Dagur - 23.04.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 23. apríl 1996
ÍÞRÓTTIR
FROSTI EIÐSSON
Handbolti - Lokahóf:
Dagur sá besti í 1. deild
- Duranona og Patrekur bestir í sókn og vörn og Fanney í 1. deild kvenna
Dagur Sigurðsson úr Val og
Fanney Rúnarsdóttir, markvörð-
ur Stjömunnar, voru valdir bestu
leikmenn fslandsmótsins í hand-
knattleik af leikmönnum deildar-
innar. Heimtur á atkvæðaseðlum
voru mjög góðar í kvennaflokki
en aðeins átta félög af tólf í
karlaflokki skiluðu inn atkvæða-
seðlum.
Þrír leikmenn voru tilnefndir í
hverjum flokki en úrslit urðu þessi
í kosningunni, sigurvegarinn er
nefndur fyrstur en þeir sem næstir
komu höfnuðu í 2. og 3. sæti í at-
kvæðatalningunni.
1. deild karla:
Besti leikmaður karla:
Dagur Sigurðsson, Val
Julian Duranona, KA
Olafur Stefánsson, Val
Besti varnarmaður:
Patrekur Jóhannesson, KA
Erlingur Kristjánsson, KA
Magnús Sigurðsson, Stjörnunni
Besti sóknarmaður:
Julian Duranona, KA
Ólafur Stefánsson, Val
Júrí Sadovski, Gróttu
Þau fengu viðurkenningar á lokahófi handknattleiksinanna, sem haldið var í Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi um
helgina.
Besti markvörður:
Guðmundur Hrafnkelsson, Val
Bjami Frostason, Haukum
Sigtryggur Albertsson, Gróttu
Aðeins einu atkvæði rnunaði á
Guðmundi og Bjama.
Efnilegasti leikmaður:
Amar Pétursson, ÍB V
Gunnar Berg Viktorsson, IBV
Björgvin Björgvinsson, KA
Besti þjálfari:
Jón Kristjánsson, Val
Alfreð Gíslason, KA
Gauti Grétarsson, Gróttu
Bestu dómarapör:
Stefán Amaldsson/
Rögnvald Erlingsson.
Egill Már og Öm Markússynir
Gunnar Viðarsson/
Sigurgeir Sveinsson.
Boröhald hefst
klukkan 19:47
Handknattleiksdeild Gróttu
hafði veg og vanda af lokahóf-
inu, sem haldið var í Iþróttahúsi
þeirra á Seltjarnamesi. Það vakti
mikla athygli að Gróttumenn
skipulögðu dagskrána upp á
mínútu og til að mynda átti
borðhald að hefjast klukkan
19:47. Þeir sem mættu á þeim
tíma komu að nánast tómu húsi.
Skemmst er frá því að segja að
tímasetningar stóðust engan
veginn og til að mynda hófst
borðhaldið ekki fyrr en skömmu
fyrir klukkan 21.
Lokahófið næst
á Akureyri?
Sigfús Karlsson, stjórnarmaður
hjá handknattleiksdeild KA, hélt
ræðu í lokahófinu. Hann óskaði
handknattleiksfólki til hamingju
með daginn og bauð síðan alla
velkomna til Akureyrar að ári,
því Handknattleiksdeild KA
hefði boðist til að halda lokahóf-
ið á næsta ári. Því var fagnað
með lófaklappi.
Duranona bestur
Morgunblaðið kynnti á laugar-
daginn val blaðsins á leikmanni
Islandsmótsins. Fyrir valinu var
Julian Duranona og er þetta ann-
að árið í röð sem KA-maður
verður fyrir valinu hjá blaðinu.
Patrekur Jóhannesson sá besti í
fyrra, bæði hjá leikntönnum og
hjá Morgunblaðinu.
