Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Föstudagur 8. mars 1996 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Karfa - Úrslitakeppni úrvalsdeildar: Tindastóll ógnaöi íslands- meisturunum framan af - en mátti síöan sætta sig viö stórt tap í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Pétur Guðmundsson og félagar í Tindastóli máttu þola tap í fyrstu viðureign sinni gegn Njarðvík. Hér ▼ er Pétur í baráttu gegn Þórs- urum fyrr í vetur. Mynd: BG Tindastóll lék sinn fyrsta leik í úr- slitakeppni á íslandsmóti og stóðu í íslandsmeisturum Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum. í síðari hálf- leiknum, réði liðið ekki við mik- inn hraða Njarðvíkinga og ótrú- legum tilþrifum Teits Orlygssonar sem skoraði 36 stig í leiknum sem Iyktaði með öruggum sigri Njarð- víkur, 102:80. Liðin mætast aftur á Sauðárkróki á morgun. Leikur liðanna var í góðu jafn- vægi lengst af fyrri háifleiknum. Fimm mínútna kafli um miðbik hans reyndist Tindastólsmönnum dýr, heimamenn settu þá niður þrett- án stig gegn tveimur stigum gest- anna og komust í 31:19. Tindastóls- menn tóku þó kipp í lokin, minnk- uðu muninn í fjögur stig, en ævin- týraleg þriggja stiga karfa Teits Ör- lygssonar rataði síðan ofan í á loka- sekúndum hálfleiksins. í síðari hálfleiknum sigu meistar- amir hægt og bítandi framúr. Tinda- stólsmenn urðu á dýrkeypt mistök í sóknarleiknum, misstu boltann fjór- um sinnum á fyrstu mínútunum hálfleiksins og náðu síðan einungis að skora sex stig á fyrstu sex mínút- unum. Auk þess átti Teitur Örlygs- son stóran þátt í því að í sundur skildi með liðunum. Hann var ótrú- legur, úti um allan völl, bæði í sókn og vöm. Skoraði hreint stórkostleg- ar körfur og gerði svo að segja eng- inn mistök. Eftir að Njarðvíkingar náðu sautján stiga forskoti, 79:62, þegar sjö mínútur voru til leiksloka var staða gestanna svo að segja von- laus. Njarðvíkingar skiptu vara- mönnum sínum inná, sem skiluðu hlutverki sínu vel, keyrðu upp hrað- ann að nýju og örþreyttir Tinda- stólsmenn máttu síns lítils gegn þeim. Teitur Örlygsson var maður leiksins, en einnig sýndi Rondey Robinson góðan vamarleik. Njarðv- íkurliðið tefldi fram þremur bak- vörður, mest allan síðari hálfleikinn og náðu því markmiði sínu að stjóma hraða leiksins. í liði Tindastóls var Torrey John mjög sterkur, sérstaklega í fyrri hálfleik og skoraði þá sextán stig. Pétur Guðmundsson, sýndi mikla baráttu, bæði í sókn og vöm. Einnig stóð Hinrik Gunnarsson, sig vel, þó sérstaklega í vöminni þar sem hann hafði gætur á Rondey Robinson. Hann var hins vegar nokkuð mis- tækur í færum sínum. EG/fe Njarðvík- Tindastóll 102:80 fþróttahúsið í Njarðvík (Ljóna- gryfjan), 8-liða úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik. Gangur leiksins: 8:9, 18:17, 31:19, 40:29, (45:38), 58:44, 71:55, 82:65, 92:79, 102:80. Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 36, Rondey Robinson 15, Jóhannes Rristbjömsson 13, Friðrik Ragnars- son 12, Sverrir Sverrisson 11, Krist- inn Einarsson 10. Þriggja stiga körfur: 6. Stig Tindastóls: Torrey John 26, Pétur Guðmundsson 18, Hinrik Gunnarsson 15, Ómar Sigmarsson 13, Amar Kárason 5. Þriggja stiga körfur: 9. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Leifur Garðarsson gerðu mikið af mistökum.. Frekar hallaði á Tinda- stól. Áhorfendur: 350. Hvað sögðu þeir eftir leikinn? Reyndum allt „Ég var ánægður með fyrri hálfleik- inn. Þeir náðu þar sjö stiga mun í lok- in, með ævintýralegri þriggja stiga körfu frá Teiti. Við reyndum að hægja á Njarðvíkingum, okkur tókst það á kafla. En þegar við misstum þá í fimmtán stig í síðari hálfleik, var þetta svo að segja vonlaust," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls. „Ég reyndi allt, breytti um vöm, en þeir settu bara nýju menn inná sem hittu vel, Það verður náttúrulega allt annað að spila á heimavelli, með alla áhorfendur á sínu bandi.“ Ekki tilbúnir „Þetta var mjög erfiður leikur og við vorum bara alls ekki tilbúnir. Þetta er fyrsti leikur okkur í úrslitakeppni og það er erfitt að byrja gegn núverandi meisturum, hér í ljónagryfjunni. En við ætlum að vinna þá heima, með þúsund manns, sem styðja við bakið á okkur,“ sagði Hinrik Gunnarsson, fyr- irliði Tindastóls. Gefur ekki rétta mynd „í fyrsta leik mótsins, gegn Tindastóls vorum við með nýjan þjálfara, sem var að reyna nýja hluti. Það tekur allt- af tíma að læra á mannskapinn. Við höfum verið á góðri siglingu, enda höfum við ekki tapað leik síðan í nóv- ember,“ sagði Teitur Örlygsson, úr Njarðvík sem var besti maður vallar- ins. „Við náðum góðu forskoti í síðari hálfleik og í stað þess að hanga á því, ákváðum við að gefa allt sem við höfðum. Tindastólsmenn tóku virki- lega á og tuttugu stiga munur í lokin, gefur ekki rétta mynd af getu liðanna. Leikurinn fyrir norðan verður brjál- æði.“ Kraftlyftingar: Ágætur árangur á íslandsmótum Heiðar Sigurhjartarson, úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar, setti íslandsmet í hnébeyju í drengjaflokki þegar hann lyfti 180 kg í hnébeygju. Hér sést hann í metlyftu sinni. íslandsmót unglinga og öldunga í kraftlyftingum fóru fram um síð- ustu helgi í Kraflyftingasal í Reykjavík. Norðlendingar fjöl- menntu á mótið og áttu ellefu kepp- endur af 24, þar af komu tíu þeirra frá Akureyri. Ágætur árangur náðist á mótinu, nær allir keppendur í unglingaflokkn- um bættu árangur sinn en aðeins eitt met féll á mótinu. Það var Heiðar Sig- urhjartarson frá Akureyri, sem á sínu fyrsta móti setti drengjamet í hné- beygju, með því að lyfta 180 kg. Hann reyndi við 100 kg í bekkpressunni og 192,5 í réttstöðulyftu, sem hvorutveggja eru íslandsmet og var ekki langt frá því. Heiðar verður því að teljast líklegur til að bæta metin á næsta móti, sem er Akureyrarmótið, sem haldið verður í maí. Svavar Einarsson frá Reykjavík varð stigahæsti keppandi mótsins, en hann lyfti 630 kg í 100 kg flokknum. Flosi Jónsson frá Akureyri náði best- um árangri öldunga, lyfti 700 kg sam- tals. Annars var árangur í einstökum flokkum unglinga þessi. Fyrst er sam- anlögð þyng í kílóum og þá árangur í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðu- lyftu. - 75 kg flokkur: 1. ísleifur Ámason, Egilst. 447,5 (Hnéb 135 - bekk 140 - réttst. 175) 2. Halldór B. Halldórsson, A 420 (Hnéb 150 - bekk. 105 - réttst. 165) 3. Erlingur Örlygsson, A 352,5 (Hnéb 135 - bekk 80 - réttst. 137,5) - 82,5 kg flokkur: 1. Sigtryggur Símonarson, A 500 (Hnéb. 210 - bekk. 90 - réttst. 