Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. mars 1996 - DAGUR - 7 HRISALUNDUR - fyrir þig! Ódýrara en þig grunar Norðlenskir dagar Kynningcir föstudag 8. mars kl. 15-19.30 Kjarnafæði: Hvítlaukspylsur kr. 529 kg Kartöflusalat kr. 418 kg Brauðgerð KEA og Mjólkursamlag KEA: Eðalbrauð kr. 98 Braggi kr. 249 KjallaraboIIur ni/osti kr. 24 Heilhveiti soðið brauð kr. 78 Óðalsostur kr. 598 kg Gráðuostur 100 gr kr. 89 stk. Gráðuostur 200 gr kr. 178 stk. Kynningar laugardag 9. mars frá kl. 13-17 Skuggi: Lakkrísborðar kr. 194 pk. Myntukoddar kr. 89 pk. VlLKO: Pönnukökudeig kr. 149 pk. Súkkulaði vöffludeig kr. 149 pk Vöffludeig kr. 149 pk. Sana bláberjasulta kr. 168 Eyjafjarðardeild ferðaklúbbsins 4x4 efnir til Jeppadags fjölskyldunnar á sunnudag: Náttúrufegurðin á Þeistareykjum skoðuð í ár - hvatt til þáttöku allra jeppaeigenda, jafnt á breyttum sem óbreyttum bílum Eyjafjarðardeild ferðaklúbbsins 4x4 stendur á sunnudag fyrir Jeppadegi fjölskyldunnar í annað sinn. Klúbburinn hleypti þessari nýbreytni af stokkunum fyrir réttu ári og var þá farið á fallegum sunnudegi í langri halarófu jeppa inn á Barkárdal og í Baugasel, þar sem voru veitingar og brugðið á leik. Jafnframt þessu uppfræddu félagar í ferðaklúbbnum þá sem voru á óbreyttum bflum um mögu- leika bílanna og þá list að hleypa lofti úr dekkjum og fá þannig meira flot til að keyra í snjó. Þannig var sameinuð skemmti- og fræðsluferð. Sama verður gert í ár en stefnan tekin austur á bóginn og ekinn Þeistareykjahringurinn en þar er nægur snjór og einstök náttúrufegurð á þessum árstíma. Sigurkarl Aðalsteinsson, for- maður Eyjafjarðardeildar ferða- klúbbsins 4x4, segir að mjög vel hafi til tekist í fyrra. „Við fengum þá einstakt veður og einstakt færi þannig að það gátu allir bílar keyrt. Þá fylgdu litlu bflamir fylli- lega þeim stærri eftir,“ segir Sig- urkarl um jeppadaginn í fyrra. „Við viljum ná til þeirra sem eru á óbreyttu bílunum til að kenna þeim hvemig á að hleypa úr dekkjum og hvaða þýðingu það getur haft. Það kemur mörgum á óvart hversu miklu þetta getur breytt í akstri í snjó og hálku og það á líka við um akstur á fólks- bílum. Þó er ekki algengt að menn fari mikið út í að hleypa úr á þeim en við jeppamennimir erum fljótir að minnka loftið í dekkjunum þegar fer að snjóa.“ - Þola öll dekk að það sé hleypt úr þeim? „Já, að vissu marki. Eðlilega er það þekkingarleysi sem veldur því hversu lítið menn gera af þessu en það er ótrúlegt hve gripið gjör- breytist við það að mýkja dekkin. Öll dekk þola að hleypa eitthvað úr en bestu dekkin þola að það sé hleypt mikið úr þeim og keyrt. Þetta eru fræði sem við viljum koma að hjá sem flestum en annar megin tilgangur með Jeppadegi fjölskyldunnar er að fá fólk með okkur út í náttúruna til að njóta þess sem landið hefur uppá að bjóða þegar það er í sínum feg- ursta vetrarbúningi." Lagt verður upp frá Esso-Nest- inu við Leiruveg á Akureyri stundvíslega kl. 10 á sunnudags- morgun og ítrekar Sigurpáll að ferðin er öllum opin. Síðan verður ekið sem leið liggur austur í Þing- eyjarsýslu, inn á