Dagur


Dagur - 01.02.1996, Qupperneq 6

Dagur - 01.02.1996, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 1. febrúar 1996 Launþegar vilja sýna viðsemjendum hörku - segir Þorsteinn E. Arnórsson, formaður Iðju Porsteinn E. Arnórsson á skrifstofu Iðju. „Ég man að minn starfsferili hjá Sambandsverksmiðjunum hófst í miklu og harkalegu verkfa!li,“ segir hér í viðtalinu. Mynd: -sbs. Á síðasta ári tók Þorsteinn E. Arnórsson við formennsku í Iðju, sem er féiag verksmiðju- fólks á Akureyri og á Eyjafjarð- arsvæðinu. „Eg hef lengi starfað að verkalýðsmálum, en með hlé- um. Störf hér á skrifstofu Iðju hóf ég í ágúst 1994. í maí á síð- asta ári var ég kosinn formaður í félaginu og hér er í mörg horn að líta. Frá degi til dags er starf- semin á skrifstofunni mest falin í almennri þjónustu við félags- menn, en margt er framundan. Þar má nefna þing Alþýðusam- bands íslands sem verður í vor og næsta haust hefst lota vegna undirbúnings nýrra kjarasamn- inga. Þar verður meginkrafan sú að hækka lægstu launataxta, sem eru skammarlega lágir,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Dag. Þorsteinn er Svarfdælingur að uppruna, fæddur á Akureyri 1947 og hefur alla tíð búið þar. Eigin- kona hans er Júlía Bjömsdóttir og eiga þau tvö börn. Fyrir á Þor- steinn son. „Ég byrjaði störf á vinnumarkaði íjórtán ára gamall, þá í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum. Áður hafði ég starfað fyrripart sumars við að raða timbri, en það var árviss vinna unglinga á Ákureyri á með- an timbur kom laust í skipum sem hingað sigldu. Síðan tók vinna í verksmiðjum SÍS við og með hlé- um var ég þar í hartnær tuttugu ár. Var síðast á bandlager prjóna- deildar Álafoss, en um áramótin 1987 og 1988 fór ég til Víking brugg hf. og var þar fram til 1994 og vann við bruggun og síðar átöppun á kúta,“ sagði Þorsteinn, aðspurður um helstu punkta á sín- um starfsferli. Byggingavinna, vegavinna og verslunarstörf Þorsteinn kveðst hafa komið nærri fleiru, svo sem byggingavinnu, vegavinnu og verslunarstörfum hjá KEA. „Ég man að minn starfs- ferill hjá Sambandsverksmiðjun- um hófst í miklu og harkalegu verkfalli, þannig að fyrstu vikurn- ar féllu dauðar niður. Nei, ég lít ekki á þetta sem neinn fyrirboða þess að ég hóf síðar afskipi af verkalýðsmálum. Þetta er milklu frekar tilviljun,“ segir hann. Lægstu launataxtar Iðjufélaga eru í dag rösklega 50 þúsund krónur, en þeir taxtar miðast við ungt fólk sem er að koma út á vinnumarkað og fær engar launa- uppbætur. „Það eru of margir á strípuðum töxtunum, en alltaf eru einhverjir sem fá bónus sem lyftir upp laununum. En hitt er annað að þeir sem hafa laun undir 80 þús- und krónum á rnánuði krefjast meira,“ segir Þorsteinn. Hann seg- ir að krafa sinna félagsmanna sé jafnframt að viðsemjendum sé sýnd meiri harka - og slíkt verði án efa uppi á pallborðinu við gerð næstu kjarasamninga. Ekki sé nema eðlilegt að starfsfólkið fái betri laun þegar afkoma fyrirtækj- anna er að batna. Viðhorfin eru jákvæð „Mér finnist viðhof launþega gangvart verklaýðsfélögunum vera jákvætt frekar en hitt. Fólk stólar á sín félög og krefst þess að þau standi sig í stykkinu," segir Þorsteinn. Atvinnuástand meðal félags- manna Iðju segir hann vera sæmi- legt um þessar mundir. Af þeim rúmlega 500 Iðjufélögum sem eru á vinnumarkaði eru 66 