Dagur - 16.02.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 16.02.1996, Blaðsíða 11
Sveinn Rafnsson, sölumaður, afhendir Kristjáni Sverrissyni eiganda Bing Dao/Mongo tvo nýja Renault Twingo. Btlaval selur Renault bifreiðar Fyrstu Renault bílamir voru afhentir í vikunni hjá Bílasölunni Bílavali, Glerárgötu 36, sem er nýr söluaðili fyr- ir Renault bfla á Akureyri. I tilefni þessa verður haldin glæsileg sýning um helgina á Renault bflum og verður þeim sem panta bfl á sýningunni boðið upp á ríkulegan aukaafslátt. . U M B o Ð „Lofthræddi örníim hann Orvar“ sýndur á Akureyri Leikfélag Akureyrar á von á skemmtilegum gesti dagana 26.- 28. febrúar næstkomandi. Þetta er „Lofthræddi örninn hann Örvar“ - skemmtileg leiksýning frá Þjóð- leikhúsinu sem ætluð er bömum á aldrinum 5-12 ára. Örvar er öm sem er svo óhepp- inn að vera lofthræddur en þráir samt heitt að svífa fugla hæst. Með hjálp vinar sfns, músarrind- ilsins, tekst Örvari að lokum að yfirvinna lofthræðsluna og svífa vængjum þöndum. Lofthræddi örninn er hugljúf sýning sem höfðar til og virkjar hugarflug bama og fullorðinna. Sagan er sögð með blöndu af dansi, tónlist, leik og látbragði. Bjöm Ingi Hilmarsson fer með öll hlutverkin í sýningunni og heillar með leik sínum unga áhorfendur inn í heim ævintýrisins. Árið 1992 var sýning á þessu verki valin besta bamaleiksýning- in í Svíþjóð. Leikritið um lofthrdda öminn er byggt á sögu eftir Lars Klinting en leikgerðina sömdu Peter Eng- kvist og Stalle Ahrremann. Anton Helgi Jónsson þýddi verkið og Ulf Eriksson er höfundur tónlistarinn- ar sem flutt er í sýningunni. Peter Engkvist, annar höfundanna, ann- aðist leikstjórnina og lýsingin er hönnuð af Páli Ragnarssyni. Sýningin á „Lofthrædda emin- um honum Örvari“ tekur um það bil 40 mínútur í flutningi og verð aðgöngumiða er kr. 500. Sýningar verða í Samkomuhús- inu á Akureyri mánudaginn 26. febrúar kl. 14 og 17, þriðjudaginn 27. febrúar og miðvikudaginn 28. febrúarkl. 10.30 og 13. Leiðrétting I umfjöllun í Degi í gær um dönskukennslu var rangt farið með nafn annars nemandans sem rætt var við. Hann heitir ekki Rögnvaldur Snæbjömsson eins og fram kom í blaðinu, heldur Rögn- valdur Snorri Bjömsson. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mis- tökum. Björn Ingi Hilmarsson fer með hlutverk lofthrædda arnarins. | Þorrablót Styrktarfélag vangefinna heldur sitt árlega þorrablót laugardaginn 24. febrúar nk. í Félagsmiðstöðinni Lundaskóla. Borðhald hefst kl. 18. Allir þroskaheftir velkomnir. Stjórnin. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Föstudagur 16. febrúar 1996 - DAGUR - 11 *' ■ ' ’. •' ... ■ v ‘ •''' Hótel KEA Laugardagskvöldið 17. febrúar 4’ultáUSSfX Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.30 Huómsveitin Félagar leikur fyrir dansi Akureyrarbær, Tækni- og umhverfissvið Sala á tækjum og bílum í eigu gatna- og umhverfisdeildar Tæki gatnagerðar: Jarðýta Caterpillar D6C 120 hö....árg. 1967 DG-720 ThamesTrader vörubifreið ............árg. 1963 FP-440 Ford B. 1411 sérhæfð sorpbifreið ... árg. 1979 Pallur af 12 tonna vörubifreið Bílar og tæki eru til sýnis hjá áhaldahúsi Akureyrarbæjar v/Tryggvabraut og eru upplýsingar veittar þar eða í síma 462 1193. Tæki umhverfisdeildar: A-4783 Toyota sendibíll....................árg. 1987 B-8067 Nissan Urvan sendibíll..............árg. 1985 FR-093 Chevrolet pallbíll .................árg. 1979 Ad-681 Massey Ferguson ....................árg. 1979 Vagn, heimasmíðaður, stærð 1,6 m x 4,2 m Vagn, heimasmíðaður með fjöðrum, stærð 1,8 m x 4,0 m Bílar og vagnar eru til sýnis hjá umhverfisdeild við Krókeyri og eru upplýsingar veittar þar eða í síma 462 5600. Dráttarvélin er í láni hjá Skógræktarfélagi Eyfirð- inga. (Hálsi, Eyjafjarðarsveit). Óskað er eftir verðtilboðum í viðkomandi tæki, þar sem gerð er grein fyrir tilboðsupphæð og greiðslufyrirkomu- lagi. Tilboðin skulu hafa borist á skrifstofu bæjarverk- fræðings fyrir kl. 11 miðvikudaginn 28. febrúar 1996 og verða opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Heimilt er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öll- um. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.