Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 16

Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 16
'&miéinn - '~þó líði 4* c BAUTINN 25 ARA 6. APRIL AFMÆLIS TILBOÐ Á HAMBORGURUM Viðræður að hefjast um framhald krabbameinsskoðunar á Akureyri - stefnt að því að finna lausn á málinu innan tíðar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis samþykkti í fyrrakvöld að fela Ólafí Hergli Óddssyni, héraðslækni, að leita eftir samkomulagi við Krabba- meinsfélag íslands og heilbrigð- isráðuneytið um framhald krabbameinsleitar í leghálsi á Akureyri. í gildi er samþykkt milli heilbrigðisráðuneytisins, Krabbameinsfélags íslands og heilsugæslustöðvanna um að inna af hendi leit að krabba- meini í leghálsi til ársins 1999. Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur sagt upp sínum hluta og tek- ur uppsögnin gildi 1. júní nk. Meginástæðan er þverrandi fjár- Q VEÐRIÐ Vaxandi sunnanátt á Norður- landi vestra, sunnan stormur og jafnvel rigning framan af degi, en síðdegis dregur úr sunnanáttinni með vaxandi úrkomu með 4-9 stiga hita. Allhvöss sunnanátt á Norður- landi eystra og skýjað með köflum en víðast þurrt. Hiti 5-10 stig. Áframhaldandi sunnanstrekkingur og hiti fram yfir helgi. framlag til reksturs stöðvarinnar, en Krabbameinsfélagið vill að heilbrigðisráðuneytið semji beint við Heilsugæslustöðina á Akur- eyri um framhald krabbameins- leitarinnar. Ólafur Hergill Oddsson, hér- aðslæknir, segir að þegar hafi ver- ið beðið um viðræður við yfir- lækni Krabbameinsfélags íslands og fulltrúa heilbrigðisráðuneytis- ins, Sólveigu Guðmundsdóttur lögfræðing, um krabbameinseftir- litið og stefnt að því að finna lausn á málinu innan skamms tíma og finna leiðir til fjármögnunar þann- ig að þjónustan verði eftir sem áð- ur á Akureyri. Ólafur Hergill seg- ist þess fullviss að alls ekki komi til þess að konur sem hafa notið þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri hvað varðar krabba- meinsleit þurfi að leita til Reykja- víkur eftir þjónustunni, á Akureyri verði áfram krabbameinsleit. Guðmundur Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri, hefur lýst áhyggjum sínum á því að öll krabbameinsleit flytjist til Reykja- víkur, sem stóreykur allan kostnað þeirra kvenna sem eftir þjónust- unni leita, þ.e. úr 1.500 krónum í 15.000 krónur. Krabbameinsleitin hefur verið tvíþætt, annars vegar leit í leghálsi á Heilsugæslustöð- inni og hins vegar röntgenmynda- taka af brjóstum á Fjórðungs- sjúkrahúsinu, en ekki stendur til nein breyting á þjónustunni á FSA. GG Leikfélag Akureyrar: Fýrst leikhúsa á Internetið Leikfélag Akureyrar hefur opnað heimasíðu á Internet- inu. Félagið er fyrst atvinnuleik- húsa hér á landi til að opna síðu á netinu. Á heimasíðu LA er að finna upplýsingar um starfsemi leik- hússins og í framtíðinni er stefnt að því að í gegnum heimasíðuna geti notendur Intemetsins fengið ýmsar upplýsingar um sögu leikfé- lagsins og pantað miða á sýningar. Einnig verður tenging við aðrar heimasíður sem varða leikhús og leikhússtarfsemi víða um heim og einnig verður hægt að fylgjast með öðrum áþekkum stofnunum hér heima. Veffang Leikfélags Akureyrar er: http://akureyri.ismennt.is/~la * * i( „•xjL 5 OSTRIN • Hvar finnur þú orhu til að standast vinnuálagið og reka heimili og sinna börnunum og stunda félagslífið og stunda líkamsrœktina og...? • Ef þér líður stundum eins og þig vanti orku ofurmennis til að ráða við þetta allt getur 1 belgur á dag af Ostrín CTZ plus verið einmitt það sem þú þarfnast. • Komdu í Hellsuhornlð og kynntu þér þennan nýja orkugjafa frá Japan. Hentar sérstaklega t.d. íþróttamönnum og öldruðum. Skipagötu 6 600 Akureyri Sími/fax 462 1889 í öllum matvöruverslunum KEA 8.-23. mars AKUREYRI - DALVÍK - ÓLAFSFJÖRÐUR SIGLUFJÖRDUR - HRÍSEY - GRÍMSEY 0G GRENIVÍK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.