Dagur - 23.08.1996, Qupperneq 15
Föstudagur 23. ágúst 1006 - DAGUR - 15
IÞROTTIR
FROSTI EIÐSSON
er
Akureyri:
Sterkt mót
í handbolta
Handknattleiksmót Bing Dao og
SS-Byggis verður haldið í KA-
heimilinu í kvöld og á morgun.
Sex lið í meistaraflokki karla taka
þátt í mótinu, en það eru FH,
Haukar, KA, Selfoss, Stjarnan og
Þór. Hver leikur stendur í 2 x 20
mínútur og dagskrá mótsins
sem hér segir.
Föstudagur:
Kl. 18 Stjarnan-Haukar
Kl. 19 KA-Selfoss
Kl. 20 Haukar-Þór
K1.-21 FH-Stjarnan
Kl. 22 Þór-KA
Laugardagur:
Kl. 10 FH-Haukar
Kl. 11 Stjaman-Selfoss
Kl. 12 FH-Þór
Kl. 13 Haukar-Selfoss
Kl. 14 Stjarnan-KA
Kl. 15. FH-Selfoss
Kl. 16 Stjaman-Þór
Kl. 17 KA-Haukar
Kl.,18 Þór-Selfoss
Kl. 19 KA-FH
Undirbúningsmót í handbolta
Kapparnir á myndinni, Sœvar Árnason, Ray Guiterez og Sergeij Ziza,
sem allir leika með KA, munu hafa nóg fyrir stafni í dag og á morgun, en
þá fer fram fyrsta handboltamót vertíðarinnar. Mynd: Jón Hrói
Iþróttir fatlaðra:
Kristín setti
ólympíumet
Kristín Rós Hákonardóttir vann
til gullverðlauna í 100 metra
baksundi í flokki S7 á Ólympíu-
móti fatlaðra sem nú stendur yf-
ir í Atlanta. Kristín Rós synti á
1:26,41 mínútu sem er nýtt
Ólympíumet í flokknum.
Birkir Rúnar Gunnarsson hafn-
aði í áttunda sæti í flokki blindra, í
100 m skriðsundi. Birkir Rúnar
svnti á tímanum 1:07,57 mínútum.
Ólafur Eiriksson komst ekki í úr-
Knattspyrna - yngri flokkar:
Akureyrarmótið langt komið
Senn fer að líða að lokum Akur-
eyrarmótsins í knattspyrnu í
yngri flokkum, sem staðið hefur
yfir í allt sumar. Misjafnt er
hvað flokkarnir leika marga
Fjöldi iðkenda innan ISI:
Knattspyrna lang-
Knattspyrna er langvinsælasta
íþróttagrein landsins, skv.
bráðabirgðatölum um fjölda
iðkenda á síðasta ári í hverri
íþróttagrein, sem birtist í nýj-
asta hefti ÍSÍ-frétta.
Knattspyrnan er með 14.613
iðkendur og hefur iðkendum
Qölgað um rúmlega 1400 frá
1995.
Körfuknaltleikur er næst vin-
sælasta greinin, en hann er
stundaður af 6.390, í hesta-
íþróttum eru 6.112, í golfi 5.681
og í frjálsunt íþróttum 5.677.
Badminton er sjöunda vinsæl-
asta íþrótt landsins með 4.875
iðkendur, rétt rúmum fimm
hundruð fleiri en iðka hand-
knattleik. Sund, fimleikar og
skíði eru allar með liðlega þrjú
þúsund iðkendur, skv. þessum
tölum sem unnar eru úr iðk-
endatölum ÍSÍ.
Iðkendur í íþróttafélögum
landsins á sfðasta ári voru tæp
69 þúsund, en árið áður voru
þeir rúmlega sjötfu þúsund. Þess
ber þó að geta að enn eiga eftir
að berast skýrslur frá nokkrum
samstarfsaðilum innan ÍSÍ, en
endanlegar tölur liggja fyrir í
næsta mánuði.
leiki í mótinu, en yfirleitt er um
tvo leiki að ræða í elstu flokkun-
um en fjóra hjá þeim yngstu.
