Dagur - 15.02.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 15.02.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 15. febrúar 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSUSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 LEIÐARI Skýringa er þörf Af hverju hækka viðskiptabankarnir vextina? Þess- ari spurningu eru menn að reyna að svara en finna ekki rökrétt og eðlilegt svar. Eina skýringin á þessu vaxtaupphlaupi bankanna er verðbólguspá sem gerði ráð fyrir eilítið meiri verðbólgu en raunin hefur orðið. Það er gömul saga og ný að bankarnir eru fljótir að taka við sér og pína upp vaxtastigið um leið og þeir hafa ástæðu til að ætla að verðbólg- an sé að hækka. Bankakerfið dregur hins vegar lappirnar og þráast við með að lækka vextina þegar ástæða er til. Ef að líkum lætur mun það verða uppi á teningnum núna. Staðreynd málsins er sú að þessi síðasta vaxtahækkun bankanna er gjörsam- lega út í hött og með öllu óásættanleg. Og það er heldur nöturlegt að annar tveggja ríkisbankanna, Landsbankinn, reið fyrst á vaðið. Almenningur í landinu bíður eftir skýringum bankastjóra Lands- bankans á þessum æðibunugangi. Loðnuævintýrið Það hefur víst ekki farið framhjá nokkrum manni að þessa dagana eru sannkölluð uppgrip í loðnuveið- um og -vinnslu. Þessi litli, sakleysilegi fiskur skiptir sköpum í afkomu fjölmargra smærri byggðarlaga víða um land, ekki síst á Norðurlandi og Austur- landi. Haft var eftir Reyni Þorsteinssyni, sveitar- stjóra á Raufarhöfn, í Degi í gær að beðið sé með gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið þar til menn sjái hvernig yfirstandandi loðnuvertíð komi út fyrir byggðarlagið. Þetta segir meira en mörg orð um mikilvægi loðnuveiðanna. Fram kom í máli Reynis að samanlögð velta sveitar- og hafnarsjóðs á Raufarhöfn sé um 60 milljónir króna á ári en þeg- ar vel veiðist af loðnu hafi veltan numið allt að 76 milljónum króna. Rétt hefur verið staðið að uppbyggingu loðnu- stofnsins, sóknin í hann hefur verið skynsamleg, enda farið eftir ráðum færustu manna í þeim efn- um. Þetta er að skila sér í mikilli loðnuveiði, sem á tímum lítilla þorskveiða er sannarlega fundið fé. Lúther og prestsembættið Árið 1520 gaf Lúther út rit er nefnd- ist Babýlonarherleiðingin (A prelu- de til the Babylonian captivity of the church), sem fjallaði um sakra- mentin. Nafngiftin lýsir boðskap ritsins í hnotskum, en þar leggur hann til atlögu við sakramentisskiln- ing kirkjunnar, og líkir ástandinu við herleiðingu gyðinga til Babýlon á tímum Daníels spámanns. Lúther fækkaði sakramentunum sjö í tvö, er hann afnam ferminguna, hjónavígsl- una, prestsvígsluna, yfirbót og síð- ustu smuming sem sakramenti, en skildi aðeins eftir máltíð Drottins og skímina. „Afnám prestsvígslunnar sem sakramentis eyðilagði stéttaskipt- ingu klerkaveldisins og varð traust undirstaða að prestsdómi allra trú- aðra, því að Lúther taldi prestsvígsl- una aðeins vera helgisið, sem kirkj- an viðhefði, er presti væri falið að hafa ákveðna þjónustu með hönd- um.“" „Vér öll sem skírð erum, erum prestar með sama hætti. En þeir, sem vér köllum presta, eru þjónar, sem vér höfum valið að gera allt í voru nafni, og prestsdómur þeirra er ekkert nema þjónusta.“2) Köllunin til prestsþjónustunnar er tengd kenningunni um prestsdóm allra trúaðra. Fyrir tilstuðlan skímar og trúar þá „á hver maður Orð Guðs og hlýtur fræðslu og útnefningu til að vera prestur“3) ritaði Lúther árið 1523. Kirkjuþingið í Trent, sem kaþ- ólskir efndu til á árunum 1545-47 komst að eftirfarandi niðurstöðu varðandi prestsvígslusakramentið og er í fullu gildi fram á þennan dag á þeim bæ. „Þeir hafa rangt fyrir sér, sem segja að þeir sem einu sinni hafa réttlega verið vígðir (til prests) geti aftur orðið leikmenn, ef þeir hætta þjónustu við Orð Guðs“ og við prestsvígsluna „öðlast vígslu- þegi eðliskosti sem ekki verða af honum máðir.