Dagur - 16.02.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 16.02.1996, Blaðsíða 5
HVAÐ ER AÐ CERAST? Föstudagur 16. febrúar 1996 - DAGUR - 5 Göngu- eða skíðaferð FA Á morgun, laugardag, stendur Ferða- félag Akureyrar fyrir léttri göngu- eða skíðaferð um bakka Eyjafjarðarár. Áætlað er að ganga frá gömlu brúnum og fram að Hrafnagili. Lagt verður af stað frá skrifstofunni Strandgötu 23 kl. 13. Skráning fer fram á skrifstof- unni í dag, föstudag, kl. 17.30-19. Síminn er 4622720. Money Train í Borgarbíó Borgarbíó sýnir um helgina kl. 21 og 23 myndina Money Train, þar sem Wesley Snipes og Woddy Harrelson eru í aðalhlutverkum og túlka lög- reglumenn í neðanjarðarlestum New Yorkborgar. í hinum sal Borgarbíós verður sýnd kl. 21 um helgina spennumyndin Virtuosity og kl. 23 verður hin vin- sæla mynd Nine Months með Hugh Grant í aðalhlutverki sýnd. Á bamasýningum á sunnudag kl. 15 verða sýndar myndimar Pocha- hontas og Hundalíf. Miðaverð kr. 550. Sporvagninn um helgina Sporvagninn Girnd eftir Tenn- essee Williams verður sýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 bæði kvöldin. Þetta er næstsíðasta sýningarhelgi, en laugardaginn 24. febrúar er áætluð síðasta sýning. Miðasalan í Samkomuhúsinu er opin daglega kl. 14-18 og sýning- ardagana fram að sýningu. Sím- svari tekur við miðapöntunum all- an sólarhringinn. Síminn er 462 1400. Kór eldri borgara á Akureyri með tónleika Kór eldri borgara á Akureyri heldur skemmtun í Húsi aldraðra á Akur- eyri á morgun, laugardaginn 17. febrúar, kl. 16. Sigríður Schiöth stjómar kórnum, um píanóundirleik sér Guðjón Pálsson og einsöngur er í höndum Helgu Alfreðsdóttur og Sigurðar Ámasonar. Þá mun Þráinn Karlsson annast upplestur. Boðið verður upp á kaffi og síðan stiginn dans. Á söngskránni em sönglög eftir innlenda og erlenda höfunda. Nefna má Jón Nordal, Pál H. Jóns- son, Karl O. Runólfsson, Ágúst Pétursson og Jón Bjömsson. Sigríður Schiöth stjórnar Kór eldri borgara á Akureyri. Félagar á Hótel KEA Framan af kvöldi annað kvöld verður lokað samkvæmi á Hótel KEA en frá og með kl. 23.30 verður opnað fyrir aðra en matargesti. Hljómsveitin Félagar leika fyrir dansi. Flóamarkaður á Hjjálpræðishernum í dag, föstudag, verður flóamarkaður á Hjálpræðishemum, Hvannavöllum 10 á Akureyri. Markaðurinn hefur átt sí- vaxandi vinsældum að fagna enda er þar hægt að gera góð kaup á góðum fatnaði. Opið verður milli kl. 10 og 17. Bolludagskaffi með lifandi tónlist Bolludagskaffi með lifandi tónlist í flutningi blásaradeildar Tónlistarskól- ans á Akureyri verður í Gryfju Verk- menntaskólans á Akureyri nk. sunnu- dag kl. 14. Aðgangseyrir verður 600 kr. fyrir fullorðna og 200 fyrir böm og em veitingar innifaldar. Bolludagstón- leikar blásarasveitar Tónlistarskólans hafa verið fastur liður í starfseminni um árabil og em liður í fjáröflunar- starfi nemenda. Á tónleikunum leika lúðrasveitir skólans, sem em fjórar talsins, auk smærri hópa blásara. Gunnar og Júlíus á Oddvitanum Þeir félagamir Gunnar Tryggvason og Júlíus Guðmundsson skemmtu gestum Oddvitans á Akureyri urn síðustu helgi og þeir endurtaka fjörið á Odd- vitanum í kvöld og annað kvöld vegna fjölda áskorana. Flóamarkaður í Kjarnalundi Fyrsti flóamarkaður ársins verður á morgun, laugardaginn 17. febrúar, hjá Náttúmlækningafélaginu og verður í Kjamalundi frá kl. 14 til 17. í boði er mikið úrval af gömlum og nýjum munum. Auk þess er nýkominn fatn- aður af ýmsu tagi, m.a. fyrir öskudag- inn. Geta má þess að í Kjamalundi er einnig tekið á móti fatnaði og munum sem fólk þarf og vill losna við. Undir áhrifum á Dropanum Um helgina mun hljómsveitin Undir áhrifum spila fyrir gesti veitingastað- arins Dropans á Akureyri. Hljóm- sveitina skipa: Rúnar söngur, Ólafur gítar, Heimir hljómborð, Ármann bassi og Jón Baldvin trommur. Nýnæmi í Glerárkirkju Fram að páskum verður sú nýbreytni í safnaðarstarfi Glerárkirkju að boðið verður upp á bamagæslu á meðan á messum og guðsþjónustu stendur. Á þennan hátt vill kirkjan koma til móts við bamafjölskyldur. Fyrirkomulagið verður þannig að í upphafi guðsþjón- ustu em bömin með foreldrum sínum en undir sálmi fyrir predikun eru bömin leidd inn í safnaðarsalinn þar sem verður sungið, þeim sagðar sögur og beðið er með þeim. Vonast er til þess að sem flestir nýti sér þessa þjón- ustu. MiUjónamæríngariiir og Stephan í Sjallanum Milljónamæringamir em nú komnir á fleygiferð á ný. Söngvari með þeim næstu vikurnar verður Stefán Hilmarsson, sem nú kallar sig Vestur-íslendinginn Stephan Hilm- arz. í kvöld verða þeir í Sjallanum á Akureyri og ef að líkum lætur verður mikið fjör. Annað kvöld skemmtir hljóm- sveitin Papar í Sjallanum. Hljóm- sveitin Bylting skemmtir á Góða dátanum í kvöld og annað kvöld og Skyttumar þrjár verða í Kjallaran- um í kvöld og annað kvöld. Hlynur á opn- unarsýningu í Galleríi+ Hlynur Hallsson opnar sýningu sína „Þrjú herbergi" í nýju sýning- arrými, Galleríi+, Brekkugötu 35 á Akureyri, á morgun, laugardaginn 17. febrúar, kl. 14. Hlynur er fæddur á Akureyri 1968 en stundar nú framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi og hefur ver- ið búsettur frá 1993 í Hannover. Hann hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér á landi og einnig í Nor- egi, Þýskalandi og Hollandi. Hlyn- ur hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar, 1992 í Þrándheimi, 1994 í Café Karólínu á Akureyri, 1995 í Deiglunni á Akureyri, Gerðubergi í Reykjavík og Kun- straum Wohnraum í Hannover. Samhliða sýningunni í Galleríi-t- verður Hlynur með sýningar í Ný- listasafninu og á Mokka og verða þær opnaðar 24. febrúar. Á sýning- unni í Galleríi+ verður Hlynur með innsetningar, sjóndeildarhring (hluta), hljóðverkið útvörp og nýtt bókverk. Sýningin stendur til 10. mars og Gallerí+ er opið á laugar- dögum og sunnudögum kl. 14 til 18.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.