Dagur - 23.04.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 23.04.1996, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. apríl 1996 - DAGUR - 7 Knattspyrna: Brassi á leið til KA Brasilíumaðurinn Wellington Bernandez, mun að öllum lík- indum koma hingað til lands í byrjun næsta mánaðar, til að kíkja á aðstæður hjá KA-liðinu í knattspyrnu. Hann er 24 ára gamall og hefur leikið sem miðju- og sóknarmaður. Bemandez hafði samband við knattspymudeild KA að fyrra bragði og lýsti yfir áhuga á að leika með liðinu. KA-menn sögðu að honum væri velkomið að koma en það á eftir að koma í ljós hvað hann kann fyrir sér í knattspyrnu. Ekki er neitt nýtt að frétta af Dean Martin, sem leikið hefur með enska liðinu Brentford. Hann hefur lýst yfir áhuga á að leika með KA, fyrirætlanir hans gætu breyst ef hann kemst á samning hjá öðru félagi ytra. Leikið í Akureyrarmóti Fjölmargir leikir voru háðir í Akurcyrarmótinu í handknattleik á laug- ardaginn, en fyrirhugað er að síðustu leikir mótsins fari fram um næstu helgi. Á myndinn má sjá leikmann Þórs í fjórða flokki karla reyna skot að marki KA. Mynd: BG Handbolti: • • Leó Orn verður áfram hjá KA - Helgi Þór og Óli Björn á förum? Leó Örn Þorleifsson hefur ákveðið að leika áfram með KA- liðinu. Hann gekk frá samningi við handknattleiksdeild KA á föstudaginn. Eins og greint hafði verið frá áður var Leó ekki bú- inn að gera það upp við sig hvort hann færi í Háskólann á Akureyri eða fyrir sunnan, en það varð ofan á að vera áfram á Akureyri. KA-menn höfðu þegar rætt við annan línumann, ef svo færi að Leó Öm færi suður. Flest bendir til þess að tveir af varamönnum KA-liðsins í vetur verði ekki með liðinu næsta vetur. Það eru þeir Helgi Þór Arason og Óli Bjöm Ólafsson. Báðir hyggja á nám, Helgi erlendis eða í Reykjavík og Óli Björn í Reykja- vík. Leó Örn Þorleifsson. Júdó - íslandsmótið: Júdómenn úr KA hrepptu fjöglir gull af sjö í karlaflokki Júdómenn úr KA hrepptu ijög- ur af sjö gullverðlaunum í karlaflokki í júdó um síðustu helgi og hefur uppskeran aldrei verið svo góð á Islandsmóti áð- ur. Mótið var haldið í fþrótta- húsinu í Austurbergi og reyndist baráttan eins og svo oft áður standa á milli keppenda frá KA og Ármanni. Vemharð Þorleifsson úr KA hefur verið í stöðugri framför og hann sýndi það eftirminnilega á mótinu. Hann reyndist einu kflói of þungur til að keppa í 95 kg flokknum og keppti því í yfirvigt og lagði Sigurð Bergmann úr Grindavík í úrslitaglímu. Vem- harð sótti stíft að Sigurði allan tímann og Sigurður fékk á sig nokkur refsistig fyrir sóknarleysi, undir lok glímunnar náði Vem- harð að skella Sigurði og hljóta fullnaðarsigur. Vemharð hreppti síðan önnur gullverðlaun sín með sigri á Bjama Friðrikssyni úr Ármanni á Þorvaldur Blöndal úr KA reyndist sterkastur í -86 kg flokknum. dómaraúrskurði. Engin stig vom skomð í glímunni, en Vemharð glímdi betur að mati dómara og uppskar sigur. Gísli Jón Magnús- son úr KA og Sigurður Bergmann fengu bronsverðlaun. Freyr Gauti Sigmundsson keppti ekki á síðasta Islandsmóti vegna meiðsla, en átti glæsilega endurkomu. Hann sigraði í -78 kg flokki þrátt fyrir tap gegn Bjama Skúlasyni í riðlakeppninni. „Þetta var mikill klaufaskapur hjá mér og ég kastaði mér í raun sjálfur. Eg ætlaði að