Dagur - 23.04.1996, Blaðsíða 11
Ég rithöfundur?
- Hefurðu tengsl við aðra rithöf-
unda?
„Eini rithöfundurinn sem ég
þekkti var Eiríkur Sigurðsson. Hann
kenndi krökkunum mínum og kon-
an hans las fyrir mig prófarkir. Eg
hef aldrei litið á mig sem rithöfund
og hef rosalega lítið sjálfsálit. Marg-
ir halda að Magnea frá Kleifum sé
utan úr Ólafsfirði. Ég var alltaf köll-
uð Maggí og fólk vissi varla hvað
ég hét og hafði ekki hugmynd um
hver ég var. Mér er orðið sama
núna, en ég játaði það ekki hér áður
að ég væri Magnea frá Kleifum."
- Þú hefur skrifað sextán bœkur
á þrjátíu árum en þú hefur aldrei
litið á þetta sem vinnuna þína?
„Nei, það er núna fyrst, af því ég
geri svo lítið af þessu, að ég hef
ekki samviskubit yfir að vera ekki
að gera eitthvað annað. Ég var alltaf
í fullri vinnu þangað til fyrir sjö,
átta árum að ég hætti, en þá var ég
orðin svo léleg. Nú hefi ég nógan
tíma, en ekki heilsu."
- Lastu mikið?
„Ég gat aldrei sofnað öðruvísi en
að lesa. En auðvitað las ég ekki
mikið, ég hafði svo lítinn tíma, var
alltaf að vinna. Mér fannst hún
Ragnheiður Jónsdóttir alveg yndis-
leg. Ég á bækumar hennar um Þóru
í Hvammi. Mér fannst ég finna svo
mikla samsvörun í Þóru nema hvað
hún var hörkudugleg. Núna finnst
mér mest gaman af ævisögum.
Bónda mínum var fremur illa við
bækur. Honum fannst lítið til þess
koma á aðfangadagskvöld þegar
krakkarnir fengu bækur í jólagjöf.
Ég hef ekki mjög gaman af ljóðum,
er mest fyrir sögur. Hef lítið fylgst
með nú á síðustu árum því ég hef
ekki orku í það.“
Horton-veikin
- Hvenær fórstu að ftnna fyrir veik-
induhum?
„Það eru sextán ár síðan. Það er
langur tími.“
- Var þetta fljótlega greint sem
Hortonsveiki?
„Nei, nei, það liðu ein fjögur ár.
Þetta er svo hroðaleg líðan og engin
lyf dugðu á þetta. Fékk aldrei annað
en verkjatöflur og allir hér héldu að
þetta væri bara móðursýki. Svo fór
ég suður og fyrir algjöra tilviljun
fann ég taugalækni. Hann sagði að
sér hefði strax dottið í hug þessi
sjúkdómur. Hann var nýkominn frá
Svíþjóð og hafði þar kynnst Hort-
onsveiki. Þetta er sjaldgæfur sjúk-
dómur og leggst frekar á karla en
konur. Kemur í köstum. Það er æð í
gagnauganu sem blæs út við vissar
aðstæður, stundum bundið við árs-
tíðir, en ég fylgi ekki reglulegu
mynstri. Ég er lengi að ná mér aftur
eftir köstin og á kannski 7-9 vikur á
ári sem mér líður vel. Ég get ekkert
gert þegar köstin standa yfir, þá er
ég bara lögð inn á spítalann, þar er
alltaf pláss handa mér.“
- Ertu alveg œðrulaus þótt þú
vitir afyftrvofandi veikindum?
„Já. Þeir eru búnir að spyrja mig
að því læknarnir bæði hér og fyrir
sunnan hvort ég hafi íhugað sjálfs-
víg. Mér finnst það alveg fáránlegt.
En þeir segja að í þessum veikind-
um sé það algengt þegar kvalimar
verða svo óbærilegar að mann lang-
ar ekki til að lifa lengur. Ég er ekki
þunglynd í eðli mínu. Ég kvíði ekki
fyrir næsta kasti. Hugsa bara ekki
um það fyrr en ég vakna eina nótt-
ina og það er að byrja einu sinni
enn. Heimilislæknirinn er svo ágæt-
ur, hann hvetur mig til að gera það
sem ntig langar til meðan ég er góð.
