Dagur - 15.02.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 15.02.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. febrúar 1996 - DAGUR - 5 * t * * TlL MlNNINGAR UM Hefur Minningarsjóði Heimahlynningar á Akureyri Verið Færð Minningargjöf MEÐ INNILEGRI HLUTTEKNINGU Geno ÚT f MINNINGU BJARNA SIGURÐSSONAR, PRENTSMIÐJUSTJÓRA POB Skeljungur styrkir skógrækt í landinu um 10 milljónir í ár Miimíngarsjóður um Bjarna Sigurðsson Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Bjarna Sigurðs- son, prentsmiðjustjóra POB hf. Prentuð hafa verið minningar- kort sem hönnuð voru af Kristj- önu, ekkju Bjama, en prentuð og unnin í Prentsmiðjunni Ás- prent/Pob hf. Þeir sem vilja minnast Bjama Sigurðssonar geta fengið minning- arkort keypt í öllum blómabúðum á Akureyri frá og með deginum í dag, fimmtudegi, og styrkt með því Heimahlynningu Akureyrar, en starfsfólk hennar reyndist Bjarna heitnum og Kristjönu mjög vel í veikindum hans. Skógrækt ríkisins og Skeljungur hf. hafa samið um áframhaldandi samstarf þessara aðila undir kjörorðinu „Skóg- rækt með Skeljungi“. Sam- kvæmt samningnum mun Skelj- ungur hf. leggja 10 milljónir króna til verkefna á sviði skóg- ræktar á þessu ári. Samstarf Skógræktarinnar og Skeljungs hófst á miðju ári 1993 og frá þeim tíma hefur Skeljungur styrkt skógrækt í landinu um 27 milljónir króna. Félagasamtök og einstaklingar hafa fengið skóg- ræktarstyrki, framleiddar hafa ver- ið skógarplöntur og skóglendi opnuð almenningi með bættu að- gengi og áningaraðstöðu. Meginmarkmið samstarfs Skeljungs og Skógræktarinnar hafa verið að efla almennan áhuga á skógrækt og skógræktarstarfi í landinu í þeim tilgangi að stækka skóglendi Islands. Vísasta leiðin til að glæða skógræktaráhuga ís- lendinga er að fá þá til að heim- sækja þá fjölmörgu skógarreiti sem til eru í landinu. Slfk heim- sókn lætur engan ósnortinn. Því hefur í þessu samstarfi verið gert sérstakt átak í að opna skógana. Skóglendi Skógræktar nksins hafa verið gerð aðgengilegri til al- mennrar notkunar með grisjun, göngustígagerð, merkingum og bættri áningaraðstöðu. í því sam- bandi má nefna Hallormsstaða- skóg, Vaglaskóg, Grundarreitinn í Eyjafirði, Reykjarhólsskóg í Varmahlíð í Skagafirði, Jafna- skarðsskóg við Hreðavatn, Stálpa- staðaskóg í Skorradal, skóglendið í Esjuhlíðum við Mógilsá, Hauka- dalsskóg í Biskupstungum og Tumastaði í Fljótshlíð. Samanlögð lengd skógarstíga sem unnt hefur verið að leggja vegna framlagsins frá Skeljungi nemur tugum kíló- metra og á enn eftir að aukast. Sérstakir skógardagar sem efnt hefur verð til í tengslum við opn- un skóganna hafa verið mjög fjöl- sóttir. Reynslan hefur sýnt að landsmenn kunna vel að meta þetta framtak enda hefur öll um- ferð um skóglendi aukist til muna. Með samningi sem nú hefur verið undirritaður er tryggt áfram- hald á því samstarfi sem verið hefur milli Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. undanfarin ár. Fram- tíðarverkefnin eru mörg. Fjöldi skóglenda bíða grisjunar og bætts aðgengis, en ákveðið hefur verið að leggja áherslu á göngustíga- gerð í Þórsmörk, á Þingvöllum og í Eiðaskógi á Héraði. Fljótlega verða auglýstir Skeljungsstyrkir þar sem félagasamtök og einstak- lingar geta sótt um fjárstuðning til gróðursetningarverkefna. Lögð verður áhersla á að veita færri en myndarlegri styrki en áður. Með haustinu er stefnt að fræsöfnunar- átaki með þátttöku almennings. Frá vinstri: Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri VFÍ, Þor- steinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, og Karl Ómar Jónsson, formaður VFÍ. Þorsteinn Már og Olafur fengu heiðursmerki VFÍ mora [0EBSEQQ1 Nútímaleg blöndunartæki fyrir öryggi og ánægju I TS Á árshátíð Verkfræðingafélags íslands, sem haldin var laugar- daginn 3. febrúar sl., voru þeir Ólafur Tómasson, rafmagns- verkfræðingur og póst- og síma- málastjóri, og Þorsteinn Már Baldvinsson, skipaverkfræðing- ur og framkvæmdastjóri Sam- herja á Akureyri, sæmdir æðsta heiðursmerki VFÍ. í tilkynningu frá Verkfræðingafélaginu segir að merkið sé afhent þeim mönn- um sem skarað hafi fram úr á sínu sviði og á þann hátt unnið til viðurkenningar. Við afhendingu heiðursmerkj- anna kom m.a. fram í máli Karls Ómars Jónssonar, formanns VFÍ: Ólafur Tómasson er rafmagns- verkfræðingur frá Háskólanum í Edinborg. Honum hefur sem póst- og símamálastjóra tekist að nýta nútímaþekkingu á sviði fjarskipta, stjómunar og viðskipta, þannig að Island má nú teljast í fararbroddi hvað varðar símaþjónustu og önn- ur fjarskipti. Hann hefur einnig átt sæti í fjölmörgum alþjóðlegum tækninefndum á þessu sviði. Olaf- ur hefur starfað ötullega að félags- málum innan VFÍ. Þorsteinn Már Baldvinsson er skipaverkfræðingur frá NTH í Þrándheimi. Hann hóf starfsferil sinn í íslenskum skipaiðnaði en sneri sér síðan fljótlega að útgerð- armálum þar sem hann hefur reynst áræðinn og atorkusamur frumkvöðull í útgerð frystitogara og náð þar miklum árangri. Hann hefur stuðlað að aukinni fagþekk- ingu í sjávarútvegi og er einn af forgöngumönnum þessa lands í útgerð ftskiskipa á alþjóðlegum vettvangi. Nýkomið: Slár fyrir sturtuhengi, sturtur, úðarar og fleira á góðu verði RAUTT LjjÓS Á*** J tfæ IFERÐAR RAUTT LjOS BYGGINGAVORUR LONSBAKKA•601 AKUREYRI □r 463 0321, 463 0326, 463 0323 FAX 462 7813

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.