Dagur - 17.02.1996, Page 4

Dagur - 17.02.1996, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir), BLAÐAM. HÚSAVÍK - SÍMIÁ SKRIFST. 464 1585, FAX 464 2285. HS. BLM. 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN Gl'SUSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Líklega er algengasta skýringin á því að fólk lendir í ógöngum í fjármálum vegna fasteignakaupa sú að ekki eru fyrirfram gerðar raunhæfar áætlanir. Boginn er spenntur til hins ítrasta og ekki er gert ráð fyrir að tekjur kunni að lækka skyndilega. Afleiðangarnar eru því miður oft alvarlegar, áður en fólk veit af er það komið í þrot. Nú má það vera ljóst að þeir kostir sem eru á húsnæðis- markaðnum henta fólki misjafnlega vel. í afar athyglisverðri samantekt Stefáns Ingólfssonar, verkfræðings, fyrir Neyt- endablaðið kemur í ljós að Búsetakerfið er hagstæðasti kost- urinn, hvort sem litið er til félagslegs hluta Búseta eða þess almenna. Og athugun Stefáns leiðir í stórum dráttum í ljós að húsnæðiskostnaður í félagslega kerfinu sé alltof mikill og það rísi engan veginn undir því að bera þetta heiti og vera ætlað láglaunafólki. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, víkur að þessari niðurstöðu Stefáns í leiðara Neytendablaðsins og segir: „Þegar það liggur fyrir að hús- næðiskostnaður fyrir láglaunafjölskyldu er nálægt 40% lægri í félagslegri búsetaíbúð með húsaleigubótum heldur en í jafn- stórri íbúð innan verkamannabústaðakerfisins (húsnæðis- nefndir), er greinilegt að síðarnefnda kerfið er í ólagi." Annað atriði í könnun Stefáns Ingólfssonar er allrar athygh vert. Hann kemst að því að fjölskylda með minna en 150 þús- und króna mánaðartekjur hafi enga möguleika á því að kaupa íbúð á almennum markaði miðað við húsbréf til 25 ára - ekki einu sinni lélega tveggja herbergja íbúð, þrátt fyrir að hafa sparað fyrir 15% kaupverðs. Stefán telur að það sé fyrst við 200-250 þúsund króna tekjumörkin sem íslenska vísitölufjöl- skyldan geti leyft sér þann munað að búa í þriggja herbergja íbúð. „Það hlýtur að vera eitthvað bogið við það kerfi sem við búum við, kerfi sem í raun byggir á séreignastefnu. Stórs hluta af skýringunni gæti verið að leita í allt of háum raun- vöxtum," segir Jóhannes Gunnarson í Neytendablaðinu. Það er auðvitað mergurinn málsins, eins og Dagur hefur margoft bent á, að húsnæðiskerfið á íslandi er stórkostlega vanskapað. Það er einfaldlega allt of dýrt fyrir meðaljóninn að eignast húsnæði í dag. Unga fólkinu sem kemur peningalítið úr námi er nánast ofviða að eignast eigið húsnæði og það lendir í vítahring leigumarkaðarins með námslán á bakinu sem eiga eftir að reynast þung byrði. Hér er ekki dregin upp fögur mynd, en því miður er það svo að athugun Stefáns Ing- ólfssonar staðfestir þá skoðun Dags að húsnæðiskerfið á ís- landi er á villigötum. í UPPÁHALDI H'aukurJakobsson œtti að vera mörgum Ak- ureyringum að góðu kunnur. Hatm var fjölhœfur íþróttamað- ur á yngri árum og lagði þá fyr- ir sig knattspyrnu. frjálsar (þróttir og skíði. Á síðari árum hefur hann getið sér gott orð sem kylfingur í öldungaflokki, þar sem hann er enn að taka framförum þráttfyrir að hann sé kominn á sjötugsaldurinn. Haukur er giftur Kolbrúnu Sveinsdóttur og eiga þau fiimm uppkomin börn og níu barna- börn. HvaSa matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Ég held að uppáhaldsmaturinn sé saltkjöt og baunir. Einhverra hluta vegna hefur mér þótt það besti matur sem ég fæ, ef ég fengi að panta hjá konunni minni, þá mundi ég panta þetta. Uppáhaldsdrykkur? Ég drekk mest af undanrennu og mér finnst hún mjög góð þegar hún er köld. HvaSa heimilsstörfflnnst þér skemmtilegustlleiSinlegust? Mér finnst hundfúit að ryksuga en í lagi að vaska upp. Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eSa líkamsrœkt? Já, ég syndi töluvert og síðan er ég tvisvar til þrisvar í viku í Haukur Jakobsson. þrekæfingum og svo er golfið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Ert þú íeinhverjum klúbb eSafé- lagasamtökum? Ég er KA-maður og er í Golf- klúbbi Reykjavíkur. Svo syng ég svolítið í Gamla Geysi. HvaSa blöS og tímarit kaupir þú? Ég kaupi íþróttablaðið og Morg- unblaðið. HvaSa bók er á náttborSinu hjá þér? Það eru nú tómar veiðisögur. Það eru aðallega bækur um laxveiði sem ég les og svo er ég að lesa að gamni mínu gamla bók um Kevin Keegan. / hvaSa stjörnumerki ertþú? Sporðdrekanum. HvaSa tonlistarmaSur er ímestu uppáhaldi hjá þér? Ég hélt mjög mikið upp á Elvis Presley og Mario Lanza. Uppáhaldsleikari? Mér fannst nú Clark Cable alltaf skemmtilegur og svo Errol Flynn. HvaS horfir þú helst á ( sjánvarpi? íþróttir og fréttir. A hvaSa stjómmálamanni hefurSu mest álit? Davíð Oddssyni. Hver er aS þínu matifegursti staSur á íslandi? Af þeim stöðum sem ég hef komið til finnst mér Mývatn vera fallegast. Hvar vildiröu helst búa ef þú þyrftir aS flytja búferlum nú? Á Grenivík í HÖfðahverfi, þar sem ég fæddist. Efþú ynnir stóra vinninginn (lóttó- inu hvernig myndir þú eySa pening- unum? Ég held ég mundi styrkja bömin mín. Hvernig vilt þú helst verja frístund- um þínum? Á golfvellinum, við veiðiskap og með fjölskyldu minni. HvaS gerðir þú (fríinu sl. sumar? Ég stundaði nú aðallega golf. HvaS œtlar þú aS gera um helgina? Ég ætla að vera í fertugsafmæli sonar míns (Sveins Ævars). -fe Hundíult að ryksuga en í lagi að vaska upp Fyrir ágæta lesendur mína á Akureyri og í nærsveitum bregð ég hér á blað þessari sígildu tækifærisræðu minni. Á morgun held ég til Finnlands að ylja löndum vorum í Helsinki með stúfnum atama. Vona bara að ferjan strandi nú ekki strax aptur! Og von- andi yljar þorratalan þessi ukkur eins og vel og raunin hefur verið á með ís- lendinga í Stokkhólmi, Jönköping og Lundi. Það er „Jönköpingsvaríanten“ sem hér birtist og því einu við hann að bæta að þau eru orðin tuttuguogþrjú árin síðan ég hóf nám við skóla Brahe á Visingsö. Hér eru annars stóísk veð- ur. Vötn ísilögð, hvít jörð og kulda- blár himinskjöldur. Fimtán stiga frost sólarhringunum saman. En daginn lengir... Kemur þá ræðan: ,Ágætu landar, svenska vanner och andra bekanta! Best er að hafa góða tölu stutta. Það stendur jú mikið til! Og sýnast mér flestir hér eins hressir og þeir væm í beinni útsend- ingu hjá Hemma Gunn. Áður en lengra er haldið: njótið heil hins ldass- íska matar! Þorrablót em til þess að gera mikill fomaldarsiður sem Naust- ið margumgetna á Vesturgötunni tók upp 1960 og má nú enginn vami halda nema viðkomandi hafi afgreitt svo og svo marga hrútspúnga og önnur glóð- araugu árlega og skolað niður með þeim Svarta dauða. Hláturinn lengir lífið en spikið þjarmar að hjartarótum þannig að allt gengur þetta upp, enda engin tradisjón til á Islandi nema sult- ur og brennivín, og á okkar síðustu og verstu hraði, ráðleysi og algjört óhóf. En auðvitað stendur það til bóta eins og allt annað. Skárra væri það nú! Mér eru orð gömlu konunnar á strandprómenaðinum í Varberg ofar- lega í huga á þessum merku tímamót- um í lífi mínu. Tiden gár och vi med den sagði gamla konan. Eru það orð að sönnu. Rétt tuttugu árin síðan ég fann fyrst