Fanney fékk 80
prósent atkvæða
Fanney Rúnarsdóttir, markvörður
Stjörnunnar, fékk áttatíu prósent at-
kvæða í kjörinu á besta markverðin-
um í 1. deild kvenna. Fanney var
einnig valin besti leikmaður deild-
arinnar í jafnri kosningu, þar sem
aðeins tveimur atkvæðum munaði á
henni og Höllu Maríu Helgadóttur
úr Víkingi. Halla María var kosin
besti sóknarmaðurinn og Judith Est-
ergard úr Haukum besti varnarmað-
urinn. Nína Björnsdóttir úr Stjöm-
unni varð fyrir valinu sem efnileg-
asti leikmaðurinn og Ólafur Lárus-
son, þjálfari Stjömunnar, besti
þjálfarinn.
Titov bestur í 2. deildinni
Oleg Titov var valinn besti leik-
maður 2. deildar karla. Jakob Jóns-
son úr BI og Þór Bjömsson úr Frarn
voru einnig tilnefndir.
Markakóngar
Markahæstu leikmenn Islandsmóts-
ins fengu bikara fyrir árangurinn.
Júlian Duranona varð markahæsti
leikmaður 1. deildar karla með 195
mörk, Halla María Helgadóttir úr
Víkingi skoraði 146 rnörk í 1. deild
kvenna og í 2. deild karla varð Jak-
ob Jónsson, þjálfari og leikmaður
BÍ, markahæstur með 125 mörk.
KA-menn
fjölmenntu
Um fimmtíu manna hópur frá Handknattleiksdeild KA var á lokahófinu
og er það óneitanlega góð mæting þegar haft er í huga að matargestir
voru um 420 talsins. Ólafur Schram, formaður HSÍ, komst svo að orði í
ræðu sem hann hélt að það sannaðist enn einu sinni, að það væri styttra
frá Akureyri til Reykjavíkur heldur en frá Reykjavík til Akureyrar. Á
myndinni má sjá hluta af hópi norðanmanna.
Handbolti - 3. flokkur kvenna:
KA-stelpurfengu brons-
verðlaun á íslandsmótinu
KA hafnaði í 3. sætinu á ís-
landsmóti 3. flokks kvenna í
handknattleik. Úrslitaleikirnir
fóru fram í Framheimilinu um
helgina og máttu KA-stúlkurnar
þola eins marks tap gegn KR,
17:16 í leik liðanna um það
hvort liðið kæmist í undanúrslit-
in.
Ásdís Sigurðardóttir skoraði
fimm marka KA, Sólveig Sigurð-
ardóttir og Anna Blöndal þrjú,
Edda Brynjarsdóttir og Sigríður
Gylfadóttir tvö og Þóra Atladóttir
1.
I hinum leik undanúrslitanna
sigraði ÍR FH 16:8 og það var því
ljóst að KA-stúlkurnar mundu
mæta FH t leiknum um þriðja sæt-
ið. Sá leikur var einnig mjög jafn
en KA stóð uppi sem sigurvegari
12:11 eftir að hafa leitt 5:4 í leik-
hléi.
Ingibjörg Ólafsdóttir var at-
kvæðamest hjá KA með þrjú
mörk, Sólveig Sigurðardóttir, Þóra
Atladóttir, Ásdís Sigurðardóttir og
Sigríður Gylfadóttir skoruðu tvö
mörk og Anna Blöndal eitt.
ÍR sigraði KR í leiknum um ís-
landsmeistaratitilinn 19:14, en
óvíst er hvort að sú úrslit munu
standa. ÍR tefldi fram leikmanni
sem ekki var á leikskýrslu. Það
uppgötvaðist eftir úrslitaleikinn.
Þjálfari KR ætlaði að sjá til, hvort
hann kærði úrslit leiksins.
KA ekki í úrslit
í 2. flokki karla
Það gekk ekki jafn vel hjá 2.
flokki karla hjá KA, en liðið tók
þátt í 5-Iiða úrslitariðli í Víkinni,
þar sem leikið var um tvö sæti í
undanúrslitum íslandsmótsins.
