Dagur - 15.02.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 15.02.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 15. febrúar 1996 FRETTIR Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. febrúar 1996. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 909.248 kr. 90.925 kr. 9.092 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. innlausnarverð: 802.755 kr. 80.275 kr. 8.028 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.595.881 kr. 159.588 kr. 15.959 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.483.405 kr. 148.341 kr. 14.834 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.546.318 kr. 1.309.264 kr. 130.926 kr. 13.093 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.039.445 kr. 1.207.889 kr. 120.789 kr. 12.079 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.594.747 kr. 1.118.949 kr. 111.895 kr. 11.189 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.492.470 kr. 1.098.494 kr. 109.849 kr. 10.985 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSd húsnaðisstofnun ríkisins I I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 BELTIN yUMFERÐAR RÁÐ Loðnuaflinn 320 þúsund lestir: Júpíter með mestan kvóta Bráðabirgðakvóti í loðnu var ákveðinn í upphafi yfir- standandi loðnuvertíðar 800 þúsund lestir og komu 536 þús- und tonn í hlut íslendinga. End- anlegur loðnukvóti hefur verið ákveðinn 1.150 þúsund og kem- ur aukningin, 350 þúsund lestir, öll í hlut íslenskra skipa. Heild- arloðnukvótinn er því 906 þús- und lestir og af því hafa veiðist um 320 þúsund lestir. Til þess að takist að veiða þau liðlega 580 þúsund tonn sem eftir eru þurfa allar aðstæður að vera hagstæðar; bæði veður og ganga loðnunnar vestur fyrir landið á hrygningarstöðvar. Ný loðnu- ganga upp að landinu austanverðu gæti lengt vertíðina að einhverju marki. Samkvæmt samningi við ESB um gagnkvæmar veiðiheimildir fær fsland þessu til viðbótar 30 þúsund lestir af loðnu frá ESB í skiptum fyrir 3 þúsund tonna karfakvóta. Auk þessa hefur ís- land gert sérstakt samkomulega við Færeyinga um veiðiheimildir og samkvæmt þeim fá Færeyingar að veiða 10 þúsund lestir af loðnu. Dalborg EA-317, togari Snorra Snorrasonar á Dalvík, hefur undanfarna daga legið við bryggju á Hornafirði og fryst loðnu. Auk þess er verið að framkvæma breytingar á skip- inu, skipta um spil og setja nýja vinnslulínu í skipið auk flokkara og fleiri smærri verka. Togarinn er nýkominn af rækjuveiðum í Flæmska hattinum, þar sem hann hefur verið síðan í júlímánuði 1995, en hann var keyptur á sl. sumri til Dalvíkur. Vegna þess að ekki hefur verið flokkari um borð hefur rækjan verið fryst óflokkuð í 7 kg öskjur. Frystigeta skipsins er um 30 tonn Vegagerð ríkisins hefur ákveðið að ganga að tilboði Héraðsverks hf. á Egilsstöðum um uppbygg- ingu og lagningu slitlags á Norð- urlandsvegi um Möðrudalsöræfi, frá Jökulsá á Fjöllum, yfir Bisk- upsháls og í Víðidal, alls 13,3 km. kafla. Framkvæmdir munu hefjast þann 15. júní í sumar og á að ljúka fyrir ágústlok 1997. Kvótahæsta loðnuskipið er Víkingur AK-100 með 40.337 lestir, en kvótahæstur norðlenskra skipa er Júpíter ÞH-61 frá Þórs- höfn með 35.503 lestir sem veitt hafði 10.537 lestir sl. mánudag. Júlli Dan GK-197, sem keyptur hefur verið til Þórshafnar hefur veitt 2.080 lestir og er með sama bráðabirgðakvóta; Þórður Jónas- son EA-350 er með 16.337 lesta kvóta og hefur veitt 2.939 lestir; Amþór EA-16 frá Árskógssandi er með 3.000 lesta bráðabirgða- kvóta og hefur veitt sama magn; Guðmundur Ólafur ÓF-91 frá 01- afsfirði er með 17.048 lesta kvóta og hefur veitt 3.563 tonn; Björg