Dagur - 23.08.1996, Síða 6

Dagur - 23.08.1996, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 23. ágúst 1996 BR/EÐINOUR Afhentu barna- deild FSA höfðing- lega gjöf Þeir félagarnir Valdimar Þengilsson og Sigfús Orn Sigurðarson, 9 ára, færðu barnadeild FSA á Akureyri nýlega gjöf sem voru LEGO-kubbar að verSmæti um 12 þúsund krónur. A myndinni eru þeir fóstbræðurnir meS gjöfina áður en hún var af- hent. Mynd/txt:GG Hvað veistu? Þú ert draumur en dálítið feit, þú ert dyggðug en samt nokkuð tæp, þú ert saklaus ag ofan úr sveit, skyld þeim svívirðilegasta glæp, og ég hata þig hérumbil núll, jafnt í hinsta sem alfyrsta sinn. Og ég brýst til þín út og brýst inn gegnum atóm og sól, jörð og túngl. Stórskemmtilegt IjóS sem nefnist „Draumurinn". Hver yrkir svo? •ssauxD-] J9p|pH §ip|D>|SS|aqoN - dui9j6 |ij jnujs>j uuið supgy — Hvað ætlar þú að gera unt helgina? Margrét Erlendsdóttir hefur veriS fréttamaður hjá Ríkisútvarp- inu á Akureyri í fjögur ár. Hún lætur af störfum um mánaSa- mótin ágúst-september og fer til Reykjavíkur. Margrét segist hafa í nægu aö snúast um helgina. „Á laugardaginn ætla ég að halda kveðjuhátíðina „Bless Akureyri" en hún er fyrir sam- starfsfólk mitt hér hjá Rúvak. Á sunnudaginn ætla ég að vakna klukkan sex, eftir veisluna miklu, og draga fram rakstrarvélina og raka saman dótinu eftir samkvæmið. Síðan ætla ég að ná mér í pappakassa og undirbúa flutninginn suður með því ^pakka niður mínum jarðnesku eigum," r Minkur nemur land 'N I Öldinni okkar árið 1931 er greint frá bví að Gunnar Sig- urðson á Selalæk hafi fengið þrjá minka frá Sviþjóð, Ivö kvendýr og eitt karldýr. Síðan segir í Öldinni: „Minkur er mikið ræktaður á Norðurlöndum og fást af honum verðmæt skinn. Hann er af marðarkyni, einna líkastur hreysiketti á vöxt, langur og mjór, syndur eins og selur og snöggur í hrevf- ingum. Aðalfæða hans er fiskur og þess vegna borgar sig bezt að rækta hann [Dar sem hægt er að tá ódýran fisk." Fróðleikur Hvað voru mörg hlé? Lengsta skráð leiksýning er The Acting Life sem sýnd var 17.-18. mars 1984 í Tom Mann leikhúsinu í Sydney í Ástralíu. Flutningur leik- ritsins tók 19 klukkustundir og 15 mínútur og 21 klukkustund að meðtöldum hléum. Heilræði dagsins Besta ráÖið til aö láta leika á sig, er að álíta sig slungnari en aðra. ____í eldlínunm__________ Sigfús Karlsson: Erfitt að lenda í miklum vindi „Þetta er dálítið erfitt, sérstaklega ef maður lendir í miklum vindi á þessum litlu bátum því þeir eru á ferS og flugi, enda er ég yfirleitt lurkum laminn eftir svona rnót," segir Sigfús Karlsson, stjórnarmaður í Sjóstangaveiðifélagi Akur- eyrar, SJÓVAK og einn 56 keppenda á móti sem félagiS gengst íyrir um helgina. Lagt er út frá Dalvík klukkan sjö árdegis, í dag og á morgun og Sigfús segir að hann þurfi að koma sér á fætur klukkan hálf-fimm, báða morgnana. -En út á hvaS gengur þessi íþrótt? „Allt þaS sem kemur á krókinn er tekiS upp, en ef ufsi og þorskur er undir 45 sm þá er honum gefið líf. Stig eru síSan gefin, eftir því hvar menn lenda í mótinu og á bátum sínum. ÞaS hefur gengið ágætlega hingaS til. Ætli sveitin mín sé ekki búin að vinna fjögur eða fimm af síðustu sjö mótum og einn sveit- armeðlimurinn, Hafþár Gunnarsson, er að berjast um Islandsmeistaratitilinn." Spurning vikunnar _SpurL á Akureyri Telur þú að Eyfirðingar geri opinberlega meira úr veðrinu en aðrir landsmenn? Sigurbjörn Viðarsson: Hjörtur Þór Frímannsson: Ja, þaS er þó ástæða til þess. Er ekki Nei, þaS tel ég ekki. veSriS alltaf best hérna? Kári Karlsson: Nei, mér finnst þaS nú ekki en þaS er bara oft svo gott veSur hérna. Stundum heitara en veSurstofurnar segja til um. Sigurveig Bergsteinsdóttir: Nei, alls ekki. Mér finnst ekki heyrast neitt meira frá okkur en fjölmiSlunum fyrir sunnan. Guðrún Erlendsdóttir: Nei, ég held aS þaS sé bara staSreynd aS besta veSriS á landinu sé hér á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.