Þrjú lið urðu efst og jöfn í riðlin-
um, KR, Haukar og KA sem hlutu
öll sex stig. KA var með slakasta
markahlutfallið af liðunum þrem-
ur, eftir sjö marka sigur KR á
Fram í lokaleiknum. KA tapaði
einum leik, gegn KR, sem sigraði
í riðlinum.
Valur og FH komust upp úr
hinum riðlinum og verða það því
þessi fjögur lið sem leika til úr-
slita um Islandsmeistaratitilinn.
Knattspyrna - Deildarbikar:
Frestað á Dalvík
Ekkert varð af fyrirhuguðum leik Dalvíkur og
Völsungs í Ðeildarbikarkeppni karla í knalt-
spyrnu á sunnudaginn. Leik liðanna, sem
fram átti að l'ara á Dalvík, var frestað yegna
veðurútlits og hefur nýr leikdagur ekki verið
settur á. Aðeins einn leikur fór fram á raótinu
um helgina, fslandsmeistarar ÍA unnu naum-
an sigur á Skallagrími 1:0.
FjÖldi leikja fer fram í Deildarbikarkeppn-
inni á fimmtudaginn, sem er sumardagurinn
fyrsti, þar af þrír á Norðurlandi. Völsungur
og Daívík eiga að rnætast á Húsavík, Þórsarar
mæta KS á Akureyri og Tindastóll leikur víð
KA á Sauðárkróki.
Garðar
þjálfar Hvöt
Garðar Geirfinnsson hefur verið ráðinn þjálf-
ari meistarafiokks Hvatar frá Blönduósi. Sagt
er frá því í fréttablaðinu Ósnum sem nýkomið
er út. Hvöt leikur í Norðurlandsriðli fjórðu
deildar og hafnaði liðið í fjórða sæti riðilsins
á síðasta sumri.
Handbolti:
Haukar meistar-
ar í kvennaflokki
Haukar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í
kvennaflokki á laugardaginn með sigri á
Stjömunni í Garðabæ, 18:19. Haukastúlkum-
ar töpuðu fyrstu tveimur leikjum liðanna í úr-
slitakeppninni gegn Stjörnunni, en sigraðu
síðan í þremur leikjum í röð og fögnuðu þar
með sínum fyrsta íslandsmeistaratitli í
kvennaflokki í 50 ár.
Sunna valin
Frjálsíþróttakonan Sunna Gestsdóttir var ný-
lega fyrir valinu sem íþróttamaður USAH
fyrir góðan árangur á sfðasta ári. Sunna hefur
verið atkvæðamikil í styttri hlaupum og í sjö-
þraut undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera aðeins
átján ára gömul, er þetta í sjötta sinn sem hún
verður fyrir valinu sem íþróttamaður USAH.
Skíöaganga:
Akureyrarmót
Akureyrarmótið í skíðagöngu verður haldið í
dag og verður keppt í Öllum aldursflokkum.
Keppnin fer fram við efra gönguhúsið í Hlíð-
arfjalli og hefst klukkan 18 í flokkum 12 ára
og yngri en klukkan 19 í flokkum 13 ára og
eldri. Gengið verður með hefðbundinni að-
ferð.
Þolfimimót í
íþróttahöllinni
Unnendur þolfimiíþróttarinnar á Akureyri
eiga von á góðum stundum um næstu helgi,
því ákveðið hefur verið að Bikarmótið í þol-
fimi verði haldið í íþróttahöllinni. Keppni
hefst klukkan 17:15 á laugardag. Flest allt
sterkasta þolfimifólk landsins mætir til leiks.
Karfa:
Jón aðstoðar
landsl idsþjálfara
Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari í körfu-
knattleik, hefur ráðið Jón Guðmundsson, sem
þjálfaði úrvalsdeildarlið Þórs sl. vetur, sem
aðstoðarmann sinn. Jón Guðmundsson var
liðsstjóri Keflvíkinga í fimm tímabil áður en
hann kom til Þórs, þar af tvö undir stjórn Jóns
Kr. sem þjálfara. Ekki er ljóst hvort landslið-
ið fær einhver verkefni á næstunni, en unnið
er að því að fá vináttuleiki erlendis.