Jónsdóttir ÞH-321 frá Húsavík er með 18.250 lesta kvóta og aflinn 4.940 tonn; Súlan EA-300 frá Ak- ureyri er með 18.786 lesta kvóta og 4.098 lesta afla til þessa; Þor- steinn EA-810 frá Akureyri hefur veitt 7.050 lestir af 32.596 lesta kvóta og Sunna SI-67 frá Siglu- firði fékk úthlutað 804 tonna loðnukvóta en hefur ekkert veitt og ekki líklegt að af verði, því skipið er fyrst og fremst á rækju. GG á sólarhring og kemur loðnan í öskjum frá Borgey hf. á Höfn og er fryst um borð og síðan send til baka, þ.e. ekki er um kaup skips- ins á loðnu að ræða. Siglufjarðartogarinn Siglir SI er á loðnumiðunum og kemur að loðnuskipunum og dælir úr nót þeirra um borð þar sem loðnan er flokkuð og fryst og einnig brædd, en um borð er mjölverksmiðja. Frystigeta Siglis SI er um 40 tonn á sólarhring, en afkastageta verk- smiðjunnar er um 8 tonn af mjöli og 5 tonn af lýsi. Fleiri frystitog- arar eru á loðnumiðunum, m.a. Örfirisey RE, sem hefur fengið flokkaða loðnu af Beiti NK. GG Tilboð Héraðsverks hf. var hið 7. lægsta af 24 sem bárust í þetta verkefni. Farið var yfir tilboðin og niðurstaðan varð sú að ganga að nefndu tilboði Héraðsverks, þar sem sumir, sem lægri voru, féllu frá sínum tilboðum eða þau voru metin óraunhæf af verkkaupa. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 162 millj. kr. -sbs. Ráðstefna um tækni og vinnslu í sjávarútvegi Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræðingafélag ís- lands gangast fyrir ráðstefnu um tækni og vinnslu í sjávar- útvegi á Hótel KEA nk. laug- ardag, 17. febrúar. Meðal annars verður fjallað um gæðastjórnun og framleiðslu- tækni, nýjungar í búnaði skipa og fiskvinnslu, nýjung- ar í skipahönnun og stefnu- mótun og kennslu í sjávarút- vegsfræðum. Að loknum fyr- irlestrum verða pallborðsum- ræður. Meðal fyrirlesara á ráð- stefnunni em Magnús Magn- ússon, útgerðarstjóri ÚA, Jón- atan S. Svavarsson hjá Kæli- smiðjunni Frost hf„ dr. Geira A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels hf„ Magne Johnsen frá Simrad, Kristján Gíslason frá Radíó- miðlun, Kristinn Daníelsson hjá Haftækni hf„ Daníel G. Friðriksson hjá Ráðgarði og Jón Þórðarson, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Þátttöku á ráðstefnuna er hægt að tilkynna til skrifstofu VFI og TFÍ. Síminn er 5688511. óþh Góður hagnaður íslandsbanka íslandsbanki skilaði 331 milljóna króna hagnaði á ár- inu 1995 samanborið við 185 milljóna króna hagnað árið 1994. Framlag á afskriftareikning Islandsbanka á síðasta ári var 831 milljón króna, sem er rétt liðlega helmingur framlags á afskriftareikning árið 1994. Rekstrarkostnaður íslands- banka lækkaði um 42 milljónir króna á síðasta ári samanborið við árið á undan. Eigið fé ís- landsbanka og dótturfélaga hans var um sfðustu áramót 4.897 milljarðar króna. óþh Ný stjórn ATVR Fjármálaráðherra skipaði í gær stjórn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Aðalmenn í stjórn eru Hild- ur Petersen, framkvæmda- stjóri, sem jafnframt var skip- uð formaður stjómarinnar, Þórarinn Sveinsson, læknir, og Árni Tómasson, endurskoð- andi. Varamenn eru Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, Sig- urður M. Magnússon, eðlis- fræðingur, og Anna Margrét Jóhannesdóttir, stjórnmála- fræðingur. Stjómin er skipuð til tveggja ára í senn, en henn- ar er að marka stefnu og sam- þykkja starfsáætlun og rekstr- aráætlun hvers árs að fenginni tillögu forstjóra. Þá hefur hún eftirlit með rekstri. óþh Loðna fryst um borð í Dalborgu Noröurlandsvegur um Möðrudalsöræfi: Gengið að tilboði Héraðsverks

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.