Dagur - 16.02.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 16.02.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 16. febrúar 1996 — LEIÐARI--------------------------- Uppeldishlutverkið og vímueÉnin ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Er upprnna unglingavandamálsins að leita hjá foreldrunum sjálfum og óöryggi þeirra gagnvart börnum sínum? Er besta forvarnarstarfið falið í góðu sambandi milli foreldra og barnanna? Þetta eru tvær af þeim fjölmörgu spurningum sem vakna í þeirri rótmiklu umræðu í þjóðfélag- inu sem er þessa dagana um vímuefnaneyslu unglinga og stöðu uppeldismála almennt. í grein í Degi sl. miðvikudag ræddi Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, um vímuefnaneysluna og benti réttilega á að foreldrar þurfa að tala við unglinga um vímuefni. „Kannanir erlendis hafa sýnt að afstaða foreldranna hefur áhrif á ung- lingana. Sumir foreldrar vilja leiða hjá sér um- ræðu um þessi mál. Halda jafnvel að það muni gera illt verra, þá verði vímuefnaneyslan spenn- andi í augum unglingsins. Erfitt er að fallast á þau rök að unghngarnir noti vímuefni vegna þess að slíkt sé bannað. Þá mætti allt eins segja að unglingar myndu ekki nota vímuefni ef það værileyft." Þessi orð Einars vekja athygli á miklu óöryggi foreldra um stöðu sína í uppeldinu og ráðleysi. Auðvitað er ekki nóg að fólk grípi í örvæntingu til einhverra aðferða þegar börnin eru komin á unglingsár heldur verða samskiptin þá að vera byggð á trausti milli foreldranna og barnanna sem hefur skapast meðan börnin voru lítil. Þá vaknar sú spurning hvort við stöndum frammi fyrir vanda sem hefur byggst upp vegna breyt- inga í þjóðfélaginu. Sannarlega hefur heimilið breyst í áranna rás, algengast er að báðir for- eldrar vinni úti og hafi minni tíma til að sinna bömunum. Inn í þetta spila svo peningaáhyggj- ur foreldranna sem aftur þrýsta á meiri vinnu og hún bitnar á ungum börnum sem þurfa að finna stoð í foreldrunum. Þjóðfélagsmynstrið er allt annað en það var áður og breytingin hröð. Það er ekki óskastaða að heimilin í landinu þurfi tvær fyrirvinnur sem vinni myrkranna á milli. Hugsan- lega emm við að sjá einn hluta afleiðinganna en þær koma víða fram. Okkur þarf að lærast að vanvirða ekki uppeldishlutverkið og fóma því á altari vinnunnar heldur sinna því samhliða. Þá getum við fengið miklu áorkað til að stýra ung- dómnum inn á betri brautir út í lífið. Ég sting upp á Páli Skúlasyni Eftirfarandi grein lá á Morgun- blaðinu í nokkrar vikur en að lokum fékkst ekki birtur nema örstuttur „útdráttur“ úr henni. Morgunblaðið hefur enda ákveðið að stemma stigu fyrir alla sómasamlega umræðu um forsetakjör fram á vor. Þvi leita ég á náðir Dags. Mér skilst að þindarlaus leit standi nú yfir að verðugum arf- taka þeirra Kristjáns Eldjáms og Vigdísar Finnbogadóttur á for- setastóli að Bessastöðum, manni sem beri með sér reisn Kristjáns og þokka Vigdísar en hafi þó af slíkum sérkostum að státa að hann verði meir en bláber tvígengill annars hvors þeirra. Þjóðin virðist vel sjá sólina fyr- ir þeim mögulegu frambjóðendum sem enn hafa verið nefndir til sögu. Hún sýnist ekki (lengur) vilja stjómmálamann í þetta emb- ætti og því síður mun hún kjósa yfir sig neinn uppþomaðan bóka- béus. Um forsetann okkar má aldrei verða ort: „Af bragðvísri hagfræði blendingur var/og bók- viti hugsun hans hver.“ Köttur má ekki komast í ból bjamar. Hinn eftirlýsti þarf að vera mæltur á framandi tungur og sjóaður í sam- skiptum við fjarrar þjóðir. Hann þarf að vera sameiningartákn Is- lendinga inn á við, glæstur fulltrúi þeirra út á við. Umfram allt þarf hann að vera í blóðtengslum við sögu þjóðarinnar, náttúm hennar og tungu. Eg játa að hafa ekki fyrr lagt eyru við væntanlegu forsetakjöri en að nafn eins manns kom mér í huga: Páls Skúlasonar, heimspek- ings og prófessors við Háskóla ís- lands. Hann hefur þá kosti til að bera sem tilgreindir voru hér að framan en er laus við gallana. Hann er sómamaður sem ég hef hvergi heyrt orði að hallað þótt hann hafi lengi verið áberandi í ís- lensku menningar- og menntalífi. Slíkt er einstakt í samfélagi per- sónuvíga. Ég sting upp á Páli. Yfirvegun Heimspekinni á íslandi hefur lagst margt til gæfu og virðingar á und- anfömum ámm. Sá tími er löngu liðinn að rödd hennar sé metin á við húsleka. Að öðrum ólöstuðum hefur Páll Skúlason