Þau lið sem standa betur að vígi
samanlagt eftir leikina eru Ak-
ureyrarmeistarar í sínum flokk-
um.
KA hefur tryggt sér sigurinn
hjá A- B- og C-liðum í 5. flokki
karla. Síðustu leikirnir hefjast í
dag kl. 13 á KA-vellinum.
6. flokkur karla:
A-lið Þór-KA 4:4, 5:1, 3:1
B-lið Þór-KA 2:0, 4:1,6:2
C-lið Þór-KA 2:7,4:1, 3:1
Þór hefur þegar tryggt sér sigur
hjá A- og B-liðum í þessum
flokki.
3. flokkur kvenna:
Þór-KA 3:0,2:1
4. flokkur kvenna:
Þór-KA 3:0,3:0
5. flokkur kvenna:
Þór-KA 3:1,4:2
Leikið var í 3., 4. og 5. flokki
kvenna í gær á Þórsvellinum en
ekki er kunnugt um úrslit.
Knattspyrna - England:
Sheffield Wed.
á toppnum
Annarri umferð ensku úrvals-
deildarinnar í knattspyrnu lauk
í fyrradag en þá fóru fram fjöl-
margir leikir og urðu úrslit
þessi.
Aston Villa-Blackburn 1:0
Chelsea-Middlesbrough 1:0
Leicester-Southampton 2:1
Man. Utd.-Everton 2:2
Newcastle-Wimbledon 2:0
Nott. Forest-Sunderland 1:4
Tottenham-Derby 1:1
West Ham-Coventry 1:1
Sheffield Wednesday er eina
lið deildarinnar með fullt hús
stiga.
Knattspyrna - Leikiö í 2. deild á Akureyri og Húsavík í kvöld:
Volsungar mæta
toppliðinu Þrótti
Heil umferð fer fram í 2. deild-
inni í kvöld. Völsungar fá topp-
lið deildarinnar, Þrótt, í heim-
sókn og Þórsarar taka á móti
ÍR-ingum á Akureyrarvellinum.
Þriðja norðanliðið, KA, mætir
FH í Kaplakrika og hefjast allir
leikirnir klukkan 18:30.
„Við sofnuðum á verðum í síð-
asta heimaleik, en ég held að
menn séu klárir í þetta og við ætl-
um að selja okkur dýrt og okkur
er þegar farið að hlakka til. Þetta
er efsta liðið og það væri mjög
gaman að sigra það,“ sagði Jónas
Grani Garðarson, leikmaður Völs-
unga, sem leikur gegn Þrótti á
morgun.
Völsungar hafa átt misjafna
leiki að undanfömu. Liðið mátti
þola stórt tap í síðasta heimaleikn-
um, á nýja grasvellinum á Húsa-
vík, 0:4, en síðan vannst sannfær-
andi sigur á Víkingi í fallbaráttu-
slag liðanna í Reykjavík. Völs-
ungar em því komnir af mesta
hættusvæðinu en Jónas Grani
sagðist ekki tilbúinn til að lofa lið-
inu áframhaldandi sæti í deildinni
næsta sumar. „Það er eins með
deildarkeppnina og hvem leik,
þetta er ekki búið fyrr en flautað
er af. Við emm ekki öruggir uppi
en áframhaldið hlýtur að vera
undir okkur sjálfum komið."
Þórsarar hafa enn ekki unnið
deildarleik í ágústmánuði. Liðið
virtist vera búið að finna taktinn
eftir 4:0 sigur gegn FH í 10. um-
ferðinni, en í kjölfarið hafa fylgt
tapleikir gegn Þrótti, KA og
Skallagrími. Leikbönn og meiðsl
hafa vissulega sett strik í reikning-
inn hjá Akureyrarliðinu, en liðið
endurheimtir þá Davíð Garðarsson
og Þorstein Sveinsson úr banni í
leiknum í kvöld við ÍR. Reykja-
víkurfélagið leikur hins vegar án
þeirra Jóns Þórs Eyjólfssonar og
Kristjáns Brooks, sem báðir em í
banni.
