það sitt mat, í nýjasta tölublaði Nýrra menntamála, sem Hið íslenska kennarafélag og Kennarasam- band íslands gefa út, að skyn- samlegast hefði verið að gera til- raun með flutning grunnskólans í nokkrum sveitarfélögum til að sjá hvernig það gengi og í fram- haldi af því að taka upp um- ræðu um hvort yfirfærsla á rekstri grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga yrði til bóta. Helga segir í viðtalinu í Nýjum menntamálum að vel geti verið rétt að sveitarfélög hafi betri tök á því að hagræða í rekstri grunn- skólans, þó sé ekki víst að alls- staðar sé svigrúm til þess. Hún segir að Ljósavatnshreppur þurfi að skoða þessi mál, en hann standi að rekstri tveggja grunnskóla og því fylgi nokkurt óhagræði. Helga Erlingsdóttir. Spumingunni urn hvort sam- eina þurfi sveitarfélög til að tryggja betur rekstur grunnskóla á landsbyggðinni, svarar Helga á þann veg að allt virðist benda til þess að sameina þurfi sveitarfélög til þess að þau verði færari um að sinna verkefnum sem þeim beri og sé þá ekki einungis horft til grunn- skólans. Hins vegar segir Helga að viss hætta sé á því að með sam- einingu verði grunnskólum fækk- að og svo fylgi í kjölfarið að byggð leggist af þar sem skólaganga verði erfiðust eða á jaðarsvæðum hins nýja sveitarfé- lags. Helga segist óttast það mest þegar grunnskólinn verði færður til sveitarfélaganna að ekki fáist nægilegt fjármagn til að reka góð- an grunnskóla þar sem hægt sé að uppfylla öll grunnskólalögin og greiða kennurum verðug laun. Hins vegar segist Helga binda vonir við að sveitarstjómir leggi í það metnað sinn að efla og bæta grunnskólann eftir bestu getu. óþh Tryggingastofnun: Segir flesta elli- lífeyrisþega borga áfram lægri gjöld Samkvæmt tilkynningu frá Tryggingastofnun munu ellilíf- eyrisþegar yngri en 70 ára, sem hafa almennar tekjur undir rúmum 820 þúsund krónum, svo og ellilífeyrisþegar sem áður nutu örorkulífeyris, áfram greiða lægra gjald fyrir læknis- þjónustu og heilsugæslu eftir 1. febrúar. Tryggingastofnun segir að und- anþágur í nýrri reglugerð heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins tryggi stórum hópi elli- lífeyrisþega áfram læknisþjónustu og heilsugæslu á lægra verði. Með reglugerðinni, sem taki gildi í dag, 1. febrúar, hækki aldursmörk í 70 ár til að eiga rétt á þessari þjón- ustu gegn lægra gjaldi, en veittar voru undanþágur frá þeirri reglu. Tryggingastofnun tekur fram að ellilífeyrisþegar sem nutu ör- orkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar sem fái greiddan fullan grunnlífeyri, eigi áfram rétt á læknisþjónustu og heilsugæslu gegn lægra gjaldi. Þessir hópar njóti sama réttar og áður til afsláttarkorta, þannig að hámarksgreiðsla fyrir hvern ein- stakling gegn fullu gjaldi sé áfram 3 þúsund krónur. Hins vegar tekur Trygginga- stofnun fram í tilkynningu sinni í gær að þeir ellilífeyrisþegar yngri en 70 ára, sem ekki voru öryrkjar og hafi atvinnu-, leigu-, eða fjár- magnstekjur umfram 68.519 krón- ur á mánuði, eða 822.227 krónur á ári, greiði hins vegar fullt gjald fyrir læknisþjónustu og heilsu- gæslu frá og með deginum í dag. óþh Nefnd á vegum heilbrigðisráöherra skilaði tillögum sínum í gær: Aðstoð við þá sem vilja hætta að reykja Nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári til þess að kanna möguleika á skipulögðum aðgerðum til þess að hjálpa fólki að hætta að reykja, hefur lokið störfum og fékk ráðherra tillög- ur hennar í hendur í gær. Tillögurnar eru tvíþættar. Ann- ars vegar er lagt til að hafin verði skipuleg fimm daga meðferð fyrir fólk sem á erfiðleikum með að hætta að reykja og er við það mið- að að hún verði á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. Gert er ráð fyrir að meðferðin hefjist í maf nk. Til að byrja með er gert ráð fyrir að NLFÍ taki við allt að 10 hópum á ári til að byrja með. Út frá því er gengið að þátttakendur j meðferð Heilsustofnunar NLFÍ munu greiða sjálfir á bilinu 6-10 þús. krónur. I annan stað leggur nefndin áherslu á að komið verði á fót tveggja daga leiðbeinendanám- skeiðum fyrir starfsmenn heilsu- gæslu, sjúkrahúsa og meðferðar- stofnana á sviði ávana- og fíkni- efna, svo og frjálsra félagasam- taka. Þar verði þátttakendum gef- inn kostur á að kynnast undir- stöðuatriðum tóbaksvarna og meðferðar gegn reykingum. Fyrsta námskeiðið er áformað dagana 27. og 28. apríl. Tekið er fram að framkvæmd þessara leið- beinendanámskeiða sé háð því að það gjald sem lagt er á brúttósölu tóbaks hækki úr 0,2% í 0,4% skv. frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á lögunt urn tóbaks- vamir. í þeirri nefnd sem lagt hefur fram þessar tillögur sátu Ingimar Einarsson, félagsfræðingur, for- ntaður, Þorsteinn Blöndal, yfir- læknir, Helgi Guðbergsson, yfir- læknir, Sigríður Lister, hjúkrunar- fræðingur, Ingileif Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Þórarinn Gíslason, sérfræðingur í lungna- lækningunt, og Ernrna R. Marin- ósdóttir, deildarstjóri. óþh daga útsala hefst í dag Dömudeild Herradeild Barnadeild Sportvörudeild

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.