Dagur - 11.07.1996, Síða 8

Dagur - 11.07.1996, Síða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 11. júlí 1996 Málin rædd. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneyti, og Stefán Skaftason, búnaðarráðunautur í S-Þingeyjarsýslu. Landbúnaðarráðherrar fjögurra landa. Kalevi Hemila frá Finnlandi, Annika Ahnberg frá Sví- þjóð, Guðmundur Bjarnason, og Gunnhild Öyangen frá Noregi. Á góðri stundu. Sigurður Skúlason, skógarvörður í Vaglaskógi, og Guðmundur Bjarnason, land- búnaðarráðherra. Góða veislu gjöra skal. Vaglaskógur: Rádherrar í skógarveislu Landbúnaðrráðherrar Norðurlanda - og embættismenn í þeim málaflokki - héldu sameiginlegan fund á Húsavík fyrr í vikunni, þar sem rædd voru ýmis landbúnarmál þessara landa. Að sögn Guðmundar Bjamasonar, ráðherra, voru skógræktarmál tals- vert til umfjöllunar á þessum fundi og því var ekki úr vegi að enda fundarhöld þessi með sameiginlegri skógarveislu í Vaglaskógi, sl. þriðjudagskvöld. Fjölmenni var þar samankomið og gleðskapur góður. Bomar voru fram veitingar sem gestir þáðu í veðurblíðunni í skóginum á fallegu sumarkvöldi. Meðfylgjandi myndir vom teknar þar. Landbúnaðarmálin hafa hér sjálfsagt verið rædd í botn og vandamálin leyst. Ari Teitsson, for- maður Bæandasamtaka íslands, og Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu.Mvndir: -shs. „Independence Day“ í Borgarbíói: Stærsta mynd sögunnar? Bandaríkjunum þann 3. júlí og óhætt er að segja að hún hafi sleg- ið í gegn því síðastliðin helgi var sú tekjuhæsta í sögu Hollywood. Samanlagt fengu bíóhúsin þar vestra tæpar 173 milljónir dollara í kassann eftir aðeins 5 sýningar- daga en svona til samanburðar þá hefur Jurassic Park, tekjuhæsta myndin fram að þessu, þénað 900 milljónir. ID4 er nú sýnd allan sólarhringinn í Bandankjunum jafnframt því sem slegist er um miða á nætur- og morgunsýningar. Independence Day segir frá því þegar geimverur ráðast að jarðar- búum og yfirtaka allt með ofbeldi og eyðileggingu. Risastór geim- skip taka sér stöðu yfir stærstu borgum heims og fyrr en varir hefja geimverumar árás. Nú verða jarðarbúar að sameinast og berjast gegn mestu vá sem sótt hefur að mannkyninu. Titill myndarinnar Um miðjan agust munu Regnbog- samtímis kvikmyndina Indepen- inn, Háskólabíó, Laugarásbíó og dence Day eða ID4. Borgarbíó á Akureyri, frumsýna Mynd þessi var frumsýnd í vísar einmitt til þjóðhátíðardags Bandaríkjanna, 4. júlí, en þann dag átti árás geimveranna að hefj- ast. Leikstjóri er Roland Emme- rich, sá sami og leikstýrði Star- gate. Hann skrifaði handritið að ID4 á 30 dögum ásamt framleið- andanum Dean Devlin, eftir að svissneskur blaðamaður hafði ein- hvem tíma spurt Emmerich hvort hann tryði á geimverur. Emmerich sagðist ekki gera það... en eitt- hvað hlýtur honum að hafa snúist hugur! Þeir félagar stæra sig víst mikið af því að láta myndir líta út fyrir að kosta helmingi meira en þær gera í rauninni. Og til þess nota þeir að sjálfsögðu hinar ótrú- legustu tæknibrellur, eins og sjást ÍID4. Með helstu hlutverk fara Jeff Goldblum (The Fly, Jurassic Park), Bill Pullman (While You Where Sleeping, Mr. Wrong) og Will Smith (Bad Boys). EJ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.