Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 3
80Gf 8'tarri .8 luDBbuíaöR - flUOACJ - S Föstudagur 8. mars 1996 - DAGUR - 3 FRETTIR Tillaga frá Guömundi Stefánssyni á bæjarráðsfundi á Akureyri í gær: Tilraun verði gerð með umferð í göngugötunni Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær lagði Guðmundur Stefáns- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokks, fram tillögu til bæjar- stjórnar sem væntanlega verður tekin fyrir á næsta fundi. Tillag- an Qallar um að bæjarstjórn heimili í tiiraunaskyni takmark- aða umferð bifreiða um göngu- götuna í miðbænum. Því er ljóst að bæjarstjórn mun þurfa að taka skýra afstöðu hvort hún vill Málmiðnaðarmenn funda um drög að breyttu vaktavinnufyrirkomulagi í Slippnum: Mat fundarins að eftir- tekjan hefði orðið of rýr Félagsmenn Félags málmiðnað- armanna á Akureyri funduðu í gær um niðurstöðu atkvæða- greiðslu um kjarasamning þann sem félagsmenn stéttarfélaga starfsmanna Slippstöðvarinnar- Odda hf. höfðu greitt atkvæði um sl. þriðjudag en hann var lagður fram af stjórnendum Slippstöðvarinnar-Odda hf. og átti að færa starfsmönnum bætt kjör í formi breytts vaktavinnu- Loðnufrysting á Þórshöfn: Helmingsaukning milli vertíða Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hefur fryst nær 800 tonn af kvenloðnu á ioðnuvertíðinni, sem er nær helmings aukning milli vertíða. Frystingu er lokið þar sem loðnan er komin í hrygningu. Næg vinna er í frystihúsinu, milli þess sem unnin er loðna hefur tvífrystur Rússaþorskur verið unninn auk einhvers magns af ferskum fiski. Smærri bátarnir á Þórs- höfn hafa ekki róið á þessu ári. Togarinn Stakfell ÞH-360 er á rækjuveiðum og hefur gengið vel, iðnaðarrækjan, þ.e. sú rækja sem ekki fer á Japansmarkað vegna smæðar, hefur verið unnin hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Nægur markaður er fyrir frysta kvenloðnu, en undanfarin ár hefur öll framleiðsla fslend- inga farið á Japansmarkað en nú hafa einnig verið gerðir sölu- samningar við Kína og Taiwan, sem víkkar neytendamarkaðinn til mikilla muna. Lítill markaður er hins vegar fyrir fryst loðnu- hrogn, verðið er nú mjög lágt, eða um 70 kr/kg, en var um 130 kr/kg á síðustu loðnuvertíð. Verðið nú nægir kannski til að borga framleiðslukostnaðinn, enginn afgangur verður af því, en spumingin er kannski á hvaða verði hráefnið er tekið. Þá var lúns vegar framleitt mun meira en markaðurinn gat tekið við, hann ofmettaður, og því var þetta verðfall fyrirsóð nú. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. er stefnt að því að frysta um 100 tonn af loðnuhrognum en á síð- ustu loðnuvertíð var framleiðsl- an um 600 tonn og sama magn árið þar á undan. Því verður varla fryst nú nema sem svarar ljórðungi þess magns sem fryst var í fyrra. GG Naustahverfi á Akureyri: Hugmyndasam- keppni undirbúin Eins og fram hefur komið skip- aði Akureyrarbær á dögunum fulltrúa sína í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um skipulag Naustahverfis. Það er næsta nýja hverfi sem tekið verður til byggingar á Akureyri að Giljahverfi loknu og er sunnan og ofan við Búðargil. Ámi Ólafsson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, er einn þriggja fulltrúa bæjarins í nefndinni. Auk þess sitja í henni tveir full- trúar frá Arkitektafélagi íslands. Mikil vinna hefur þegar átt sér stað við undirbúning, að sögn Árna, en næstu skref eru þau að hugmyndasamkeppni um skipu- lag svæðisins verður auglýst í sumar. Gert er ráð fyrir að tillög- um verði skilað í október þannig að dómnefndastörfum ljúki ekki seinna en í nóvember. Hugmyndasamkeppnin er talsvert stórt verkefni og við því að búast að áhugi verði