fótum mínum forráð á sænskri grundu og einmitt hér í Smá- löndunum, nánar tiltekið á þeirri ágætu eyju Visingsö, hvar ég lagði meðal annars stund á hin húmanist- ísku fræðin vorönnina sjötíuogþrjú, og Jönköping reyndar fyrsta erlenda stór- borgin sem ég kynntist til einhvurrar hlítar. Og enn er búsældarlegt kring- um Vattem og gulu ljósin á fegurstu hraðbraut norðursins jafnheillandi nú sem þá. Megið þið prísa ukkur sæl að búa á þessum slóðum landar góðir, sænskir gestir vorir, vinir og félagar. Það væsti heldur ekki um mig á Vis- ingsö. Ég tók strax þátt í samsöng nemenda á kynningarkvöldi og hefí ávallt síðan litið Rósu á Bala hýrum augum. Og síðan gaus jú það útdauða Helgafell í Vestmannaeyjum og varð ég þá á svipstundu frægasti einstak- lingurinn á Visingsö og þó víðar væri leitað og kom sér vel fyrir mig að hafa verið kokkur á bát í Éyjum í einnog- hálfan sólarhring á vorvertíðinni sjö- tíuogtvö. Allt samkvæmt slagaranum gamla: Oft er fjör í Eyjum þegar fisk- ast þar! En nú yfir í aðra sálma fer- skeytlunnar. Því hvað á betur við svið, hákarl og hangikjöt en nokkrar slíkar úr Vopnafirði. Þar er verkaður bestur hákarl á Fróni. Og best að byrja á einni matarlegri! Á góðu búi í Hofsár- dal bjuggu nokkrir bræður og voru allir sem sem einn haldnir miklu heymarleysi. Gat það tekið tímann sinn að kalla þá í matinn úr túninu um hásláttinn. Og einu sinni kom skáld- mæltasti bróðurinn ansi seint að kræs- ingunum og var víst lítið eftir. Hrökk honum þá þessi staka af munni. Oft hefurfokið mold á mel mikil auðna orðið. Sá hefur vakið vísnaþel sem seinast sest við borðið. En engar sögur fara af því hversu saddur hann varð af skáldskapnum. Sumarið 74 þegar ég var kaupa- maður á Skjaldþingsstöðum lenti hálf- gerður frændi minn út af um hábjarta nótt sólmánuðar og var talið að Bakk- us hefði verið með í för. Lét hann ólukkuna lítt á sig fá heldur orti þessa fleygu ferskeytlu rykaður niðri í skurðinum, kannski með heilahristing: Hvort bóndi eða kona bílnum aka ja breytir litlu sýnist mér. Því eftir því munu allir taka að keyrir út af hvorsumer. Og stendur enn fyrir sínu. Til huggunar skólafólki og þeim sem sloppið hafa að mestu við nám af slíku tagi ætla ég nú að fara með tvær vísur tengdar skólum og námi. Sú fyrri er eftir föðurbróður minn Ingólf Jónsson heitinn sem lengi var bóndi á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Hafði ég hana oft á takteinum á há- skólaárum mínum í Lundi, enda eftir miklu að sækjast: / Háskólanum happ þitt er, hundraðþúsund líkur. Fáð’ér miða.flýttu þér, fljótt þú verður ríkur. Blessuð sé minning Ingólfs. Seinni vísuna lærði ég af Jóni Kárasyni, sem leigði hjá pabba og mömmu í Eyrar- vegi 35 síðustu tíu árin áður en þau fóru á Dvalarheimilið Hlíð, og er hún mér alltaf ákaflega hugstæð: Ferða-Gvendur kom úr skóla, greindi sundurA og B. Uti á hlaðifer að góla um hvað klukkan orðin C. Svo mörg voru þau orð. Og víst er fleira matur en feitt kjöt en látum okk- ur neyta á meðan nefinu stendur. Því enginn veit fyrir víst sinn næturstað, hvað svo sem líður strætisvögnum, jámbrautarlestum, flugvélum og leigubílum. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag og hótel okkar er jörðin kvað Tómas. Og kannski ekki úr vegi að rifja upp Hávamál: hver sem sér orð- stír góðan getur ogsvoframvegis. Tím- inn er fugl sem flýgur hratt og reyndar af skomum skammi. Látum því dans- inn duna á fjölunum fram á nótt! Hristum af okkar doða, dmnga og slen: áfram veginn!“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.