Kísilveginn og þaðan á Þeistareykjaleið. Þangað er um 80 kflómetra leið frá Akur- eyri og síðan tekur við 30 kfló- metra akstur á snjó. Sigurkarl seg- ir að þetta sé gífurlega falleg leið og áhrifamikil fjallasýn. „Já, þetta er mikið fjallasvæði með góðu út- sýni og mikilli fjallakyrrð þó svo að þetta sé í raun stutt frá byggð. Við fórum á dögunum til að skoða aðstæður og þama er nægur snjór en við komum til með að fylgja vegstæðinu en taka okkur góð hlé í akstrinum og leyfa krökkunum að njóta sín. Þess vegna vil ég skora á fólk að taka snjóþoturnar og sleðana með og jafnvel skíðin fyrir þá sem vilja láta bflana draga sig.“ A miðri leið verður stoppað í upphituðum skála og þar verða veitingar í boði Ferðaklúbbsins 4x4. Þar verður boðið upp á heitt kakó og brauð og Frissa Fríska fyrir bömin. Á síðasta hluta leiðarinnar verður ekið gegnum Meyjarskarð og þaðan niður á Húsavík og sá hluti leiðarinnar segir Sigurkarl að sé ekki síst fallegur. Utsýnið yfir Skjálfandaflóann láti engan mann ósnortinn í fallegu veðri og raunar sé ekki hægt að gera upp á milli hvort fegurðin sé meiri að sumri eða vetri. „Þessi leið hefur því upp á allt að bjóða fyrir Jeppadag fjöl- skyldunnar og fólk á ekki að setja það fyrir sig þó spölkomsakstur verði á staðinn. Leiðin á ekki að vera erfið en ef einhverja þarf að skilja eftir þá tökum við fólkið yf- ir í betur búnu bflana þannig að allir komist með. En ég geri ekki ráð fyrir öðru en færið verði gott.“ Sigurkarl reiknar með að hóp- urinn verði kominn niður á Húsa- vík milli fjögur og fimm á sunnu- daginn og þaðan liggur leiðin heim til Akureyrar. Stuðningsaðilar Jeppadags fjöl- skyldunnar eru Kaupfélag Eyfirð- inga, Höldur og dagblaðið Dagur. JÓH •xr-:..- LOTT# VINNINGSTÖLUR | MIÐVIKUDAGINN | 00-03. 199b BÓNUSTÖLUR ooo Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð J b 6 af 6 4 14.574.000 0 5 af 6 C.. + bónus 3. 6»16 4. 4 af 6 r- 3 af 6 O. + bónus t*3 Samtals: 58.296.000 Heildarvinningsupphœð: 58.296.000 Á íslandi: 0 Upplýsingar um vinningstöiur fást einnig i sfmsvara 568-1511 eða Graonu númerí 800-6511 og I toxtavarpi á siðu 453. Frá jeppadeginum á Barkárdal í fyrra. Hér eru gestir að gæða sér á veitingunum, sem félagar í Eyjafjaröardeild Ferðaklúbbs 4x4 buðu upp á. Jeppamenn lenda stundum í bilunum í ferðum sínum og ekki alltaf við bestu aðstæöur. Hér er skafrenningur og kuldi en einu ökutækinu er samt kippt í lag. Það var mikill flokkur sem tók þátt í Jeppadegi fjölskyldunnar í fyrra og hér má sjá bílaröðina. Þá þurfti A ekki að kvarta yfir snjóleysi, ^ ólíkt því sem nú er. LfTTÍ VINNINGSTOLUR „ MIÐVIKUDAGINN | 0O,03. 1996 AÐALTÖLUR BÓNUSTÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð J . 6 af 6 1 80.660.000 0 5 af 6 C-. *bónus 1 484.880 3. 6*16 1 380.980 4. 4 8f 6 300 2.020 j- 3 af 6 O. + bónus 1.174 220 Samtals: 1.477 82.390.140 Hoildarvinningsupphœð: 82.390.140 Á Islandí: 1.730.140 Upplýsingar um vinningstölur fást elnnig I slmsvara 568-1511 eða Grænu númeri 800-6511 og i textavarpl ásiöu 453.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.