Dagur - 23.04.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. apríl 1996 - DAGUR - 5
Húnavaka dagana
24.-27. apríl
Ungmennasamband Austur-
Húnvetninga stendur fyrir
Húnavöku sem hefst á morgun,
miðvikudag, síðasta vetrardag.
Dagskráin hefst með tónleikum
í Blönduósskirkju kl. 21, þar sem
fram koma annars vegar Grundar-
tangakórinn - kór starfsmanna Is-
lenska jámblendifélagsins og hins
vegar Kvennakórinn Ymur frá
Akranesi. Stjórnandi Grundar-
tangakórsins er Lisbeth Dahlin og
undirleikari Flosi Einarsson. Ein-
söngvari er Smári Vífilsson og
syngur hann einnig tvísöng með
Rögnvaldi Þorsteinssyni. Stjórn-
andi kvennakórsins er Dóra Lín-
dal Hjartardóttir og undirleik ann-
ast Bryndís Bragadóttir.
Klukkan 23 annað kvöld hefst
síðan Húnavökudansleikur, þar
sem hljómsveitin Norðan þrír og
Asdís sjá um fjörið.
A sumardaginn fyrsta kl. 11
verður guðsþjónusta í Blönduóss-
kirkju og eftir hádegið, kl. 14,
verður efnt til sumarskemmtunar
Grunnskólans á Blönduósi, þar
sem fjölbreytt skemmtiatriði verða
í boði.
Klukkan 20.30 að kvöldi sum-
ardagsins fyrsta verður opið hús
fyrir eldri borgara í Austur-Húna-
vatnssýslu. Meðal efnis er upp-
lestur, söngur og harmonikuleikur.
Þá verður boðið upp á kaffiveit-
ingar.
Að kvöldi nk. föstudags kl. 21
verður unglingadansleikur í Fé-
lagsheimilinu á Blönduósi þar
sem hljómsveitin BCLD kemur
öllum í gott skap.
A laugardag lýkur Húnavöku
með opnun myndlistarsýningar
Kristine Elfride á amerískum þrí-
víddar klippiinyndum á Sveita-
setrinu. Sýningin verður opin til 1.
maí nk. A laugardagskvöld kl. 23
verður lokaball Húnavöku á
Sveitasetrinu. Stórrokkarinn Rún-
ar Þór sér um tjörið. Verð á máls-
verði (T-bone steik) og dansleik er
kr. 1.690 pr. mann. óþh
KVIKMYNDIR
Áfram Filmumenn!
Sl. föstudagskvöld forsýndu Borg-
arbíó og Háskólabíó samtímis,
nýjustu stuttmynd þeirra Filmu-
manna, „Gas“. í rauninni hélt
undirrituð að nafnið á myndinni
hefði verið „útpælt" eins og rnað-
ur segir, þar sem „Gas“ er enska
orðið yfir bensín og myndin gerist
jú öll á bensínstöð hér í bæ. Þar
með væri komið gott og alþjóð-
legt nafn á myndina ef hún
skyldi einnig verða kynnt
erlendis. En þar sem
kvikmyndagerðar-
menn geymdu hand-
ritið inni í tölvu og
voru að vandræð-
ast um heiti á
skjalinu segjast
þeir bara hafa
pikkað þessa þrjá
stafi inn að gamni
sínu, sem seinna
meir þótti síðan góður
titill, en nóg um það.
„Gas“ er fjórða stuttmyndin frá
þeim köppum, tæpar 40 mínútur
að lengd og gerist eins og fyrr
segir á akureyrskri bensínstöð á
einum degi. Búið er að spá heims-
endi og vinnufélagamir á bensín-
stöðinni, ívar og Atli, leggjast
niður í heimspekilegar umræður
um lífið og tilveruna. Fleira fólk
kemur við sögu, bófar, hippar á
ferðalagi, æstur aðdáandi Bjarna
Felixsonar kemur við og tekur
bensín fyrir 1.700 kr. (eins og
raunar allir aðrir í myndinni), bílar
jafnt sem hestar fá sinn þvott á
þvottaplaninu með kústinum
góða, sem sagt dregin upp litrfk
mynd af mannkyninu á þessum
örlagaríka degi.
Það má hiklaust segja að þetta
sé stórskemmtileg gamanmynd
með pínulítið alvarlegu ívafi. Ekki
vantar hugmyndaflugið í handritið
sem þeir frændumir Kristján
Kristjánsson (Atli) og Sævar Guð-
mundsson (leikstjóri o.fl.) hafa
samið, „margar litlar sögur og
brandarar," segja þeir sjálftr, og
hér er lögð enn meiri áhersla á
persónusköpun en í síðustu mynd-
inni, „Negli þig næst“. Hér eru al-
vöm leikræn tilþrif í gangi með þá
Kristján Kristjánsson og Odd
Bjama Þorkelsson í fararbroddi.
