Dagur - 15.02.1996, Qupperneq 1
79. árg. Akureyri, fimmtudagur 15. febrúar 1996 32. töiublað
Venjulegír og demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Atvinnumálanefnd Akureyrar veitir fyrirtækjum viðurkenningar:
Samherji hf. fyrirtæki ársins
Utgerðarðarfyrirtækið Sam-
herji hf. á Akureyri var í
gær útnefnt fyrirtæki ársins 1995
af atvinnumálanefnd Akureyrar-
bæjar. Nefndin ákvað á síðasta
ári að taka upp þann sið að verð-
launa árlega eitthvert fyrirtæki
sem skaraði framúr. A viður-
kenningin að vekja athygli á ár-
angri akureyrskra fyrirtækja og
á Akureyri sem athafnabæ. Auk
Samherja fengu Kjamafæði hf.,
KEA, Purity Herbs snyrtivörur
ehf. og Sandblástur og málm-
húðun hf. viðurkenningar.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri og einn eigenda
Samherja hf., sagðist vissulega
vera ánægður með útnefninguna.
.d’að er ýmislegt athyglisvert að
gerast í atvinnulífi bæjarins og ég
nefni sem dæmi Purity Herbs
snyrtivörur og góðan árangur KEA
í sölu á Frissa fríska. Þá hefur vel-
gengni Sandblásturs og málmhúð-
unar haldið áfram og þannig mætti
áfram telja,“ sagði Þorsteinn Már
Samherji hefur vaxið hratt þau
13 ár sem það hefur starfað. Eig-
endur og stofnendur eru sem
kunnugt er frændumir Þorsteinn
Már Baldvinsson, Kristján Vil-
helmsson og Þorsteinn Vilhelms-
son. Alls gerir Samherji út hér á
landi 6 fyrstitogara, tvo fersk-
rækjutogara og eitt nótaskip Auk
þess gerir fyrirtækið út eitt
frystiskip í Færeyjum og fjóra
frystitogara í Þýskalandi. Samtals
eru þetta 14 stór fiskiskip sem
mynda eins km langa röð, væri
Guðmundur Stefánsson, for- ^
maður atvinnumálanefndar Ak- ^
ureyrarbæjar, óskar Samherja-
frændum til hamingju. Þorsteinn
Már Baldvinsson, lengst til hægri,
og Kristján Vilhelmsson, lengst til
vinstri. A myndinni má einnig sjá
verðlaunagripinn, sem listakonan
Sólveig Baldursdóttir vann í ís-
lenskt grágrýti. Myndir: BG
Akureyri:
Margir
sektaðir
Að undanförnu hefur Ak-
ureyrarlögreglan verið að
taka á margs konar umferð-
arlagabrotum, sem ökumenn
ættu að eiga auðvelt með að
kippa í liðinn.
Síðasta hálfan mánuð hafa
50 verið sektaðir fyrir að vera
ekki með öryggisbelti, númer
verið klippt af 54 bifreiðum,
tjölmargir hafa verið sektaðir
fyrir að fara yfir á rauðu og
enn fleiri fyrir að vera ekki
með ökuskítrteini. „Ég trúi
ekki öðru en fólk geti notað
peningana sína í annað en
borga sektir og held að það
ætti að fara að hugsa sinn
gang,“ sagði varðstjóri hjá Ak-
ureyrarlögreglunni. Þannig er
3.000 króna sekt l'yrir að nota
ekki belti og sama upphæð fyr-
ir að vera ekki með ökuskír-
teini. HA
þeim lagt enda við enda.
Útgerð frystiskipa er aðeins
hluti starfseminnar, því af veltu
Samherja og dótturfélaga er land-
vinnsla um 45%. Samherji annast
sölu sinna eigin afurða undir
merkinu „Ice Frech seafood". Fyr-
irtækið á 50% hlut í Strýtu á Akur-
eyri og Söltunarfélag Dalvíkur að
öllu leyti, en þessi fyrirtæki vinna
árlega um 9000 tonn af rækju.
Starfsmenn Samherja og dótturfyr-
irtækja eru samtals um 400 talsins.
Mikið var um að vera á síðasta
ári hjá Samherja. Auk kaupa á
tveim skipum og Söltunarfélagi
Dalvíkur stofnaði það til samvinnu
við stórfyrirtækið Royal Green-
land um markaðssetningu á rækju
og keypti loks helmings hlut í
þýska útgerðarfyrirtækinu DFF.
„Ætli verkefni þessa árs og þess
næsta sé ekki að ná vel utan um
Raunhæfur ávinningur kann
að felast í því að flytja til
landsins nýtt kyn mjólkurkúa.
Samanburðarrannsóknir í Fær-
eyjum á íslenskum kúm og svo-
kölluðum NRF kúm leiða í ljós
að hugsanlega megi auka afurð-
ir mjólkurkúa hér á landi um-
talsvert. Jón Viðar Jónmunds-
son ræðir þetta mál á ráðu-
nautafundi Bændasamtaka fs-
lands sem hófst sl. þriðjudag í
Reykjavík og lýkur á morgun.
Jón Viðar Jónmundsson segir
að fjölmörg sjónarmið séu uppi
varðandi það hvaða kúakyn eigi
að flytja til landsins, ef til inn-
flutnings eigi almennt að koma. í
stuttu máli sagt séu þrír möguleik-
ar á borðinu. I fyrsta lagi innflutn-
ingur smávaxinna mjólkurkúa af
líkri stærð og íslenski stofninn, í
þann rekstur sem við erum með í
Þýskalandi og sjá til þess. að sam-
starfið í Færeyjum gangi vel,“
öðru lagi innflutningur svartra eða
svartskjöldóttra kúa og í þriðja
lagi komi til greina að flytja inn
rauðar eða rauðskjöldóttar kýr.
