Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
Fréttir
Ákærður fyrir grófa mis-
notkun á unglingspiltum
vann traust unglinga með sælgæti og klámspólum
Ríkissaksóknari hefur geflö út
ákæru á hendur 34 ára karlmanni
fyrir aö hafa haft í frammi kynferðis-
lega tilburði viö tvo 15 ára pilta.
Máhð verður þingfest fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur á næstunni.
Athæfið átti sér stað í sölutumi í
austurbænum þar sem maðurinn
starfaði. Samkvæmt upplýsingum
DV viðurkenndi hann að hafa unnið
sér traust unglinga í hverfinu með
því að leyfa þeim að afgreiða í sölut-
uminum, gefa þeim sælgæti og lána
þeim myndbandsspólur. í ljósi þessa
lokkaði hann drengina tvo til athæfis
sem varðar við brot á hegningarlög-
um og misnotaði þá á grófan máta.
Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir
að hafa leigt út klámmyndir.
Maðurinn var handtekinn í febrúar
þegar unghngadeild Félagsmála-
stofnunar lagði fram kæra á hendur
honum. Þar á bæ hafði farið fram
rannsókn á athæfmu og var skýrsla
tekin af piltunum. Hann var síðan
yfirheyrður af RLR og viöurkenndi
athæfiö.
Umræddur maður starfaði áður
sem rannsóknarlögreglumaður á
landsbyggðinni. Fyrir nokkrum
árum var hann handtekinn og vikið
úr starfi í kjölfariö. Það mál kom upp
þegar hann var staddur í Reykjavík.
Þá hringdi hann í unglingsstúlkur á
Suðurnesjum og reyndi að lokka þær
til lags við sig í kynferðislegum til-
gangi. Ransókn mádsins leiddi th þess
aö lögð var gildra fyrir manninn -
hann beðinn að hitta stúlkuna á
ákveðnum stað. Þar biðu hins vegar
lögreglumenn eftir honum og viður-
kenndi hann við yfirheyrslur að hafa
hringt í stúlkuna. Fyrir það mál var
maðurinn ekki ákærður á sínum
tíma og ekki heldur nú. í samtali DV
við við lögfróðan mann kom fram að
maðurinn hefði að minnsta kosti átt
að fá lögregluáminningu fyrir brotið,
en svo var ekki.
Krókabátarnir skipta sköpum fyrir atvinnulífiö hér, segir Ársæll Egilsson, hafnarvöröur á Tálknafirði.
DV-mynd ÞÖK
Umræðumar á Alþingi 1 gærkvöldi:
Nýr stjórnmálaf lokkur boðaður
Stuttar fréttir
Bannólihiegt
Sjávarútvegsráðherra telur
ólíklegt að ríkisstjómin banni
veiðar í Smugunni yfir vetrartím-
ann eins og sjómenn hafa óskað
eftir. Sjónvarpiö skýröi frá.
Ferjur rannsakaðar
Sighngamálastofnun hefur
ákveðið að láta gera sérstaka at-
hugun á íslenskum bílferjum.
Hér á landi eru 4 ferjur þar sem
ekið er að og frá borði um loku-
búnað í stefni og skut. Sjónvarpið
greindi frá þessu.
óheimii losun
Lyfjaúrgangur og gamlar
sprautunálar fundust innan um
jarpvegsúrgang á sorphaugunum
í Gufunesi fyrir nokkrum vikum.
Tahö er að áö úrgangurinn sé frá
; stórri sjúkrastofnun. ; /;
Frambodsmál skýrast
Jóhanna Siguröardóttir segir
að þaö ráðíst í þessum raánuði
hvemig staðið veröur að fram-
boðsmálum hermar. Stöð tvö
greindi frá þessu.
Fjárhagsstaða Flugsstöðvar
Leifs Eiríkssonar fer sífellt versn-
andi. Skv. Stöð tvö vinnur utan-
ríkisráðuneytið nú að tillögum
um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu stöðvarinnar.
Geðf atiaðir á götunni
Tahð er aö 38 geðfatlaðir ein-
staklingar séu á götunni, þar af 5
konur og 33 karlar. Skv, Morgun-
blaðinu er meðalaldurinn 37 ár.
Innmaturinn arðbær
Innmatur er orðinn arðbær út-
flutningsvara. Skv. RÚV fæst nú
viðunandi verð fyrir innraat hjá
fraraleiðendum gæludýrafóðurs.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrram
félagsmálaráðherra, boðaði stofnun
nýs stjómmálaflokks í umræöum á
Alþingi í gærkvöldi. Henni var tíð-
rætt um misréttið í þjóðfélaginu og
hvernig láglaunafólk hefur setið eft-
ir. Hún sagði að fækka ætti alþingis-
mönnum, gera landið allt að einu
kjördæmi og blanda saman persónu-
og hstakjöri til þings.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagöi hægt að
ná fram meiri hagvexti en nú er.
Hann sagði þessa rikisstjóm vera
stjóm sumra landsmanna en ekki
allra. Hann sagðist vhja nota há-
tekjuskatt til að hækka persónuaf-
slátt hjá almenningi.
Ólafur Ragnar Grímsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins, benti á að í
tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu
hreinar skuldir ríkissjóðs aukist um
100 prósent. Hann sagði að grunnur
að þeim stöðugleika sem nú ríkir
hefði verið lagður í þjóðarsáttar-
samningunyum 1990 og ríkisstjórn
aðeins viðhaldið honum.
