Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1994, Blaðsíða 8
24 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 Myndbönd Steven Spielberg ásamt framleiðandanum Kathleen Kennedy við gerð Jurrassic Park. Steven Spielberg: Hefur leikstýrt vin- sælustu kvik- myndum allra tíma Ef einhver kvikmyndagerðarmað- ur hefur borið höfuð og herðar yfir aðra á undanfornum misserum er það Steven Spielberg. Velgengni hans hvort sem litið er á fjárhags- hliðina eða hstræna sköpun á sér enga hliðstæðu í sögu kvikmynd- anna. Jurassic Park sendi hann frá sér snemma árs 1993 og er skemmst frá því að segja að hún er orðin vinsælasta kvikmynd sögunnar. í lok ársins kom síðan Schindler’s List, sem svo sannarlega kom mönn- um á óvart. Mynd sú er meistarverk sem líður þeim sem séö hafa seint úr minni. Og eins og flestir bjuggust við kórónaði Spielberg sigurgöngu sína við afhendingu óskarsverðlaun- anna þegar hann og myndir hans sópuðu að sér verðlaunum. Steven Spielberg hefur í raun órð- ið engan annan til að keppa við en sjáifan sig. Áður en Jurrassic Park fór á toppinn sem mest sótta kvik- mynd allra tíma sat á þar E.T. kvik- mynd sem hann íeikstýrði 1982. Þar til vinsælustu kvikmyndir þessa árs, The Lion King og Forest Gump, fóru inn á þennan lista átti Spielberg fjórar kvikmyndir á listanum auk áöurnefndra kvikmynda. Voru það Raidérs of the Lost Ark og Jaws. Áður en Steven Spielberg fékk loks óskarsverðlaunin sem besti leikstjóri fyrir Schindler’s List var hann-orðinn frekar vonlítill um að ná þessu marki. í fyrra sagði hann í viðtali þegar hann var spurður um þetta: „Ég býst við að þurfa að lifa við það að fá ekki óskarsverðlaun. Ég ákvað strax í byijun ferils mins hvemig kvikmyndum ég ætlaði að leikstýra og þær hafa verið gerðar að „stórmyndum” án þess að ég hefði beint ætlað það. Til að mynda var E.T. aldrei nema lítil kvikmynd í mínum huga meðan ég var að leikstýra henni og mjög persónuleg. Það að hún varð sú metaðsóknar- mynd sem raunin varð gerði hana að stærri kvikmynd en hún er. Hefði peningagróðinn ekki orðið svona mikill hefði ég örugglega farið með öðm hugarfari í gerð The Color Purple og Empire of the Sun. Lærði að gera kvikmyndir af kvikmyndum „Allir halda að ég hafi eingöngu einblínt á kvikmyndir Davids Leans,” segir Steven Spielberg, „en ég hef séð kvikmyndir Fellinis og Antonionis mun oftar. Ég tel mig og mína kynslóð vera þá síðustu sem lærði að gera kvikmyndir af kvik- myndum. Nú er ailt að yfirfyllast af leikstjórum sem vita allt um tækni og möguleika á því sviði en vita Engin kvikmynda Spielbergs hefur fengið jafn góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og Schindler's List. Mynd þessi af honum er tekin við gerð þeirrar myndar. harla lítið um kvikmyndir. Allur þeirra lærdómur kemur úr sjón- varpinu og þá oftar en ekki hafa þeir eingöngu haft reynslu af tónlist- armyndböndum.” Steven Spielberg hefur alla tið verið mikill aðdáandi eldri meistara eins og ummæli hans bera með sér. Sem barn var hann sannkallaður bíósjúklingur og vissi fljótt hvað hann ætlaði sér að starfa við í fram- tíðinni. Aðeins 21 árs var hann far- inn að leikstýra í sjónvarpi og tuttugu og fimm ára leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, The Sugar- land Express. Áður en hann varð þrítugur var hann búinn að senda frá sér bæði Jaws og Close Encoun- ter of Third Kind. Auk