Dagur


Dagur - 11.07.1996, Qupperneq 5

Dagur - 11.07.1996, Qupperneq 5
'AOO r 'ili'ii f "t! mchi itmn'iiHí ~ Pl — K Fimmtudagur 11. júlí 1996- DAGUR-5 í minningu Styrktarfélags vangefínna á Norðurlandi - stofnað 22. maí 1959 - aílagt 19. júní 1996 Þegar fóstra mín kemur til Akur- eyrar hefur hún venjulega þann hátt á að bjóða mér í kaffi og kök- ur á Hótel KEA. Það var einmitt á leiðinni í slíka KEA-heimsókn að ég fór að hugsa um Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi. Þá um kvöldið átti félagið formlega að afleggjast og sameinast Foreldra- félagi bama með sérþarfir á Akur- eyri undir nafninu Þroskahjálp á Norðurlandi eystra. Þessar hug- renningar mínar urðu síðan kveikjan að þeim skrifum sem hér fara á eftir. Má líta á þau sem eins konar minningargrein um félagið mitt sem mér var kært en ég rækti ekki sem skyldi. Með leifturhraða hrannast upp minningar frá þeim 27 árum sem við áttum saman ég og félagið mitt. Minningar um einstök afrek sem unnin vom í krafti félagsins. Minningar um fólk af ólíkum toga sem átti það þó sameiginlegt að láta sig varða um fólk sem var ei- lítið öðmvísi en það sjálft. I haus- um talið var Styrktarfélagið aldrei öflugt félag. Máttur þess var þó mikill þegar mikið lá við. Styrkt- arfélagið stóð fyrir uppbyggingu Sólborgar og rak Sólborg í árarað- ir. Það kom á fót fyrsta sambýli hérlendis fyrir þroskahefta og fleirum í kjölfarið. Félagið hefur með ýmsum hætti, bæði með beinum fjárstujningi og vinnu- framlagi stutt þroskahefta, ein- staklinga og hópa. Má í því sam- bandi nefna íþróttamót fyrir þroskahefta, ferðalög og skemmt- anir. Þá hafa starfsmenn í mála- flokknum iðulega fengið náms- styrki. Fleira mætti telja svo sem sundlaug á Sólborg, sumarbúðir fyrir þroskahefta, hjólastólabíl og rekstur skrifstofu þar sem að- standendur þroskaheftra geta sótt „Með leifturhraða hrannast upp minning- ar frá þeim 27 árum sem við áttum saman ég og félagið mitt. Minn- ingar um einstök afrek sem unnin voru í krafti félagsins. Minningar um fólk af ólíkum toga sem átti það þó sameig- inlegt að láta sig varða um fólk sem var eilítið öðruvísi en það sjálft.“ ýmis konar ráðgjöf. Allt voru þetta verkefni sem Styrktarfélagið Nýkjörinn formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra, Lilja Guðmundsdóttir, tekur við gjöf frá Landssamtökun- um Þroskahjálp. Þroskahjálp á Norður- landi eystra stofnað - verður arftaki Foreldrafélags barna með sérþarfir og Styrktarfélags vangefinna Þann 12. júní 1996 var haldinn stofnfundur nýs félags, Þroska- hjálpar á Norðurlandi eystra, á Hótel KEA, Akureyri. Félagið er arftaki Styrktarfélags vangef- inna og Foreldrafélags barna með sérþarfír og er öllum opið sem vinna vilja að málefnum fatlaðra. Stofnfélagar eru um 220, en þeir sem áhuga hafa geta gerst stofnfélagar allt fyrsta starfsár félagsins. í stjórn hins nýja félags voru kjörnir: Lilja Guðmundsdóttir, formaður, Brynjólfur Jóhannsson, Hafdís Björk Rafnsdóttir, Ingibjörg Auðunsdóttir og Kolbrún Guð- veigsdóttir. Nokkrar ályktanir voru sam- þykktar á fundinum, m.a. um flutning málefna fatlaðra til Akur- eyrarbæjar. Þar er bent á mikil- vægi þess að varðveita þá dýr- mætu fagþekkingu og reynslu sem fyrir hendi sé hjá starfsfólki Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á N.e. Hvatt er til