Dagur - 01.02.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 01.02.1996, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. febrúar 1996 - DAGUR - 11 IÞRÓTTIR FROSTI EIPSSON Hjörtur Leví Pétursson frá Sel- fossi var dæmdur í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag, fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í bikarleiknum gegn KA. Bannið tekur gildi fimmtudaginn 1. febrúar í leik gegn ÍR. Pétur Bjamason, leikmaður KA, hefur setið á varamanna- bekk KA-liðsins á mörgum leikjum liðsins í vetur og sagð- ist fyrir stuttu helst vilja ná 300 leikjunum með KA á ein- hvern annan hátt. Hann kom inná gegn Selfossi í um það bil tíu sekúndur, eftir smávægileg meiðsl Björgvins Björgvins- sonar. Valdimar Grímsson baðst af- sökunar á ummælum sínum um Julian Duranona, í Morg- unblaðinu í gær. Ummæli voru liöfð eftir honum eftir leik KA og Selfoss en í blaðinu í gær segist hann sjá eftir því að hafa látið orðin falla og segist lengi hafa verið aðdáandi Kúbu- mannsins. KA-menn reikna með að hefja forsölu á bikarúrslitaleikinn nk. mánudag. Líklega mun Handknattleiksdeild KA fá til sín 800 fullorðinsmiða og 300 bamamiða. Ekki er búist við því að uppselt verði á leikinn, sem fram fer í Laugardalshöll annan laugardag. Karfa: Úrvalsdeildin af staðeftir hlé Keppni í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefst að nýju í kvöld, eftir tíu daga hlé vegna bikarúrslitanna. Fimm leikir fara fram í deildinni og verða bæði norðanliðin í eldlínunni. Tindastóll mætir botnliðinu Val á heimavelli sínum á Sauðárkróki, en Þórsarar halda til Keflavíkur og leika gegn heimamönnum. Aðrir leikir kvöldsins eru viðureignir IR og ÍA, Hauka og Skallagríms og Breiðabliks og Grindavíkur. Allir leikimir hefjast klukkan 20. Staðan í deildinni er nú þessi: Njarðvík 24 20 4 2178:1897 40 Haukar 24 20 4 2119:1855 40 Grindavík 24 17 7 2247:1965 34 Keflavík 24 16 8 2227:1988 32 Tindastóll 24 13 11 1849:1860 26 KR 24 13 112027:2023 26 Skallagrímur 24 12 12 1882:1925 24 ÍR 24 10 14 1929:1959 20 ÍA 24 7 17 2071:2258 14 Þór 24 7 17 2007:2013 14 Breiðablik 24 6 18 1911:2229 12 Valur 24 3 211825:2300 6 Handbolti: ísland tapaði íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik mátti þola eins marks tap gegn Noregi, 25:24, í fyrsta leik Lottó-keppninnar sem hófst í gær í Noregi. Norðmenn skor- uðu sigurmarkið á lokamínút- unni en íslendingar höfðu yfir í leikhléi 12:15. Mörk íslands: Patrekur Jóhannesson 6, Bjarki Sigurðsson 5, Ólafur Stefánsson 5, Sigurður Bjarnason 4, Björgvin Björgvinsson 2, Róbert Sighvatsson 1, Davíð Ólafsson 1. Aflraunakappinn Torfi Ólafsson: Draumurinn er að geta lifað af þessu Akureyringurinn Torfi Ólafsson er um margt óvenjulegur maður og segja má að uppeldi hans hafi um margt verið öðru vísi en jafnaldra hans. Faðir hans var vegavinnustjóri, og Torfi var að eigin sögn sjö ára gamall þegar hann var settur í vegavinnu á Barðaströnd þar sem hann var í tíu sumur og á þessum árum var það mesta skemmtunin að tusk- ast á við bændur í nágrenninu. Kraftadellan hefur lengi loðað við hann, hann er fyrrum ís- landsmeistari í kraftlyftingum en hefur nú alfarið snúið sér að aflraunum og segist ætla að gefa sér þetta ár, til að sýna að hann geti náð árangri á þeim víg- stöðvum. Dagur brá sér í Vaxtarræktina til að fylgjast með æfingu hjá