án atvinnu og hefur þeim fjölgað frá áramót- um. Sú tala sé vitaskuld of há, en ástandið hafi skánað. „Talandi um þau störf sem Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna ætlar að skapa hér, þá er einn fugl í hendi betri en tveir í skógi. Eitt er að ætla að skapa störf en annað að gera það og ég bfð. Vil sjá árangur áður en ég hrópa húrra,“ bætir Þorsteinn við. Gef ekki upp bardagaaðferð Þorsteinn segir að þegar líða taki á þetta ár hefjist undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga. „Nei, ég segi ekkert hvaða aðferðir við munum nota í þeirri samninga- lotu. Það var einhverju sinni haft eftir Jakanum að í hemaði mætti bardagaaðferðina aldrei gefa upp. En ég get alveg séð fyrir mér átök þegar samningar losna um næstu áramót. Hins vegar tók launa- nefnd ASÍ að mínu mati rétta af- stöðu sl. haust; þegar ákveðið var að taka hærri desemberuppbót, en segja ekki upp samningum. Á þeim tímapunkti voru engar forsendur til uppsagnar samninga. Hins vegar hefur verðbólgan auk- ist síðan þá og almenn verðlags- þróun verið á skriði. Aðstæður og kringumstæður eru aðrar nú en þá,“ segir Þorsteinn. Formaður Iðju kveðst ekki vilja fjölyrða um þær viðræður sem nú eru í gangi um sameiningu Iðju, Einingar og Félags bygginga- manna í Eyjafirði. Hann segir að málin séu rædd í stjómum þessara félaga og af forystumönnum þeirra. Sjálfur segist Þorsteinn vera fylgjandi sameiningu. Stærri heildir séu aflmeiri og nái betri ár- angi en hinar smærri. „Þessi mál verða rædd í félögunum þegar ein- hver beinagrind að hugsanlegri sameiningu er komin, en við sam- einumst ekki í gegnum fjölmiðl- ana, þar á meðal Dag,“ segir hann. Verkafallsrétt má ekki skerða Annað mál sem er til umfjöllunar innan verkalýðshreyfingarinnar er frumvarp um breytingar á vinnu- löggjöfinni, sem félagsmálaráð- herra hefur lagt fram. Þar er meðal annars lagt til að verkafallsréttur verði þrengdur, boða skuli vinnu- stöðvanir með lengri fyrirvara og almenna atkvæðagreiðslu þurfi til. Þetta segir Þorsteinn vera aðför að verkalýðsfélögunum í Iandinu og hefti starfsfrelsi þeirra. Verkfalls- rétturinn sé helsta vopn verkalýðs- ins í vinnudeilum og afar nauð- synlegur. Segir Þorsteinn það vera sitt mat og margra annarra forystu- manna launþega að vinnulöggjöf- in, sem er frá fjórða áratug aldar- innar, þurfi engra stórra breytinga við. Hún hafi staðist tímanst tönn býsna vel, en ýmis atriði megi þó skoða. Myndir vantar! „Jú, það eru mörg mál sem eru hér á borðinu hjá mér og þarf að vinna í. Bæta þaif kjör Iðjufélaga, sem starfa hjá hinum ýsum fyrirtækj- um þó ég nefndi engin sérstak- lega. Það styrkir hvert fyrirtæki að greiða starfsmönnum sínum góð laun. Þá nefni ég einnig að Iðja verður 60 ára í mars næstkomandi og undirbúningur að útgáfu af- mælisblaðs er þegar hafinn. Við erum að afla mynda úr starfi fé- lagsins og af vinnustöðum félags- manna og vitum af mörgum slík- um myndum hér á Minjasafninu. En ég horfi einnig til þess að myndir séu til á heimilum í bæn- um og að þeim væri mikill fengur. Þeir sem slíkar myndir eiga mega gjaman hafa samband við mig,“ sagði Þorsteinn E. Arnórsson, for- maður Iðju, að lokum. -sbs. Verð miðað við staðgreiðslu er 1300* krónur fyrsta birting og hver endurtekning 400 krónur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.