Kristján er nú bara efni í ágætis-
leikara og fær mikið hrós fyrir það
hversu eðlilegur og afslappaður
hann er, bæði í látbragði og fram-
sögn. Það er nú bara nákvæmlega
þetta sem flesta íslenska leikara
vantar, með fullri virðingu fyrir
leikarastéttinni, hvort sem þeir eru
menntaðir, „sjóaðir“ atvinnumenn
eða áhugamenn. Að vera sem
eðlilegastir og lala ekki eins og
þeir séu að lesa upp af blaði eða
ýkja textann þannig að liann
hljómi eins og verið sé að fara
með ljóð (þegar ekki er verið að
fara með ljóð þá stundina!). Ég
bara trúi því ekki að Jón og Gunna
tali þannig saman á kaffihúsinu í
daglega lífinu. Oddur Bjami vann
heilmikið á eftir því sem leið á
myndina, átti góðar rispur og
svipbrigðin oft frábær. Fyndnasta
innskotið var samt það sem Gunn-
ar Ingi Gunnsteinsson átti í hlut-
verki aðdáanda Bjama Felixsonar
og það verða sýningargestir bara
að kynna sér sjálfir. Ekki má
gleyma frískri tónlist myndarinn-
ar, samin af þeim Trausta Heiðari
Haraldssyni og Jóni Andra Sig-
urðarsyni, fersk og kraftmikil sem
lyftir myndinni mikið. Titillagið,
„Gas“, sem þau Stefán Hilmars-
son og Selma Bjömsdóttir syngja,
er þrælgott og grípandi, ekki
síður en myndbandið
sem sýnt var á eftir
myndinni. Enda
labbaði maður út,
sönglandi um
„...alveg sömu
atómin!“ sem
nú þegar er far-
ið að heyrast
mikið í útvarp-
inu. Gott lag,
gott lag! Einu
hnökrarnir sem mað-
ur tók eftir var að
stundum var eins og hljóð-
ið passaði ekki alveg við mynd-
ina í sumum samtölunum. Það má
telja öruggt að þessir snillingar
kippi því í liðinn, hæfileikamenn á
uppleið og komnir með tilboð frá
kónginum, Friðrik Þór Friðriks-
syni, um að framleiða næstu kvik-
mynd í fullri lengd. Það ættu
Filmumenn svo sannarlega að
stefna hiklaust á, enda hafa þeir
nú þegar sannað getu sína við
kvikmyndagerð. ej
Konukvöld
Sinawikklúbbs Dalvíkur.
Sinawikklúbbur Dalvíkur heldur sitt margfræga
konukvöld á Sæluhúsinu miðvikudagskvöldið
24. apríl nk., síðasta dag vetrar.
Eins og þeir sem til þekkja er þetta afbragðs
skemmtun með léttum málsverði, frábærum skemmti-
atriðum og bráðfjörugu balli á eftir.
Að venju er aðalgesturinn karlmaður.
Arnar Símonarson er veislustjóri og kynnir kvöldsins.
Húsið opnað kl. 19.30.
Aðgangseyrir er aðeins krónur 2500
fyrir skemmtun og ball.
Allur ágóði rennur til líknarmála.
Athugið - takmarkaður sætafjöldi.
SINAWIKKLÚBBUR DALVÍKUR.
Karlakór Keflavikur
heldtir tónleíka
í Míðgarðí fimmtudaginn 25. apríl kl. 21,
Dalvíkurkirkju föstudaginn 26. apríl kl. 21
og í Akureyrarkirkju laugardagínn
27. apríl kl. 17.
Stjómín.
Harmoniku-
dansleikur
Félags Harmonikuunnenda við Eyjafjörð
verður á Fiðlaranum, 4. hæð,
Alþýðuhúsinu, miðvikudaginn 24. apríl nk.,
síðasta vetrardag, kl. 22-03.
Mætið stundvíslega.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Til sölu í Verslunarmiðstöðinni
Sunnuhlíð Akureyri
Blómabúðin Laufás,
husnæði og lager
Hugsanlegt er að selja einungis húsnæðið sem er
samtals 105 fm.
Verslunarhúsnæði í hjarta hússins á fyrstu hæð og
gott vinnu- og lagerhúsnæði í kjallara.
Hér er góður kostur fyrir hugmyndaríkt og
duglegt fólk.
Fasteignasalan ehf
Gránufélagsgötu 4, Akureyri.
Opið alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-17.
Sími 462 1878, myndriti 461 1878.
Skóg- og trjáræktar-
námskeið
fyrir sumarbústaðaeigendur verður haldið á
Akureyri 26. apríl kl. 17.30-22.15.
Námskeiöiö er samvinnuverkefni Garðyrkjuskóla ríkis-
ins, Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins.
Kl. 17.30 Undirbúningur ræktunarlands. Brynjar Skúlason,
skógræklarráðunautur á NorSurlandi.
Kl. 19.00 Víðir í sumarbústaðalöndum.
Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræSingur.
Kl. 19.45 Matarhlé.
Kl. 20.15 Val á trjátegundum. Dr. Þröstur Eysteinsson,
skógfræSingur, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins,
EgilsstöSum.
Kl. 22.15 ÁætluS námskeiSslok.
NámskeiSið er haldiS í húsnæSi Umhverfisdeildar
Akureyrarbæjar.
Skráning fer fram í síma 462 4477 á BúgarSi fram til
kl. 12, fösfudaginn 26. apríl. Allar nánari upplýsingar
veitir Brynjar Skúlason í sama símanúmeri.
FramleiSnisjóSur landbúnaSarins styrkir bændur og
fólk búsett í sveit á námskeiSiS.
NámskeiSiS kostar kr. 1500 fyrir bændur/sveitafólk en
kr. 3000 fyrir aSra.