“4> Prestsvígslusakramentið er hið sjötta samkvæmt kaþólskri guð- fræði. Varðandi það ritar Lúther: „Það er uppfinning kirkjunnar og páfans. Hvergi er loforð um náð því tengt, og ekki orð um það í öllu Nýja testamentinu. Það er fáránlegt að telja sakramenti nokkuð sem ekki er hægt að sanna að sé af Guði stofnað.“5) I umfjöllun sinni um prests- vígslusakramentið segir hann að hinir „ævarandi eiginleikar“ sem sakramentið á að færa hinum vígða séu „uppspuni" (fiction), frá upphafi til enda, og að „prestum má víkja úr embætti tímabundið eða varan- lega.“6) Út frá ofangreindum tilvitnunum leyfí ég mér að draga eftirfarandi ályktanir byggðar á Lútherskum skilningi. 1. Kristið fólk tilheyrir heilögu prestafélagi. Allir skírðir eru prestar með sama hætti. 2. Þeir sem við köllum presta eru Skúli Torfason. þjónar safnaðarins, taldir hæfir í það starf, og kosnir af söfnuðin- um, sem einnig hefur vald til að leysa þá frá störfum. 3. Æviráðning presta í þjónustu kirkjunnar hlýtur að vera í and- stöðu við skoðanir Lúthers varð- andi stöðu og hlutverk prestsins. Tilvitnanir: l.Marteinn Lúther, Roland H. Bainton, „Þeir sem við köllum presta eru þjónar safnaðarins, taldir hæfir í það starf, og kosnir af söfnuðinum, sem einnig hefur vald til að leysa þá frá störfum." þýð. Guðmundur Óli Ólafsson, bls. 107. 2. Sama. 3. Lúthers Works 39:309, þýð. greinarhöf- undar. 4. P. Schaff, „Creeds of Christendom", 2. bindi bls. 188-193, þýð. greinarhöfundar. 5. Lúthers Works 36:106-107, þýð. greinar- höfundar. 6. Lúthers Works 36:117, þýð. greinarhöf- undar. Skúli Torfason. Höfundur býr að Hallgilsstöðum í Hörgárdal. „Sitt er hvort, sinnið eða skinnið“ - ritað vegna greinarskrifa nokkurra sveitarstjórnarmanna í Þingeyjarþingi suður ,Að hugsa um eigið skinn“ rita odd- vitar nokkrir í grein í Degi og Víkur- blaðinu fyrir skemmstu. Þar segir eigi fallega frá ályktun bæjarstjómar Húsavíkur um vegamál sem samþykkt var 7. desember s.l. Mér er málið nokkuð skylt. Lagði tillöguna fram. Sit í bæjarstjóm. Til að auðvelda mönnum að ná fótfestu í pyttum prentsins þá er er ályktunin ofan- greinda svohljóðandi: Tillaga Bcejarstjórn Húsavíkur felur bœjar- stjóra að boða til fundar um málefni Kísiliðjunnar við Mývatn sem og framtíð Kísilvegar sem liggur milli út- skipunarhafnar kísilgúrs á Húsavík og iðjuversins í Mývatnssveit. A fundinn verði boðaðir sveitarstjórnarmenn í þeim sveitarfélögum er liggja að Kís- ilvegi sem og framkvœmdastjóri Kísil- iðjunnar, formaður stjórnar hennar og ráðherrar iðnaðar-, umhverfis- og samgöngumála. Tilgangur fundarins verði að ná samstöðu um uppbygg- ingu og lagningu slitlags á Kísilveg- inn og framtíð Kísiliðjunnar við Mý- vatn. Hvar er þessi Fljótsheiði? Hvar er þjóðvegur nr. 1? Tillaga þessi var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. Hvergi í þessari tillögu er minnst á annan veg en Kísil- veginn svokallaða. Hvergi er minnst á þjóðveg númer eitt. Hvergi er vegið að störfum annarra sveitarstjóma á svæðinu. Hvergi er fundið að baráttu annarra sveitarfélaga fyrir samgöngu- bótum. Það er einnig hugarburður oddvitanna að framtíð Húsavíkur velti á því, að ekki komi vegur yfír Fljóts- heiði eins og þeir halda fram. Það er misskilningur að bæjarstjóm Húsavík- ur hafi samþykkt nokkuð annað en stendur í ályktuninni. Sem betur fer veltur framtíð Húsa- Hefur oddvitinn ásamt oddvita Bárðardals ítrekað lofað