Dagur - 01.02.1996, Page 7

Dagur - 01.02.1996, Page 7
Fimmtudagur 1. febrúar 1996 - DAGUR - 7 Kennsluháttum í ökunámí ábótavant Ætlunin er að fækka umferðar- slysum um tuttugu prósent fram til aldamóta. Þetta var ákveðið af yfirvöldum í kjölfar aukinna um- ferðaróhappa og ölvunaraksturs. Haukur Ivarsson, ökukennari á Akureyri, sem hefur kennt á bíl árum saman, segir rninna vera um alvarleg slys en að smærri um- ferðaróhöppum hafi fjölgað. Ölv- aðir ökumenn valda fleiri um- ferðaróhöppum en áður, en færri eru teknir ölvaðir við akstur. „Ég tel að meginorsök þessa sé að finna í rangri kennslutilhögun og ónógri löggæslu," segir Haukur. Hækkun bílprófsaldurs Haukur segir að gerðar séu of háar prófkröfur í bóklega þætti náms- ins miðað við þær kröfur sem gerðar eru til verklega hlutans. „Spurningarnar er settar fram á óaðgengilegan hátt svo það er eins og verið sé að leiða nemendur í gildru frekar en að mæla kunnátt- mikilvægum hlutum í þjálfuninni sleppt." Breyting kennsluhátta Haukur er þeirrar skoðunar að kennsluháttum ökunáms mætti breyta enn frekar. „Ég gæti séð fyrir mér að umferðarfræðslu lyki ekki við tíu ára aldur heldur héldi áfram til 16 eða 17 ára aldurs. Það ynni gegn aga- og ábyrgðarleysi ungs fólks í umferðinni. Mér finnst að kennarar og leiðbeinend- ur verði líka að leggja áherslu á tillitssemi og jákvæðni ökumanna í náminu, ekki síðyr en fræðslu um umferðarmerkin." Að mati Hauks er einnig þörf á að konta upp æfingasvæði „þar sem nemendur geta fengið útrás,“ eins og hann orðar það. „Slík framkvæmd er fjárfrek og verður vafalaust ekki að veruleika á næstunni, en æfmgasvæðið myndi skapa ungum ökumönnum tækifæri til þess að fá meiri þjálf- un og verða öruggari undir stýri.“ Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis pg sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana sbr. Reglugerð um íþróttasjóð nr. 609/1989. Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til sjóðsins 1997 en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna styrk- veitinga ársins 1997 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþróttanefnd ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöð- um ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni. Spegladans í ökutínia hjá Hauki ívarssyni. Hann segist vilja sjá meiri breidd í þjálfun nemendanna áður en þeir leggja út í umferðina. Nemendur hér á Iandi fái ekki nauðsynlega æfíngu í akstri tii að geta tekist á við ólíkar að- stæður í umferðinni. Frá menntamálaráðuneytinu. Styrkir úr íþróttasjóði Höfundur er Heiður Reynisdóttir, einn nemenda í hagnýtri fjölmiSlun viS Hó- skóla Islands. Hún er meS BA- próf í frönsku og dönsku fró sama skóla 1. flokkur Eik nature 14 mm ....... 3.070 kr. stgr. 2. flokkur Eik nature 14 mm ....... 2.890 kr. stgr. 2. flokkur Beyki nature 14 mm ....... 2.780 kr. stgr. 2. flokkur Birki rustic 14 mm ....... 2.680 kr. stgr. 2. flokkur Merbau 14 mm ....... 3.300 kr. stgr. Haukur útskýrir reglurnar fyrir nemanda sínum í ökutíma. „Ég myndi vilja sá ökunámið svipað og tíðkast í Noregi. Grunnnámið þar er mun lengra, eða 55 stundir, og við bætist skyldunám í ökuskóla og akstur í hálku og myrkri,“ segir Haukur. Myndir: BG una. Bjöminn er unninn þegar skriflega prófið er frá. Hér er fall í verklega þættinum einungis 2%, sem er það lægsta sem þekkist í Evrópu. Noregur kemur næst á eftir með 17% fall. Nemandi hér á landi fær ekki nauðsynlega æfingu í akstri til að geta tekist á við ólík- ar aðstæður í umferðinni. Þeir sem taka prófið að sumri til hafa t.d. aldrei ekið í hálku eða myrkri. Að mínu mati þyrfti að auka æfinga- tímann úr hálfu ári í eitt, og jafn- vel hækka bílprófsaldurinn í 18 ár. Nemendur gætu þá hafið nám 17 ára og þjálfunartíminn lengdist. Ég myndi vilja sá ökunámið svip- að og tíðkast í Noregi. Grunnnám- ið þar er mun lengra, eða 55 stundir, og við bætist skyldunám í ökuskóla og akstur í hálku og myrkri." Æfingakennsla „Nú geta foreldrar eða forráða- r****m3****3 menn leiðbeint nemendum eftir að byrjendaþjálfun hjá ökukennara lýkur. Nemandinn fær þannig meiri þjálfun og reynslu, sem er mjög jákvætt. Gallinn við þetta nýja fyrirkomulag er hins vegar sá, að ökukennarinn getur ekki fylgst nógu vel með þjálfun leið- beinandans. Þetta leiðir til þess að við fáum nemendur í próf, eftir að æfingakennslu hjá leiðbeinanda lýkur, sem skortir þjálfun í ákveðnum atriðum. Leiðbeinend- ur eru misjafnir og stundum er Þáttur lögreglu Haukur segir þörf vera á strangari löggæslu og meira aðhaldi gagn- vart ökumönnum. „Gott dæmi um þetta er „rúnturinn“ hér í bænum. Nánast enginn í bílunum notar ör- yggisbelti og sjaldgæft er að öku- mennimir gefi stefnuljós. Lög- reglan gerir lítið í þessu og það finnst mér mjög slæmt. Ölvun og hraðakstur er annað vandamál sem er í örum vexti. Lögreglan ræður einfaldlega ekki við öll þessi mál vegna fjárskorts, og það skýrir að einhverju leyti aukningu umferðaróhappa og ölvunar- og hraðakstur.“ Gólfefnadeild Sími 463 0324 LONSBAKKA•601 AKUREYRI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.