Dagur - 15.02.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 15.02.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 15. febrúar 1996 - DAGUR - 3 Sýningarstjórinn hefur vondan málstað að verja - segir Hilmar Oddsson, leikstjóri Társ úr steini, ósáttur við málflutning sýningarstjóra Borgarbíós Hilmar Oddsson, kvikmynda- gerðarmaður og leikstjóri kvik- myndarinnar Tár úr steini, er af- ar ósáttur mið málflutning Jó- hanns Norðíjörð, sýningarstjóra Borgarbíós á Akureyri, um ástæður þess að Akureyringum hefur ekki enn verið gefinn kost- ur á að sjá Tár úr steini. Talað íþrótta- og tómstundaráð Akur- eyrar fjallaði um umsóknir um starf íþrótta- og tómstundafull- trúa Akureyrarbæjar á fundi sl. þriðjudag. Samkvæmt heimild- um blaðsins mun nefndin leggja til við bæjarráð á fundi þess í dag að Eiríkur Björn Björgvins- son, æskulýðs- og íþróttafulltrúi var við Jóhann í Degi í gær í framhaldi af ummælum Hilmars í DV, þess efnis að forsvarsmenn Borgarbíós hafi hafnað því að sýna Tár úr steini þrátt fyrir ít- rekuð boð. Varðandi þau ummæli Jóhanns að Hilmar Oddsson hafi ekkert með dreifingu myndarinnar út á á Egilsstöðum, verði ráðinn. Eiríkur Björn var einn þriggja umsækjenda sem óskuðu nafn- leyndar en alls bárust 16 umsókn- ir. Hermann Sigtryggsson, sem gegnt hefur starfinu um árabil, lætur formlega af störfum í lok þessa mánaðar. GG landi að gera segir Hilmar það út af fyrir sig rétt. Hann persónulega hafi ekki boðið Borgarbíói mynd- ina heldur aðili sem starfi í sínu umboði, þ.e. Stjörnubíó. Um jiau ummæli að Tár úr steini sé í þeirri biðröð hjá Borgar- bíói sem eðlileg er og bæði ís- Aðalfundur Léttis á Akureyri: Ályktaö um reiö- vegamál Hestamannafélagið Léttir á Ak- ureyri hélt aðalfund sinn á dög- unum. Margt var þar til um- ræðu og m.a. samþykkti fundur- inn ályktun vegna skipan reið- vega fram að Melgerðismelum, en það mál hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. I ályktuninni er komið inn á þann rausnarlega stuðning sem þáverandi hreppsnefnd Saurbæjar- hrepps sýndi á sínum tíma þegar uppbygging hófst á Melgerðismel- um, en hreppurinn keypti landið og leigði síðan hestamannafélög- unum. Á það er minnt að nú stendur fyrir dyrum Landsmót hestamanna á Melgerðismelum sumarið 1998. „Þessi ákvörðun kom í framhaldi af gffurlegri und- irbúningsvinnu hestamanna í hér- aði, frábæru mótssvæði og síðast en ekki síst rausnarlegu fjárfram- lagi Eyjafjarðarsveitar og bæjar- stjómar Akureyrar.“ Síðan er vikið að þeim málum sem mest hefur verið rætt um að undanfömu, þ.e. að samkvæmt til- lögu að aðalskipulagi er gert ráð fyrir að reiðleiðin fram að Hrafna- gili verði á austurbökkum Eyja- fjarðarár og hætt verði að nota gamla þjóðveginn að vestanverðu. „Allir sem til þekkja vita að slík ákvörðun er óskynsamleg og al- gerlega óásættanleg," segir orðrétt og jafnfram að reiðleiðin að aust- anverðu sé ófær stóran hluta árs- ins og rekstrargrundvellinum þar með kippt undan Melgerðismel- um. HA Umtalsverð hækkun hlutabréfa Frá áramótum hafa hlutabréf í mörgum hlutafélögum hækkað umtalsvert. Marel hf. er á toppnum, en gengi bréfa í því fyrirtæki hefur hækkað um 35%. 1 fimmta sæti kemur Skagstrendingur hf. með 16,5% hækkun, Skinnaiðnaður hf. í því áttunda með 13,3% hækkun og ÚA-bréf hafa hækkað um 12, 9% frá áramótum. Þá hafa bréf í Þormóði ramma á Siglufirði hækkað um 11,1% frá áramótum, bréf í Hlutabréfasjóði Norðurlands hafa stigið um 1,9%, hækkunin á Sæplastbréfum er 0,2% en gengi bréfa í KEA hefur staðið í stað frá áramótum, enda hafa engin við- skipti átt sér stað með þau. óþh Mun endurheimta mannorð mitt fyrir dómstólum Framkvæmdanefnd heims- meistarakeppninnar í hand- knattleik (HM-95) kærði einkaleyfishafa miðasölunnar, Haildór Jóhannsson á Akur- eyri, til Rannsóknarlögreglu rikisins í ágústmánuði sl. vegna brots á samningi, og taldi nefhdin að tæpar 20 millj- ónir króna sem fengust fyrir miðasölu á Akureyri hafi ekki skilað sér. Rannsóknarlögregl- an beindi fljótlega athyglinni að viðskiptum og innistæðu á bankabók við Sparisjóð Mý- vetninga sem var á nafni Hall- dórs Jóhannssonar. Ríkissaksóknari úrskurðaði svo sl. þriðjudag að ekki væri til- efni lil að birta ákæru á hendur Halldóri á grundvelli þeirra gagna sem embættið hefði undir höndum. Halldór sagði aðspurð- ur að þessi niðurstaða væri mik- ill léttir því málið hefði hvílt á honuni eins og mara og