Dagur - 23.08.1996, Síða 3
í DAOSLJÓSINU
6G6 r íöugfi .SS lypsbuíaöR - RUÐAQ - S
Föstudagur 23. águst 1996 - DAGUR - 3
Steinkirkja átti að rísa á Breiðabólstað:
Biðin langa
..Til að taka af öll tvímæli um lengur á forna frægð, er ungur
vegleika Inisa á íslandi skal og stórhuga höfðingi fellur frá
þess getið, að dómkirkjurnar á og ekki verður úr því verki er
Hólum og í Skálholli. er voru hann hugðist að framkvæma.
jalnslórará 12. og 13. ölct, voru Steinkirkja á Brciðabólstað l'rá
stærstu timburkirkjur, sem sög- miðri 12. öld gæti því eins vcl
ur l'ara af á Norðurlöndum; 50 staðið þar enn í dag og sam-
m á lengd, I2 m breiðar og 20 bærileg hús í nágrannalöndun-
m um þverskip, en líklega allt unt. Þarf ekki að orðlengja um
að 13 m lofthæð upp í rjáfur. ... það hver vegsauki Breiðaból-
Á allmörgum stöðum voru stal'- stað hefði orðið að steinkirkju
kirkjur og líklega á Brciðaból- Illuga og væri enn, en hinsvcgar
stað; en óefað hefur kirkjuhús ætlandi að fleiri hel'ðu farið að
þar verið veglegt rnjög, fyrst hans dæmi, ef til lykta var leitt.
ætlað var að reisa þar stein- Atiðunn biskup rauður lagði
kírkju, en betur stæði en háreist löngu síðar, eða á öðrunt áratug
timburbygging. Svo vil til að í 14. aldar, hornstein að mikilli
lok Kristnisögu segir frá því, cr steinkirkju á IJólunt, en ekki
lllugi Ingimundarson, dótlurson varð úr vegna skammlífis hans
Hafliða Mássonar, drukknaði. á stólnum. Steinkirkja var fyrst
cr hann flulti lím til steinkirkju vfgð á Hólum haustið 1763,
þeirrar, er hann ætlaði að gera á nærri hálfri 5. öld síðar, Voru
staðnum. Er þetta eina dæmið þá liðnir 612 vetur frá því er
um sleinkirkjusmíði á þjóðveld- stcinkirkjan átti að rísa vestur á
isöldinni, og varð hún þó svo Breiðabólstað."
endaslepp. Hér er eitl það
óhapp þessa rnikla staðar, er (Fora testaur, ,, Ágú.st sisurW.
veldur þvf, að ekkert minnir i. bimii bis. 173 iii r74)
Mynd: KB
Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi.
Merkar fornminjar finnast viö uppgröft að Breiöabólstað í Vesturhópi:
Grunnur steinkirkju llluga fundinn?
Hjörleifur Stefánsson arkitekt vann að uppgreftrinum, en hann er manna
fróðastur um byggingalist á íslandi fvrr á öldum. Mynd: KB
Eins og fram kom í Degi í gær var
við fomleifauppgröft að Breiða-
bólstað í Vesturhópi í Húnaþingi,
fyrr í vikunni, komið niður á
merkar steinhleðslur sem kunnug-
ir telja að geti verið grunnur fyrstu
steinkirkjunnar á íslandi. Þá hafa,
undir hlöðnum steinvegg, fundist
bæjarrústir og eldstæði, sem líkur
benda til að séu frá landnámsöld.
Guðmundur Ólafsson, fomleifa-
fræðingur, og Hjörleifur Stefáns-
son, arkitekt, önnuðust þennan
uppgröft sem unnið var að í byrj-
un vikunnar. I samtali við Dag
sagði Guðmundur þetta vera
merkan fornleifafund sem ástæða
sé til að athuga nánar, en slíkt ráð-
ist af fjárveitingum - sem nú þeg-
ar eru skomar við trog.
„Það sem er athyglivert varð-
andi þennan fornleifafund er að
við erum komin lengra aftur í tím-
ann, en elstu heimildir geta sagt
um búsetu hér á Breiðabólstað.
Við höfum fundið hér rústir af bæ
sem líklega er frá landsnámsöld.
Landnáma segir frá Sóta sem nam
Vesturhóp og byggði bæ sinn und-
ir Sótafelli, sem stendur einmitt
beint upp af Breiðabólstað. Þá
fundum við reglulegar steinhleðsl-
ur sem við höfum velt fyrir okkur
hvort geti verið grunnur að stein-
kirkju þeirri sem Illugi Ingimund-
arson hugðist reisa á staðnum um
árið 1150,“ segir sr. Kristján
Bjömsson á Hvammstanga, sókn-
arprestur í Breiðabólstaðarpresta-
kalli, sem fylgst hefur með upp-
greftrinum.