kappanum og forvitnast aðeins um hans hagi og þessa íþrótt, aflraun- irnar. Torfi er þrítugur, fjögurra bama faðir og segist vera á þeim aldri, þegar margir leggi fyrir sig aflraunirnar. „Þetta er fyrsta árið sem ég stunda þessa íþrótt að einhverju viti. Ég hef bara verið í hálfri vinnu síðasta hálfa árið og stefni að því að gera það út þetta ár. Upphaflega var mér boðið að taka þátt í móti og svo má segja að þetta hafi hlaðið utan á sig og ég reikna með að keppa á mörgum mótum í ár. Ég er búinn að fórna ansi miklu, en ég á góða konu sem stutt hefur mig af heilum hug,“ segir Torfi. Vinsælt sjónvarpsefni Aflraunakeppnir hafa notið mik- illa vinsælda í sjónvarpi að sögn Torfa. „I fyrravor fór ég að keppa á móti í Bretlandi, fyrir hollenska sjónvarpsstöð. í Hollandi einu mældist horfun á þáttinn 1,8 millj- ónir en hann var síðan seldur eitt- hvað víðar. Þá er talið að um 100 milljónir fylgist með keppninni „Sterkasti maður heims.“ Vin- sældirnar stafa af því held ég að þessi mót eru allt öðruvísi en fólk er vant úr íþróttum. Fólk er alltaf að sjá eitthvað nýtt og hrikalegt. Við erum til að mynda öðruvísi í vextinum heldur en flest annað fólk,“ segir Torfi, sem er 199 cm og 160 kíló. - En eru miklar tjárhæðir í boði fyrir keppendur? „Það er ekki stór markaður hér á landi, fyrir auglýsendur og styrktaraðila, þannig að ég held að íslenskir keppendur geti haft það svona þokkalegt, en ekkert meira en það. En í öðrum löndum er allt annað upp teningnum. Ég get tek- ið sem dæmi Gary Taylor, að árið 1993 þegar hann vann keppnina „sterkasti maður heims“, þénaði Fred Williams og félagar úr Þór mæta Keflvíkingum í kvöld. Blak - bikarkeppnin: KA afgreiddi Sindra á fjörutíu mínútum KA komst í undanúrslit í Bik- arkeppni karla í blaki í fyrra- kvöld með auðveldum sigri á Sindra frá Hornafirði. Leikur- inn fór fram á Höfn og sigraði KA-liðið örugglega í öllum þremur hrinunum, 2:15, 3:15 og síðustu hrinunni 7:15 eftir að KA hafði náð að skora níu fyrstu stigin. Viðureignin tók aðeins fjörutíu mínútur. IS og Stjaman áttust við í gærkvöld og þá mun Iþróttafé- lagið Hamar leika við HK í kvöld. Þróttur og HK eru einnig í undanúrslitunum. KA á því tvö lið í undanúr- slitum í blaki, en eins og sagt hefur verið frá vann kvennalið KA sér rétt til að leika í undan- úrslitunum með sigri á Völs- ungi. Erna Dögg varð fyrir valinu sem íþróttamaður Húsavíkur Erna Dögg Þorvaldsdóttir, fijáls- íþróttakona úr Völsungi, var kjör- in íþróttamaður Húsavíkur 1995 í hófi, sem haldið var í félagsað- stöðu Völsunga um síðustu helgi. Erna Dögg er íslandsmeistari í 100 og 200 m hlaupi í sínum flokki, 15-16 ára, og er framarlega í 400 m hlaupi. Hún var á síðasta ári valin til keppni á Ólympíudaga æskunnar og fór með íandsliðinu til Dan- merkur og á Álaborgarleikana. Hún á héraðsmet í sínum bestu greinum. Tvær stúlkur voru valdar „Völs- ungar ársins“. Það voru þær Guð- rún Helgadóttir, frjálsíþróttakona, og Sigurveig Gunnarsdóttir, sund- kona, en veittur var bikar sem gef- inn er af íþróttasambandinu í minn- ingu Hallmars Freys Bjamasonar, fyrrum foimanns Völsungs. Hann er veittur þeim einstaklingi á aldrin- um 14-16 ára, sem unnið hefur óeigingjarnt og gott starf að félags- málum innan Völsungs. Þær störf- uðu að fjáröflunum og aðstoðuðu við mót, svo eitthvað sé nefnt. Særún Jónsdóttir var