Dagur - 23.08.1996, Page 7

Dagur - 23.08.1996, Page 7
HVAÐ ER AÐ CERAST? Föstudagur 23. ágúst 1996 - DAGUFt - 7 „Óperu-þykkni“ á Akureyri og Húsavík Þingeyska þremenningaklíkan Alltof langt-gengið, nánar tiltek- ið þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, hyggjast skemmta Norðlendingum um helgina með sýningum á söngleiknum Bíbí og blakan (á valdi kaldhæðni ör- laganna), sem þeir félagar kjósa að kalla óperuþykkni. Ármann, Sævar og Þorgeir eru norðlensku leikhúsáhuga- fólki að góðu kunnir, en þeir skrifuðu m.a. Góðverkin kalla - átakasaga, fyrir Leikfélag Akur- eyrar á sínum tíma. Einnig hafa ýmis áhugaleikfélög víða um land notið krafta þeirra. Bíbí og blakan rekur á grá- glettinn hátt sögu hinnar dular- fullu Bíbíar og tveggja enn dul- arfyllri karlmanna, ástum þeirra og örlögum í ómögulegum heimi óperunnar þar sem allt er mögulegt og leðurblökur og næturdrottningar eru daglegt brauð. Flytjendur auk höfundanna þriggja eru Silja Björk Ólafs- dóttir og Hulda Hákonardóttir. Undirleik annast Gunnar Bene- diktsson. Sýnt verður í Samkomuhús- inu á Húsavík í kvöld, föstudag- inn 23. ágúst, og í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 24. ágúst og sunnudaginn 25. ágúst. Sýningamar hefjast kl. 21:00 en verkið er um klukkustundar langt. Hollenskur dans í Deiglunni í kvöld, föstudaginn 23. ágúst kl. 21, verður danssýning í Deiglunni á Akureyri, þar sem Ingrid Zalme frá Hollandi dans- ar verk sitt „The Only One“. Verkið er nýtt af nálinni og er því um heimsfrumsýningu að ræða. Ingrid er atvinnudansari í Hollandi og kallar dans sinn súrrealískt hreyfileikhús. Hún fjallar í verkinu um erfitt líf for- sögulegra vera í heimi nútím- ans. I sýningum sínum notar Ingrid Zalme ýmis konar tækni svo sem litskyggnur ofl. Hér er á ferðinni ákaflega forvitnilegur listviðburður og ættu unnendur dans og leikhúss ekki að missa af honum. Síðasta sýningarhelgi Þúsundþjalasmiðurinn, málar- inn, myndhöggvarinn, leik- tjaldamálarinn, kennarinn og myndlistarkrítíker Dagsljóss, Vignir Jóhannsson, gefur Ákur- eyringum kost á að skoða í kistu sína í Deiglunni um þessar mundir. Vignir sýnir veggverk úr tré og eir ásamt frístandandi skúlp- túr. Vignir, sem er Akumesing- ur, útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans 1979, en hélt í framhaldsnám til N- Ameríku þar sem hann bjó í allmörg ár að loknu námi. Vign- ir býr og starfar í Reykjavík um þessar mundir og hefur ekki sýnt á Akureyri áður. Sýning- unni lýkur 26. ágúst. Flóamarkaður Hjálpræðishersins I dag kl. 10-17 verður opinn flóa- markaður Hjálpræðishersins að Hvannavöllum 10 á Akureyri. Það færist sífellt í aukana að fólk gefi notaðan fatnað á markaðinn og því hefur úrvalið sjaldan verið meira á bæði böm og fullorðna. Berjaferð á Flateyjardal Á morgun, laugardaginn 24. ágúst, verður farin berjaferð í Flateyjardal í Skjálfanda á vegum Ferðafélags Akureyrar. Farið verður í land Brettingsstaða. Brottför er kl. 8 og gert ráð fyrir að lagt verði af stað til baka um kl. 17. Fólk er beðið að athuga að ef mikið verður um óþroskuð ber, er frekar ástæða til að handtína. A sunnudag verður lagt í þriðja hluta afmælisraðgöngu Ferðafé- lags Akureyrar. Gengið verður frá Sörlastöðum í Fnjóskadal, farið um gamlan reiðveg yfir Vallafjall og komið niður hjá Stóruvöllum í Bárðardal. Þetta er um 12-13 km leið og tekur um 6 klst. Brottför er kl. 9. Nánar upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu FA, sem er opin alla virka daga milli kl. 16 og 19. Síminn er 462 2720. Minjasafnið opið um helgina Minjasafnið á Akureyri er opið alla daga frá kl. 11 til 17 og em Akureyringar, Eyfirðingar og ferðafólk boðið velkomið. Sýn- ingar safnsins hafa verið endur- bættar á undanfömum árum og því eflaust eitthvað nýtt fyrir flesta að sjá. Aðgangseyrir er kr. 250 en frítt fyrir eldri borgara og böm á grunnskólaaldri. Uppskeruhátíð unglingavinnunnar I kvöld, föstudaginn 23. ágúst, verður uppskeruhátíð unglinga- vinnunnar í Dynheimum á Akur- eyri. Þeir unglingar sem hafa starfað hjá unglingavinnunni í sumar (fæddir 1980, 1981 og 1982) eru boðnir velkomnir. Ball- ið hefst kl. 20 og stendur til 