Dagur - 01.02.1996, Síða 16
Vel hefur gengið að vinna í hinni nýju rækjuverksmiðju Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Verksmiðjan tók á móti 850 tonnum í janúar. Gífurleg rækjuveiði var í
síðasta mánuði, líklega sú mesta í einum mánuði frá upphafi. Þessi mynd var tekin í rækjuverksmiðju Fiskiðjusamlags Húsavíkur í gær. Mynd: bg
Rækjuveiði í janúar iíklega sú mesta í einum mánuði frá upphafi:
Fiskiðjusamlagið tók á
móti 850 tonnum í janúar
Rein bauð
lægst í loka-
frágang
Fimm tilboð bárust í loka-
frágang nýbyggingar Borgar-
hólsskóla á Húsavík, en þau
voru opnuð í gær. Lægsta tilboð-
ið kom frá Trésmiðjunni Rein,
sem bauð 74,9 milljónir. Er það
97,8% af kostnaðaráætlun
Tækniþjónustunnar hf. á Húsa-
vík, sem hljóðaði upp á 76,6
milljónir.
Aðrir sem buðu voru Norður-
vík með 76,4 millljónir, Trésmiðj-
an Vík hf. 80,8 milljónir, Timbur-
tak sf. 82,4 milljónir og Helgi
Vigfússon 97,8 milljónir. Nú er
verið að yfirfara tilboðin og bjóst
Pálmi Þorsteinsson, tæknifræðing-
ur Húsavíkurbæjar, við því að nið-
urstaða lægi fyrir innan skamms.
Nýbygging Borgarhólsskóla er
tvær hæðir og kjallari. Byrjað
verður á að innrétta efri hæðina og
á hún að vera tilbúin til notkunar
þann 20. ágúst nk. Síðan verður
unnið áfram við verkið eins og
fjárveitingar leyfa. Miðað er við
að húsið verði fullbúið haustið
1998. HA
Stjórn HÓ:
Bíður
ákvörðunar
stjórnvalda
Stjórn Hraðfrystihúss Ól-
afsfjarðar hf. er að bíða
ákvörðunar stjórnvalda til
lausnar miklum vanda land-
frystingar á bolfiski, sem rek-
in er með allt að 12% halla
samkvæmt útreikningum
Samtaka fiskvinnslustöðva.
Jón Þorvaldsson, stjórnar-
formaður Hraðfrystihúss Ól-
afsfjarðar hf., segir að ekki sé
fyrirhugað að hætta tímabund-
ið vinnslunni hjá HÓ, stjómin
hafi ekki tekið ákvarðanir um
leiðir til lausnar vandanum,
þ.m.t. hvort gengisbreyting sé
æskileg leið. Hjá HÓ vinna um
70 manns og yrði lokun frysti-
hússins mikið reiðarslag fyrir
atvinnulífið í Ólafsfirði. Þessa
dagana er verið að vinna þar
blandaðan afla, in.a. ýsu, þorsk
og karfa, en frystihúsið á
einnig eitthvað af Rússafiski til
að grípa til, verði skortur af
ferskfiski til vinnslu. Auk atla
af togurum hefur fiskur verið
keyptur af fiskmörkuðunum.
GG
@ VEÐRIÐ
Léttskýjað verður víðast
hvar á Norðurlandi í dag.
Frostið verður allt að 6 stig,
kaldast í innsveitum. Búast
má við einhverjum éljagangi
fyrri hluta dagsins. Suðaust-
an strekkingur en þurrviðri
verður er nær dregur helg-
inni og frost allt að 10 stig.
Síðan má búast við norð-
austanátt og éljagangi.
Uthafsrækjuveiðar hafa
gengið geysileg vel hér við
land það sem af er þessu ári og
stefnir í það að janúaraflinn
verði mesti mánaðarafli frá upp-
hafi. Orsökin er fyrst og fremst
góð tíð svo oftast hefur geflð á
sjó en einnig mikil veiði á öllum
Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra, segist ekki
kæra sig um að blanda sér í þær
deilur sem upp séu risnar um
réttmæti þess að byggja upp
matvælaframleiðslubraut í Há-
skólanum á Akureyri á sama
tíma og Háskóli Islands hafí
námsbraut í matvælafræði.
Eins og fram kom í Degi fyrir
nokkru hefur menntamálaráðu-
neytið veitt Háskólanum á Akur-
eyri heimild til stofnunar náms-
brautar í matvælaframleiðslu og er
við það miðað að það nám hefjist
næsta haust. Ýmsum hefur þótt
anda nokkuð köldu frá Háskóla ís-
lands í garð Háskólans á Akureyri
eftir að þessi ákvörðun ráðuneyt-
isins lá fyrir og hefur stjórn Ey-
þings, samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra, samþykkt
ályktun þar sem lýst er áhyggjum
af þeim yftrgangi sem birtist í bar-
áttu Háskóla Islands gegn upp-
byggingu og þróun Háskólans á
Akureyri þvert á yfirlýsta stefnu
hefðbundnum úthafsrækjuslóð-
um fyrir Norðurlandi.