þess sem Steven Spielberg leikstýrir eigin myndum hefur hann í gegnum fyrirtæki sitt Amblin gefið mörgum ungum kvikmyndagerðar- manninum tækifæri og óhikað sett nafn sitt við framleiðsluna. Og hafi Spielberg álit á einhverjum þá er hann óspar á gifuryrðinn. Sumir misskildu hann þegar hann dró nafn sitt til baka við gerð spennumyndarinnar Cape Fear, sem Martin Scorsese leikstýrði. Spiel- berg átti hugmyndina að endurgerö þessarar klassísku kvikmyndar. Hann var með í ráðum viö gerð handritsins og réð Robert De Niro í aðalhlutverkið. Stuttu síðar fékk hann Martin Scorsese til að leik- stýra myndinni og þá héldu flestir að hann myndir titla sig sem framleiðanda: „Ég gekk um tíma á eftir Marty til að fá hann til að leikstýra Cape Fear. Þegar hann loks samþykkti þá hætti ég öllum afskiptum og sagði einfaldlega „Sjáumst síðar.“ Ég tel Martin Scorsese vera besta bandariska kvikmyndagerðarmann- inn sem starfar í dag, en þar sem við erum svo ólíkir væri það aðeins sýndarmennska hjá mér ef ég hefði ætlað að vera framleiðandi. Með þessu móti gátum við verið áfram miklir vinir. Marty lítur á mínar kvikmyndir og segir „Ég gæti aldrei gert svona mynd“ og ég lít á hans myndir og segi: „Ég gæti aldrei gert svona mynd“.“ Tvær ógleymanlegar kvikmyndir á einu og sama árinu er mikið afrek og á tímabili vann hann við báðar kvikmyndimar. Meðan hann var að leikstýra Schindler’s List í Póllandi á daginn sat hann á kvöldin og fjarstýrði Jurrassic Park á síðustu stigum. Þessi vinnubrögð lýsa honum vel, hann er það hugfanginn af starfi sínu að stundum virðist sólarhringurinn ekki nægja honum. Þessa dagana er hann með mörg járn í eldinum og þar á meðal er teiknimynd eftir einum vinsælasta söngleik allra tima Cats. Leikur hlæjandi láns The Joy Luck Club lætur engan ósnortinn sem hana sér. Myndin lætur ekki mikið yfir sér, engar stjömur til að auglýsa hana og leikstjórinn nánast óþekktur. Á mpti kemur að myndin er byggð á þekktri verðlaunaskáldsögu eftir Amy Tan og hefur leikstjóranum Wayne Wang tekist að ná fram dramtískum þunga sögunnar í heillandi kvikmynd. Myndin greinir frá femum kinverskum mæðgum. Mæðurnar eiga það sameiginlegt að hafa allar flust ungar að árum til Bandaríkjanna og stofnað þar fiölskyldur. Allar eru þær konur með fortið sem þeim hefur ekki tekist að gleyma. Dætur þeirra aftur á móti alast upp sem bandarískar nútima- konur og slær oft i brýnu á milli móður og dóttur, aðallega yfir gíldismati. Myndin byrjar í veislu þar sem allar þessar konur hittast, að undanskilinni einni sem er látin. Ýmislegt i veislunni gerir það að verkum að konumar fara aö rifja upp fyrri daga, hver í sínu lagi, og í lokin er áhorfandinn búinn að fá heilsteypta mynd af hverri konu fyrir sig. í The Joy Luck Club verður góð saga að enn betri kvikmynd. THE JOY LUCK CLUB - Útgefandl: SAm-myndbönd, Leikstjóri: Wayne Wang. Aðalhlutverk: France Nuyen, og Rosalind Chao. Bandarísk, 1993. Sýningartími 133 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -HK Duttlungar tilverunnar Alan Rudolph er einn fárra þekktra leikstjóra i Hollywood sem fer sinar eigin leiðir og hefur tekist að skapa sér sérstöðu. Þrátt fyrir að myndir hans höfði ekki til fjöldans hefur Rudolph tekist að fá þekkta leikara til að leika í myndum sínum. Skuggahliðar mannlífsins ásamt duttlungum tilverunnar er Alan Rudolph hugleikið viðfangsefhi og er Equinox