ljúfa þjón- ustu vestan Vaðla- heiðar og ekki séð ástæðu til að axla með okkur byrðar aukinnar þjónustu í Þingeyjarþingi eins og ég hefði viljað. víkur alls ekki á vegi yfir Fljótsheiði, en þó nokkra hagsmuni höfum við af því að Kísilvegurinn verði þannig úr garði gerður að hann geti verið val- Sigurjón Benediktsson. kostur við aðrar samgönguleiðir milli Norður- og Austurlands, milli Húsa- vfkur og Mývatnssveitar. Við ætlum einnig að halda hlut okkar í hafnar- málum með þeim samgöngubótum. Það er nú allt og sumt. Steinar í eyrum „Nú tók steininn úr“ segir síðan odd- viti Ljósavatnshrepps í viðtali í Degi og vitnar til einhverra radda frá bæjar- yfirvöldum á Húsavík. Leitt er að heyra í hálfkveðnum vísum af ofur- heymum oddvitans en „heyra má á hálfu, hvað heilt meinar“. Bæjarstjóm Húsavíkur stendur ekki, mér vitan- lega, í einhverjum raddsetningum um þessi mál. Og ekki hefur oddvitinn grjótglaði verið ötulust í því að tína steina úr grýttri götu samvinnu sveit- arfélaga á svæðinu. Hefur oddvitinn ásamt oddvita Bárðardals ítrekað lof- að ljúfa þjónustu vestan Vaðlaheiðar og ekki séð ástæðu til að axla með okkur byrðar aukinnar þjónustu í Þingeyjarþingi eins og ég hefði viljað. Það er þeim auðvitað frjálst. En það er miður. Um samvinnu sveita Ekkert er eðlilegra en að sveitarstjóm- ir berjist fyrir hagsmunum síns sveit- arfélags. Það er skylda sveitarstjómar- manna. Ég hef ekkert við baráttu ná- granna minna að athuga. Ég vona ein- ungis að barátta þeirra fyrir samgöngubótum beri árangur. Eg ætla einnig að berjast fyrir mín- um hugðarefnum. Ekki á kostnað ann- arra, heldur á forsendum þeirra byggðarlaga sem hagsmuna eiga að gæta. Á mínum forsendum. Það er ekki einungis réttur minn heldur skylda. Og ég vona svo sannarlega að barátta okkar beri árangur. Hvað ann- að? Meðan við í Þingeyjarþingi bemm eigi gæfu til meiri samstöðu en orð bera vitni þá verður það hlutskipti okkar að dragast aftur úr. Meðan við deilum, sækja aðrir fram og njóta samstöðu og einbeitni stærri, sterkari, sameinaðra sveitarfélaga. Hvar er fólginn feldur Ljósvetn- ingagoðans? Sigurjón Benediktsson, bæjarfulltrúi Húsavík. Að hugsa um eigið skiirn F«rrA>\uociui Kcykdxluhrcppv. virh góöri luTTu ati stýxn ( vam lli/ftdjrlAhrcpjn og m* vt«1j %\r)UtUhf 4 í S-Þtng. KímI lucpjH I Suftur'Þ»ngcyjar»v*lu hafa umi tvrýmtjóm HiivavlLur of t^óniMutn athufávcnvJ áiyktun Kryantýðmar Húvavftur um ve^anvái og ummxli Fuun Njáluonar. b*>arvtýóra á HúiavH, I IXrgi lauganiaginn V lcbrúar vfíV- tulltðinn: J*#ð wctir umlrun okiUr wrtn Nium i inmvcttum S Þtng. hvcm- ig hiejantjóm Húvavilur ttclur vcgna tagmngar ný» vcgar yftr vcgumm cr þó ckki ncrru xfðon 196* þcr. ttcplcga þrítugw. cA* bclmtngi yngri cn vcgunnn á Fljótvhciði, vcrti hyggður v*r íyrir W árum ntcð hjálp og kcrru. Samkvarmi talningu Vcgagerð- armnar far* smcAaltali 4.17 hflar yfir FljótshciAi á tiag yfu xuitur- tfmann. l!m KÍMlvegmn íara 191 á vama tima. I»ritt fym j>að aö Fljðtvhetftin tufi vtrið kAuft Að líkja því saman að allt eins megí byggja hringveginn í kring um Hofs- jökul eins og að ætla honum að liggja yfir Fljóts- B«íar»tjóm Héttavlkur: Telur mikilvægt aöfábundiö slitlagá vama btKlthluu <»g Fljritihciftin. Varla *ttí aft vcia crfiftara aft hakla jþcvvum tarplcjta 10 km Unga vcgarvpona f*rum á vctrum en þc*Mim Ijallvcguin. Aft Itkýa l>v í virrum áft allt cuu n»cgi hy^gjii hrtngvcginn í krtng- um utn Hofv/ökul cuu <>$ aís honum aft liggja yfir Hyfttvheifti cr vlík liuÍAVtrfting vift |*i (bua vcrn húa bét *itl hvoru megin vift FljAtvliciftina aft mcft ftlikinthtm CT.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.