Og ég reyni bara að lifa eftir því, þó
ég geri ekki mikið.“
Sossa með lús
- Þú skrifar bœkur!
„Já. Stelpurnar voru að vélrita
fyrir mig þriðju Sossu bókina. Ég
veit nú ekki hvað fólk verður hrifið.
Það var nú ekki hrifið þegar Halldór
Laxness var að skrifa um lúsina
hérna í gamla daga. Ég skrifa nefni-
lega svolítið um lús. Ég læt Sossu
fara á skólann. Þar kynnist hún
stelpu -em verður vinkona hennar
og þar sér hún þessa heljarskessu í
fléttunni á henm. Ég læt ömmu
stelpunnar vilja bara halda í lýsnar
og segja að guð hafi skapað þær
eins og aðrar skepnur og að þær
dragi úl illa vessa. En svo læt ég
hana, nöfnu sinnar vegna, sættast á
að losa sig við þær. Eg veit ekkert
hvernig fólki líkar þetta. En þetta
var svona. Mamma var í svoleiðis
vandræðum með okkur þegar við
vorum krakkar og fórum eitthvað í
burlu. Ég slapp nú vel. En systir
mfn var með svo mikið þykkt og
liðað hár og ævinlega þegar hún
kom heim byrjaði mamma með
steinolíuna og kambinn og skamm-
aðist yfir lúsunum. Mamma var al-
veg vitlaus yfir þessu. Ég læt
mömmu hennar Sossu vera það
líka.“
- Það hefur aldrei komið til tals
að klippa afykkur liárið?
„Það gekk aldrei svo langt. En ég
man eftir frænda mínurn sem var
kolsvarthærður. Þegar hann kom
heim frá farskólanum, var hann orð-
inn bókstaflega hvítur af nit í hár-
inu. Mamma hans rakaði af honum
allt hárið, sem ekki var siður þá.“
Færeyjaferð á 12 krónur
- Þú hefur ferðast svolítið?
„Já, eftir að ég skildi. Mig hefur
alltaf langað að ferðast um Island og
ég hef ferðast dálítið með móður-
systur ntinni sem bauð mér með sér
en kallinn minn vildi aldrei fara svo
það var oft að ég fór ekki. Svo þeg-
ar við vorum skilin þá var ég alveg
sjúk að komast út. Krakkarnir upp-
komnir svo það gerði ekkert til þótt
eitthvað kæmi fyrir. Þá fór ég í
ferðalag í sendiferðabíl með tjald.
Við ókum urn átta lönd. Fórunt með
Eddunni þetta eina sumar sem hún
gekk. Þetta var skrítinn hópur; þrír
strákar allir innan við þrítugt, ein
sextán ára stelpa og svo kellingar
unt fimmtugt. Það var rosalega
gaman, en ég fékk hausverkinn á
heimleiðinni. Ég fékk krampa í bíln-
um á bryggjunni þai .iem við vorum
að bíða eftir að komast um borð í
Edduna. Ég fékk svo háan blóð-
þrýsting að ég var að springa.
Læknirinn var pólskur. Hann hafði
lært í Svíþjóð í sama skóla og lækn-
irinn minn fyrir sunnan, svo hann
þekkti Horton undireins og spraut-
aði mig niður. Það var leiðinlegur
endir á alveg stórkostlegri ferð.
Seinna fór ég, þegar sonur minn bjó
í Noregi, í aðra ferð. Þá vorum við
fimm í einum bíl; synir mínir og við
þrjár gamlar kellingar. Svo fór ég
einu sinni í vikuferð til Færeyja,
með hernum. Það kostaði mig 12
krónur. Allt frítt í Færeyjum, hótel,
ferðalög og allt, en tóll' krónurnar
Bækur
Magneu frá
Kleifum
Karlsen stýrimaður
- skáldsaga 1962
Hold og hjarta
- skáldsaga 1964
Hanna María 1966
Hanna María og
villingarnir 1967
í álögum - skáldsaga 1968
Hanna María og pabbi 1972
Hanna María og Viktor 1974
Hanna María og
leyndarmálið 1978
Krakkarnir frá
Krummavík 1980
Kátt er í Krummavík 1981
Tobías og Tinna 1982
Tobías og vinir hans 1983
Tobías trítillinn minn 1985
Tobías, Tinna og Axel 1987
Sossa sólskinsbarn 1991
(önnur prentun 1995)
Sossa litla skessa 1995
fóru í ís sem ég keypti mér. Nú
langar mig ekkert að ferðast meira."