átt mestan þátt í að skapa heimspekinni þetta nýja hlutgengi meðal íslendinga. Hann hefur verið óþreytandi við að koma málstað hennar á fram- færi á opinberum vettvangi. Hann hefur ekki talað til fólks úr ffla- beinstumi fræðanna heldur mælt röddu sem það skilur. Það er á vettvangi hversdagsins, ekki síst í baráttunni við náttúruöflin á sjó og landi, sem menn verða „frá- bærir umfram aðra“. Þetta veit Páll og skilur. Þegar hann heldur opinbera fyrirlestra á Akureyri fyllast salir - ekki af búralegum fræðingum heldur venjulegu fólki sem nemur speki hans. Ekki spillir að Páll er norðanmaður, norðan- stúdent. En það skiptir þó vart höfuðmáli. Einn höfuðvandi Islendinga er tengslaleysi fræða og atvinnulífs. Hin fyrmefndu em einatt ekki nógu „niðurlút"; atvinnulífið ekki nógu „upplitsdjarft“. Fáum væri betur treystandi til að bera sáttar- orð milli þessara aðila, og um leið þeirra tveggja þjóða sem að margra dómi búa í þessu landi, en Páli Skúlasyni, manninum sem þegar brúað hefur bilið milli hefð- bundinnar íslenskrar alþýðuspeki og alþjóðlegs vísdóms í heimspeki sinni: gert háleit fræði að almenn- ingseign. Minnumst þess að kjam- inn í hinni heimspekilegu aðferð hans er jafnan yfirvegunin, megin- verkefnið að öðlast skilning á lífi mannsins í nútímanum með því að yfirvega þá þætti sem gera tilveru okkar að einni heild þrátt fyrir þá tvístmn og samhengisleysi sem einkenna hana á yfirborðinu. Páll er hugmynda-sættir og jafnframt manna-sættir. Því hefur stjóm- viska hans verið eftirsótt, innan Háskóla fslands sem utan, ekki síður en vísdómsorð. Kristján Kristjánsson. Ég játa að hafa ekki fyrr lagt eyru við væntanlegu forseta- kjöri en að nafn eins manns kom mér í huga: Páls Skúlasonar, heim- spekings og prófess- ors við Háskóla ís- lands. Pjóðspekingur Það er íslenskur rótarkeimur af heimspeki Páls Skúlasonar, líkt og af kveðskap Stephans G. Steph- anssonar. Ég hlustaði nýverið á Pál flytja erindi um lífspeki hins síðamefnda á ráðstefnu í Kanada. Hann sló, sem oftar, í gegn. Ég heyrði Vestur-fslendinga pískra um það á göngum á eftir hvort hér væri ekki komið tilvalið forseta- efni. Minnumst þess að frændur okkar þar em einatt enn þjóðrækn- ari en við hér heima, enn næmari fyrir hagsmunum „gamla lands- ins“. Einn vinur minn stakk því að mér fyrir skömmu að Pál mætti með réttu kalla þjóðspeking, ekki síður en heimspeking: heimssýn hans væri svo gegnsýrð af lensku hans, rótum hans í íslenskri mold. Þetta kemur hvergi betur fram en í síðustu tveim bókum Páls, Menn- ingu og sjálfstœði (1994), sem er í raun samfelld greining á lífsverk- efnum íslensku þjóðarinnar og stöðu menningar okkar í síminnk- andi heimi, og I skjóli heimspek- innar (1995) þar sem spumingar um samband manns og náttúru verða æ áleitnari. Sú bók hefst með innblásinni grein, byggðri á skynjun Páls af Oskju; og þar er einnig að finna athyglisverða rit- gerð um siðfræði skógræktar. Lykilorðin í hugsun Páls nú um stundir eru einmitt að mínum dómi þessi: alþjóðarœkni, þjóð- rœkni - náttúrusýn, umhverfi (ng). Er hœgt að hugsa sér verðugri íhugunarefni fyrir forseta? Páll Skúlason hefur þegar, í verkum sínum, afsannað þau fleygu orð að nú á dögum séu bara til prófessorar í heimspeki, engir heimspekingar. Með þeim hefur hann í senn lagt drög að nýrri (þjóðlegri og jarðbundinni) heim- spekihefð á íslandi og auðgað þá bókmenntahefð sem svo lengi hef- ur verið stolt okkar og sómi. Hann yrði sannur menningarfrömuður, en umfram allt sannur Islendingur, á forsetastóli. Þessi grein er ekki skrifuð til að hvetja fólk að kjósa Pál Skúla- son sem næsta forseta. Hann er ekki í framboði enn! Hún er frem- ur skrifuð í því augnamiði að vekja athygli Páls sjálfs á þessum kosti og sem áskorun til þeirra sem ég hef dregið til samsýnis mér um að leggja nú að honum, af öllum mætti, að hugleiða málið. Kristján Kristjánsson. Höfundur er dósent við Háskólann á Akureyri. Kristján Kristjánsson, dósent við Háskólann á Akureyri, leggur til að Akureyringurinn Páll Skúlason, prófessor við Háskóla íslands, verði næsti húsbóndi á Bessastöðum. Kristján segist ekki skrifa þessa grein til þess að hvetja fólk til að kjósa Pál, enda sé hann ekki í kjöri. Miklu fremur sé greinin skrifuð til að hvetja Pál til að íhuga það alvarlega að gefa kost á sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.