200 2. Sæmundur Hildimúndarson, Reykj- av 480 (Hnéb. 180 - bekk. 120 - réttst. 180 3. Amþór Örlygsson, A 395 (Hnéb. 150 - bekk. 90 - réttst. 155) - 90 kg flokkur: Helgi Guðnason, R 545 (Hnéb. 205 - bekk. 135 - réttst. 205) Olafur Pálsson, Egilst. 442,5 (Hnéb. 145 - bekk 115 - réttst. 182,5) Jóhann Jóhannsson, A 435 (Hnéb. 165 - bekk. 110 - réttst. 160 -100 kg flokkur: Svavar Einarsson, R 630 240 hnéb. - 140 bekk - 250 réttst.) Ólafur Eyjólfsson, R 500 (Hnéb. 150 - bekk. 120 - réttst. 230 Sigurður Áki Sigurðsson, A 377,5 (Hnéb 150 - 72,5 bekk -155 réttst.) 110 kg flokkur: Heiðar Sigurhjartarson, A 445 (Hnéb. 180 - 90 bekk -175 réttst.) Þorbjörn Þorbjömsson, Húsav. 405 (Hnéb. 155 - bekk. 115 - réttst. 135) Öldungaflokkur: Flosi Jónsson frá Akureyri náði góð- um árangri í 110 kg flokki öldunga. Hann varð stigahæsti keppandinn í öldungaflokknum, lyfti 700 kg sam- tals. Hann reif upp 265 kg hnébeyju, lyfti 170 kg á bekknum og fór upp með 265 kg í réttstöðulyftu. Karfa - Úrslitakeppni: Haukar sigruðu Haukar sigmðu ÍR í spennandi leik liðanna í íþróttahúsinu við Strandgötu. Lokatölur urðu 71:69. Liðin mætast aftur á morgun á heimavelli ÍR. Handbolti: Fýrsti leikur KA og Selfoss Fyrsti leikur KA og Selfoss í úr- slitakeppninni í handknattleik fer fram í KA-heimilinu á sunnudags- kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20. Það lið sem fyrr sigrar í tveim- ur leikjum kemst áfram, en önnur viðureign liðanna fer frarn á Sel- fossi á þriðjudagskvöld. Ef liðin þurfa þriðja leik, fer hann fram á Akureyri n.k. fimmtudagskvöld. Allan Johnson með liði SA Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar mætast í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni liðanna um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Leikurinn á að fara fram á skautasvellinu í Reykjavík, ann- að kvöld, vegna ófullnægjandi vallaraðstæðna á Akureyri. SA- menn hafa kallað á Allan Johnson, Vestur-íslending til að leika með liðinu. Johnson er reyndur mark- vörður, en kann jafnframt ýmis- legt fyrir sér sem útispilari. Skíðaganga: Bikarmót Ákveðið hefur verið að halda Bik- ar- og punktamót í skíðagöngu á Akureyri um helgina. Þátttakend- ur verða frá Akureyri, ísafirði, Siglufirði og Ólafsfirði. Keppt verður í hefðbundinni göngu á Bikarmótinu á laugardag og hefst keppnin klukkan 11. A sunnudaginn fer fram punktamót Þórs, þar sem gengin er boðganga með frjálsri aðferð og hefst mótið klukkan 11. Vélsleðamót Kappakstursklúbbur Akureyrar mun í samvinnu við vélsleðamenn í Ólafsfirði efna til snow-cross- móts í Syðri-Árdal í Ólafsfírði á morgun. Keppt verður í flokkum undir þúsund rúmsentimetra (óvanir) og yfir (vanir). Skráningar eru í síma 461-2062 og 463-1440. Keppendum ber að mæta klukkan 12:30 með sleða sína til skoðun en keppni hefst klukkan 14. Móti aflýst Fyrirhuguðu innanhússmóti 30 ára og eldri, sem halda átti í íþrótta- höllinni á Akureyri um næstu helgi hefur verið aflýst vegna þátt- tökuleysis. Hamar félagsheimili Þórs: MARSTILBOÐ Nýjar perur í ljósabekkjunum Frábært verð: Stakur tími fyrir kl. 14.00 kr. 250,- Eftir kl. 14.00 kr. 350,- Þórsarar, mætið í morgunkaffi á föstudögum kl. 09.00 Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.