Rannveig Guðmundsdóttir, for-
maður þinghokks Alþýðuflokksins,
kom nokkuð inn á erfiðleika flokks-
ins um þessar mundir og sagði að
umræðan um siðleysið í stjómmál-
um gæti orðið til góðs.
Guðrún Halldórsdóttir, þingkona
Kvennalista, nefndi þá kyrrstöðu
sem nú ríkir á öllum sviðum, shk
kyrrstaða geti verið fyrsta skrefið í
afturfór.
Tálknafjörður:
Afli krókabát-
anna skiptir
sköpum
, -segirhafiiarvörður
„Krókaleyfið er mjög mikhvægt
hér. Við fáum meira hráefni hér af
krókabátum en af öðram bátum.
Þetta hefur nánast snúist við á tveim-
ur árum,“ segir Ársæh Eghsson,
hafnarvörður á Tálknafirði.
Ársæh segir að það skipti sköpum
fyrir atvinnulífið að hafa þessa báta
á staðnum en þeir bára að landi rúm
2000 tonn af þorski á síðasta fisk-
veiðiári. Hann segir að frá Tálkna-
firði hafi róið 40 krókabátar á síðasta
sumri en á staðnum era að staðaldri
14 bátar.
Til gamans má geta þess að Tálkn-
firðingar, sem eru í kringum 370 og
teljast vera um 0,1 prósent af þjóð-
inni, bera að landi fast að 7 prósent-
um krókaaflans.
Sj ómannasambandið:
Vill stöðva veiðar
Framkvæmdastjórn Sjómanna-
sambands íslands tekur undir með
austfirskum útgerðarmönnum og
vhl stöðva veiðar íslenskra skipa og
skipa mönnuðum íslendingum í Bar-
entshafi um vetrartímann vegna ís-
ingarhættu. Stjómin ályktaði um
þessi mál á fundi sínum í gær.
LeiðrétHng
Mishermis gætti í gær í frétt
DV um ummæh Kristjáns Jó-
hannssonar í Mannlifi. Sagt var
að hann teldi aö segja ætti upp
hljóðfæraleikuranum i Sinfóní-
hljómsveitinni og ráöa erlent
fólk. Hið rétta er að Kristján sagði
að segja ætti ölium upp, endur-
ráöa þá hæfustu og „fá óviökom-
andi aðha, t.d, nokkra hæfustu
sinfóníustjómendur heims, th að
vega og meta hæfni manna“.
Innganga íslands 1ESB vart á dagskrá fyrr en eftir aldamót:
Davíð boðar aukinn kaupmátt
„Á undanfómum sjö áram hafa
launþegar þurft að horía upp á kaup-
mátt sinn falla ótt og títt. Aldrei þó
jafn mikið og í tíð síðustu ríkisstjóm-
ar, er kaupmáttur launafólks hrap-
aöi stöðugt, ekki síst árin 1989 og
1990. Síðan hefur kaupmáttur
minnkað hthlega en nú á þessu ári
hefur tekist að varðveita hann og
reyndar hefur hann aðeins aukist
síðustu mánuðina. Nú, þegar kjara-
samningar fara í hönd, er i fyrsta
sinn í langan tíma hægt að gera ráð
fyrir að þeir samningar ekki aðeins
tryggi kaupmátt, heldur geti aukið
hann, ef vel er á haldið og allrar var-
fæmi gætt,“ sagði Davíð Oddsson
forsætisráherra, meðal annars, í
stefnuræðú sinni á Alþingi í gær-
kveldi.
Forsætisráðherra var tíðrætt um
efiiahagsbata sem hann sagði að orðið
hefði þrátt fyrir að öðra hefði verið
spáð. Hann sagði að á þessu ári hefði
verðbólgan orðið minni, vextir lægri
og atvinnuleysi minna en spáð var í
fyrra. Hagvöxtur hefði glæðst á ný
og verði meiri í ár en hann hefur orð-
ið nokkurt heht ár síðan 1987, en gert
hefði verið ráð fyrir að hann yrði
neikvæður í ár. Tekist hafi að lækka
raunskuldir þjóðarinnar út á við um
23 mhljarða króna. Lánsflárþörf hins
opinbera sé nú aðeins 14 milljarðar
en nýspamaðurinn 35 mhljarðar
króna. Fjárlagahallinn verði á mihi 6
og 7 mihjarðar króna eða 3 mihjörð-
um minni en spáð var í fyrstu. Þann-
ig hafi tekist að rjúfa tímabil stöðnun-
ar og samdráttar sem ríkt hefur síð-
ustu 7 árin. Þetta megi aö hluta þakka
auknum afla á fjarlægum miðum og
einnig auknum umsvifum í helstu
viðskiptalöndum okkar.
Þá sagði forsætisráðherra að deha
íslendinga og Norðmanna um veiðar
í Barentshafi yrði ekki leyst þannig
að báöir hefðu sóma af nema Islend-
ingar fengju sanngjarnan kvóta í
þorskveiðum í Barentshafi.
Varðandi inngöngu íslands í ESB
taldi ráðherra ólíklegt að innganga
íslands í ESB yrði á dagskrá fyrr en
um eða eftir aldamót.