Höfuðstaður í Hólastifti
Breiðabólstaður í Vesturhópi er
einn af höfuðstöðum kristni í
Hólastifti og ýmsir höfðingjar sátu
staðinn fyrr á öldum. Þar sat Haf-
liði Másson, lögmaður Norðlend-
ingafjórðungs, sem frægastur var
fyrir deilur sínar og bardaga við
Þorgils Odsson á Staðarhóli, sem
urðu þess valdandi að hann missti
einn fingur. Hafliði krafðist firna-
mikilla bóta fyrir fingu.inn - og
síðan hefur að orðtæki verið haft
að dýr myndi Hafliði allur.
Dóttursonur Hafliða var áður-
nefndur Illugi Ingimundarson, en
meðal fyrirætlana hans um viðreisn
Breiðabólstaðar var að reisa þar
steinkirkju um miðja 12. öldina.
Segir frá því í Kristnisögu að Illugi
hafi farið utan til Noregs að sækja
steinlím til byggingar kirkjunnar,
en aldrei komið til baka úr þeirri
ferð. Að hugmyndin um steinkirkju
hafi farið með honum í hafið.
Tilhöggnir steinar
Upphaf rannsóknanna var að í lok
síðasta mánaðar var unnið að
greftri við kirkjugarðsvegg á
Breiðabólstað og var þá komið
niður á tvo aldagamla tilhöggna
steina. Þetta vakti athygli og var
Þór Magnússon, þjóðminjavörður,
sem fæddur er og uppalinn á
Hvammstanga, kallaður til. Hann
og sr. Kristján Bjömsson könnuðu
aðstæður og var mat Þórs að frek-
ari rannsókna væri þörf.
Sem áður segir var í þessari
rannsókn, sem þó er ekki ítarleg,
komið niður á gólf bæjar sem tal-
inn er geta verið frá landnámsöld,
- og þá kornu rnenn einnig niður á
reglulega steinhleðslu milli kirkju
og núverandi bæjarhúsa á Breiða-
hólstað, sem verið gæti grunnur
að kirkju. Milli steina fannst í vik-
unni kalkkennt efni, unnið úr
skeljum, sem menn velta nú fyrir
sér hvort verið gæti leifar af stein-
lírni. Sýni af þessu efni hafa verið
tekin til efna- og aldursgreiningar.
Getgátum kollvarpað
Til þessa hefur verið talið að
framkvæmdir við gerð steinkirkj-
unnar góðu hafi aldrei farið af
stað, en með fomleifarannsóknum
vikunnar hafa komið frant vís-
bendingar sem geta kollvarpað
þessum getgátum. Og í fáum orð-
um sagt standa rnenn nú frammi
fyrir eftirfarandi spurningum: Að
rústir landnámsbæjar á Breiðaból-
stað séu leifar af bæ þeim sem
Landnáma segir að Sóti hafi byggt
undir Sótafelli, en það er einmitt
íjallið sem stendur beint uppaf
bænum. Hin spurningin er eftir-
farandi: Var sr. Illugi Ingimundar-
son byjaður á grunni fyrstu stein-
kirkju á Islandi, þegar hann fór ut-
an urn rniðbik 12. aldarinnar að
sækja steinlím. Jákvæð svör við
báðum þessum spumingum eru
ekki fráleit.
Almennt vilja fróðir menn þó
fara varlega í sakirnar í þessu máli
og taka ekki stórt upp í sig. Guð-
rnundur Ólafsson, fomleifafræð-
ingur, kvaðst til að mynda í sam-
tali við blaðið um þetta mál, vilja
fara afar varlega í sakimar með
fullyrðingar. Hann segir þetta þó
vera merkasta mál sem ástæða sé
að kanna nánar. Að hans sögn eru
það algjörar fruntrannsóknir sent
nú hafa verið gerðar. Ástæða sé
þó til að kanna rnálið frekar, en
það sé þó undir fjárveitingum
komið. Hefur Þjóðntinjasafnið alls
ekki úr þeim peningum að spila að
það geti rannsakað þær fomleifar
sem það vill og telur ástæðu til.
-sbs.
Kirkjan í Hvalsey í Eystribyggð á Grænlandi er hlaðin snemma á öldum af
íslendingum þeim sem þá byggðu landið. Um 1500 lagðist búseta þeirra í
landinu af. En ef til vill heföi steinkirkjan að Breiðabólstað ekki litið ósvipað
út og steinkirkjan í Hvalsey. Mynd: -sbs.
Tilhöggnir steinar hafa fundist í uppgrel'trinuin og ekki þykir fjarstæðu-
kennt að þeir séu úr steinkirkju Illuga Ingimundarsonar. Mynd: KB