gott dæmi um þann flókna stil sem hann hefur tileinkað sér. Aðalpersónumar eru tvíburar sem voru aðskildir í fæðingu. Þeir alast upp í nágrenni hvor við annan en vita ekki hvor af öðrum. Þeir eiga aðeins eftir að hittast einu sinni og það af tilvifjun. Tvíburamir em eins í útliti en þar likur samlíkingunni. Matthew er feiminn einstæðingur sem þráir tilbreytingu í lif sitt en skortir kjark. Freddy er afhu- á móti í tygjum við glæpamenn og hefur stórar hugmyndir um sjálfan sig. Blaöakona fréttir um tilveru tviburanna og ákveður að finna þá. Henni tekst að hafa uppi á þeim en forlögin taka í taumana áður en hún getur leitt þá saman. Equinox hefúr áhugaverðar persónur en sagan hefur sínar veiku hliðar og reynir á þolrifln. EQUINOX - Útgefandi: Skífan. Lelkstjóri: Alan Rudolph. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Lara Flynn Boyle og Marisa Tomei. Bandarísk, 1993. Sýningartími 107 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. -HK Ljósmyndari í kröppum dansi Ljósmyndarinn Mickey Dane er frægur fyrir að hafa komið rokkstjömunni Chelséa á framfæri í myndaröð. Hún verður heimsfræg en Mickey lifir á fomri frægð og þar sem nafn hans er ávallt tengt við rokkstjömuna reynir hann að mynda hana í tima og ótíma í óþökk hennar. Dag einn kemur maður til hans og býður honum mikinn pening ef hann getur myndað óþekkta stúlku á sama máta og hann gerði við Chelseaj Honum'bregður þegar hann sér hvað módelið er líkt Chelsea. Daginn eftir finnst rokkstjaman myrt og böndin beinast aö Dane. Eftir því sem hann reynir meir og meir að sanna sakleysi sitt festist 'hann i gildm sem hefur verið lögð fýrir hann. Body Shot fer vel af stað og er uppbyggjandi spenna í gangi, allt fram yfir miðja mynd en eftir þvi sem fléttan í myndinni verður flóknari minnkar spennan og þótt endirinn komi á óvart er lítið púður eftir. Body Shot samt er þrátt fyrir nokkra ann- marka ágæt afþreying. BODY SHOT - Útgefandi: Háskólabíó. Lelkstjórl: Dlmltri Logothetis. Aðalhlutverk: Robert Patrick, Michelle Johnson og Ray Wise. Bandarísk, 1993. Sýningartími 94 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK Auga fyrir auga... Nýir vestrar eru ekki algengir á myndbanda- markaðinum og þvi er fengur að Dead Man’s Revenge sem sver sig i ættir við marga vestra og er eins og klisja af mörgum þekktum vestrum. Hún er ágætlega uppbyggð og spennandi. Michael Iron- , side leikur fátækan landeiganda, Luck Hatcher, sem lendir í deilum við valdamikinn og ófyrir- leitinn héraðshöfingja, Payton McCay, sem hefur áhuga á landi hans. McCay leggur snöru sína fyrir Hatcher og endar sú viðureign með því að hann drepur eiginkonu Hatcher og son hans og kemur honum í fangelsi. Hatcher sleppur eftir tuttugu ár og er þá að sjálfsögðu i miklum hefndarhug. í millitíðinni hefúr McCay aukið áhrif sín og hefur í kringum sig hóp illmenna sem verja hann, en Hatcher fær hjálp úr óvæntri átt. Dead Man’s Revenge býður upp á skotbardaga, slagsmál og umfram allt persónur sem eru annaðhvort góðar eða vondar. Það er ekkert þama á milli. Sagan er að visu í þynnra lagi en gömlu brýnin Michael Ironside og Bruce Dem standa fyrir sínu. DEAD MAN’S REVENGE - Útgefandi: ClC-myndbönd. Lelkstjóri: Alan J. Levi. Aðalhlutverk: Mlchael Ironside, Bruce Dern og Randy Travis. Bandarisk, 1993. Sýnlngartfml 90 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.