Dagur - 01.02.1996, Blaðsíða 9
LESEN DAHORNIÐ
Fimmtudagur 1. febrúar 1996 - DAGUR - 9
Hver er þessi kona?
Bréfritari veltir því fyrir sér hver komi „gamla manninum“ í KA-Iiðinu, Al-
freð Gíslasyni, í gang fyrir hvern leik og tjasli honum síðan saman eftir leiki.
sjálfsagt að þið upplýsið okkur aumingjarnir getum líka notið
hver þessi kona er svo við hinir þessara hæfileika konunnar."
Saknar íslands og vill
eignast íslenska pennavini
Gunnar skrifar:
„Eins og allir vita sem fylgjast
eitthvað með handbolta, þá er
KA-liðið á ótrúlegri siglingu og
alltaf heldur hann áfram gamli
maðurinn, Alfreð Gíslason. Og þá
er það málið hvaða kona það er
sem kemur honum alltaf í gang
fyrir leiki og tjaslar lionum aftur
saman eftir leiki? Eftir ábyggileg-
um heimildum tekur hún mark-
vörðinn líka alltaf í gegn rétt fyrir
leiki. í hálfleik á Selfossi á dögun-
um var KA-liðið lesið upp og sagt
að aðstoðarmenn væru Ami Stef-
ánsson og Ingibjörg Ragnarsdótt-
ir. Þetta er í fyrsta skipti sem ég
hef vitað til þess að kvenmaður
væri á skýrslu í karlaflokki hjá
KA þó að ég hafi fylgst með í ótal
ár.
En hver er þessi kona sem virð-
ist geta gert kraftaverk á þessum
strákum aftur og aftur? Ég sá við-
tal við markvörðinn þar sem sagt
var að hann væri að koma úr
nuddi frá Ingu í KA-húsinu og
einu sinni heyrði ég hann segja að
besti skemmtistaðurinn á Akur-
eyri væri nuddstofan sem hann
færi á. Ég las haft eftir Alfreð að
hann hefði kynnst nuddurum út
um allan heim en Inga væri sú
allra besta. Og því finnst okkur
Merkið triá-
plöntumar!
Kristján Larsen hringdi og sagð-
ist oft ganga upp í Fálkafell ofan
Akureyrar. Öðru megin við slóð-
ina upp eftir væri búið að gróður-
setja trjáplöntur. „Ég veitti því eft-
irtekt um daginn þegar snjófölið
var, að menn virtust ekki vera að
hugsa um það eða ef til vill ekki
vita af því að þama væru trjá-
plöntur, því þeir keyrðu utan slóð-
ar og yfir plönturnar.
Eg vil koma þeirri ósk á fram-
færi að með skilti eða einhverju
slíku verði rækilega merkt að
þama séu trjáplöntur. Það gæti
orðið til þess að forða því að þær
verði eyðilagðar.“
Um skattsvik
Eldri kona hringdi vegna auglýs-
ingar í Degi sl. þriðjudag frá
Framkvæmdanefnd um skattsvik
þar sem segir að „Sá sem svíkur
undan skatti leggur byrðar á
aðra“. Vildi lesandinn benda á í
tengslum við þessa auglýsingu að
sá sem þiggur skattlaus laun og
önnur skattlaus fríðindi leggi
byrðar á aðra. „Þeir sem svíkja
undan skatti eru ekki allir með
breið bök. Þeir eru að reyna að
bjarga sér,“ sagði lesandinn.
Óskar efitir
pennavinum
á Islandi
Ritstjórn Dags hefur borist frá
Liechtenstein þar sem óskað er
eftir pennavini á íslandi. Bréfritari
heitir Florentine Hilty og er sautj-
án ára gamall nemandi. Hún segist
í bréfinu hafa áhuga á bóklestri,
bréfaskriftum, að kynnast fólki í
fjarlægum löndum og menningu
þess og tungumálum og ferðalög-
um. Florentine skrifar á ensku,
frönsku og þýsku.
Heimilisfang hennar er:
Florentine Hilty
ZollstraBe 58
FL-9494 Schaan
Fúrstentum Liechtenstein
Ég heiti Jon Eberhardt og er 23
ára gamall. Móðir mín var íslensk
og faðir minn er þýskættaður
Bandaríkjamaður. Ég fæddist í
Reykjavík, var um tíma á Akra-
nesi og loks í Keflavík áður en við
fluttumst til Bandaríkjanna. Ég sé
eftir því að hafa flutt frá íslandi en
á þessum árum hafði ég ekki mik-
ið um það að segja. Móðir mín
þrýsti á föður minn að flytja þang-
að þó hann væri ekki viljugur til
þess. Hann var hrifinn af Islandi
og var búinn að finna sig í þessu
umhverfi sem hefur þennan mikla
sögulega bakgrunn. Ég hef oft
heimsótt Island í gegum árin, oft-
ast yfir jólin. Árið 1991 flutti ég
til Reykjavíkur og bjó um sex
mánaða skeið hjá ömmu minni og
frænda.
Undanfarið hef ég verið hald-
inn heimþrá til Islands vegna þess
að ég sakna margs þaðan. Ég hef
ýmsar fjárhagslegar skuldbinding-
ar hér í Flórída sem halda mér hér
og þess vegna óska ég eftir að
eignast íslenska pennavini, sem
gætu fært mig nær því að vera á
Islandi.
Mín áhugamál eru aðallega
tónlist og lestur. Músíkáhuginn er
á sviði allt frá klassíkur til polka,
ég hlusta jafnvel á Unun og Utan-
garðsmenn! Fjölbreytnin er líka
mikil í lestrinum, ég les bækur um
sögu Islands, bækur um neðan-
jarðarbyggingar og jafnvel vís-
indaskáldsögur. Utanáskrift mín
er:
Jon Eberhardt
Ste. 30
6851 Hwy. So. 17-92
Fern Park, FL 32730
U.S.A.
e-mail is eeberha9@acc.net
Skúli Gauta
og Gunni Tryggva
í dúndurstuði
alla helgina
Aldurstakmark 20 ár
obb-vicinn
STRANDGÖTU 53 • SÍMI462 6020 J
Bji ■ —*■— ■ ■ - --- (H
Tilboð
31. jan.-6. feb.
Success hrísgrjón hvít 198 g kr. 79
KS súrmjólk m/jarðarb./súkk. kr. 67
KS súrmjólk m/bl. ávöxtum kr. 67
Heinz bakaðar baunir 205 g kr. 39
Rauðkál 720 g kr. 79
Hy Top nuyones 908 g kr. 98
Tnrix3ípakkakr.89
t
Appelsínur lkgkr.78
Guleplilkgkr.87
Paprika græn kr. 179 kg
Paprika rauð kr. 179 kg
Atrix krem 800 ml túba kr. 865
Atrix Hydrogel 75 ml túba kr. 196
Ultra kuldakrem 75 ml dós kr. 158
Labelloblárkr.89
Nautasnitsel kr. 698 kg
Unghænur kr. 99 kg
Fiskbúðingur kr. 495 kg
Svínalæri heil og hálf kr. 339 kg
f ' / . ’ j- . \ \ " V/ f
Samlokubrauð gróft kr. 98
Gouda 86% 1 kg kr. 584
Camenbert ostur (sterkur) kr. 158
Rjómaostur m/piparbl. 100 g kr. 69
Kotasæla800gkr.69
Nesquik 700 g + 500 g + kanna kr. 487
Sykur þýskur 1 kg kr. 54
- þegar þú verslar ódýrt
Opið: Mánudaga-f östudaga kl. 12-18.30
Laugard. kl. 10-16 • Sunnud. kl. 13-17