Dagur - 17.02.1996, Qupperneq 15
r\nr\ t- „
r*»-
oi i.o /\ n
k i-
Laugardagur 17. febrúar 1996 - DAGUR - 15
íslandsmeistarakeppni í kökuskreytingum:
Ingólfur aftan við tertuna, en skrautið á tertunni er allt handmálað með
matarlitum og því mikil vinna sem liggur að baki.
framfarir í kökuskreytingum á síð-
ustu árum. Engin sérstök skilyrði
voru sett fyrir þátttöku f keppninni
en keppendur voru flestir bakarar
eða lærðir konditorar, sumir jafn-
vel hvoru tveggja. „Ég hugsa að
það séu ekki nema svona 15
manns hér á landi sem fást eitt-
hvað að ráði við kökuskreyting-
ar,“ segir Ingólfur.
Ingólfur tók líka þátt í keppn-
inni í fyrra en þá vissi hann ekki
nógu vel út á hvað keppnin gekk.
„Eg hugsa að ég hafi verið með
þemalausasta borðið. Við áttum
að gera eina kransaköku og eina
tertu en enga borðskreytingu. Hjá
mér voru engin tengsl milli kran-
sakökunnar og tertunnar og mér
fannst borðið mitt hálf asnalegt
þegar ég sá hvað hinir voru að
gera. Það var því mjög gaman að
fá verðlaun fyrir þema í ár,“ segir
bakarinn Ingólfur Gíslason. AI
Þema Ingólfs var „Prinsar í álögum“ og svona leit borðið hans út þegar allt var tilbúið. Til hægri er kransakakan,
tertan er vinstra megin en fyrir miðju er borðskrautið.
Helgina 27. og 28. janúar héldu
Landssamband bakarameistara,
Klúbbur bakarameistara og Bak-
arasveinafélag íslands Islands-
meistarakeppni í kökuskreyting-
um í Perlunni í Reykjavrk. Þetta er
í annað sinn sem slík keppni er
haldin hérlendis og voru þátttak-
endur ellefu talsins. Akureyring-
urinn Ingólfur Gíslason, yfirbakari
hjá KEA, var eini þátttakandinn
utan af landi en hann hlaut sér-
staka viðurkenningu fyrir hug-
mynd og þema.
Keppendur fengu í upphafi autt
borð og áttu þeir að skreyta borðið
með þriggja hæða tertu, kransa-
köku, konfektsmástykkjum og
ætilegri borðskreytingu. Perlan
var opin almenningi á meðan á
keppni stóð og gat fólk fylgst með
keppendum allt frá byrjun.
Keppnin vakti töluverða athygli
því fjöldi fólks lagði leið sína í
Perluna og skiptu gestir þúsund-
um.
Borðskrautið var fleki sem á voru
froskar. Skilyrði var að borðskraut-
ið væri ætilegt og er það allt úr
marsipani. Blár dúkur á borðinu
táknaði vatn og til að undirstrika
það bjó Ingólfur til vatnaliljur, sem
liggja hér og þar umhverfis flekann.
Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta
annað og þriðja sæti og auk þess
voru veitt þrjú aukaverðlaun og
eitt þeirra féll Ingólfi Gíslasyni í
skaut fyrir hugmynd og þema eins
og áður segir.
Prinsar í álögum
Þema Ingólfs var „Prinsar í álög-
um“ en eins og sést á
meðfylgjandi myndum voru frosk-
ar áberandi, bæði á tertunni og á
borðskreytingu. Ingólfur segist
hafa gert töluvert af því að búa til
fígúrur úr marsípani og því varð
úr að hann notaði froska í sinni
skreytingu. Nafnið á verkinu varð
hins vegar ekki til fyrr en sama
morgun og keppnin byrjaði.
Vinnan við skreytingar af
þessu tagi er geysimikil og segir
Ingólfur þessa vinnu töluvert frá-
brugðna því sem bakarar fást yfir-
leitt við. Kökuskreytingar eru orð-
in listgrein og hafa orðið miklar
Akureyringur fékk viðurkenningu
UTAN LANDSTEINA
Johnny Depp
reynir nú ákaft að ná sambandi
við Bela Lugosi, en Lugosi varð
einmitt frægur fyrir að fara með
með hlutverk Drakúla greifa í
kvikmynd á sínum tíma. Eftir að
hafa leikið í myndinni Ed Wood
fyrir stuttu, er Johnny kominn
með þessa tilteknu Drakúla-
mynd á heilann. Hann fjárfesti í
draugalegum kastala sem eitt
sinn var í eigu Bela Lugosi og
heldur miðilsfundi en það virðist
ganga illa að ná sambandi...
Sharon Lawrence
úr N.Y.P.D. Blue vard svo
óheppin um daginn ad týna for-
láta demantseyrnalokk, sem
kostaði litla 15.000 dollara.
l.eikkonan varð aó sjálfsögðu
svekkt og lét setja upp plaköt og
auglýsti ákaft eftir lokknum.
Auðvitað bar það engan árang-
Dennis Franz
sem leikur kærasta hennar úr
þáttunum, er í raun mesta
gæðahlóð á bak við haröa grímu
lögrcglumannsins. Fyrir jólin fór
hann að heimsækja systur sína á
sjúkrahús og komst að því að
ekki var hægt að gefa öllum
krökkunum þar jólagjaftr.
Dennis þusti í leikfangabúðir og
eyddi í jólagjaftr, kom svo til
baka í jólasveinagerfi og deildi
út gjöfunum. Flottur kall!
ELSA JÓHANNSDÓTTIR
Réttarkerfíð er skrítið í Bandaríkjunum. Af hverju? Jú, þessi léttklædda dama á myndinni, Carol Shaya, var rekin
úr lögreglunni í New York fyrir það að myndir birtust af henni í tímaritinu Playboy. Lögreglumaðurinn Edward
Mallia á líklega einnig brottrekstur yfir höfði sér fyrir að birtast á forsíðu Playgirl, sem sést hér á litlu myndinni. En
svo er það slökkviliðsmaðurinn William Bresnan sem slær allt út. Hann gerðist róttækari og lék hlutverk í djarl'ri
mynd með frægri klámdrottningu þar vestra, Marilyn Chambcrs, og var dæmdur til að vinna kauplaust í mánuð
fyrir sinn verknað (!?). Spáið í það...