Rækjuverksmiðja Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur hf. hefur ekki tek-
ið á móti jafn miklu magni af
rækju til vinnslu í janúar og á
þessu ári, éða um 850 tonnum.
Hjá nýrri rækjuverksmiðju félags-
stjórnvalda. Stjórn Eyþings álykt-
aði að beina því til fyrirtækja á
Norðurlandi eystra að beita sér af
fullum þunga með sveitarfélögum
á svæðinu í baráttunni fyrir efl-
ingu Háskólans á Akureyri á sviði
sjávarútvegs og matvælavinnslu.
Þá skorar stjórn Eyþings á ríkis-
stjórnina að halda fast við yfir-
lýsta stefnu um uppbyggingu Há-
skólans.
„Ég ætla mér ekki að blanda
mér í þessar deilur,“ sagði Björn
Bjarnason, menntamálaráðherra, í
gær. „Við horfum á þetta og von-
um að deilurnar verði ekki til þess
að skaða það nám sem Háskóli ís-
lands býður upp á annars vegar og
Háskólinn á Akureyri hins vegar.
Námið verður að þróast eftir þeim
lögmálum sem eru á hverjum
stað,“ sagði menntamálaráðherra.
Leikskólakennaranám við HA?
Áður hefur komið fram að for-
svarsmenn Háskólans-á Akureyri
ins, sem staðsett er á hafnarsvæð-
inu, þar sem gamla saltfiskhúsið
var, er unnið við að pilla rækju í
allt að 14 tíma á dag á tveimur
vöktum og unnið var alla síðustu
helgi og verður unnið á laugar-
dögum á næstunni. Vinna við pill-
un hófst 3. janúar sl. en vakta-
hafa mikinn áhuga á því að út-
vfkka starfsemi kennaradeildar
skólans með því að taka upp leik-
skólakennaranám. Björn Bjama-
son, menntamálaráðherra, segir að
þetta mál sé til skoðunar í ráðu-
neytinu. „Það er verið að setja
niður nefnd til þess að skoða
námsskrána í því efni og hún er að
hefja störf. Við þurfum að átta
okkur betur á námsskránni áður en
lengra verður haldið. Háskólinn á
Akureyri á fulltrúa í þessari nefnd
ásamt fleirum," sagði mennta-
málaráðherra. „Við gerum okkur
grein fyrir því að leikskólakenn-
aranámið er aðkreppt og á því þarf
að taka.
Háskólinn á Akureyri hefur
lýst áhuga á því að hefja kennslu
fyrir leikskólakennara sem vafa-
laust rúmast innan kennaradeildar-
innar þar. En við þurfum að fara
yfir námsskrána og nefnd er að
fara af stað í því efni,“ sagði
Björn Bjarnason.
óþh
vinna hófst ekki fyrr en 8. janúar
sl., og þá á frosinni rækju en verk-
smiðjan á tölvert magn af frosinni
rækju til að grípa til ef hörgull
verður á ferskri rækju. Afkasta-
geta nýju verksmiðjunnar er helm-
ingi meiri en gömlu verksmiðj-
unnar hvem klukkutíma sem pill-
að er. I gömlu verksmiðjunni, sem
staðsett var úti á höfðanum norðan
við höfnina, var afkastagetan að
hámarki um 110 tonn á viku en í
síðustu viku voru unnin liðlega
200 tonn í nýju verksmiðjunni á
heldur skemmri tíma en í gömlu
verksmiðjunni, en á tveimur vökt-
um. Stefnt er að því að vinnslan
verði á næstunni ekki undir 170
tonnum á viku. Starfsmannafjöld-
inn er svipaður og var áður, þó
eitthvað fleira fólk.
Rækjuverksmiðja FH hefur
keypt töluvert af iðnaðarrækju af
frystiskipum, þ.á.m. af þremur
skipum á Húsavík, Júlíusi Havs-
teen ÞH, Þórunni Havsteen ÞH,
Geira Péturs ÞH og Stakfelli ÞH
frá Þórshöfn. Einnig hefur verið
keypt ísrækja af tveimur stórum
úthafsrækjubátum, Björgu Jóns-
dóttur II ÞH, sem er að fara á
loðnuveiðar, og Kristbjörgu ÞH.
Þrír bátar eru á innfjarðarrækju-
veiðum á Skjálfandaflóa og hafa
aflað vel. Innfjarðarrækjan hefur
verið allvæn og betri en oft áður
miðað við árstíma, eða unt 200
stk/kg eða stærri, en úthafsrækjan
hefur verið smærri, eða allt upp í
250 stk/kg.
Húsnæði það sem hýsti gömlu
rækjuverksmiðjuna hefur verið á
söluskrá og hefur borist í það til-
boð frá byggingaverktökum á
Húsavík; Vík hf. ásamt tveimur
öðrum aðilum. Það er til skoðunar
hjá stjóm FH þessa dagana. GG
Stjórn Eyþings telur Háskóla ísiands sýna yfirgang:
Blanda mér ekki
í þessar deilur
- segir Björn Bjarnason, menntamálaráöherra