Verðlaun handa
lífeyrissjóðnum
- A morgun ertu að fara að taka á
móti Barnabókaverðlaunum Skóla-
málaráðs Reykjavíkurborgar og þú
fékkst verðlaun fyrir Sossu sólskins-
barn árið 1992. Hvers virði eru
þessar viðurkenningar?
„Heilmikils virði. En ekki í pen-
ingurn þó þetta séu peningaverð-
laun, því lífeyrissjóðurinn dró af
mér þangað til hann var kominn
þrjátíu þúsund framyfir verðlauna-
féð. Þá var mér nú nóg boðið. Ég
hefði eiginlega átt að afþakka þetta í
beinni útsendingu og segja að ég
hefði því miður ekki efni á að fá
þessi verðlaun. Fólk spyr mig af
hverju ég kaupi mér ekki eitthvað
eða ferðist fyrir verðlaunin, en ég
nenni ekki að segja því að ég haft
ekki fengið eyri af þessu. Þú veist
að það er tekið af ellilífeyrisþegum
og örorkufólki allt sem hægt er.
Að öðru leyti finnst mér gaman
að fá viðurkenninguna, en mér þykir
eins vænt um ef einhver segir mér
að hann hafi gaman af bókunum
mínum. Mér þótti til dæmis rosa-
lega vænt um að fá kort frá honum
Gyrði. Svo fékk ég einu sinni jóla-
kort frá lítilli stelpu fyrir sunnan, 9
ára held ég, sem skrifaði mér um
Tobías. Fyrir tuttugu árum hefði ég
verið svo upp með mér að ég hefði
ekki getað sofið, en það er svo
margt sem kemur svo lítið við mig
núna. Það er til málsháttur sem segir
að þegar þú ert frísk áttu þúsund
óskir, en ef þú ert veik áttu bara
eina. Og það er eins og þetta hafi
svo mikil áhrif á líf manns, það er
svo margt sem skiptir svo litlu máli.
Ég myndi fórna öllu fyrir heilsuna."
Guð sem haldreipi
- Ein spurning að lokum. Ertu trú-
uð?
„Það held ég. Jú ég trúi á annað
líf. Annars fyndist mér þetta svo til-
gangslaust að ég myndi ekki rienna
þessu. Ég myndi hafa látið skjóta
mig ef ég héldi að þá yrði ég bara
dauð en mig langar ekki til að vakna
hinum megin með það á samvisk-
unni. Sem krakki þá var guð mér
eins og Sossu, rosalega m'l ilvægur.
Líkt og að eiga tvo pabba. Pabbi
minn var þögull maður, hægur og
afskiptalítll, en rosalega hlý höndin
á honum. Og ég gleymi aldrei jóla-
dagsmorgnunum, við fórum aldrei á
fætur fyrr en pabbi var kominn inn
úr fjárhúsunum og var búinn að
kyssa okkur gleðileg jól, ískaldur og
hrjúfur, skeggjaður og með fjárhús-
ilminn. Og það eru svona atvik sem
maður fattar ekki fyrr en maður er
orðinn fullorðinn - og hvað það var
hlýtt að halda í hendina á honum.
Ég vildi aldrei lesa bænirnar upp-
hátt. Vildi bara tala við guð í hljóði.
Krakkarnir heima voru myrkfælnir
og mamma líka, en ekki ég, því ég
las bara bænir og krækti þeim alltaf
saman, ég mátti ekki missa úr, las
faðirvorið og svo bænir á eftir.
Draugarnir komust ekki að mér.
Guð sá allt. Ef maður stal sér sykur-
mola. Ég trúði rosalega á hann. Og í
gegnum mitt búskaparbasl... já ég
held ég sé trúuð, þó ég sé engin of-
stækismanneskja ... ég hef alltaf
getað sofið fyrir peningaáhyggjum.
