Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 08.03.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 8. mars 1996 FRÉTTIR Erindi Ásprents/POB frestaö á bæjarráösfundi: Fleiri svipuð erindi borist Eins og frá var greint í Degi í gær lá fyrir bæjarráðsfundi á Akureyri erindi frá Ás- prenti/POB hf. á Akureyri þess efnis að Akureyrarbær keypti húsnæði áfast prentsmiðju fyr- irtækisins þar sem rekin er bflasala. Bærinn myndi síðan leigja það Ásprenti/POB. Erindið var rætt á fundi bæj- arráðs í gær en ekki afgreitt. Bæjarráðsmaður sem rætt var við sagðist búast við að það verði gert á næsta fundi. Erindi Ásprents/POB er ekki það eina sinnar tegundar sem bæjaryfir- völdum hefur borist síðustu daga. Þannig staðfesti Einar Ámason í prentsmiðjunni Al- prent að hann hefði einnig sent bæjarráði erindi um svipað efni og Ásprent/POB. HA Sinubruni í mars Þessi einmunatíð sem leikið hefur við landsmenn getur haft sína annmarka. Um kvöldmat- arleytið á miðvikudag var slökkviliðið á Akureyri hvatt út á svæðið milli Dalsgerðis og Hamragerðis en þar höfðu börn kveikt sinueld. Ein slökkvibifreið var send á staðinn og var ráðið niðurlögum eldsins með svokölluðum norna- kústum. Tveir árekstrar urðu á Akureyri í gær. Annar var óveru-' iegur, en hinn sem var á homi Þórunnarstræti og Þingvalla- strætis, var nokkru harðari og þurfti að fjarlægja báða bílana með kranabifreið. Enginn slasað- ist í árekstrinum. GG Föstudagskvöldið 8. MARS KL. 21.00. Hagyrð- INGAKVÖLD Stjórnandi: Birgir Sveinbjörnsson Hagyrðingar: Halldór Blöndal, Hákon Aðalsteinsson, Hjálmar Freysteinsson, Ósk Þorkelsdóttir og Stefán Vilhjálmsson. AUGARDAGSKVÖLDIÐ 9. MARS Dekurmatseðill ALLA HELGINA HUMAR & HÖRPUSKEL í KAMPAVtNSRJÓMA ÁSTRlÐU- OG BLÁBERJAKRAP RÓSMARIN- OG HVÍTLAUKSKRYDDAÐ LAMBAINNLÆRl MEÐ PORTVÍNSSÓSU Grand Marnierís Á APFELSÍNUGRUNNI Verðkr. 2.700,- Hljómsveitin Ð AN 3 & LEIKUR FYRIR DANSI sími A 6 2 2200 Framkvæmdir viö gatnagerð og fráveitu á Akureyri: Framkvæmdaáætlun gatnagerð- ar og fráveitu fyrir árið 1996 var afgreidd á fundi bæjarstjórnar Akureyrar sl. þriðjudag. Gert er ráð fyrir 68 milljónum til gatna- gerðar, 45 milljónum til fráveitu og 5 milljónum til bifreiðastæða, sem kostað er af bifreiðastæða- sjóði. Af gatnaframkvæmdum fara 17,9 milljónir í endurbyggingu gatna. Þar er um að ræða efsta og neðsta hluta Strandgötunnar, þ.e. frá Hjalteyrargötu að Hríseyjar- götu og frá Glerárgötu að Lundar- götu. Skipt verður um jarðveg, gatan endurbyggð og gengið frá stéttum. Þá verður gerð breyting á Geislagötu, fyrir vestan verslunina Augsýn og norður að Búnaðar- banka. Er það í samræmi við nýtt miðbæjarskipulag. „Síðan er þessi frægi kafli á Smáragötunni norðan við bæjarskrifstofumar, sem við vorum famir að óttast að myndi lenda á náttúruminjaskrá. Hann verður malbikaður og gengið frá honum,“ sagði Gunnar Jóhannes- son, deildarverkfræðingur hjá Ak- ureyrarbæ. I nýbyggingum á að gera nýja aðkomu að Kjötiðnaðarstöð KEA en það er þó háð því að samningar náist um kaup á lóðum, að sögn Gunnars. „Síðan á að fara að und- irbúa næstu áfanga í Giljahverfi og í þetta fara 12 milljónir," sagði Gunnar. Götur sem verða malbik- aðar eru Snægil, Vesturgil, Vætta- gil, Vörðugil og Mýrarvegur vest- an við VMA. I það fara 7,7 millj- ónir. Að auki má telja ýmis smærri verk svo sem gangstéttar og stíga. Af því er talsvert í Giljahverfi. Haldið verður áfram