dirfsku og hug- kvæmni við frekari uppbyggingu málaflokksins og óskað er eftir samvinnu við forráðamenn bæjar- ins. I ályktun um skólamál er væntanlegu starfsfólki skólaþjón- ustu Eyþings óskað velfamaðar í starfi og lýst þeirri skoðun að góð- ur skóli fyrir einstakling með fötl- un sé einnig góður skóli fyrir aðra nemendur. Um leið og félagið óskar eftir samvinnu við skóla- þjónustuna er bent á að enn megi bæta samvinnu skólans við fjöl- skyldur fatlaðra. í ályktun sem beint er til menntamálaráðherra er skorað á hann að skipa nú þegar starfshóp til að gera úttekt á námsmöguleik- um nemenda með fötlun við fram- haldsskóla á Norðurlandi eystra. Loks harmar fundurinn að ráðamenn í samfélaginu skuli samþykkja að ekki verði aðgengi fyrir fatlaða á Hótel Norðurlandi, Akureyri. í lok ályktunarinnar segir: „Með því að láta slíkt viðgangast er gefið ákaflega slæmt fordæmi, auk þess sem það lýsir viðhorfum sem í raun heyra sögunni til í samfélagi sem er óð- um að ryðja úr vegi hindrunum sem verða á vegi fatlaðra." Kolbrún Guðveigsdóttir. átti stóran þátt í að gera að veru- leika. A fyrstu árum félagsins var engin þjónusta fyrir þroskahefta á Norðurlandi. Það konr því eins og af sjálfu sér að félagið varð strax vettvangur fyrir hvers kyns um- ræður og ákvarðanatökur er vörð- uðu málefni þroskaheftra. Það var lán félagsins að strax í upphafi valdist skynsamt fólk í forystu- sveit þess og hefur svo jafnan ver- ið síðan. Menn eins og Jóhannes Oli Sæmundsson fræðslustjóri og héraðslæknamir Jóhann Þorkels- son og Þóroddur Jónasson vom hvalreki fyrir félagið og Sólborg á þeim tíma. Mömmumar í félaginu skipuðu alveg sérstakan sess. Þær voru ekki bara mömmur bamanna sinna á Sólborg, þær voru einnig mömmur hinna bamanna sem þar voru. Við starfsmennimir á Sól- borg sem vomm ungir að árum fengum einnig notið umhyggju þeirra og hlýju. Ef mömmur þroskaheftra eiga eitthvað sameig- inlegt þá er það að þær hafa meira umburðarlyndi og jafnvel minni fordóma en gengur og gerist. Síðan Jóhannes Óli fór hjólandi um allan bæ til að kenna þroska- heftum að draga til stafs hafa margir kaflar verið skrifaðir í sögu Styrktarfélagsins. Þessir kaflar eru misgóðir en allir em þeir unnir af heilindum þeirra er í hlut áttu. í síðari hluta sögunnar eru athyglis- verðir þættir þeirra Svanfríðar Larsen og Bjama Kristjánssonar. Svanfríður tengir á svo skemmti- legan hátt saman ólík sjónamrið og ólík hlutverk. Hæfileiki hennar til að laga sig að nýjum aðstæðum er ótvíræður. Hún er hinn góði afl- vaki hvar sem hún fer. Þáttur Bjama er bæði merkur og spenn- andi. Það er alltaf eitthvað mikið í aðsigi þegar hans er getið. Ný fasteignaviðskipti, ný stefnumótun eða einhver nýr sannleikur. I sögulok áttar lesandinn sig á að Bjarna svipar um margt til upp- hafsmannsins Jóhannesar Óla. Bjami er bara seinnitímamaður sem fer sinna ferða á „Benz“ en ekki á hjóli. Blessuð sé minning Styrktarfé- lags vangefinna á Norðurlandi. Blessuð sé framtíð Þroska- hjálpar á Norðurlandi eystra. Fóstra mín rýfur þögnina: „Hvenær fluttu þeir Hótel KEA fram á flugvöll?" Kolbrún Guðveigsdóttir. v Vegna fjölda áskoranna Ruth Reginalds Gunnar Tryggva Aldurstakmark 20 ár - Munið snyrtilegan klæðnað om-mtmn STRANDGÖTU 53 • SÍMI 462 6020

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.