mikill að taka þátt. Rétt er að taka fram að um hreina hugmyndasamkeppni er að ræða þannig að það verk- efni að skipuleggja sjálft svæðið er ekki innifalið heldur verður unnið nánar úr þeirri tillögu sem valin verður. Árni segir erfitt að segja hve- nær búast megi við því að fyrstu húsin í Naustahverfi rísi. Það velti m.a. á uppbyggingunni í öðrum hverfum, svo sem að sjá fyrir endann á Giljahverfi og væntanlega verði í framhaldinu tekin fyrir önnur svæði innan byggðarinnar. „Ég býst ekki við að það verði byrjað í Nausta- hveifi fyrr en upp úr aldainót- um,“ sagði Árni. Naustahverfi er byggingasvæði til einhverra ára- tuga. Þama er gert ráð fyrir a.m.k. 8 þúsund manna byggð þannig að hverfið ætti að duga þar til Akureyringar verða orðnir um 25 þúsund talsins. HA fyrirkomulags. Samningurinn var felldur naumlega af meðlim- um Félags málmiðnaðarmanna en samþykktur af öðrum félög- um. Það dugir ekki, til þess þurfti samþykki allra félaganna. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, segir að það hafi verið niðurstaða fé- lagsfundarins í Félagi málmiðnað- armanna á Akureyri að þeim hafi þótt eftirtekja samningsins heldur rýr, meira þyrfti til að breyta vaktavinnufyrkomulaginu. Hákon segir að stefnt sé að sameiginleg- um fundi stéttarfélaganna í næstu viku og hann sé hæfilega bjart- sýnn á að samningar náist við Slippstöðina-Odda hf. um breytt vaktavinnufyrirkomulag í fram- haldi af þeim fundi. GG gera þessa tilraun eða ekki. Orðrétt segir: „Bæjarstjóm tel- ur að við framkvæmd tilraunar- innar eigi að vera sveigjanleiki þannig að unnt sé að loka götunni fyrirvaralaust fyrir umferð bif- reiða ef þurfa þykir, t.d. þegar gera má ráð fyrir að umferð ganganadi fólks verði mikil. Bæj- arstjóm felur skipulagsdeild að móta tillögur um hvemig staðið verði að tilrauninni, þannig að kostnaður við hana verði sem minnstur, og skila þeim til bæjar- ráðs eigi síðar en 30. apríl nk.“ Guðmundur sagist ekki sjá ástæðu til annars en að gera þessa tilraun og bregðast þannig við er- indi kaupmanna við götuna sem telja að bílaumferð geti hafa já- kvæð áhrif á verslun. Síðan verði að koma í ljós hvort það sé rétt. Hann sagðist ekki telja að leggja þurfi út í verulegan kostnað svo hægt sé að gera þessa tilraun, en hún geti leitt í ljós hvort menn eru á réttri leið eða ekki. Eins og fram komi í tillögunni sé síðan alltaf hægt að loka götunni fyrir bflum ef margt er um manninn. „Ég er ósammála því að göngu- gatan sem slík sé eitthvað ómögu- leg. Mjög oft er skemmtilegt mannlíf í götunni, bæði á sumrin þegar veður er gott og eins fyrir jólin. Málið er að við búum norð- ur undir heimskautsbaug og það viðrar bara ekki alltaf þannig að fólk sé að spóka sig í göngugöt- unni. Fólk verður líka að muna að þetta er bara 15 þúsund manna samfélag. Ég hef enga trú á að gerbreyting á göngugötunni myndi breyta miklu. Okkar vantar þá frekar hlýrra veðurfar og stærra samfélag," sagði Guðmundur. HA > ‘Utmla > 'Utáala HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 462 3599 Opið laugardaga kl. 10-12 GODIR DAGAR HJÁ IMISSAN Auk þess reynsluakstur á Nissan Terrano I, Nissan Terrano II, Nissan Patrol, Nissan Primera og Nissan Almera. Reynsluakstur Nissan Maxima 0X 6 cl. 24 ventla Aflstýri Veltistýri Rafdrifnar rúður Samlæsing Hiti í framsætum Rafstýrðir útispeglar Bílbeltastrekkjari Loftpúði fyrir ökumann og farþega A.B.S. hemlar Nats þjófavörn Útvarp/segulband 8 hátalarar Leðurinnrétting Álfelgur Erum að fá Subaru Impreza 4x4 með 2000 vél á frábæru verði frá kr. 1.696. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960 - Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.