með hellu- lögn við Strandgötu í framhaldi af því sem gert var í fyrra. Einnig er meiningin að leggja reiðleið með- fram golfvellinum að Súluvegi og fleira. I þetta og margar aðrar smærri framkvæmdir fara samtals 28,1 milljón. I umferðaröryggis- mál fara 2,3 milljónir og er því ráðstafað af skipulagsnefnd. Sam- tals gera þetta 68 milljónir sem fyrr segir. I fráveitur fara 45 milljónir og er stærsti liðurinn að klára dælu- stöð við Torfunefsbryggju og leggja lagnir að henni bæði úr suðri og norðri. í þetta fara 33 milljónir. Að sögn Gunnars verður Glerárgatan að stórum hluta und- irlögð vegna þessara framkvæmda sem mun skerða mjög umferðar- möguleika. Framkvæmdir hefjast innan tíðar og meiningin að þeim verði lokið fyrir miðjan júní. Af fráveituframkvæmdum má einnig nefna framkvæmdir á Oddeyrar- tanga, breytingar á lagnakerfi í Aðalstræti o.fl. Þá eru ótaldar framkvæmdir við bílastæði og þar á að ganga frá bílastæðum vestan við nýfram- kvæmdina við Geislagötu og koma þar upp gjaldskyldu. Einnig verða gerð nokkur stæði í Smára- götu og fleira mætti telja. HA Sveitarstjórnarmenn ræöa yfirfærslu grunnskólans á fundi: Samkomulagsdrög til afgreiðslu Um helgina verður í Borgarnesi haldinn fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Á fundinum eiga sæti 45 fulltrúar, sem kosnir eru á landsþingi úr öllum kjördæmum landsins. Aðalefni fundarins verður umQöllun og afgreiðsla á samkomulagi ríkis- og sveitarfé- laga um kostnaðar- og tekjutil- Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett sr. Bolla Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, til að fara með biskupsvald til úr- lausnar ágreiningi sem upp er kominn í Langholtssókn í Reykjavík. Þetta er gert samkvæmt 6. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og í færslu vegna flutnings grunn- skólakostnaðar frá ríki til sveit- arfélaga. Á fundinum gæti því ráðist hvort af flutningi grunn- skólans verður því felli fundur- inn þau samkomulagsdrög sem fyrir liggja er málið væntanlega úr sögunni að sinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra tilskipun ráðherra segir að vígslu- biskupi sé falið að taka fyrirliggj- andi ágreiningsefni í málinu til sjálfstæðrar meðferðar og taka síðan ákvörðun um lausn málsins. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúla- son, hefur ákveðið að víkja sæti við úrlausn á ágreiningi þeim sem uppi er í sókninni. GG sveitarfélaga, sagðist telja sam- komulagsdrögin vel ásættanleg fyrir sveitarfélögin í landinu. „Ég held að þau séu rekstri grunnskól- ans til hagsbóta og þeim áformum sem uppi eru að einsetja skólana í landinu. Ég held að sveitarfélögin hafi náð ágætum árangri í þessum viðræðum,“ sagði Vilhjálmur. Verði samkomulagið samþykkt er lokið einu stærsta málinu sem þarf að leysa svo tilfærsla grunn- skólans verði að veruleika. En þrátt fyrir það eru fleiri ljón á veg- inum. „Ég tei afar mikilvægt að það náist sátt í þeirri deilu sem uppi er milli opinberra starfs- manna og fjármáiaráðherra út af þeim frumvörpum sem fjallað hef- ur verið um að undanfömu. Þau tengjast að vísu ekki beint yfir- færslu grunnskólans en hafa samt áhrif. Við hins vegar ráðum ekki ferðinni í því máli,“ sagði Vil- hjálmur. HA Langholtsdeilan: Sr. Bolli úrskurðar Nýkomib: Dömudraktir, pils, kjólar og blússur á hreint hlægilegu verhi HRÍSALUNDUR ■fyrir þig!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.