valin Handknattleiksstúlka ársins. Særún leikur með fimmta flokki félagsins, sem varð íslandsmeistari á sl. ári, en titillinn er sá fyrsti sem Völsung- ur vinnur í yngri flokkum í hand- knattleik í mörg ár. Þá fékk Hafliði Jónsson Hvatningarbikarinn, en það er bikar sem Iþróttasamband fatl- aðra gaf bocciadeild Völsungs. Við þetta sama tækifæri var undirritaður samningur á milli Völsungs og KÞ-Miðbæjar um búninga frá Puma. Völsungur veitti einnig fyritækjum viðurkenningu fyrir góðan stuðning og kaupfé- lagsstjóranum, Þorgeiri Hlöðvers- syni, þakkað gott samstarf. Fjórar deildir innan Kaupfélagsins fengu viðurkenningar, það voru Brauð- gerðin, Miðbær, Mjólkursamsalan og Kjötiðjan. Ingólfur Freysson, formaður Völsungs, tók við lyklum að nýjum verðlaunaskáp úr hendi Aðalsteins Baldurssonar, hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur, en félagið gaf Völsungi skápa undir verðlaunagripi. Völs- ungar héldu hófið í félagsaðstöðu sinni og rétt innan við hundrað manns komu á staðinn til að fylgjast með og þiggja kaffiveiting- ar. Torfi Olafsson hefur náð ágætum árangri á aflraunamótum, m.a. varð hann þriðji á geysisterku móti í Kaupmannahöfn sl. haust. hann fimmtán milljónir á árinu, ég stórefa það hins vegar að Magnús Ver hafi þénað svo mikið, kannski ekki nema einn tíunda af þeirri upphæð." - í hvaða grein ert þú bestur? „Ég er mjög sterkur í öllum steinum og á til að mynda heims- met í að ganga með Húsafellshell- una. Hún er alþjóðleg og menn í ýmsum löndum eru komnir með steina sem líta út eins og hún. Ég gekk nteð 205 kg stein 94 metra, í grasi niður brekku og það var mjö’g erfitt." - Hvað með nteiðsl. Er ekki hætta á að maður gangi fram af sjálfum sér, með því að reyna við miklar þyngdir? „Ég veit ekki hvað er óhollt og livað ekki. Meiðsl eru fremur fátíð í þessari íþrótt, það er helst að menn hafi slitið vöðva, til að mynda upphandleggsvöðva og það hef ég reynt sjálfur. Á mótum er mjög vel fylgst með keppend- um og stundum eru fjórir læknar með og ef einhver vafaatriði koma upp eru keppendur látnir hætta, af ótta við skaðabótakröfu. Það gerð- ist 1976 að vaxtarræktarkappinn Frank Colombo fór í mál við mótshaldara og fékk einhverjar milljónir dala í bætur.“ - Hvað er á döfinni hjá þér á næstunni? „Það má segja að árið sé ná- lægt því fullbókað hjá mér. Ég á von á því að ég keppi á móti sem haldið verður á Jótlandi um næstu mánaðamót, líklega tek ég þátt í móti á Hawaí í byrjun aprfl og trú- lega verða mót hjá mér fram í des- ember.“ KA-mót í skíðagöngu Fyrsta skíðagöngumót vetrarins verður haldið í Hlíðarfjalli á laug- ardaginn. Gangan hefst klukkan 13 við efra gönguhúsið á Stórhæð og verður keppt í öllum tlokkum. Gengið verður með frjálsri aðferð. Getrauna- dagur Þórs Getraunadagur verður í Hamri, fé- lagsheimili Þórs, í dag frá klukkan 16-21. Viktor Viktorsson frá Get- raunum kemur og svarar fyrir- spumum, Greifaleikurinn er kynntur og hópnúmerum úthlutað. Kynning verður á Intemetinu og módemum. Fyrir hverjar 100 krón- ur sem þú tippar á enska boltann í leikviku tnnm, fá menn eina röð á ítalska boltanum. Þeir sem tippa í Hamri í þessari leikviku eiga einnig kost á því að fá módem, en dregið verður um tvö slík. Ef menn koma með diskettu geta þeir fengið afrit af getraunaforritinu. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.