24. Verðlaun verða veitt fyrir frum- Þórey sýnír á Hótel Hjalteyri Nú stendur yfir sýning á verkum Þóreyjar Eyþórsdóttur á Hótel Hjalteyri þar sem hún sýnir eink- um myndvefnað og textflverk, sem hún hefur unnið á þessu ári. Á sýningunni má m.a. sjá íslensk- an krosssaum og refilsaum. Þetta er síðasta myndlistarsýn- ing sumarsins á Hótel Hjalteyri. Sýningunni lýkur á síðasta opnun- ardegi sumarsins á Hótel Hjalt- eyri, 31. ágúst nk. legasta búninginn. Aðgangur er ókeypis. Tvær hljómsveitir í Árskógi Mikið verður um dýrðir í Árskógi á Árskógsströnd í kvöld þegar hljómsveitirnar Reggae on Ice og Sólstrandargæjarnir spila fyrir dansi. Sætaferðir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Greifarnir í Sjallanum Hljómsveitin Greifamir skemmtir gestum Sjallans á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld. Ánnað kvöld verður diskótek í Sjallanum þar sem Dabbi Rún snýr diskum. Húsið verður opnað kl. 24. í Kjallaranum verður Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson í kvöld og annað kvöld. Flóamarkaður í Kjarnalundi Flóamarkaður Náttúmlækningafé- lags Akureyrar verður í Kjama- lundi nk. mánudagskvöld kl. 20- 22. í boði er ætíð mikið af góðum fatnaði, bókum o.fl. Allir munimir eru ódýrir. Independence Day í Borgarbíói Aðalmynd Borgarbíós á Akureyri um helgina verður eins og um síð- ustu helgi stórmyndin „Indepen- dence Day“. Fyrstu sýningarhelg- ina komu yfir 2000 manns á myndina á Akureyri og enn er stöðugur straumur fólks á hana. ID 4 verður sýnd í kvöld kl. 18.30, 21 og 23.30. Annað kvöld, sunnudagskvöld, mánudagskvöld og þriðjudagskvöld verða sýning- ar kl. 20 og 23. Annað kvöld og sunnudags- kvöld verður sýnd kl. 21 myndin Dead Presidents og kl. 23.15 birt- ist á hvíta tjaldinu myndin Don’t be a Menace. Á sunnudag kl. 15 verður sýnd myndin Dunston Checks In. Dönsk hönnun í KetiUmsinu Á morgun, laugardag, kl. 16 verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á ýmiskonar danskri hönnun. Þessi sýning markar upphaf danskrar viku, sem verður í næstu viku og rekur einn viðburðurinn annan. Að sýningunni standa danska sendiráðið á íslandi, Akureyr- arbær og Listasafn Akureyrar. Sýningin verður opin frá kl. 16 á morgun og síðan alla daga kl. 14-18. Ástæða er til að hvetja fólk að fjölmenna í Ketilhúsið og skoða danska hönnun, (hús- gögn og margt fleira) sem má fullyrða að sé mjög athyglis- verð. Knut Eckstein sýnir í Galleríi + Gallerí + í Brekkugötu 35 á Akureyri verður opnað aftur eftir sumarfrí nk. sunnudag, 25. ágúst, kl. 16 með sýningu Þjóðverjans Knut Eckstein. Sýningin nefnist Mont- BÍanc. Knut Eckstein stundaði nám í skipasmíðum og síðan myndlistamám í Hochschule fiir Kiinste í Bremen í Þýskalandi og varð meisterschiiler 1993. Hann hefur síðan þá tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum og haldið sjö einkasýningar í Frakklandi og Þýskalandi. Hann hefur einnig hlotið nokkrar viður- kenningar fyrir verk sín. Nýverið hlaut hann hinn eft- irsótta DAÁD styrk til árs dvalar í New York og á leið sinni vestur um haf kemur hann við í Galleríi + og gefst Akureyringum og gestum tækifæri til að sjá og heyra verk hans. Knut Eckstein vinnur gjaman með umhverfi sitt með innsetningum og notar oft efni eins og pappa, plast, gler, myndbönd, hljóð og ljós. Verk hans em afar spennandi í einfaldleika sínum og fjalla líka um hluti og aðstæður sem fólk kannast auðveldlega við. Hann tók þátt í sýningunni „Sýnir og veruleiki“ í Galleríi Gúlp með hljóðverk nú fyrir skömmu. Knut Eckstein verður viðstaddur opnunina í Galleríi + Gallerí + hefur verið starfrækt frá því í febrúar. Þar eru reglulega haldnar sýningar og hefur galleríið vakið mikla athygli, ekki síst utan Akureyrar. Gallerí + er hugsað fyrir tilraunir starfandi myndlistarmanna sem vilja notfæra sér óhefðbundið rými fyrir hug- myndir sínar. Næstu sýningar í haust og vetur em með Ástu Ólafsdóttur, Þorvaldi Þorsteinssyni, Joris Rademaker, Pétri Emi Friðrikssyni og Jóni Laxdal Halldórssyni. Gallerí + er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 18. Sýningin stendur til 8. september.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.