Ég bara trúði því að guð legði mér
eitthvað til og það gerðist alltaf. Ég
ntyndi ekki nenna að lifa ef það
væri ekki annað líf, það væri svo til-
gangslaust. Til hvers værum við þá
héma? Ég trúi því ekki að fólk fari
til helvítis. Það væri nú hart ef þeir
sem ekki vita að guð er til færu til
helvítis bara af því enginn hefur
frætt þá. Þess vegna læt ég guð
mömmu hennar Sossu vera svona
líkari mínum guði.
Það er kannski misnotkun að
hafa guð svona sem haldreipi, en
það verður bara að ráðast."
Viðtal:
Ragnheiður Ólafsdóttir.
Þriðjudagur 23. apríl 1996 - DAGUR - 11
©
Aðalfundur
Kaupmannafélag Akureyrar
og nágrennis
heldur aðalfund sinn að Hótel KEA þriðjudaginn
23. apríl kl. 20.15.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestir fundarins verða Benedikt Kristjánsson
formaður Kaupmannasamtaka íslands
og Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtaka íslands.
Stjórnin.
0
ATVINNUMÁLANEFND AKUREYRAR
STRANDGÖTU 29 • AKUREYRI
Ráðstefna um matvæla-
iðnað í Eyjafirði
Föstudaginn 3. maí 1996 á Hótel KEA, Akureyri
Dagskráin hefst kl. 9.30.
■ STAÐA MATVÆLAIÐNAÐAR
Neysluþróun og markaðurinn.
Kristján Hjaltason, framkv.stj. IFPG, dótturfyrirtækis SH í
Hamborg.
Hvenær á landbúnaður samleið með iðnaði?
Ari Teitsson formaður Bændasamtaka íslands.
Hindrar núverandi skipan landbúnaðarmála frekari
sóknarfæri?
Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf.
Virðisauki í fullvinnslu.
Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Strýtu hf.
Hvar eru sóknarfærin?
Ingjaldur Hannibalsson, dósent við Háskóla íslands.
■ EYJAFJÖRÐUR SEM MATVÆLASVÆÐI
ímynd Eyjafjarðar sem matvælaframleiðslusvæðis.
Sigurður G. Tómasson, fréttamaður.
Verður matvælaiðnaður stóriðja Eyfirðinga?
Tómas Ingi Olrich, alþingismaður.
Skipulagsmál og stefnumörkun.
Bjarni Kristinsson, framkv.stj. Iðnþróunarf. Eyjafjarðar hf.
■ ERLEND FJÁRFESTING OG MARKAÐURINN
Markaðssetning erlendis - hindranir og nýjar leiðir.
Þorgeir Pálsson, yfirmaður sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs.
Fjárfesting í matvælaiðnaði - liður í aðgengi að nýjum
mörkuðum?
Guðný Káradóttir, verkefnastjóri Fjárfestingaskrifst. íslands.
Útflutningur á fullunnum sjávarafurðum.
Ari Þorsteinsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA.
■ FRAMLEIÐSLUUMHVERFi - ÚRRÆÐI
Hvernig tengist menntun atvinnulífinu?
Jón Þórðarson, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar HA.
Þróunarsetur.
Gunnar Már Kristjánsson, deildarstjóri vöruþróunardeildar
íslenskra Sjávarafurða.
Reynsla íslendinga af Evrópusamstarfi á sviði mat-
vælaþróunar.
Emil B. Karlsson, upplýsingafulltrúi Iðntæknistofnunar
Umræður og fyrirspurnir verða á milli erinda.
Ráðstefnustjórar verða Gylfi Þór Magnússon, framkv.stj.
Markaðsdeildar SH, og Guðmundur Stefánsson, formaður
Atvinnumálanefndar Akureyrar.
Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar,
setur ráðstefnuna.
Ráðstefnugjald er kr. 3500. Hádegisverður og kaffi eru inni-
faiin I ráðstefnugjaldi. Skráning fer fram á Atvinnumála-
skrifstofu Akureyrar I síma 462 1701.
Lokadagur skráningar er 27. apríl.