beita bragði, en það mis- tókst og ég lenti á bakinu og hann náði stjórninni," sagði Freyr Gauti sem tapaði glímunni. Hann lagði hins vegar Karel Halldórsson úr Ármanni að velli og sigraði síðan í úrslitaglímunni vð Bjama Skúla- son á ippon. Þorvaldur Blöndal úr KA varð íslandsmeistari í -86 kg flokki. Hann sigraði Baldur Pálsson frá Selfossi ömgglega á ippon. Jón Þór Þorvaldsson og Friðrik Blön- dal skiptu með sér bronsverðlaun- unum en báðir komu á óvart á mótinu fyrir vasklega framgöngu. Jón Þór glímdi til að mynda um Knattspyrna - Deildarbikarkeppnin: ÍBA-stúlkur töpuðu fyrir íslandsmeisturunum ÍBA tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Deildarbikarkeppn- inni í knattspyrnu, sem fram fóru á gervigrasinu í Hafnarfirði um síðustu helgi. Fyrri andstæðingarnir voru íslandsmeistarar Breiðabliks, sem höfðu sigur 3:0 á laugardaginn og daginn eftir mátti ÍBA þola 1:0 tap fyrir Aftureldingu, þar sem Mosfellsbæ- ingar skoruðu sigurmarkið þegar tíu mínútur voru til leiksloka. „Miðað við þessa leiki, þá líst mér ágætlega á sumarið. Bilið fer greinilega minnkandi á milli þessara liða og við vorum nokkuð ánægðar með leikinn gegn Breiðabliki. Við erum hins vegar ekki með breiðan hóp og samkeppnin um stöður er þar af leiðandi ekki mikil. Sjálfstraustið gæti líka verið meira og við vorum mjög óheppnar gegn Aftureldingu, því við fengum ein sex færi, einar á móti markverði" sagði RagnheiðurPálsdóttir, leikmaður ÍBA. Staðan í leikhléi gegn UBK var 1:0 og ÍBA-stúlkurnar þurftu að leika einum færri síðustu tuttugu mínúturnar eftir að Harpa Frí- mannsdóttir fékk að sjá rauða spjaldið fyrir sína aðra bókun. Þrír aðrir leikir fóru fram um helgina. ÍA sigraði Stjörnuna 3:0, KR sigraði Aftureldingu 5:1 og Valur Hauka 8:1. Karfa - Úrvalsdeild: Þórsarar ræddu við Jón Kr. og Guðmund Körfuknattleiksdeild Þórs hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Þeir áttu í viðræðum við landsliðsþjálfar- ann, Jón Kr. Gíslason og Guðmund Bragason, landsliðsmann úr Grindavík, að leika með liðinu og jafnframt sjá um þjálfun þess. Þeir gáfu báðir afsvar um helgina. Jón Kr. lýsti því yfir eftir úrslitakeppnina að hann yrði ekki áfram þjálfari hjá Keflavík. Hann hafði áhuga á að koma norður en fékk sig ekki lausan. Körfuknattleiksdeildin ræddi einnig við Birgi Mikaelsson hjá Breiðabliki en ekkert kom út úr þeim viðræðum. Þórsarar eiga nú í viðræðum við tvo menn og vonast þeir eftir að þjálfaramálin komist á hreint fljótlega. Jón Guðmundsson var þjálfari Þórs sl. vetur. Freyr Gauti Sigmundsson og Vernharð Þorleifsson á góðri stund. Þeir hrepptu báðir íslandsmeistaratitla um helgina. bronsið í opna flokknum en varð að láta í minni pokann fyrir Gísla Jóni. Höskuldur Einarsson úr Ár- manni varð íslandsmeistari í -65 kg flokki og félagi hans Eiríkur Kristinsson í -71 kg flokki eftir sigur á Sævari Sigursteinssyni úr KA. Þá sigraði Bjami Friðriksson Ármanni í -95 kg flokki og Gígja Gunnarsdóttir úr Ármanni sigraði í eina kvennaflokknum, -66 kg flokki. Ellefu keppendur fóru á mótið frá Júdódeild KA og komu heim með ellefu verðlaunapeninga. Ótalin eru bronsverðlaun Rúnars Snælands í -65 kg flokki og Sig- urðar Jóhannessonar í -71 kg flokknum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.