Leikið á Dalvík
Dalvíkingar hafa tapað tveimur
síðustu leikjum sínum í 3. deild-
inni og þurfa nauðsynlega á sigri
að halda gegn Selfossi en leikur
liðanna hefst klukkan 14 á laugar-
dag á Dalvíkurvelli. Hinir leikir
umferðarinnar fara allir fram í
kvöld, þar á meðal leikur HK og
toppliðsins, Reynis frá Sandgerði.
KS gegn Sindra
KS leikur fyrri leik sinn við
Sindra frá Homafirði á Siglufirði
á morgun og hefst leikur liðanna
klukkan 14. „Við emm nokkuð
bjartsýnir. Ég hef spurst mikið
fyrir um Sindra og ég tel að við
slit í 100 m baksundi í flokki sín-
um, S9.
Geir Sverrisson hljóp í undan-
rásum í 100 m hlaupi í flokki T46
og náði öðmm besta tímanum inn
í úrslit, 11,21 sek. sem er jafn-
framt íslandsmet í flokknum.
Ekki var kunnugt um árangur
íslensku keppendanna í gær. Geir
Sverrisson keppti í 400 m hlaupi,
Haukur Gunnarsson í 200 m
hlaupi í flokki T36, Ólafur Eiríks-
son og Kristin Rós vom þá einnig
á meðal keppenda, í 100 m skrið-
sundi.
Gullverðlaun Kristínar Rósu í
100 m baksundinu vom fjórðu
gullverðlaun íslendinga á mótinu,
en auk þess hafa íslensku kepp-
endurnir unnið ein silfurverðlaun
og ein bronsverðlaun. Island var í
22. sætinu af 117 þjóðum eftir
ftmm fyrstu keppnisdagana, þegar
litið er á skiptingu verðlauna á
milli þjóða.
■ Þorsteinn G. Gunnarsson
hefur tekið við stöðu fram-
kvæmdastjóra samtakanna
íþróttir fyrir alla. Þorsteinn,
sem þekktastur er fyrir störf sín
sem dagskrárgerðamaður á Rás
2, tók við starfinu af Gunnlaugi
Grettissyni.
■ Þórsliðið í þriðja flokki karla
verður í eldlínunni í Borgamesi
um helgina þar sem úrslita-
keppni flokksins fer fram hjá
sjö manna liðum. Hin liðin sem
unnu sér rétt til þátttöku em
Skallagrímur, Fjölnir, Sindri og
Bolungarvík.
Knattspyrnan
um helgina
Föstudagur:
2. d. ka Þór-ÍR kl. 18:30
2. d. ka Völs.-Þróttur kl. 18:30
2. d. ka FH-KA kl. 18:30
3. fl. ka KA-KS kl. 16:00
3. fl. ka Leiftur/
Dalv-Tindastóll kl. 18:30
Laugardagur:
3. d. ka Dalvík-Selfoss kl. 14:00
4. d. ka KS-Sindri kl. 14:00
2. fl. ka Þór-ÍBV kl. 14:00
Sunnudagur:
2. fl. ka KA-ÍBV kl. 14:00
2. fl. ka Tindastóll-
BÍ/Emir/Reynir kl. 14:00
Mánudagur:
2. fl. ka Leiftur-Þróttur R. kl. 18:30
i
Björgvin Björgvinsson markvörður Völsunga, sem hér sést slá knöttinn frá
marki, hafði í nógu að snúast þegar lið hans mætti KA fyrr í sumar. Eflaust
mun mikið mæða á honum í kvöld gegn Þrótti. Mynd: BG
séum komnir með ágætar upplýs-
ingar um liðið. Við lékum við þá í
fyrra og þetta er svo til nákvæm-
lega sama lið og við mættum þá.
Við stefnum á að fá hagstæð úrslit
á laugardaginn en svo setjumst við
niður og skoðum framhaldið eftir
það,“ sagði Mark Duffield, þjálf-
ari KS, en Siglufjarðarliðið er nú í
úrslitakeppni 4. deildarinnar,
fjórða árið í röð.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080
I
/