Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1994, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1994, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 23 Myndbönd Mrs.DoubHire ■ Aðalhlutverk: Robin Williams, SallyField 1 og Pierce Bfosnan Robin Williaras ieikur Daniel Hillard sem á að vera ábyrgur heimiiisfaðir en er barn í hjarta ZJurassic Park Aóalhlutverk: Sam Neill, Kaura Dern, Ric- hard Anenborough og JeffGoldblnm Auðjöfur einn hefur komið upp skemmtigarði á eyjti einni undan strönd Costa Rica. Það sem er sérstakt við garð þennan er að þar spranga um alvöru risaeðlur sem vísindamönnum hefur tekist að rækta. Áður en garðurinn er opnaður almenningi býður hann nokkrum sétfræðingum í garðinn til aö þeir geti staðfest að á staönum sé gætt fyllsta öryggis. En ekki fer betur en svo að rafmagnið fer af garðinum og þar með af ör- yggiskerfmu og þá er fjandinn laus. fram. i einu barnafmatli, {titrsem hann á aö passa upp á aö allt fari vel fratn, skortir heídur betur agann og heimilið er lagt í rúst. Eiginkonan, sem þegar hafði fengið að reyna ýmislegt, fær sig nú fullsadda og krefst skilnaðar. Daniel neyðíst til að ílytja að heiman. En hann þráir ekkert meira en að verameð börnum sínum ogþegareiginlton- an fyrrv. auglýsir eftir barnfóstru dulbýr hann sig og sækir um starfið. 30n Deadly Ground Aðalhlutverk: Steven Seagal, Michael Ca- ineog Joan Chen Forrest Taft starfar við að hefta útbreiðslu elda sem hugsanlega geta kviknað við olíuboranir á afekekktum svæðum. Taft er mikill umhverfis- sinni og nú er hann að störfum í Alaska þar sem gífurleg náttúrufegurð ríkir. Hann kemst á snoð- ir um að forstjóri ohufólagsins hafi á prjónunum ráðagerð sem gæti haft í Fdr með sér gífurlega eyðOeggingu á svæðinu. Hann snýr sér til for- stjórans og reynir að fá hann ofan af framkvæmd- unum en orð hans eru htt megnug og því neyðist hann til að grípa tii vopna. 4The PelicanBrief Aðalhlutverk: Julia Roberts, Denzel Washington, Satn Shepardog John Heard Kvöld eitt era tveir hæstaréttardómarar myrtir á hrottalegan hátt. Ástæður morðanna eru eng- um kunnar nema þeim sem verknaðinn frömdu. Og þó. í New Orleans er ungur lögfræðinemi, Darby Shaw, i raun búinn að leysa gátuna um morðin. Hinar sláandi níðurstöður skrifar hún á skjal sem á æðri stöðum fær nafniö Pelikana- skjalið. Með uppgötvun sinni er hún orðin að skotmarki morðingjanna og eina vonin til að sleppa lifandi er að Grantham takist að staöfesta innihald skjalsins. BlntheNameoftheFather Aöalhlutverk: Daniei Day-Lewis, Emma Thompson og Pete Postlethwaithe í myndinni eru rakin örlög Gerrys Conlons sem er smákrimmi i Belfast en aðaláhúgamál hats er að drekka sig fuilan og skemmta sér, fóður hans, hinum rólynda og heilsuveiia Giuseppe, til mitóllar armæðu. Dag nokkurn er hami handtekinn ásamt þremur öðrum í London og er honum gefið að sok að hafa staðið að sprengjutilræðinu í Guilford þar sem flölmargir óbreyttir botgarar féllu.. Meö pynt- ingum tókst að fá hann til aö játa og er faðir hans einnig ákærður í kjölfarið en Gerry veit aö hann er saklaus og berst í mörg ár fyrir rétti sínum. Myndbandalisti vikunnar t/. Vinsældalistinn: Bítillinn sem heimurinn vissi ekki af The Beatles eins og þeir koma fram i Backbeat á ieið til Hamborgar. Ekki tókst Jurassic Park aö fara í einu stökki i efsta sæti vinsælda- listans, Robin Williams, sem fer á kostum í Mrs. Doubtfire sá um það, en engum ætti aö koma á óvart ef risaeðlumynd Stevens Spielbergs veröur komin í 1. sætið í næstu viku. Þessi vinsælasta kvikmynd allra tíma nýtur sín að vísu ekki jafn vel á sjónvarpsskjánum og á risastóru sýningartjaldi en ævin- týrið er j afn skemmtilegt fy rir þ ví. Þrjár nýjar kvikmyndir koma inn á listann þessa vikuna: Road Flow- er er spennumynd með Christipher Lambert og Craig Sheffer í aðal- hlutverkum. Gerist myndin í auðn- um miðvesturríkjanna. Rookie of the Year er gamansöm mynd sem fjallar um unga strák sem fær aukakraft í hægri handlegginn og verður aðalstjaman í hafnabolta. Backbeat er örugglega sú mynd af þessum þremur sem á eftir að gera það best á vinsældalistanum. í myndinni er sagt frá stuttu lífs- hlaupi Stu Suthcliffe sem hefur verið kallaður flmmti Bítillinn. Suthcliffe var besti vinur Johns Lennons og það var John sem heimtaði að hann yrði með í stofn- un The Beatles. Var hann meðlim- ur í Hamborgarferðinni þar sem The Beatles komu fyrst fram. í Þýskalandi varð Suthcliffe ástfang- inn af ljósmyndaranum Astrid Kirchherr og missti áhugann á hljómsveitinni. Þegar The Beatles hverfa aftur á heimaslóðir verður hann eftir og deyr stuttu síðar. Stephen Dorff, sem leikur Stu, segist hafa undirbúið sig fyrir hlut- verkið með því að ræða mikið við Astrid Kirchherr og skoðað allar hans teikningar og málverk: „Ég held að Stu hafi veriö mjög sérstak- ur maður sem ekki margir komust að. Hann hafði hæfileikana, það er ekkert vafamál og hann hafði gam- an af að prófa eitthvað nýtt og það var hann sem fyrst stakk upp á Hamborgarferðinni. Sá sem leikur John Lennon heitir Ian Hart og hefur hann áður leikið John Lennon í sjónvarpskvik- myndinni The Hours and the Tim- es. Hart segir um hiutverkið: „Sjálfsagt eru það þúsundir manna sem tefja sig vita afft um John Lennon, hvernig hann gekk og hvernig hann talaði. Ég tel mig alls ekki vera líkan honum og er alls ekki að herma eftir honum beint, heldur reyni að túlka þá persónu sem skrifaö er um í handritinu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.