hefði verið honum til trafala í öllum hans viðskiptum þennan tíma. Þáverandi sparjsjóðsstjóri Spari- sjóðs Mývetninga var einnig sýknaður af öllum ákærum en Halldór segir að reynt hafi verið að gera viðskipti hans við spari- sjóðinn tortryggileg. „Það er ntjög ánægjulegt að við skulum báðir hafa heimt æru okkar til baka. Þessi aðferð HSÍ var notuð til þess að reyna að koma mér í koll en tókst ekki, sem betur fer. Þetta mál sýnir hvað réttarkerfið hér er hættu- legt. Hægt er að kæra fyrirtæki eða einstaklinga á hæpnum for- sendum og svipta þá ærunni og möguleikunum til að stunda eðli- leg viðskipti án þess að hafa meiri rökstuðning til þess en var í þessu tilfelli. Þelta helur tekið mjög langan tíma og er borið við miklum málafjölda, en ég hef á sama tíma séð önnur mál afgreidd á miklum hraða, t.d. Halldór Jóhannsson. tryggingasvikamálið, þó var ég kærður fyrir miklu alvarlegri hluti,“ sagði Halldór Jóhanns- son. Er uppgjöri vegna HM-95 þar með lokið? „Það hefur því miður lítið gerst í því þrátt fyrir viðleitni hjá mér og mínum lögmanni að fá frá nefndinni gögn til að yfirfara. Uppgjör keppninnar er ekki enn til endurskoðuð, en í september voru lagðir fram reikningar þar sem endurskoðandi sagði að hann hefði farið yfir samtölur. Þeir hafa engan rétt til að kretj- ast umræddra 20 milljóna, ég hef ekki gert neitt misjafnt og er sak- laus af öllum ákærum um fjár- drátt. Ég mun svara þessu máli í samráði við minn lögmann, og mun leita réttar míns fyrir dóm- stólum gerist þess þörf. Þetta mál hefur valdið mér gífurlegu tjár- hagslegu tjóni og ég mun með öllum ráðum reyna að endur- heimta mitt mannorð og þá pen- inga sem ég hef glatað, auk þess að fá leiðréttingu á samningnum. Ábyrgð Akureyrarbæjar hangir ennþá inni og þeir hafa ekki gert neina tilraun til að ganga að henni, enda kannski ekki getað það því hún er skilyrt" sagði Halldór Jóhannsson. GG Iþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar: Eiríkur Björn Björgvinsson ráðinn? lenskar og erlendar myndir fara, bendir Hilmar á að 5 mánuðir eru síðan myndin var frumsýnd í Reykjavík. „Síðar í greininni er Jóhann síðan í hróplegu ósamræmi við sjálfan sig þegar hann segir að Agnes hafi verið sýnd á undan af því að hún sé nýrri mynd. Þetta sýnir mér að þarna er einhver í nauðvörn sent hefur vondan mál- stað að verja og mér finnst öll hans ummæli bera vott um það,“ sagði Hilmar. Varðandi samanburð á fjölda áhorfenda sem séð hafa annars vegar Tár úr steini og hins vegar Agnesi, og vísað er til í greininni, segir Hilmar að þær tölur séu nán- ast þær sömu. „Eftir 8 vikur höfðu 14.205 séð Tár úr steini og eftir 8 vikur, sem er núna, höfðu unt 14.600 manns séð Agnesi og þær tölur hef ég beint frá framleiðanda myndarinnar. Það að Borgarbíói hafi verið boðin Agnes til sýningar nokkru áður en því var boðin Tár úr steini er einnig rangt, sam- kvæmt því sem framleiðandi Ag- nesar, Snorri Þórisson, hefur tjáð mér. Hann segir mér að þeir hafi fengið boð um að sýna Agnesi núna upp úr áramótum. Fulltrúar mínir höfðu boðið Borgarbíói Tár úr steini einhverjum mánuðum fyrr, m.a. var þeim boðið að hafa hana sem jólamynd.“ Hilmar segist ekki hafa ástæðu til að efast að Borgarbíó hafi ekki ætlað að sýna Tár úr steini, um það snúist ekki niálið. „Mér finnst hins vegar óeðlilegt að ekki sé bú- ið að sýna myndina í höfuðstað Norðurlands 5 mánuðum frá því að hún var frumsýnd og ég stend við þá fullyrðingu að sýningar- stjóri Borgarbíós hefur nákvæm- lega engan áhuga sýnt á myndinni. Margir héldu að Tár úr steini yrði þung mynd um þungt tónskáld. Annað kom hins vegar á daginn þegar hún var frumsýnd. Bæði fór Snyrtivörukynning Maria Galland föstudag 16. febrúar kl. 13-18 Tiíboð á líkamskremlínunni 2 krem á verði eins 15% kynningarafsláttur Sjáumst SNYRTTVÖRUDEILD aðsókn hér heima fram úr björt- ustu vonum og einnig fékk hún á dögunum áhorfendaverðlaun í Gautaborg. Það sýnir hversu greiða leið hún á að áhorfendum. I dag eru allt of mörg bíó að miða sinn rekstur við einn áhorf- andahóp, sem eru unglingar. Það er eins og fólk yfir tvítugu fari ekki í bíó. Mér finnst þetta móðg- un gagnvart þeim fjölmörgu Akur- eyringum sem liafa haft samband við mig og spurt af hverju Tár úr steini hafi ekki verið sýnd,“ sagði Hilmar Oddsson. HA Canon Ijósritunar- vélar Þú þekkir Canon Þú þekkir Tölvutæki LVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.