Segir Jón Viðar að tveir fyrst-
nefndu stofnarnir komi tæpast til
greina. í þeim, sem fyrst var
nefndur, eru kýr af Jersey stofni,
sem óumdeilt eru þær kýr sem
framleitt geta meiri orku í mjólk á
hvert kg. í líkamsþunga en nokk-
urt annað nautgripakyn. Fituinni-
hald mjólkur þessara kúa sé hins
vegar slíkt, að mjólkin henti að-
eins til smjörvinnslu og það dæmi
stofninn úr leik.
Það eru kýr af rauðum stofni,
Ayrshire kyn, sem Jón Viðar Jón-
mundsson telur að henti best á ís-
landi. Hann segir að ef komi til
innflutnings sé eðlilegast að gera
ráð fyrir að fluttir verði inn fóstur-
svaraði Þorsteinn Már spuming-
unni um hvort frekari landvinning-
ar væru framundan. HA
vísar í kýr í einangrunarstöðina í
Hrísey. Gangi þessar hugmyndir
út frá því að nýju kyni mjólkurkúa
verði komið upp í landinu. Varla
sé ástæða til að ræða þann mögu-
leika að einstakir bændur fengju
sér nýtt kúakyn, eins og víða er
erlendis.
„Fyrsti möguleiki til innflutn-
ings skapast þegar stöðin í Hrísey
hefur verið leyst úr þeirri einangr-
un sem hún er nú í, vegna inn-
flutnings á nýjum holdanautakynj-
um. Það er mögulegt að verði
snemma á árinu 1997. Gengi það
eftir þá gæti fyrsti árgangur inn-
fluttra nauta fæðst 1998. Þau naut
koma í notkun 1999 í landi og
kálfar undan þeim fæðast árið
2000,“ segir Jón Viðar Jónmunds-
son í erindi sínu á ráðunautafund-
inum. -sbs.
Bæjarstjórn Ólafsfjarðar:
Viðheldur trún-
aði um málefni
Glits hf.
Björn Valur Gíslason, bæj-
arfulltrúi minnihlutans í
bæjarstjórn Ólafsljarðar,
lagði fram bréf á bæjarstjórn-
arfundi sl. þriðjudag þar sem
farið var fram á að trúnaði
vegna umræðna um kera-
mikverksmiðjuna Glit hf.
yrði aflétt. í haust kom út ít-
arleg skýrsla um stöðu Glits
hf. og markaðshorfur og var
hún unnin af Sigurði Björns-
syni. Sú skýrsla hefur verið
trúnaðarmál sem og fundar-
gerðir sem íjallað hafa um
fyrirtækið.
Á bæjarstjórnarfundinum
var samþykkt að viðhalda
trúnaði um málið að sinni með
atkvæðum sjö bæjarstjómar-
manna. Ólafsfjarðarbær á 98%
hlut í fyrirtækinu og fer bæjar-
stjóri ásamt bæjarráði með
daglegan rekstur þess. Björn
Valur segir ástæðu þess að
bréfið var sent, þrýsting frá
mörgum bæjarbúum um að
staða fyrirtækisins verði upp-
lýst auk þess sem sögusagnir
gangi um það í Ólafsfirði að
sumir kröfuhafar í Gliti hf.
hafi fengið kröfur greiddar en
aðrir ekki. Bjöm Valur segir
að ef fyrirtækið verði gjald-
þrota verði það tugmilljóna
króna skellur fyrir bæjarsjóð
sem á fyrirtækið og er í
ábyrgðum fyrir lánum þess.
GG
Uppboðí
Kaupmannahöfn:
Enn
hækkar
skinna-
verð
Islensk minkaskinn hafa
hækkað um 86% í verði á
einu ári og refaskinn um
72%. Þetta er niðurstaðan
eftir skinnauppboð í Kaup-
mannahöfn, sem lauk í gær.
Þar seldust íslensk blárefa-
skinn á 8.700 kr. og minka-
skinn um 2.700 kr.
Rekstur og horfur í íslensk-
urn loðdýrabúskap hafa stór-
lega batnað frá í fyrra, að því
er fram kemur í tilkynningu frá
Sambandi íslenskra loðdýra-
ræktenda. Þar segir jafnframt
að búast megi við að gjaldeyr-
istekjur af greininni verði um
550 milljónir kr. á þessu ári og
ekki séu nema unt 15% af að-
föngum til framleiðslunnar
innflutt.
Loðdýrabændur standa
næstkomandi laugardag fyrir
sýningu á Hótel Sögu, þar sem
sýnd eru rninka- og refaskinn
frá bændum af öllu landinu og
afhent verða verðlaun þar að
lútandi. Þá mun verslunin
Pelsinn sýna nýjustu stefnur
og strauma í loðfatnaði. -sbs.
Fjögur fyrirtæki fengu viðurkenningar auk Samherja. Frá vinstri: Ásta Sýr-
usdóttir frá PH-snyrtivörum, Magnús Gauti Gautason frá KEA, Eiður
Gunnlaugsson frá Kjarnafæði og Jón Dan Jóhannsson frá Sandblæstri og
mámhúðum.
Nýtt mjólkurkúakyn
flutt til landsins?